Morgunblaðið - 25.01.2021, Side 12

Morgunblaðið - 25.01.2021, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2021 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir VIÐTAL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Það var um aldamótin sem Sigurður John Lúðvíksson tók sig upp ásamt fjölskyldu og flutti til Spánar. Þá renndi hann ekki grun í að áratug síð- ar stæði hann í umsvifamiklum at- vinnurekstri í hinu nýja gistiríki. En lífið er oft óútreiknanlegt og margt sem gerist fyrir sambland dugnaðar og tilviljana. „Eftir að við fluttum út skildi ég við konuna og það kom dálítið rót á hlut- ina. Það tók mig nokkur ár að átta mig á hvað ég vildi vinna við en réð mig svo í vinnu hjá norskri fasteigna- sölu hér á svæðinu. Svo kom hrunið og þá fékk ég vinnu við að selja mark- ísur. Þegar ég var búinn að vera í átta mánuði hjá fyrirtækinu þá hugsaði ég: í stað þess að selja bara markísur þá væri betra að selja líka gler, hurðir og allt sem fólk vill kaupa af því tagi.“ Óx hratt fyrstu árin Sigurður stofnaði því lítið fyrirtæki og réð tvo stráka til starfa. Í fyrstu herjaði hann á veitingahúsamarkað- inn, mætti á staðinn, gerði tilboð og dró upp teikningar af því hvernig mætti bæta aðstöðuna á stöðunum. „Á þessum tíma voru allir staðirnir með sólhlífar en ég gat boðið þeim upp á almennilegar markísur. Við byrjuðum bara með þetta heima, ég samdi við fyrirtæki sem saumaði dúk- ana og keypti grindurnar við. Þetta gerðist allt nokkuð hratt og innan tíð- ar leigði ég atvinnuhúsnæði og var kominn með fimm eða sex manns í vinnu.“ Í dag er fyrirtækið með eigin fram- leiðslu á flestu því sem það selur og vöruframboðið samanstendur m.a. af fyrrnefndum markísum, svalalokun- arkerfum ýmiskonar, grindverkum úr gleri og öðru slíku. „Við framleiðum í raun allt sem hægt er að búa til úr ryðfríu stáli, áli og gleri.“ Fleiri Íslendingar í hópnum Sigurður segist ekki hafa þjónustað íslenska markaðinn á Spáni sérstak- lega en hann taki eftir því að þeim fjölgi ört í hópi viðskiptavina. „Eftir að Íslendingar fóru að kaupa sér hús hérna á svæðinu þá fóru þeir að koma til mín. Margir þeirra áttuðu sig hins vegar ekkert á því að ég væri Íslendingur. Ég heiti Sigurður John en ég notast að mestu bara við milli- nafnið hérna úti. Sumir hafa reyndar staðið í þeirri trú að þessi John hafi í raun keypt fyrirtækið af þessum Sig- urði. Þeir hafa ekki áttað sig á að þetta er einn og sami maðurinn,“ seg- ir hann og hlær. Sigurður hefur ekki þurft að víkka út starfssvæði fyrir- tækisins. Nóg sé að gera á Torrevieja og í u.þ.b. 25 kílómetra radíus. „Hér hefur uppbyggingin verið gríðarleg. Við eltum í raun bara bygg- ingarkranana og dreifum upplýsinga- bæklingum í húsin. Fyrirtækið er að verja yfir 85.000 evrum [jafnvirði 13,4 milljóna króna] í markaðsmál á ári hverju. Svo erum við eina fyrirtækið af þessu tagi sem er með kynning- arrými í stórri verslunarmiðstöð hér í nágrenninu. Þar er ég með þrjár öfl- ugar stelpur sem taka á móti gestum þar sem þeir geta pantað tíma hjá sölumanni og kynnt sér vörurnar okk- ar.“ Í dag er Toldos Corona með framleiðsluna í eigin húsnæði sem er um 1.400 fermetrar að stærð. Að auki er athafnasvæði við húsið sem er um 1.000 fermetrar. „Ég stefni á að stækka við okkur á þessu ári. Það er vöxtur framundan jafnvel þótt keppinautar okkar standi flestir í stað eða séu að minnka. Velt- an í fyrra nam ríflega 2 milljónum evra [jafnvirði 315 milljóna króna] og ég held að það verði mikill vöxtur í ár. Ég trúi því að annaðhvort sé maður að stefna niður á við eða upp á við og það er miklu betra að stefna upp á við. Ég ætla að reyna að halda því þann- ig.“ Sigurður John segir að atvinnuleysi sé mikið og viðvarandi á Spáni. Hann hafi hins vegar einvalalið í starfsliði sínu sem vinni sem einn maður. Stytti vinnudaginn verulega „Það tók mig auðvitað tíma að finna rétta fólkið og ég hef lært mikið á þessum 10 árum. En ég hef líka ákveðið að borga hærri laun en keppi- nautarnir gera og ég hef líka gert aðr- ar breytingar. Við tókum t.d. út síest- una þannig að í stað þess að fólk fari frá í tvo eða tvo og hálfan tíma í há- deginu þá er bara hálftími í mat og fólk fær sér samloku eða eitthvað slíkt að borða. Það þýðir að fólk byrjar klukkan 8 á morgnana og er búið kl. 16:30. Áður en við breyttum þessu var fólk ekki komið heim til sín fyrr en kl. 20:00 á kvöldin. Þá vinnum við ekki um helgar þannig að fólk hefur þær alveg út af fyrir sig.“ Það er ekkert fararsnið á Sigurði John og hjá hon- um starfa í dag tvö af þremur barna hans. Ræturnar eru þó enn heima og hann rifjar upp gamlar sögur að heiman, m.a. þegar hann rak versl- unina Taboo sem seldi hjálpartæki ástarlífsins. Þá rifjast einnig upp í samtali við blaðamann ógleymanlegir dagar frá júlímánuði 1994. „Maður stóð í ýmsu. Ég var t.d. fenginn til að hlaupa í skarðið fyrir Sylvester Stallone við gerð myndar- innar Judge Dredd. Hún var tekin upp að hluta heima á Íslandi og karl- inn mætti ekkert á svæðið. Ég sá bara um málið,“ segir Sigurður John léttur í bragði. Með 40 manns í vinnu á Spáni Sigurður John Hefur byggt upp fyrirtækið síðastliðinn áratug eða svo.  Sigurður John Lúðvíksson stofnaði Toldos Corona fyrir 10 árum  Smíðar markísur, bílskýli og margt fleira fyrir heimamenn og gesti þeirra  Hyggst auka umfang framleiðslu og þjónustu enn frekar Toldos Corona Sigurður segir fyrirtækið stefna á vöxt á þessu ári.. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verktakafyrirtækið MótX hefur selt 113 af 128 íbúðum í sex fjölbýlis- húsum í Norðlingaholti í Reykjavík. Nánar tiltekið á Elliðabraut 12-22. Salan vekur athygli enda komu íbúðirnar í sölu eftir lok fyrstu bylgju kórónu- veirufaraldursins í byrjun síðasta sumars. Þær seldust svo jafnt og þétt í gegnum þriðju bylgju far- aldursins sl. haust. Vignir S. Hall- dórsson, stjórn- arformaður MótX, segir vaxtalækkanir Seðla- bankans hafa gert stærri hópi kleift að kaupa íbúðir. Hefur áhrif á leigumarkaðinn Margir kaupendur á Elliðabraut hafi verið að kaupa sínu fyrstu eign. Fyrir vikið sé mikil blöndun meðal íbúa í húsinu. Rætt sé um að þessi þróun hafi áhrif á leigumarkaðinn. „Þar hafa umsvifin minnkað vegna þess að svo margir hafa tök á að kaupa sér íbúð,“ segir Vignir. Hann segir aðspurður að margir kaupendur stærri íbúðanna á Elliða- braut hafi selt sérbýli og flutt í Norðlingaholtið. En þakíbúðirnar kostuðu tæpar 100 milljónir. Því miður engar lóðir Spurður hvort MótX hyggist byggja meira á þessu svæði, í ljósi þessa árangurs, segir Vignir að því miður séu engar lóðir í boði. Fyrir- tækið hafi í þessu tilviki fengið lóð undir atvinnuhúsnæði breytt svo þar mætti reisa íbúðir. Hann hafi áhyggjur af lóðaskorti vegna þéttingarstefnu borgarinnar. Sú stefna muni að óbreyttu leiða til umframeftirspurnar eftir íbúðum. MótX er jafnframt að ljúka við 2.800 fermetra atvinnuhúsnæði fyrir Kapp í Turnahvarfi í Kópavogi og að hefja uppbyggingu íbúða í Hraun- götu í Urriðaholti í Garðabæ. Vignir segir félagið hafa að jafnaði 35 á launaskrá og undirverktaka. Vaxtalækkanir hafa stækkað kaupendahópinn  Stjórnandi hjá MótX segir fyrstu kaupendur áberandi  MótX seldi 113 af 128 íbúðum á Elliðabraut í faraldrinum Morgunblaðið/Baldur Elliðabraut 12-22 Húsin eru með opnum svæðum á milli og bílakjallara. Vignir Steinþór Halldórsson ● Eigið fé íslenskra innlánsstofnana nam 658 milljörðum króna í lok síðasta árs. Þetta kemur fram í nýbirtum hag- tölum Seðlabanka Íslands. Jókst eigið fé þeirra um 30,8 milljarða króna frá árs- lokum 2019 eða um tæp 5%. Um nýliðin áramót námu heildareignir innlánsstofnana 4.208 milljörðum króna og innlendar eignir voru þar uppistaðan eða 3.785 milljarðar. Innlendar skuldir þeirra námu 2.804 milljörðum og af því voru 2.177 milljarðar skuld í formi innlána frá innlendum að- ilum. Erlendar skuldir námu 745 millj- örðum og af því voru 633,8 milljarðar í formi erlendrar verðbréfaútgáfu. Eigið fé innlánsstofn- ana jókst um 5% 2020 25. janúar 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 129.14 Sterlingspund 176.28 Kanadadalur 101.58 Dönsk króna 21.102 Norsk króna 15.195 Sænsk króna 15.572 Svissn. franki 145.74 Japanskt jen 1.2442 SDR 186.17 Evra 157.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 188.3501 Hrávöruverð Gull 1853.6 ($/únsa) Ál 1992.5 ($/tonn) LME Hráolía 56.0 ($/fatið) Brent

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.