Morgunblaðið - 25.01.2021, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Tölur sem Hag-stofan birti áföstudag um
tekjusamdrátt fjöl-
miðla eru sláandi.
Tölurnar ná fram til
ársins 2019 og ná því
ekki til áfallsins
vegna kórónuveiru-
faraldursins, en sýna engu að síð-
ur vel þann vanda sem fjölmiðlar
hér á landi glíma við. Tekjur fjöl-
miðla eru nú svipaðar og þær
voru um aldamótin, á föstu verð-
lagi, en laun hafa á sama tíma tek-
ið miklum hækkunum og þar er að
finna helsta kostnað fjölmiðla.
Íslenskir fjölmiðlar, einkum
þeir örfáu sem teljast til hinna
stærri, hafa töluverðan fjölda í
vinnu, blaðamenn og aðra sem
þarf til að halda úti slíkum
rekstri. Mjög hefur þó fækkað í
þessum hópi, því miður, sem veik-
ir fjölmiðlana og það mikilvæga
hlutverk sem þeir gegna í sam-
félaginu.
Tekjuvandi fjölmiðla hefur far-
ið ört vaxandi á liðnum árum.
Þekkt er að einkareknir fjöl-
miðlar glíma við ríkisrekna mið-
ilinn á auglýsingamarkaði, en
hann hefur verið fyrirferðarmikill
þar og beitt aðferðum sem ekki
eru, svo vægt sé til orða tekið,
viðeigandi þegar ríkisfyrirtæki er
annars vegar.
Á síðustu árum hafa erlendir
risar, aðallega Facebook og
Google, sótt mjög í sig veðrið á
auglýsingamarkaði hér á landi og
er nú svo komið að hlutdeild
þeirra virðist jafnvel enn stærri
en hlutdeild Ríkisútvarpsins, ef
marka má tölur
Hagstofunnar. Þó að
ekki sé hægt að full-
yrða með vissu
hversu mikið fer til
þessara erlendu
miðla sem ella færi
til innlendra fjöl-
miðla er ljóst að þar
er um fjárhæðir að ræða sem
gætu skipt sköpum í rekstri inn-
lendu miðlanna.
Í þessu sambandi verður ekki
fram hjá því litið að þessir er-
lendu risar halda ekki úti starf-
semi hér á landi og veita Íslend-
ingum ekki störf, ólíkt innlendum
fjölmiðlum. Þá greiða þeir ekki
skatta hingað í samræmi við þessi
umsvif og er því óhætt að fullyrða
að þessi starfsemi er öll hin óeðli-
legasta þó að henni sé leyft að
þrífast. Og ekki nóg með að hún
fái að þrífast, ríkið sjálft og sveit-
arfélögin eru meðal þeirra sem
auglýsa mikið á þessum miðlum.
Með ólíkindum er að stjórnvöld
skuli ekki stöðva þá ósvinnu taf-
arlaust. Til þess þarf ekkert ann-
að en vilja.
Í Morgunblaðinu á laugardag
var rætt við menntamálaráðherra
og lofuðu svör hennar góðu. Hún
sagði ráðuneyti sitt og fjármála-
ráðuneytið í samstarfi til að ná ut-
an um þann vanda sem erlendu
netrisarnir valda fjölmiðlum hér á
landi og að hún væri bjartsýn á að
þetta kláraðist á næstu mán-
uðum. Það er ánægjulegt, en þeir
mánuðir mega ekki verða mjög
margir því að vandinn vex hratt
eins og sjá má af tölum Hagstof-
unnar.
Íslenskir fjölmiðlar
búa við óeðlilega
samkeppni frá
ríkinu og erlendum
risafyrirtækjum}
Netrisar utan laga
og íslensks samfélags
Vladimír Pútín,forseti Rúss-
lands, glímir við
meiri vanda innan-
lands en oftast áður.
Ástæðan er stjórn-
arandstæðingurinn Alexei Na-
valní sem segir að rússnesk
stjórnvöld hafi eitrað fyrir sér en
sneri engu að síður aftur heim frá
læknismeðferð í Þýskalandi, vit-
andi að hans biði fangelsisvist.
Navalní segir fangelsunina
hluta af ofsóknum gegn sér, en
hann hefur verið mjög gagnrýn-
inn á Pútín og hefur meðal ann-
ars gefið út langt myndband þar
sem hann vænir forsetann um að
hafa sankað að sér yfirgengileg-
um auðæfum með langvarandi
spillingu og viðskiptum við
glæpamenn. Þetta eru aug-
ljóslega alvarlegar ásakanir og
takist Navalní að sannfæra landa
sína um að þær séu sannar er
hætt við að erfitt verði fyrir Pút-
ín að þjappa almenningi að baki
sér áfram þó að vel hafi gengið
hingað til.
Mikil mótmælaalda gekk yfir
Rússland um helgina. Talið er að
mótmælt hafi verið í meira en eitt
hundrað borgum og mótmæl-
endur hafi verið fleiri en tuttugu
þúsund í Moskvu og
fleiri en tíu þúsund í
Sankti Pétursborg.
Lögreglan tók af
hörku á mótmæl-
endunum, sem
margir tóku fast á móti. Þúsundir
voru handteknar og tugir þurftu
á læknisaðstoð að halda.
Erlend ríki hafa gagnrýnt
stjórnvöld í Moskvu fyrir að beita
óhóflegri hörku og Evrópusam-
bandið segir að sambandið ræði
„næstu skref“ í dag. Á móti hafa
stjórnvöld í Moskvu sagt að mót-
mælin hafi verið ólögleg og vísa í
því sambandi til kórónuveiru-
faraldursins, sem er vissulega
ekki heppilegur tími fyrir fjölda-
mótmæli.
En það gæti líka verið stjórn-
völdum í Moskvu umhugsunar-
efni að fólk skuli þrátt fyrir hætt-
una sem faraldrinum fylgir
hópast saman um allt Rússland
til að mótmæla. Það hlýtur að
auka enn frekar á áhyggjur Pút-
íns og félaga og ætti að hvetja þá
enn frekar til að gera hreint fyrir
sínum dyrum gagnvart ásök-
unum Navalnís, auk þess að
tryggja að lýðræðið í Rússlandi
sé ekki aðeins í orði heldur einnig
á borði.
Erfitt er að glíma
við óttalausan
stjórnarandstæðing}
Mótmælaalda í Rússlandi
Í
Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins
segir: „Fjölmiðlar með minnstu
sómakennd afhjúpa lygalaupa sem
þykjast hafa heimildir. Ella sitja þeir
sjálfir uppi með alla lygina, og stór-
skaðaða ímynd um langa hríð.“
Stórblaðið Washington Post fylgir leiðbein-
ingum Reykjavíkurbréfs og hefur undanfarin
fjögur ár fylgst með yfirlýsingum Trumps for-
seta og kannað sannleiksgildi þeirra. Síðast-
liðinn laugardag birtist yfirlit um kjörtíma-
bilið. Samkvæmt talningu blaðsins sagði
forsetinn fyrrverandi 30.573 sinnum ósatt eða
setti fram villandi fullyrðingar á kjörtíma-
bilinu. Talningin náði aðeins til þess sem for-
setinn sagði í ræðum, opinberum viðtölum eða
yfirlýsingum á samfélagsmiðlum sem ætla má
að hafi aðeins tekið vel innan við 10% af tíma hans.
Sumir eiga létt með að segja ósatt. Þeir hafa þann fá-
gæta eiginleika að geta logið blákalt og ítrekað án þess
að kippa sér upp við það, meðan á öðrum er hægt að sjá
að þeim finnst óþægilegt að skrökva.
Fyrir rúmum aldarfjórðungi birtist í Vísbendingu
greinin „Hvers vegna brjóta menn af sér í starfi?“ eftir
sálfræðingana Sigurð J. Grétarsson og Ástu Bjarnadótt-
ur. Þar segir meðal annars:
„Loks þarf að minnast á þá sem á íslensku eru kallaðir
geðvilltir eða siðblindir. Þá skortir hæfileika til að setja
sig í spor annarra og finnst sem þeir séu hafnir yfir lög
og rétt. Nýlegar rannsóknir benda til þess að hjá þeim sé
starfsemi óvenjudauf á heilasvæðum sem móta tilfinn-
ingaleg viðbrögð, eins og kvíða, iðrun og rétt-
lætiskennd.
Sjaldgæft er að þetta ástand sé greint hjá
manni fyrr en eftir að hann hefur brotið
ítrekað af sér. Reyndar er hugtakið siðblinda
iðulega notað sem merkimiði á síbrotamenn,
fremur en til forvarna. En næsta víst er að
blygðunar- og óttaleysi er ekki alltaf til traf-
ala í viðskiptum og sumir álíta, án þess að það
sé fræðilega staðfest, að siðblindir menn njóti
oft velgengni.
Eðli málsins samkvæmt er erfitt að vara
sig á slíkum mönnum, tunguliprum, óttalaus-
um og blygðunarlausum, og því er sem stend-
ur erfitt að veita önnur ráð en almenna var-
kárni til að verjast slíkum sendingum.“
Skyldi það sama gilda í stjórnmálum?
Bandaríkjaforsetinn fyrrverandi átti greinilega auðvelt
með að ná til ákveðins hóps kjósenda meðan aðrir sáu
strax í gegnum blekkingarvef hans. Jafnvel vel menntað
og skynsamt fólk sem ætti að hafa óbrenglaða dóm-
greind kýs að trúa fagurgala forsetans um eigið ágæti.
Sumir hrífast af „sterka stjórnmálamanninum“ jafnvel
þótt hann sé augljóslega siðblindur kjáni.
Stuðningsmenn Trumps töpuðu meira en 60 málum
þar sem þeir reyndu að snúa við úrslitum kosninganna.
Menn með minnstu sómakennd vita að réttarríkið er
vörn almennings gegn yfirgangi og misferli, bæði frá
ótíndum glæpamönnum og spilltum stjórnmálamönnum.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Lygarar, bölvaðir lygarar og Trump
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen BAKSVIÐ
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Nýr forseti er tekinn við íBandaríkjunum og hannhefur ekki beðið boðannavið að skipa embættis-
menn og ráðgjafa, senda frá sér til-
skipanir og afturkalla ákvarðanir fyr-
irrennana síns. Í innsetningarræðu
sinni sagði Joe Biden mikilvægt að
koma á einingu meðal þjóðarinnar á
ný og binda enda á dólgslega orða-
hríð í opinberri umræðu (e. uncivil
war), en fólkið í kringum forsetann
leggur mikla áherslu á að nú verði
stöðugleika og góðri stjórnsýslu aft-
ur komið á (djúpríkið myndi einhver
segja!) og lýðræðið virt á ný.
Samt er það nú svo, að fyrstu dag-
ana í embætti hefur forsetinn verið
engu ódeigari en fyrirrennarar sínir
við tilskipanastjórnun og hefur raun-
ar gengið talsvert lengra í útskiptum
á embættismönnum til þess að koma
fólki að sínu skapi að, í og með til
þess að blíðka stuðningshópa sína,
líkt og í verkalýðshreyfingu. Eins
sjást þess engin merki að hann hvetji
orðháka í eigin flokki til þess að stilla
sig og friðmælast við fólk annarrar
skoðunar. Enn síður að lýðræðinu sé
betur þjónað en fyrr.
Sérfræðingarnir ófróðu
Nú má vel skilja að demókratar
hafi horn í síðu repúblikana og þá Do-
nalds Trumps sérstaklega, sem þeir
sökuðu um að ráðast á lýðræðið frá
fyrsta degi. Út á framkomu Trumps
mátti ýmislegt setja, sér í lagi eftir
kosningarnar síðastliðinn nóvember,
en það er fráleitt að halda því fram að
veist hafi verið að lýðræðinu með
samfelldum, hvað þá skipulegum
hætti. Forsetatíð Trump einkenndist
einmitt af nánast skapandi skipulags-
leysi.
Sagnfræðingar framtíðarinnar
munu eflaust afgreiða Trump sem
lýðskrumara, en ekki síður hljóta
þeir þó að staldra við niðurlægingu
sérfræðingaveldisins bandaríska,
sem svo lengi mátti sín mikils og Bi-
den vill leiða til öndvegis á ný.
Donald Trump sigraði í forseta-
kosningunum 2016 þvert á það sem
allir kosningasérfræðingar og skoð-
anakönnuðir sögðu (að Hillary Clin-
ton ynni stórsigur), en það gerði
Trump einmitt með því að gera allt
þveröfugt við það sem kosninga-
sérfræðingastéttin taldi sjálfgefið.
Hún reið ekki heldur feitum hesti
næstu árin. Ekki hefur verið frið-
vænlegra í Mið-Austurlöndum frá
lokum seinni heimsstyrjaldar, ein-
mitt vegna þess að Trump féllst ekki
á viðteknar kennisetningar um for-
sendur friðar þar (lausn Palestínu-
deilunnar) og reyndist hafa rétt fyrir
sér. Trump hefur sætt réttmætri
gagnrýni vegna viðbragða í upphafi
heimsfaraldursins, en ráð sérfræð-
inga um viðbrögðin hafa ekki reynst
neinu betri í Bandaríkjunum en ann-
ars staðar. Útgöngubann og gríðar-
legar sóttvarnatakmarkanir hafa
ekki skilað miklum árangri í barátt-
unni við veiruna, en efnahagslífið er í
lamasessi og ríkisskuldir stjarn-
fræðilegar.
Sömuleiðis var sægur fræðimanna
og álitsgjafa sem vöruðu við því að
sigur Trumps fæli í sér uppgang fas-
isma og að hann myndi skapa eða
bíða fyrsta áfalls til þess að taka sér
alræðisvöld. Sem auðvitað rímaði vel
við ásakanir um að kjör Trumps væri
áhlaup á lýðræðið. Sú var þó ekki
raunin í heimsfaraldrinum.
Nú er rétt að hafa í huga að með
orðinu „lýðræði“ í þessu samhengi
eiga bandarískir vinstrimenn ekki við
gangverk lýðræðisins samkvæmt
hefðbundnum skilningi, heldur eigin
stefnumið um sérréttindi, velferðar-
ríkið o.s.frv., og Trump því engan
veginn fyrsti forseti repúblikana,
sem mátt hefur þola slíkar ásakanir.
Hvað sem því líður hafa fjölmargir
aðrir en demókratar einir orðið til
þess að saka Trump um áhlaup á lýð-
ræðið, en ekki fyrr en eftir forseta-
kosningarnar síðastliðið haust og þá
sér í lagi í kringum árásina á þing-
húsið hinn 6. janúar. Sú árás var hins
vegar svo óskipuleg, ómarkviss og
órum líkust að hún var hlægileg,
frekar en hættuleg. Vitleysa, ekki
valdarán.
Misjafnar þingkærur
Sú ótrúlega og fordæmalausa at-
burðarás er eftir sem áður efni til
þingkæru, en þar kann þessi útþynn-
ing á hugtakinu „árás á lýðræðið“ að
vefjast fyrir mönnum. Gleymum ekki
að demókratar höfðu efast um rétt-
mætt kjör Trumps á sínum tíma og
að þeir gripu jafnvel til þingkæru
gegn honum, fullvissir um að hann
hefði ekki getað náð kjöri nema fyrir
vélar vondra Rússa, sem enginn fót-
ur reyndist fyrir. Vantaði þó ekki
sérfræðingana, sem voru mjög vissir
um það líka og skorti ekkert nema
sönnunargögnin. Vel má spyrja hvort
ekki hafi verið grafið undan lýðræð-
inu þar.
Skapgerðarbrestir og persónugall-
ar Trumps hafa verið flestum ljósir
frá fyrstu tíð, einnig stuðnings-
mönnum hans. Andstæðingar hans
og sérfræðingastéttin fengu hins
vegar aldrei af sér að kafa dýpra og
grafast fyrir um stefnu hans eða af-
leiðingar hennar, svo hann gat aldrei
notið sannmælis þeirra að því leyti.
Enn síður að sérfræðingarnir gætu
játað að þeir hefðu e.t.v. ekki rétt fyr-
ir sér um alla hluti, hvað þá að skoða
hvers vegna þeim hefði skjátlast um
eitthvað. Þeim nægði að vera á öðru
máli en ruddinn í Hvíta húsinu.
En er líklegt að slík grunnhyggni,
sjálfsánægja og fordómar séu rétta
veganestið til þess að leiða Biden for-
seta á betri og réttari braut?
Sérfræðingaveldið
á síðasta snúningi
AFP
Fundur Joe Biden Bandaríkjaforseti á léttu spjalli við djúpríkið með 196
nánustu ráðgjöfum sínum og embættismönnum á fjarfundi úr Hvíta húsinu.