Morgunblaðið - 25.01.2021, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2021
Samkeppniseftirlitið hefur ígegnum tíðina beint sjónum
mjög að ákveðnum fyrirtækjum á
sama tíma og önnur hafa fengið
að starfa óáreitt þrátt fyrir að
eiga augljóslega miklu brýnna er-
indi inn á borð eft-
irlitsins. Þetta virð-
ist stafa af því að
þessi ríkisstofnun
sé í einhvers konar
herferð gegn til-
teknum fyrir-
tækjum. Viðmótið
gagnvart þeim birtist til að
mynda í tilkynningum frá stofn-
uninni en þær eru gjarnan skrif-
aðar eins og stofnunin sé í áróð-
ursstríði en ekki eins og um sé að
ræða hlutlausa stofnun sem vill
koma staðreyndum máls á fram-
færi.
Í nýlegum úrskurði áfrýjunar-nefndar samkeppnismála var
sekt sem Samkeppniseftirlitið
hafði lagt á Símann fyrir brot á
sátt við stofnunina lækkuð úr 500
milljónum króna í 200 milljónir,
eða um 60%. Af þremur áfellis-
dómum Samkeppniseftirlitsins yf-
ir Símanum stóð aðeins einn eft-
ir. Mögulega verður honum svo
áfrýjað til dómstóla. Í stað þess
að greina frá þessari miklu lækk-
un sektarinnar kaus ríkisstofn-
unin að segja aðeins frá því að
ákvörðunarnefndin hefði ákveðið
að sekt vegna brotsins skyldi
vera 200 milljónir. Ekki orð um
lækkunina, sem vissulega leit illa
út fyrir Samkeppniseftirlitið og
sýndi að það hafði farið offari.
Ríkisstofnanir, ekki síst stofn-un á borð við Samkeppnis-
eftirlitið sem hefur gríðarleg
völd í atvinnulífinu, verða að
gæta hlutleysis og sanngirni
gagnvart viðfangsefnum sínum.
Stofnanir sem geta ekki einu
sinni greint rétt frá niðurstöðum
mála eru ekki líklegar til að
standa undir þeirri sjálfsögðu
kröfu.
Stofnun fer offari
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Þremur hleðslustöðvum fyrir rafbíla
hefur verið komið fyrir á Hrannar-
stíg, aftan við Landakotsspítala í
gamla Vesturbæ Reykjavíkur.
Það væri kannski ekki í frásögur
færandi nema fyrir þá staðreynd að
hleðslustöðvarnar eru uppi á miðri
gagnstétt og svo plássfrekar að
ætla má að ekki sé hægt að koma
barnavagni fram hjá þeim með góðu
móti.
Hleðslustöðvarnar eru á ábyrgð
Orku náttúrunnar, dótturfélags
Orkuveitu Reykjavíkur, en til
stendur að koma upp hleðslu-
stöðvum á þrjátíu stöðum í borgar-
landinu í námunda við skóla, sund-
laugar, menningarstofnanir og
vinnustaði til að gera þeim kleift að
eiga rafbíl, sem ekki hafa aðstöðu til
hleðslu heima hjá sér. Á þeirri
vinnu að ljúka í febrúar.
Fyrir er á gangstéttinni ein
hleðslustöð sem ætluð er starfs-
mönnum Landspítalans á einka-
stæði þeirra, en stæðið er hægra
megin gangstéttar á mynd.
alexander@mbl.is
Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
Hleðslustöðvar Á Hrannarstíg þurfa gangandi að víkja fyrir hleðslu-
stöðvum. Þær eru nú orðnar fjórar á stuttum gangstéttarkafla.
Hleðslustaurar á
miðri gangstétt
Þrjár hleðslustöðvar við Landakot
Lóðir í Skarðshlíðarhverfi í Hafnar-
firði eru að seljast upp. Á árinu 2020
var 24 lóðum úthlutað í Skarðshlíð-
arhverfi undir 38 íbúðir. Auk þess
var átta fjölbýlishúsalóðum undir
296 íbúðir í fyrsta áfanga á Hamra-
nesi 8 sömuleiðis úthlutað. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá
Hafnarfjarðarbæ.
Þar segir enn fremur að allar ein-
býlishúsalóðir Skarðshlíðar séu seld-
ar og skammt sé þar til sama eigi við
um sérbýli á svæðinu. Nú eru ein-
ungis 28 lóðir lausar til úthlutunar í
öllu Skarðshlíðarhverfi: Þrjár lóðir
fyrir parhús, 24 lóðir fyrir tvíbýlis-
hús og ein lóð fyrir þríbýlishús. Þeg-
ar liggur fyrir fjöldi umsókna sem
fjallað verður um á fundi bæjarráðs
Hafnarfjarðar 28. janúar nk.
„Þessi mikli áhugi á sérbýlislóðum
í hverfinu er til marks um hve frá-
bær staðsetning Skarðshlíðarhverf-
isins er,“ er haft eftir Rósu Guð-
bjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnar-
fjarðar.
„Tvöföldun Reykjanesbrautar, til-
koma Ásvallabrautar og tilfærsla á
Hamraneslínum hefur án efa ýtt
undir áhugann á hverfinu sem verð-
ur til lengri tíma litið með fallegri og
fjölskylduvænni íbúðahverfum á
stór-höfuðborgarsvæðinu.“
aronthordur@mbl.is
Skarðshlíðarhverfið að seljast upp
Bæjarstjóri segir mikinn áhuga til
marks um frábæra staðsetningu
Hverfið Hér má sjá fyrsta áfanga
uppbyggingar í Hamranesi.