Morgunblaðið - 25.01.2021, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2021
Á gangi Það er útsala í Ísbirninum á Laugavegi, sem er vel við hæfi þegar kuldaboli lætur finna fyrir sér, eins og verið hefur síðustu daga þó ekki snjói í bænum eins og víða annars staðar á land-
inu. Þessi vegfarandi stikaði þó grímulaust fram hjá einmana hvítabirninum við dyrnar, pírandi augun með samanbitnar tennur og hendur grafnar í vösum, gegn nístandi heimskautavindinum.
Eggert
Við höfum nú horft
upp á hverja frest-
unina á fætur annarri
í borgarlínumálum.
Skýrsla sem átti að
koma út í september
2020 er ekki komin
enn, handvömm tafði
útboð um hönnun
Fossvogsbrúar og
opnun tilboða í
ráðgjafaþjónustu hefur
verið frestað. Þá bendir margt til
þess, að arðsemi borgarlínu verði
svo neikvæð næstu áratugi að Sölvi
Helgason gæti ekki einu sinni
reiknað hagnað í hana, eins og
hann reiknaði barn í þá svörtu. Á
sama tíma þarf þjóðin að ná sér eft-
ir Covid-kreppu og standa því lítil
efni til að flýta framkvæmdum með
fyrirsjáanlegu tapi á næstu árum
og áratugum.
Með hliðsjón af þessari alvarlegu
stöðu mála ætti það í raun að vera
formsatriði eitt að fresta borgarlínu
þar til farið hefur fram fagleg at-
hugun á þjóðhagslegri arðsemi
framkvæmdanna, áreiðanleika ætl-
aðrar þreföldunar á notkun og
áætlun á raunverulegri þörf fyrir
stærri vagna í sérrými.
Aðeins hálf sagan sögð
Hvatinn að borgarlínu virðist
ekki vera sá að
hvetja til farþega-
fjölgunar hjá strætó,
heldur einhver óskil-
greind löngun til að
„vera eins og hinir“.
Þessir „hinir“ vísa
hér til þeirra borga
sem borgarstjórn
valdi að heimsækja
til að kynna sér
mögulegar útfærslur.
Síðan hafa þessar
borgir verið taldar
upp sem fyrirmyndir
að „hágæða samgöngukerfi“ og
þess vandlega gætt að sneiða hjá
öðrum mögulegum valkostum.
Skorti frekari réttlætingu er
„skuldbindingarspilið“ í loftslags-
málum gjarnan dregið upp. En
risavaxnir liðvagnar ætlaðir fyrir
„hágæða samgöngukerfi“ borg-
arlínunnar menga helmingi meira
en strætisvagnarnir sem fyrir
eru. Þetta er þvert á skuldbind-
ingar okkar í loftslagsmálum.
Virðist þá litlu skipta hversu
hægt orkuskipti hafa gengið hjá
Strætó bs., sem eru eitt mik-
ilvægasta umhverfismálið í sam-
göngum, en einungis 15 vagnar af
170 gengu fyrir rafmagni 2019.
Rafvæðing einkabílaflotans hefur
hins vegar gengið vel. Annað sem
einnig hefur gleymst að nefna er
að borgarlínan verður of hægfara
til að flokkast undir „hágæða
samgöngukerfi“. Ástæðuna má
rekja til þess hve stutt er á milli
biðstöðva. Erlendis eru lestir
hluti af almenningssamgöngukerf-
inu, þær fara miklu hraðar yfir en
strætisvagnar og eru oft fljótari
en bílar.
Vanda verður betur til verka
Umferðartafir á höfuðborgar-
svæðinu voru af Samtökum iðn-
aðarins áætlaðar um 15 milljarðar
á ári og síðan hefur umferð vaxið.
Ekki er ljóst hvernig talan 15 var
fundin, en niðurstöður skýrslu
sem gerð var um hagkvæmni
borgarlínu fyrir hönnunarteymið
reyndust rangar (sjá Ragnar
Árnason, Mbl. 09.11. 2020). Þar
að auki eru villur af stærð-
fræðilegum toga. Vorið 2019 var
samið við ráðgjafa um að taka
upp nýtt reiknilíkan sem getur
reiknað umferðartafir með meiri
nákvæmi en áður var hægt. Kom-
inn er tími til að eitthvað fréttist
af því. Þessir 15 ma.kr./ári eru
trúlega vanreiknaðir, rétta talan
nær 30 ma.kr./ári. Þetta er óá-
sættanleg blóðtaka fyrir bæði al-
menning og atvinnulíf landsins,
gera verður almennilega grein-
ingu á þessu.
Mörgu má ljúga
með þögninni
Þess má svo geta, að eftir því
sem málflutningur þeirra sem
mæla mest með borgarlínu er
skoðaður betur, þeim mun fleira
hefur komið í ljós sem veikir
þann málflutning og þagað hefur
verið yfir. Sem dæmi, þá er
markmiðið um að ná 12% ferða
inn í borgarlínu ekki byggt á
raunhæfri greiningu á líklegri
notkun, heldur er þetta lausleg
ágiskun á hvað borgarlína þurfi
til að bera sig. Þessa stærð hafa
ráðgjafar síðan verið fengnir til
að nota í útreikningum.
BRT kemst illa eða ekki fyrir
Að mörgu leyti er skiljanlegt að
borgalínuverkefninu hafi verið
seinkað. Það verður mikil áskorun
að láta BRT-sérbrautakerfi ganga
upp í þröngum götum Reykjavík-
urborgar. Verði samgöngukerfið
sett í heild sinni upp í BRT býður
það jafnframt upp á slík tæknileg,
skipulagsleg, umhverfisleg og
fjárhagsleg vandamál að nánast
ógjörningur verður að leysa þau.
Miklu betri og hagkvæmari lausn-
ir eru í boði og löngu tímabært er
að þær verði teknar til alvar-
legrar athugunar.
Frestum borgarlínu
Samt sem áður hlýtur hönn-
unarteymi verkefnisins að verða
að skila einhverju áþreifanlegu af
sér. Svona vinnubrögð, að kynna
málin ekki fyrir íbúum höfuð-
borgarsvæðisins og gefa þeim þar
með kost á að meta helstu kosti
og galla, eru óviðunandi. Þá er
ekki síður óviðunandi að strika út
allt nema gæluverkefnið og út-
færa það með óskhyggjuna eina
að forsendu. Að misbeita svo
skipulagsvaldinu með því móti til
að standa í vegi fyrir hag-
kvæmum framkvæmdum sem
borga sig upp á einu ári, eins og
mislægum gatnamótum Reykja-
nesbrautar og Bústaðavegar, nær
engri átt.
Við stöndum frammi fyrir efna-
hagslegum afleiðingum heimsfar-
aldurs og hljótum að spyrja hvort
þjóðarbúið hafi efni á öðru en
bestu lausnum. Því ber að fresta
borgarlínu á meðan þjóðhagsleg
hagkvæmni verður reiknuð í botn.
Borgarstjóri þarf að kveðja sér
hljóðs og tilkynna að ekki verði
hafist handa fyrr en borgarlínu-
verkefnið hefur verið grand-
skoðað á faglegum grunni. Með
hliðsjón af þeim miklu almanna-
hagsmunum sem eru í húfi er
borgarstjórn ekki stætt á öðru.
Eftir Jónas
Elíasson » Borgarlínu þarf að
fresta, þá gefst tæki-
færi til að til að kanna
betri og hagkvæmari
lausnir.
Jónas Elíasson
Höfundur er prófessor.
Frestum borgarlínu