Morgunblaðið - 25.01.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2021
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG
verk, segir uppsteypu á nýjum
höfuðstöðvum Landsbankans við
Hörpu ganga prýðilega. Um það bil
75% af verkinu sé nú lokið.
ÞG verk varð hlutskarpast í útboði
um uppsteypu á húsinu sem verður
um 16.500 fermetrar, að meðtöldum
bílakjallara. Niðurstaða útboðsins lá
fyrir í ágúst 2019 og hófst uppsteyp-
an í september sama ár. Stefnt er að
því að ljúka henni í júlí.
Tvær til þrjár hæðir eftir
Þorvaldur segir eftir að steypa
tvær til þrjár hæðir á suðurhlutan-
um, sem snýr að Hafnartorgi, og svo
eina til tvær hæðir í öðrum áföngum.
Suðurhluti höfuðstöðvanna verður
hæsti hluti byggingarinnar sem er
lægri norðanmegin við Hörpu.
Sameiginlegur bílakjallari verður
undir Hörpu, höfuðstöðvum Lands-
bankans og Hafnartorgi með stæð-
um fyrir alls um 1.100 bíla.
Þorvaldur segir að samhliða upp-
steypunni sé ÍAV að vinna í frágangi
innanhúss og utanhúss.
Þorvaldur áætlar aðspurður að
hátt í 2.000 tonn af steypustyrktar-
járni fari í höfuðstöðvarnar og 13-14
þúsund rúmmetrar af steypu í um 53
þúsund fermetra af mótaflötum.
Miðað við að hver steypubíll taki
um sjö rúmmetra þurfi því að fara
tæplega 2.000 ferðir með steypu.
Ekki samið við fleiri í bili
Rúnar Pálmason, upplýsinga-
fulltrúi Landsbankans, segir að sam-
ið hafi verið verið lægstbjóðendur
ÞG vegna uppsteypu 2019 og ÍAV
vegna fullnaðarfrágangs 2020.
„Áður var samið við lægstbjóð-
anda, sem var Ístak, vegna jarð-
vinnuframkvæmda árið 2019. Ekki
hafa verið gerðir aðrir samningar
vegna verklegra framkvæmda,“
segir Rúnar. Ekki sé búið að gera
samninga vegna innkaupa á hús-
gögnum í nýja húsið. Stefnt sé að
flutningi í húsið síðari hluta árs 2022.
Varðandi endurbætur á útibúi
bankans í Mjódd segir hann það opið
en fólk beðið um að panta tíma. „Þar
eru sjálfsafgreiðslutæki aðgengileg
og við aðstoðum sem fyrr fólk við að
nýta sér þau, sé eftir því óskað. End-
urbótum á útibúinu er nánast lokið
og við reiknum með að þeim verði að
fullu lokið um mánaðamótin.“
Nýju höfuðstöðvarnar á áætlun
Forstjóri ÞG verk áformar að ljúka uppsteypu Landsbankahússins í júlí 75% af verkinu sé lokið
Uppsteypan kalli á 2.000 ferðir steypubíla Bankinn hyggst flytja í húsið eftir um eitt og hálft ár
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gegnt Hafnartorgi Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans verða teknar í notkun á síðari hluta næsta árs.
VERIÐ
VELKOMIN Í
SJÓNMÆLINGU
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14
ismanna. Þar er Teitur Björn Ein-
arsson, varaþingmaður Norðvest-
urkjördæmis meðal hinna fyrstu.
Talið hefur verið að Þórdís Kolbrún
Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra og
varaformaður flokksins frá Akra-
nesi, stefni á 1. sætið, en einnig hef-
ur verið hvíslað um að hún gæti farið
í Suðvesturkjördæmi, sem veiti ekki
af sterkum konum, en hún býr í
Kópavogi. Þar hefur Vilhjálmur
Bjarnason og boðað framboð.
Meiri spenna er e.t.v. um Norð-
austurkjördæmi, þar sem gengið er
út frá því að Kristján Þór Júlíusson
muni hætta. Mikið er talað um að
þar þurfi sterkan frambjóðanda í
efsta sætið, en færra um nöfn í því
samhengi. Ásthildur Sturludóttir,
bæjarstjóri á Akureyri, hefur gefið
það frá sér, en vel má vera að Krist-
ján Þór Magnússon, sveitarstjóri
Norðurþings, gefi kost á sér og eins
er Gauti Jóhannesson í Múlaþingi
hinu nýja að velta framboði fyrir sér.
Í Reykjavík hyggjast allir þing-
menn flokksins halda áfram og Hild-
ur Sverrisdóttir varaþingmaður vill
aftur komast í fast sæti. Rætt er um
að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
sækist eftir fyrsta sætinu í prófkjöri,
sem Guðlaugur Þór Þórðarson fékk
síðast, en hann hefur ekki gert mikið
úr því og kveðst sækjast áfram eftir
1. sætinu í sínu kjördæmi í Norður-
BAKSVIÐ
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Kosningar til Alþingis verða hinn 25.
september í haust og eru stjórn-
málaflokkar farnir að setja sig í
stellingar fyrir þær. Það er komin
kosningalykt í þingsali, Viðreisn og
Flokkur fólksins læddu út nýjum
flokksmerkjum, en umfram allt eru
stjórnmálamenn farnir að benda á
sæti. Þar fara ekki alltaf saman
framboð og eftirspurn.
Samfylking
Samfylkingin er sennilegast
lengst komin í framboðsmálum sín-
um. Í Reykjavík var ákveðið að hafa
flókna nýbreytni um uppstillingu
listanna, sem ekki verður séð að
samræmist skuldbindandi reglum
flokksins um aðferðir við val á fram-
boðslista. Þar eru heimilaðar fjórar
aðferðir og þetta var ekki ein þeirra.
Framkvæmdin reyndist enda afar
umdeild og ekki bitið úr nálinni með
hana, þó gengið sé út frá því að
Kristrún Frostadóttir leiði í öðru
kjördæminu og Helga Vala Helga-
dóttir í hinu. Þar viðhöfðu ungir
frambjóðendur hefðbundna smölun
en aðrir ekki, en uppstillingar-
nefndin virðist hafa litið á niðurstöð-
una sem fyrirmæli. Fór svo að
Ágústi Ólafi Ágústssyni var rutt
burt af lista og eins virðist Rósa
Björk Brynjólfsdóttir ekki hafa þar
hlotið meiri náð en svo að hún vill
efsta sætið í Suðvesturkjördæmi, en
þar situr Guðmundur Andri Thors-
son fyrir. Þá hafa Jóna Þórey Pét-
ursdóttir, fyrrv. forseti stúdentaráðs
HÍ, og Guðmundur Ari Sigur-
jónsson, bæjarfulltrúi flokksins á
Seltjarnarnesi, sagst líka vilja for-
ystusæti þar í Kraganum.
Sjálfstæðisflokkur
Enn hafa ekki margir kandídatar
boðað framboð meðal sjálfstæð-
Reykjavík, sem honum fellur að lík-
indum í skaut hvort sem hann fær
efsta eða næstefsta sætið í sameig-
inlegu prófkjöri kjördæmanna.
Framsókn
Hjá Framsókn hyggst Ásmundur
Einar Daðason bjóða sig fram í
Norður-Reykjavík, en Lilja Alfreðs-
dóttir verður áfram efst í Suður-
Reykjavík. Þrír vilja fara í efsta sæt-
ið í Norðvesturkjördæmi, sem þá
losnar, þau Halla Signý Kristjáns-
dóttir þingmaður, Stefán Vagn Stef-
ánsson varaþingmaður og Guðveig
Lind Eyglóardóttir, oddviti flokks-
ins í Borgarbyggð. Brotthvarf Þór-
unnar Egilsdóttur af þingi vegna
veikinda losar efsta sæti í Norðaust-
urkjördæmi, en Ingibjörg Ólöf Is-
aksen, bæjarfulltrúi á Akureyri, og
Líneik Anna Sævarsdóttir vilja það
báðar. Þá er Jón Björn Hákonarson,
bæjarstjóri Fjarðabyggðar, sagður
áhugasamur um sæti.
Vinstri græn
Vinstri græn munu halda forval
um allt land, en fæstir vænta veru-
legra tíðinda. Í Norðausturkjör-
dæmi losnar sæti Steingríms J. Sig-
fússonar, en Bjarkey Olsen
Gunnarsdóttir þingflokksformaður
vill það. Kolbeinn Óttarsson Proppé,
vill úr Suður-Reykjavík í Suður-
kjördæmi, þar sem sæti Ara Trausta
Guðmundssonar losnar. Guðmundur
Ingi Guðbrandsson umhverfis-
ráðherra fer að líkindum fram í Suð-
vesturkjördæmi, en vegna fléttulista
myndi það sennilega velta Ólafi Þór
Gunnarssyni af þingi og kann hann
að fara til Reykjavíkur.
Píratar
Talsverðra breytinga er að vænta
á listum Pírata, þar eru þrír reynd-
ustu þingmennirnir af sex að hætta.
Þar hefur verið opnað fyrir skrán-
ingar í prófkjör, sem fram fer 3.
mars. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
hefur sagst vilja færa sig í Suðvest-
urkjördæmi þar sem Jón Þór Ólafs-
son er að hætta, en mögulega mun
Sara Óskarsson sækjast eftir sama
sæti. Álfheiður Eymarsdóttir vara-
þingmaður vill vera í efsta sæti í
Suðurkjördæmi, sem losnar þegar
Smári McCarthy hverfur af þingi.
Viðreisn
Allir fjórir þingmenn Viðreisnar
eru sagðir vilja halda áfram, en einn-
ig er vitað að Benedikt Jóhannesson,
stofnandi flokksins og fyrrverandi
formaður, hefur áhuga á að komast
aftur á þing, að líkindum í Suðvest-
urkjördæmi. Eins er nafn Daða Más
Kristóferssonar hagfræðiprófessors
og varaformanns flokksinsreglulega
nefnt í Reykjavík.
Aðrir flokkar
Ekki hefur mikið heyrst um fram-
boðsmál hjá Miðflokknum. Talið er
að allir vilji þingmennirnir sex halda
áfram, nema hugsanlega Gunnar
Bragi Sveinsson. Fyrir liggur að
Tómas Tómasson, Tommi, vill bjóða
sig fram fyrir Flokk fólksins, en
annars hefur lítið heyrst úr þeirri
átt. Hins vegar gætir nokkurrar
spennu um hvaða fólk Sósíal-
istaflokkurinn leiðir fram, enda hef-
ur fylgi flokksins verið í námunda
við að ná inn á þing um nokkurt
skeið. Þar staldra flestir við hvort
Gunnar Smári Egilsson hljóti ekki
að gefa kost á sér, en einnig munu
athafnaskáldin Jökull Sólberg Auð-
unsson og Hörður Ágústsson í Macl-
and vera áhugasamir.
Framboð og eftirspurn til Alþingis
Framboðsmál fyrir þingkosningar í haust eru tekin að skýrast eftir því sem fleiri kynna sig til leiks
Ekki er mikið um að þingmenn hyggist hætta Nokkrir kunna þó að flytja sig milli kjördæma
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þingsæti Í þingsalnum eru 63 stólar og nóg af fólki sem vill máta sig við þá.
Laus sæti eru hins vegar einhverju færri, enda vilja margir sitja sem fastast.