Morgunblaðið - 25.01.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2021
✝ GuðríðurMagnúsdóttir
fæddist í Friðheimi
í Mjóafirði í Suður-
Múlasýslu 1. maí
1929. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Hrafnistu í
Reykjavík 11. jan-
úar 2021. For-
eldrar hennar voru
hjónin Magnús
Tómasson og Kar-
en Björg Óladóttir. Guðríður
var elst fimm systkina: Sig-
urjón, f. 1931, Óli Tómas, f.
1940, Gísli, f. 1941 og Elín Sig-
urbjörg, f. 1943. Lifir Elín ein
eftir af systkinunum.
Guðríður gekk í barnaskól-
ann í Mjóafirði, sótti nám í Hús-
mæðraskólanum á Laugalandi í
Eyjafirði og tók gagnfræðapróf
við Gagnfræðaskólann á Seyð-
isfirði. Þar kynntist hún eig-
inmanni sínum Sigurði Krist-
inssyni kennara sem fæddur
var í Vallanesi á Fljótsdalshér-
aði 1925. Þau giftu sig árið
1950 og bjuggu fyrstu fimm ár-
in í Mjóafirði þar sem Sigurður
eiginmaður hennar er Ágúst og
börn þeirra eru Alvar Ernir,
Alba Liv og drengur Ágústs-
son.
Árið 1955 fluttu þau hjónin
búferlum frá Mjóafirði til
Reykjavíkur og áttu þar síðan
heima alla tíð. Guðríður vann
utan heimilisins við ýmis störf.
Var um tíma í eldhúsinu á elli-
heimilinu Grund en lengst af og
allt þar til hún lét af störfum
sökum aldurs vann hún á póst-
húsi R-5 við Rauðarárstíg. Eftir
að hún hætti launaðri vinnu
gerðist hún sjálfboðaliði hjá
Rauða krossinum og vann í
búðinni þeirra á Laugaveginum
meðan heilsan leyfði. Ásamt því
vann hún sjálfboðaliðastarf á
leikskóla barnabarnabarna
sinna þar sem hún las fyrir
börnin einu sinni í viku.
Guðríður hafði yndi af að
ferðast og stunda útivist. Ferð-
aðist hún töluvert bæði utan-
lands og innan og heillaðist af
náttúrunni og hálendinu. Því
átti Austurríki sérstakan stað í
hjarta hennar. Þar sem Sig-
urður maður hennar var far-
arstjóri hjá Ferðafélagi Íslands
fór hún í margar ferðir með
honum. Þórsmörk og Land-
mannalaugar voru hennar perl-
ur hérna heima. Útförin fer
fram frá Grafarvogskirkju 25.
janúar 2021 klukkan 15.
var skólastjóri.
Hann lést árið
2017.
Kjörsonur þeirra
var Óskar Áskell
Sigurðsson, fæddur
1956, dáinn 2018.
Eftirlifandi eig-
inkona hans er Re-
bekka Alvarsdóttir,
fædd 1956. Þau
eignuðust fimm
börn: 1) Karen
Rakel, f. 1979, eiginmaður
hennar er Stefán Þór, börn
þeirra eru Rebekka Rut, Mikael
Gunnar, Mattías Nökkvi og Eið-
ur Arnar, þau eiga eitt barna-
barn, Mikael Árna. 2) Guðríður
Svava, f. 1981, eiginmaður
hennar er Halldór Benjamín,
börn þeirra eru Kristinn Abel
og Auður Elísa. 3) Alvar, f.
1982, unnusta hans er Eydís
Örk, börn þeirra eru María
Von, Óskar og Sævar Ingi. 4)
Edith Ósk, f. 1988, sambýlis-
maður hennar er Kristinn Dan,
börn þeirra eru Dagur Dan,
Frosti Dan, Isabel Dan og Máni
Dan. 5) Kristín Eva, f. 1990,
Elsku amma, nú ertu farin í
hvíldina löngu. Það er ótrúlegt
að hugsa til þess því mér fannst
þú vera eilíf. Þú lagðir mikinn
metnað í allt sem þú gerðir,
hvort sem það var matur eða
vinna, þá mest af öllu var það að
vera amma. Hver dagur með þér
var ævintýri líkast. Ég minnist
allra ferðalaganna sem við fórum
í. Þórsmörk var uppáhaldsstað-
urinn minn við skoðuðum hell-
ana, drukkum kakó, brauð og
alltaf kleinur með. Svo sagðir þú
okkur sögur af tröllum, ljósá-
lfum og huldufólki. Fallegi garð-
urinn þinn sem var fullur af lit-
ríkum blómum var svo
dásamlegur. Þú sagðir mér að
það byggju ljósálfar í fallegu
blómunum. Ég trúði þessu öllu
og sagði þér að ég væri líka
ljósálfur í dulbúningi. Þú varst
ótrúleg elsku amma. Það var svo
gott að vera hjá þér. Heimilið
ykkar afa var eins og að stíga
inn í tímavél aftur í tímann, þar
var svo mikið af gömlu dóti og
það mátti fikta í öllu, ritvélin
hans afa, kíkjar, stækkunargler
og eldgamla sjónvarpið sem var
örugglega hundrað ára stóð ofan
á gamalli kistu sem að þú sagði
að væri með fjársjóði. Þú gerðir
allt fyrir okkur. Svo voru það
gistingarnar, þá var alltaf borð-
aður góður kvöldmatur, svo sett-
ir þú okkur Eddýju í bað, þurrk-
aðir okkur svo með hlýju og
mjúku handklæði. Svo fórum við
í flotta gamla náttkjóla af þér, þú
bjóst svo vel um okkur í mjúku
rúmi sem þú töfraðir úr sófa og
ég svaf eins og engill með goss-
una mína. Mér leið alltaf vel hjá
þér. Ég er svo þakklát fyrir
þessar dásamlegu stundir og
fyrir þig. Ég þakka guði fyrir að
hafa gefið þér pabba því í leið-
inni gaf hann mér frábæra
ömmu. Það var sannkallaður
heiður að vera ömmustelpan þín
og að fá að halda í höndina á þér
þegar þú kvaddir þetta líf.
Takk fyrir allt, elsku besta
amma mín, þú varst svo frábær.
Ég mun halda minningu þinni
lifandi og ég vona að einn daginn
verði ég svona góð amma eins og
þú.
Fyrir hönd okkar ömmu-
barnanna þinna, (Karen Rakel,
Guðríður Svava, Alvar, Edith
Ósk),
Kristín Eva.
Elsku amma.
Ég á engin orð til að lýsa
þakklæti mínu fyrir að hafa
fengið þig sem ömmu. Einstak-
ari ömmu er erfitt að finna. Svo
gefin að okkur barnabörnunum
og góð. Sama hvað við gerðum,
þú reiddist aldrei og allt sem þú
gerðir með okkur, sama hversu
ómerkilegt það var, varð eins og
ævintýri. Meiri að segja að borða
tómatsósubrauð hjá þér var
spennandi því þú bjóst til leik úr
því. Gæska þín og ljúflyndi var
svo mikið og við elskuðum að fá
að vera hjá þér. Meira að segja
þegar við vorum unglingar þá
var ljúft að fá að koma í hlýjuna
til þín í Ásgarði og Ljósheimum.
Minningarnar munu lifa að eilífu
amma mín.
Fallega amman sem elskaði
svo vel. Ég á svo fá orð sem ná
utan um það hver þú varst fyrir
okkur systkinin. Betri ömmu er
vart hægt að hugsa sér. Þú varst
svo falleg, umburðalynd, hlý,
góð, skemmtileg og svo fórnfús.
Fyrir okkur ertu hetja og sann-
kölluð amma eins og þær gerast
langbestar.
Takk fyrir að breiða yfir okk-
ur fyrir háttinn amma, takk fyrir
lestur á Dísu ljósálfi og Alfinni
álfakonungi, takk fyrir að leyfa
okkur að smakka strepsils. Takk
fyrir að leika við okkur úti í
garði, takk fyrir allar ferðirnar
sem við fórum í. Takk fyrir öll
tómatsósu og eggjabrauðin með
aromati á. Takk fyrir að laut-
arferðirnar í skóginum. Takk
fyrir allar baksturstundir og alla
laugardagslambahryggina. Takk
fyrir allar skuggamyndasýning-
arnar og takk fyrir að geyma
hvern einasta miða sem við
skrifuðum kveðju á. Takk fyrir
að taka pabba sem þitt barn og
ala hann upp í elsku og ham-
ingju. Takk fyrir hvert einasta
knús, hversu heitt og sveitt sem
það var, takk fyrir alla hlýjuna
amma. Við elskum þig öll til him-
ingeimsins og til baka. Það var
okkar heiður að fá að vera með
þér til síðasta andardráttar. Ég
vona að ég verði eins amma og
þú.
Fyrir hönd okkar allra barna-
barna þinna
(Karen, Alvar, Eddý og Krist-
ín)
Guðríður Svava.
Mig langar að minnast systur
minnar með örfáum minninga-
brotum.
Guðríður áttu auðvelt með að
vera ein og gat setið löngum
stundum og hugsað um lífið og
tilveruna í Mjóafirði sem var.
Heimahagarnir voru henni mjög
kærir og í sveitinni þurfti á öll-
um höndum að halda og hún lét
ekki sitt eftir liggja. Hvort sem
það voru heimilisstörfin, hey-
skapurinn, smalamennskan eða
annað sem til féll. Oft var hún
send með kaffi til þeirra sem
heyjuðu á engjunum, heitt kaffi í
glerflösku með ullarsokk utan
um ásamt brauði. Svo þurfti hún
líka að vera búin að hlusta á veð-
urspána í útvarpinu áður en hún
fór af stað. Pabbi sagði: Þú þarft
ekkert að leggja spána svo mjög
á minnið, en þú þarft að vita
hvar lægðirnar og hæðirnar
halda sig, ég þarf svo sem ekkert
annað.
Guðríður var okkur þremur
yngstu systkinum sínum sem
önnur móðir, Óla, Gísla og mér.
Til dæmis tók hún okkur til sín
eitt af öðru í skóla út á Brún í
Mjóafirði þar sem hún bjó með
Sigurði eiginmanni sínum sem
var skólastjóri við barnaskólann
þar. Enduðum við á því að vera
þar öll í einu á sama tíma ásamt
belju og ketti sem fylgdi okkur.
Aldrei heyrði maður haft orðinu
hærra um aukið álag á heimilið.
Margar fallegar flíkur saumaði
hún á okkur systkinin. Hún tók
Tómas afa til sín til dauðadags
þegar fjölskyldan flutti frá Frið-
heimi til Reykjavíkur og líka mig
um tíma. Hún hugsaði um og
annaðist pabba og mömmu þeg-
ar þau þurftu á aðstoð að halda
sökum elli og heilsubrests. Allt
var sjálfsagt.
Guðríður var gull af manni og
að lokum vil ég þakka fyrir
endalausa hlýju og hjálpsemi.
Hvíl í friði.
Elín.
Guðríður
Magnúsdóttir
✝ Guðrún Ans-nes fæddist á
Siglufirði 5. mars
1934. Hún lést á
heimili sínu 23.
desember 2020.
Hún var dóttir
Þorvaldar Ansnes,
f 29. júní, 1910, d.
1971, og Sólveigar
Bjarnadóttur, f.
24. maí 1909, d.
1983. Guðrún átti
tvo bræður, þeir voru Hörður
Ansnes, f. 11. janúar 1932, d.
1938, og Bjarni Hörður Ans-
nes, f. 24. júlí 1940. Hinn
25.04. 1954 giftist Guðrún
Harry Steinsson, f. 27. sept-
ember 1933, d. 17.
janúar 2003. Börn
þeirra eru Esther
Judith Steinsson,
f. 23.05. 1953, Sól-
veig Steinsson, f.
15.11. 1954, Halla
Steinsson, f.
12.01. 1956, Val-
dís Harrysdóttir,
f. 20.12. 1959,
Inger Steinunn
Steinsson, f.
28.12. 1963, Anna Rut Steins-
son, f. 09.02. 1968, Þorvaldur
Ansnes Steinsson, f. 15.07.
1969.
Jarðarförin hefur farið
fram í kyrrþey.
Það var fyrir rúmum fimmtíu
árum að ég hitti Guðrúnu Ans-
nes fyrst, Núru eins og hún var
alltaf kölluð. Þá að stíga í væng-
inn við elstu dóttur hennar, Est-
her.
Það átti eftir að verða litríkur
tími og ógleymanlegur.
Í áranna rás bættust margir í
tengdabarnahópinn því þessi
mæta kona átti sex dætur og
einn son.
Hún var gift sjómanni og
þess vegna vön að sjá um hlut-
ina.
Núra var glæsileg, sjálfstæð,
opin, kát og hress, vel að sér í
flestu, þekkti stóran hluta
heimsins og gat sagt ótal sögur
frá furðulegustu stöðum, svo
sem siglingum gegnum Pa-
namaskurðinn eða Beirút 1975
þar sem henni var hent út af
Holiday-Inn-hótelinu öryggisins
vegna þegar borgarastríðið
hófst í þeirri fögru borg og hót-
elið stóð eftir eins og gatasigti,
eða bara prakkarastrik frá
Siglufirði, Vík og Reykjavík á
hennar uppeldisárum.
Við sátum mörg kvöld í
Kaupmannahöfn þegar hún
millilenti þar fyrir eða eftir
samveru með Harry hvar svo
sem hann var í heiminum þá
stundina, meðan við Esther
bjuggum í borginni á námsárun-
um, og gaf hún að venju grein-
argóða lýsingu á hinum ýmsu
stöðum og staðháttum, en hann
var oftast á erlendum skipum.
Ferðirnar og samveran áttu
eftir að verða fleiri í gegnum
þau dásamlegu ár sem hennar
naut við.
Börn, barnabörn og tengda-
börn bjuggu oftar en ekki úti
um allt, í Noregi, París, Jakarta
í Indónesíu, á mörgum stöðum í
Svíþjóð og Danmörku, Perugia
á Ítalíu eða Barcelóna, tengda-
sonur frá Southlake í Texas sem
kynnti hana fyrir sínu fólki, svo
eitthvað sé nefnt.
Hún lætur eftir sig helling af
börnum og barnabörnum.
Okkur öll naut hún þess að
hitta, hvar og hvenær sem var,
hún var næstum eins og söng-
kver, tók oft fram gítarinn og
söng eitthvað gamalt og gott
þar sem það átti við þá stundina
með kröftugum undirtektum
viðstaddra.
Hún var einstök við að fá
hópinn saman og þá skipti engu
hvort barnið var stálpað eða
ekki, allir fengu sömu áheyrn og
allir voru jafn spennandi að
fylgjast með.
Eins og eitt hennar barna-
barna sagði, amma Núra er ei-
líf, og það er eitt af mörgu sem
þessi magnaða kona gerði, hún
leyfði okkur að kíkja aðeins inn
í eilífðina, með allri sinni bjart-
sýni og jákvæðni um komandi
framtíð.
Núra varð einn af mínum
tryggustu og bestu vinum og fæ
ég seint þakkað að hafa fengið
að vera samferða henni frá því
að ég kom að þessari fjölskyldu.
Svo lengi sem við lifum mun-
um við minnast hennar og rifja
upp allt það sem við áttum með
þessari kjarnakonu.
Jóhann Einarsson.
Guðrún Ansnes
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUÐMUNDUR HELGI ÁGÚSTSSON,
Boðaþingi 8, Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
föstudaginn 15. janúar. Útför fer fram
frá Lindakirkju fimmtudaginn 28. janúar klukkan 13.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu og fjöldatakmarkana verða
aðeins nánasta fjölskylda og vinir viðstödd.
Athöfninni verður streymt á www.lindakirkja.is/utfarir
Hólmfríður Ágústsdóttir
Ásbjörn G. Guðmundsson Hólmfríður Erlingsdóttir
Ágúst Guðmundsson Hafdís Viggósdóttir
Þorsteinn Guðmundsson Björk Birgisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri,
GUÐMUNDUR ÍSAK PÁLSSON,
Sunnuhlíð í Hrunamannahreppi,
lést miðvikudaginn 20. janúar.
Jarðarförin verður í Hruna laugardaginn 30.
janúar kl. 15 en vegna fjöldatakmarkana
verða aðeins nánustu aðstandendur
viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni á
facebook.com/hrunaprestakall.
Guðrún Emilsdóttir
Eyrún Guðmundsdóttir Guðmundur Þór Guðmundss.
Margrét Guðmundsdóttir Friðrik Magnússon
Páll Guðmundsson Alma Jenný Sigurðardóttir
og barnabörn
Ástkær pabbi okkar, tengdapabbi, afi og
langafi,
GUÐMUNDUR AGNAR GUÐJÓNSSON,
bóndi á Harastöðum, Fellsströnd,
andaðist miðvikudaginn 13. janúar.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 29. janúar klukkan 13.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða einungis fjölskylda og vinir
viðstödd útförina.
Sigríður Guðmundsdóttir Þorsteinn Ólafsson
Elvar Trausti Guðmundsson Jóhanna Hjörleifsdóttir
Selma Guðmundsdóttir Bragi Þór Thoroddsen
Aron Freyr Guðmundsson
Guðrún Björk Guðmundsd.
afabörn og langafabörn
Minningarvefur á mbl.is
Minningar
og andlát
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr
að andlátum og útförum. Þar eru birtar
andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar
sem eru aðgengilegar öllum en auk þess
geta áskrifendur lesið minningargreinar
á vefnum.
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát
ber að höndum og aðrar gagnlegar
við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát