Morgunblaðið - 25.01.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2021
Tekist hefur að koma rafmagni aftur
á á öllum hæðum háskólabyggingar-
innar Gimli eftir vatnslekann mikla
sem varð aðfaranótt fimmtudags.
„Það er mjög stór áfangi,“ segir Ing-
ólfur B. Aðalbjörnsson, bygginga-
stjóri Háskóla Íslands, í samtali við
Morgunblaðið. Starfsfólk í Gimli á
því að geta mætt til vinnu í dag, en
byggingin hýsir aðallega skrifstofur
fyrir starfsfólk skólans auk nem-
endaþjónustu.
Flæddi inn í tæknirými
Ingólfur segir það nú alveg ljóst
hvaða byggingar urðu fyrir mestu
tjóni. „Háskólatorg og Gimli urðu
verst úti, það er ekki spurning. Það
er mikið tjón niðri í tæknirýminu í
Gimli þar sem rafmagnstaflan og
loftræstisamstæðan þar fóru á flot,“
segir hann. Þá geti leynst skemmdir
víða undir yfirborðinu. „Gifsveggir
geta verið erfiðir eftir að raki kemst í
þá, þó maður haldi að þeir séu orðnir
þurrir er ekki þar með sagt að öllu sé
lokið því svona skemmdir geta verið
lengi að koma fram,“ segir Ingólfur.
Engin hjálp í vatnsskynjurum
Í maí 2017 kom upp vatnsleki í
tveimur stofum á Háskólatorgi sem
olli umtalsverðum skaða. Ingólfur
segir reynsluna af þeim leka ekki
hafa hjálpað í aðgerðum í síðustu
viku, þar sem vatnsmagnið hafi verið
allt annað. „Við erum með vatns-
skynjara á þeim stöðum þar sem
hætta er á að vatn komi inn. Hann
hefði engu reddað í sjálfu sér, því
þetta gerðist allt svo hratt.“ Næsta
verkefni skólastjórnenda sé að meta
það tjón sem orðið hefur. Í dag hefst
sú vinna.
Starfsemi í Gimli
hefst aftur í dag
Háskólatorg og Gimli urðu verst úti
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vatnsleki Tjónið af vatnslekanum
er gífurlegt fyrir Háskóla Íslands.
Menningarstarfsemi hefur truflast mjög í heimsfar-
aldrinum. Stjórnvöld og Listahátíð í Reykjavík ákváðu
að bæta úr því með Listagjöfinni, þar sem bóka mátti
listflutning fyrir utan heimili vina eða ættingja. Alls
voru 750 listagjafir veittar af 105 listamönnum, flestar
fyrir jól, en vegna veðurs urðu Vestfirðir út undan og
nú er verið að bæta úr því. Á laugardag tóku bræðurnir
Ómar og Óskar Guðjónssynir lagið á Tálknafirði við
mikinn fögnuð.Vonast er til að veita megi listagjafir á
norðanverðum Vestfjörðum í komandi viku.
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Bræður taka lagið úti á palli á Tálknafirði
Síðbúnar Listagjafir á Vestfjörðum
Jón Sigurðsson Nordal
Oddur Þórðarson
Hrina snjóflóða gekk yfir landið um
helgina og féll fjöldi flóða á Norður-
landi og Vestfjörðum. Snjóflóð féllu
meðal annars á
veginn um Öxna-
dalsheiði og veg-
inn um Eyrarhlíð
milli Ísafjarðar
og Hnífsdals.
Rýmingu aflétt
Rýming tók
gildi á sunnan-
verðum Siglufirði
á miðvikudag, en
henni var aflétt í
gær. Þá voru þrjú hús rýmd á Flat-
eyri á laugardag og féllu tvö lítil flóð
nálægt bænum í gær, en rýmingu
var einnig aflétt þar í gær í kjölfar
flóðanna. Óvissustig vegna snjó-
flóðahættu á Norðurlandi var þó enn
í gildi þegar blaðið fór í prentun. Þá
féll flóð ofan við bæinn Smiðsgerði
undir Kolbeinsstaðahnjúkum í
Skagafirði á laugardag. Flóðið stöðv-
aðist um 250 metra frá bænum en á
leiðinni hreif það með sér tréskúr
sem honum tilheyrði. „Ég óttast að
það hafi fallið flóð ansi víða í hlíðinni
núna. En það hefur alla vega farið
einhver spýja hérna niður og tekið
þennan bárujárnsskúr, sem var nú
ekki ýkja merkileg bygging, svolítið
hér fyrir innan bæinn,“ sagði Jón
Árni Friðjónsson, sem býr í Smiðs-
gerði, í samtali við mbl.is.
Hefur muggað linnulítið
Einar Sveinbjörnsson veðurfræð-
ingur segir veðuraðstæður í vikunni,
sem ollu snjóflóðunum, vera sérstak-
ar en þó ekki óvenjulegar. „Við höf-
um frekar vanist því að það geri stór-
hríðarveður í einn til tvo sólarhringa,
þar sem sér ekki út úr augum og svo
lagast veðrið eftir það. Þá falla
stundum snjóflóð strax í kjölfarið,“
segir hann í samtali við Morgunblað-
ið. „Nú hefur það hins vegar verið
þannig að það hefur snjóað nokkuð
lengi jafnt og þétt á Norðurlandi.
Sums staðar hefur muggað linnulítið
síðan á mánudag í síðustu viku.“
Hann segir sömu veðuraðstæður
hafa orðið til þess að snjóflóð féllu
bæði á Norðurlandi og Vestfjörðum.
„Hins vegar held ég að það sé alveg
ljóst að í þessari hrinu núna hafi ver-
ið meiri snjókoma á Norðurlandi en á
Vestfjörðum. En fyrir vestan hefur
yfirleitt þurft tiltölulega lítinn snjó
til að koma þessu á hreyfingu.“
„Búum hérna til að hafa snjó“
Jón Hansen, forstöðumaður snjó-
moksturs hjá Akureyrarbæ, gefur
aðspurður lítið fyrir að snjóþungt sé
fyrir norðan.
„Þetta er nú bara svona sýnishorn
af því sem var í fyrra,“ segir hann við
Morgunblaðið. Á dögum sem þessum
fara snjómokstursmenn bæjarins af
stað um klukkan fimm á morgnana,
og klára sinn vinnudag ekki fyrr en
undir kvöldmatarleytið. Þrátt fyrir
það segir Jón Akureyringa alls ekki
vilja minni snjó. „Við þurfum snjó í
fjallið til að komast á skíði. Það er
fjöldi fólks hérna í bænum sem vill
hafa sem mestan snjó í fjallinu. Við
búum hérna til að hafa snjó.“
Snjóflóðahrina á landinu yfir helgina
Rýma þurfti á Flateyri og Siglufirði Sérstakar veðuraðstæður að sögn veðurfræðings Stór snjó-
flóð féllu á veginn yfir Öxnadalsheiði Óvissustig er enn í gildi vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Ryðja vegina „Þetta er nú bara svona sýnishorn af því sem var í fyrra,“
segir Jón Hansen, forstöðumaður snjómoksturs hjá Akureyrarbæ.
Einar
Sveinbjörnsson
Jóhannes Eðvaldsson,
fyrrverandi landsliðs-
fyrirliði og atvinnu-
maður í knattspyrnu
er látinn, 70 ára að
aldri, en hann hefur
verið búsettur í Skot-
landi lengst af frá
1975. Jóhannes fæddist
3. september 1950.
Foreldrar hans voru
Sigríður Bjarnadóttir
og Eðvald Hinriksson.
Bróðir hans var Atli
Eðvaldsson sem einnig
var landsliðsmaður í
fótbolta en hann lést
eftir baráttu við krabbamein árið
2019.
Jóhannes lék á sínum tíma 34
landsleiki fyrir Ísland, þar af 27
sem fyrirliði, og skoraði í þeim tvö
mörk, annað þeirra
með frægri hjólhesta-
spyrnu gegn Austur-
Þýskalandi 1975.
Hann hóf meistara-
flokksferilinn með Val
árið 1968 og lék 92
deildarleiki fyrir liðið
á árunum 1968 til
1974, þar sem hann
skoraði 28 mörk.
Hann kom víða við
á atvinnumannaferli
sínum, spilaði með
Cape Town City í Suð-
ur-Afríku og Holbæk í
Danmörku en hjá
skoska stórliðinu Celtic gerði hann
garðinn frægan á árunum 1975 til
1980. „Búbbi“, eins og þáverandi
landsliðsfyrirliði var jafnan kall-
aður, var vinsæll hjá stuðnings-
mönnum Celtic sem kölluðu hann
„Big Shuggie“. Hann lék 188 leiki
með Celtic og skoraði 36 mörk.
Hann varð tvisvar skoskur meistari
og tvisvar bikarmeistari með Celtic,
og þá hóf hann ferilinn þar í ágúst
1975 með því að skora sigurmarkið
gegn Englandsmeisturum Derby
County í uppgjöri meistaraliða
grannþjóðanna á Bretlandseyjum.
Mánuði síðar lék hann gegn bróður
sínum Atla er Celtic og Valur
mættust í Evrópukeppni bikarhafa
en Jóhannes var fyrirliði Skotanna
á Laugardalsvellinum í 2:0-sigri.
Eftir það lék hann með Tulsa í
Bandaríkjunum, Hannover í Þýska-
landi og lauk atvinnumannaferl-
inum í liði Motherwell í Skotlandi
áður en hann lauk ferlinum sem
spilandi þjálfari Þróttar úr Reykja-
vík í efstu deild 1985.
Andlát
Jóhannes Eðvaldsson