Morgunblaðið - 25.01.2021, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2021
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma
Svíar tilkynntu í gær, sunnudag, að
þeir myndu taka fyrir komur fólks frá
Noregi næstu þrjár vikurnar að
minnsta kosti. Ástæðan er að klasi
hins breska afbrigðis kórónuveir-
unnar, sem dreifist hraðar en frum-
veiran, hefur fundist í norsku höfuð-
borginni Ósló.
„Þar sem norskar verslanir og
áfengisgeymslur eru lokaðar er
hætta á að Norðmenn leggi leiðina til
Svíþjóðar eftir brjóstbirtu og dreifi
þannig sýkingum,“ sagði innanrík-
isráðherrann Mikael Damberg í gær.
Sænsk stjórnvöld sögðust einnig
myndu framlengja bann við ferðum
fólks frá Bretlandi og Danmörku til
Svíþjóðar til 14. febrúar vegna hinnar
hraðfara veiru sem fyrst uppgötv-
aðist í Bretlandi. Sl. miðvikudag
höfðu 50 Svíar sýkst af hennar völd-
um og 70 Norðmenn í gær.
Ósló og nágrenni lúta nú ströng-
ustu aðgerðum gegn veirufaraldr-
inum vegna enska afbrigðisins sem
kom fyrst upp utan borgarinnar. Er
nú krafist vottorðs um að viðkomandi
hafi reynst ósýktur síðustu 24 stund-
irnar fyrir komu til Noregs. Annars
prófs er krafist af þeim sem ferðast
þaðan sem nýja afbrigðið er virkt.
Frakkar hertu til munu landa-
mæraeftirlit í gær og er það liður í
umfangsmiklu stríði þeirra til að
sporna við útbreiðslu veirunnar til að
koma megi í veg fyrir að athafnalíf og
allt daglegt líf stöðvist þriðja sinni.
Komufarþegar frá ESB-löndunum
verða að geta sýnt fram á neikvætt
veirupróf síðustu þrjá sólarhringana
fyrir komu. Áður gilti þetta bara um
komur frá löndum utan ESB.
Rúmlega 25 milljónir Bandaríkja-
manna hafa sýkst af kórónuveirunni,
covid-19, frá því hennar varð vart fyr-
ir ári. Aðeins fimm dögum fyrir þenn-
an áfanga voru dauðsföll af völdum
veirunnar orðin 400.000, að sögn
Johns Hopkins sem safnar og varð-
veitir upplýsingar um afleiðingar
veirunnar.
Keppast við að koma á skriði
Ríki heims keppast við að koma
sem mestu skriði á bólusetningar svo
sem flestir hafi verið sprautaðir áður
en kórónuveiran stökkbreytir sér
frekar.
Þjóðverjar verða fyrstir þjóða Evr-
ópusambandsins (ESB) til að brúka
sömu mótefnablönduna og þá sem
kom Donald Trump, fyrrverandi
Bandaríkjaforseta, aftur á fætur eftir
að hann veiktist af kórónuveirunni í
október sl., að sögn heilbrigðis-
ráðherrans Jens Spahn.
„Ríkisstjórnin hefur keypt 200.000
skammta fyrir 400 milljónir evra,“
segir Spahn í útbreiddasta blaði
Þýskalands, Bild am Sonntag.
Svíar banna fólk frá Noregi
AFP
Noregur Hjúkrunarkona býr sig
undir bólusetningu í Drammen.
Ósló og nágrenni lúta nú ströngustu aðgerðum gegn veirufaraldr-
inum vegna breska afbrigðisins Frakkar herða landamæraeftirlit
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Rússneska lögreglan handtók á
fjórða þúsund manns í aðför að sam-
tökum stjórnarandstöðuleiðtogans
og andófsmannsins Alexeis Navalnís
víða um Rússland í fyrradag. Fang-
elsunum hefur verið mótmælt á Vest-
urlöndum og sagði Jean-Yves le Dri-
an, utanríkisráðherra Frakklands,
aðgerðirnar „óþolandi smán“ gagn-
vart réttarfarsreglum og vísbend-
ingu um vaxandi einræði.
„Mér finnst þessi stígandi í átt til
einræðis mikið áhyggjuefni,“ sagði
Le Drian. Evrópusambandið tók í
sama streng og undrast harkaleg við-
brögð lögreglunnar gegn friðsömum
mótmælum. Josep Borrel, utanríkis-
málastjóri ESB, sagði að sambandið
myndi ræða „næstu skref“ í dag.
Bandaríkin fordæmdu „harðæðis-
taktík“ Moskvustjórnarinnar.
Tugþúsundir manna virtu sam-
komubann að vettugi og gengu til
stuðnings Navalní sem situr á bak við
lás og slá. Mótmælin eru þau um-
fangsmestu gegn Vladímír Pútín for-
seta um langt árabil í Rússlandi.
Lögregla hafði uppi gríðarlegan við-
búnað en það fældi fólk ekki frá þátt-
töku.
Í Moskvu sást óeirðalögregla
berja mótmælendur með kylfum og
draga þá á burt. Óháð samtök sem
mæla þátttöku í mótmælum, OVD
Info, segja að um 3.100 manns hafi
verið handteknir í mótmælunum og
leiddir á brott, þar af rúmlega 1.200 í
Moskvu einni og sér. Yfirvöld í
Kreml hafa ekkert viljað tjá sig um
þetta efni.
Efnt var til mótmæla í óleyfi í um
eitt hundrað borgum frá austustu
byggðum og Síberíu í austri og til
Moskvu og Pétursborgar í vestri.
Þátttakendur voru á öllum aldri, frá
unglingum og upp í háaldraða sem
hvöttu til þess að Navalní yrði sleppt.
Að minnsta kosti 40.000 manns
gengu til liðs við gönguna í miðborg
Moskvu, að sögn fréttastofunnar
Reuters. Rússneska innanríkisráðu-
neytið sagði þá hafa verið tíu sinnum
færri eða 4.000.
Vitni að mótmælum segja umfang
aðgerða um landið allt ekki eiga sér
fordæmi og ekki hafi verið haldin svo
fjölmenn mótmæli í Moskvu í áratug.
Á Púshkíntorgi í miðri Moskvu
hrópuðu mótmælendur „Frelsi fyrir
Navalní“ og „Pútín farðu burt“. Kona
nokkur sagði við blaðamann BBC að
hún tæki þátt í mótmælunum vegna
þess að „Rússlandi hefur verið breytt
í fangabúðir“. Sergej Radtsjenko, 53
ára mótmælandi í Moskvu, sagði:
„Ég þreyttur á að vera hræddur, hér
er ég ekki bara vegna sjálfs mín og
fyrir Navalní heldur son minn líka
því það er engin framtíð í þessu
landi.“
Eiginkonu Navalnís, Júlíu, var
haldið stutta stund í Moskvu. Hún
birti myndskeið á Instagram undir
fyrirsögninni: „Afsakið lítil mynd-
gæði. Lítið og lélegt ljós í lögreglu-
bílnum.“ Hópur mótmælenda gekk
að öryggisfangelsinu þar sem Na-
valní er vistaður og voru margir
þeirra handteknir.
Að sögn fréttastofunnar Sota voru
mótmælendur í stærstu borg aust-
ursins, Vladívostok, minnst 3.000 en
yfirvöld sögðu þá hafa verið 500. Í
myndskeiði AFP-fréttastofunnar
sjást lögreglumenn hlaupa inn í hóp
þeirra og berja mótmælendur með
kylfum. Í borginni Jakútsk í Síberíu
beit kuldi þátttakendur sárt, en þar
var 50°C frost.
Navalní er þekktasti andstæðing-
ur Pútíns forseta og hvatti til mót-
mæla gegn honum eftir heimkomuna
frá Þýskalandi á sunnudaginn fyrir
viku. Hann var handtekinn er hann
steig aftur fæti á rússneska jörð eftir
meðferð við eitrun sem nærri dró
hann til dauða. Yfirvöld hafa verið
sökuð um að láta byrla honum tauga-
eitur í ágúst í fyrra. Bíður hann dóms
fyrir sakir sem hann hefur borið af
sér.
Á fjórða þúsund Rússa handteknir
Vestrænar ríkisstjórnir hafa mótmælt fangelsunum í Rússlandi og mikilli hörku lögreglunnar
AFP
Átök Mótmælendur og lögregla augliti til auglitis við mótmælin í Moskvu. Lögreglan þótti beita óheyrilegu ofbeldi.
Réttarhöldum yfir Donald Trump,
fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í
öldungadeild þingsins hefur verið
seinkað um hálfan mánuð frá því sem
áður var ráðgert. Leiðtogar flokkanna
náðu samkomulagi um seinkunina svo
öldungadeildin geti fyrst lokið öðrum
mikilvægum málum sem fyrir henni
liggja, svo sem staðfesting á skipan
ráðherra ríkisstjórnar Joes Bidens, að
sögn Chucks Schumers, leiðtoga meiri-
hluta deildarinnar.
Fulltrúadeildin ákærði Trump til
embættismissis 13. janúar sl. öðru
sinni, sem á sér engin fordæmi í banda-
rískri sögu. Átti hann þá aðeins ósetið
eina viku á valdastóli. Ákæran verður
afhent og lesin upp í öldungadeildinni í
dag og daginn eftir verða allir 100
þingmenn deildarinnar svarnir inn
sem dómarar í málinu á hendur
Trump.
Nancy Pelosi verður fulltrúi full-
trúadeildarinnar við málssóknina og
eftir ávarp hennar verður óskipuðu
varnarliði Trumps gefið tækifæri til að
reifa vörn sína. Þegar farið hefur verið
yfir atvik og lagalegar hliðar málsins
verður málinu frestað til 8. febrúar.
Fyrir deildinni liggur að vega og
meta hvort dæma skuli Trump fyrir
það sem bandaríska stjórnarskráin
kallar „glæpi á háu stigi og misgjörð-
ir“. Hann var ákærður til embættis-
missis í fulltrúadeildinni fyrir að
„hvetja til innrásar“ í þinghúsið í ræðu
í Washington 6. janúar, daginn sem
hópur fólks sem honum er hliðhollt
réðst inn í fulltrúadeildina. Fimm
manns biðu bana í áhlaupinu, þar á
meðal lögregluþjónn. agas@mbl.is
Réttað yfir
Trump í febrúar
Önnur lögsókn á hendur Trump
AFP
Áhlaup Ráðist var inn 6. janúar.