Morgunblaðið - 25.01.2021, Side 2

Morgunblaðið - 25.01.2021, Side 2
Hvernig standa leikar? » Bóluefni Pfizer: 2.000 til 3.000 skammtar á vikufresti. » Bóluefni Moderna: 1.200 skammtar á 2 vikna fresti. » Samningur um dreifingu á bóluefni AstraZeneca. » Beðið eftir leyfi sem gæti legið fyrir á föstudag. » Um 15.500 skammtar eiga að koma í hverjum mánuði frá Pfizer og Moderna. Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Dreifingarfyrirtækið Distica er kom- ið með áætlun um dreifingu bóluefn- anna frá Pfizer og Moderna sem gild- ir út mars, en skammtar frá þeim eru nú farnir að koma reglulega til lands- ins. „Þetta er farið að rúlla áfram,“ segir Júlía Rós Atladóttir, fram- kvæmdastjóri Distica. Skammtar frá Moderna koma til Íslands á tveggja vikna fresti og frá Pfizer á vikufresti. Von er á tvö til þrjú þúsund skömmtum frá Pfizer á miðvikudag, þegar rúm vika er liðin frá seinasta skammti sem var af sömu stærð. ópu en fram kemur á vef Lyfjastofn- unar að það geti legið fyrir á föstu- dag. „Markaðsleyfin eru síðan fljót að fara í gegn á Íslandi,“ segir Júlía. Distica hefur verið í viðræðum við AstraZeneca um dreifingu á bóluefn- inu hingað til lands en ekkert er fast í hendi í þeim efnum fyrr en markaðs- leyfi liggur fyrir, að sögn Júlíu. Er komið í ljós hversu mikið og hversu reglulega bóluefni Astra- Zeneca mun berast til landsins? „Það eru bara getgátur. Það liggja ekki fyrir neinar tímalínur né af- hendingaráætlun,“ segir Júlía. Þó liggi fyrir samningur milli Astra- Zeneca og Distica um dreifingu á efninu. Bólusetning forgangshópa tefst Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir ekki líklegt að lokið verði við að bólusetja forgangshópa fyrir lok mars. „Landsbyggðin stendur svolítið út af,“ segir hún í samtali við Morgun- blaðið og bætir við að ljúka þurfi bólusetningu framlínustarfsmanna þar. „Það skiptir miklu máli að bólu- sett verði á landsbyggðinni sem fyrst.“ Samkvæmt afhendingaráætlun á sama magn að berast til landsins vikulega á næstu mánuðum. Einnig er von á 1.200 skömmtum af bóluefni Moderna í lok þessarar viku, þegar tvær vikur eru liðnar frá fyrstu sendingu efnisins til landsins, enda á efnið að berast hingað til lands á tveggja vikna fresti sam- kvæmt afhendingaráætlun. Haldi áætlanir má gera ráð fyrir að 15.500 skammtar berist hingað til lands mánaðarlega frá þessum tveimur framleiðendum. Fleiri samningar eru þó í kortun- um og bíður Distica eftir að bóluefni AstraZeneca fái markaðsleyfi í Evr- Bóluefnin eiga að berast reglulega  Distica með dreifingaráætlun tilbúna fyrir Pfizer og Moderna  Beðið eftir markaðsleyfi AstraZeneca 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Heiðar Guðnason, faðir manns sem lést í Sundhöll Reykja- víkur á fimmtudag, er ósáttur við yfirlýsingar lögreglu þess efnis að andlát sonar hans megi rekja til veikinda. Maðurinn var úrskurðaður látinn eftir að endurlífgunartilraunir báru ekki árangur, en hann hafði áð- ur legið á botni laugarinnar í sex mínútur. „Sonur minn var 31 árs gamall, stálhraustur og kenndi sér einskis meins,“ segir Guðni og furðar sig á þeim vinnubrögðum að fullyrða um dánarorsök áður en niðurstaða krufningar liggur fyrir. Fékk fréttirnar frá skjólstæðingi Sonur Guðna starfaði í geðþjón- ustu og var með geðfötluðum skjól- stæðingi sínum í lauginni, eins og hann gerði jafnan daglega. Guðni segist ekki vita hvar í lauginni skjól- stæðingurinn var þegar slysið varð, en fjölskyldan hafi fyrst fengið frétt- irnar frá honum. Guðni gerir einnig alvarlegar at- hugasemdir við sundlaugarvörslu í lauginni. „Það kemur eitthvað fyrir og hann sekkur til botns. Í sex mín- útur liggur hann, sonur minn, á botni laugarinnar.“ Hann spyrji sig hvar sundlaugar- verðir hafi verið í þessar sex mín- útur. alexander@mbl.is Banaslys í Sund- höllinni  Faðir mannsins ósáttur við lögreglu „Það var rafmagn í loftinu og fiðringur í fólki við að geta farið að sýna aftur,“ segir Björn Thors, leikari í einleiknum Vertu úlfur, sem var frumsýndur á Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu á föstudag eftir fjögurra mánaða sýningarhlé vegna sóttvarna. „Við vissum það ekki fyrr en fyrir um tíu dögum að við værum að fara að frumsýna og það hleypti krafti í mannskapinn og lífi í húsið.“ Vertu úlfur er eftir Unni Ösp Stef- ánsdóttur, eiginkonu Björns, sem einnig leik- stýrði, og byggist á bók Héðins Unnsteinssonar um glímuna við geðröskun. „Ákvörðunin um sýninguna var tekin vegna faraldursins, enda borðleggjandi í þessu andrúmslofti fjarlægða, einveru og raskana,“ segir Björn. Þjóðleikhúsið opnar Stóra sviðið á nýjan leik Morgunblaðið/Árni Sæberg Einleikurinn „Vertu úlfur“ frumsýndur í Þjóðleikhúsinu Hafrannsóknastofnun hefur leiðrétt loðnuráðgjöf sína eftir að villa fannst við endurútreikning. Leggur stofn- unin nú til að aflaheimildir verði 61 þúsund tonn í stað um 54 þúsund tonna sem lögð voru til á föstudag. Í þeirri tillögu fólst mikil hækkun frá desembermánuði, þegar stofn- unin lagði til að veittar yrðu afla- heimildir upp á um 22 þúsund tonn. Gunnþór Ingvason, framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar, segir í sam- tali við Morgunblaðið að fregnirnar séu ánægjulegar þótt magnið sé enn lítið. Hann bindur vonir við að meira finnist af loðnu, en farið verður í leit eftir helgi. Í tilkynningu frá Hafrannsókna- stofnun kemur fram að við endur- útreikninga loðnumælinga sam- kvæmt gæðaferlum hafi komið í ljós villa við úrvinnslu á bergmálsmæl- ingum á stærð hrygningarstofns loðnu. Niðurstaða þeirrar mælingar hækkaði um 19 þúsund tonn, eða upp í 338 þúsund tonn. Grunnur ráðgjafarinnar byggist á mati á stærð hrygningarstofns loðnu sem grundvallast á meðaltali tveggja mælinga, annars vegar á niðurstöðum bergmálsleiðangurs í desember og hins vegar á saman- lögðum niðurstöðum tveggja berg- málsleiðangra í janúar. Fyrri mælingin í janúar, upp á samtals 144 þúsund tonn, var tak- mörkuð að því leyti að engar mæl- ingar voru gerðar í Grænlandssundi sökum hafíss. Enn fremur var magn loðnu á austurhluta svæðisins langt undir því sem mældist í desember. Seinni mælingin í janúar var á af- mörkuðu svæði úti fyrir Aust- fjörðum, og þar mældust um 338 þúsund tonn. Fram kemur að yfirgnæfandi lík- ur séu á að loðnan fyrir austan land hafi ekki verið hluti af mælingunni fyrr í mánuðinum og því eru þessar tvær mælingar teknar saman og gef- ur það mat upp á 482 þúsund tonn. Hafró hækkar loðnuráðgjöf í 61 þúsund tonn eftir villu  Framkvæmdastjóri SVN vonast eftir meiri loðnu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.