Morgunblaðið - 25.01.2021, Síða 17
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2021
FASTEIGNASALA
Nóatún 17 | 105 Reykjavík | valborg@valborgfs.is | Sími 419 7900
valborgfs.is
Glæsilegar nýjar íbúðir í Fossvogsdal ogHraunbæ
Óskumað ráða
löggilta fasteignasala
VERÐMETUM SAMDÆGURS
ÓSKUMEFTIRÖLLUMGERÐUMEIGNAÁ SKRÁ
FOSSVOGSDALUR HRAUNBÆR
Tilbúnar til afhendingar!
Örfáar íbúðir óseldar!
Elvar Guðjónsson
Viðskiptafræðingur
Lögg. fasteignasali
Sími 895 4000
elvar@valborgfs.is
Þórður Heimir
Sveinsson
Lögmaður og
lögg. fasteignasali
Jónas Ólafsson
Viðskiptafræðingur
Sími 824 4320
jonas@valborgfs.is
Gunnar Biering
Agnarsson
Nemi til löggildingar
Sími 823 3300
gunnar@valborgfs.is
María Sigurðardóttir
Viðskiptafræðingur
Lögg. fasteignasali
Sími 820 1780
maria@valborgfs.is
Allar upplýsingar veita:
Skattfrjáls
söluhagnaður
SUMARHÚSAEIGENDUR
Frá 1. janúar 2021 er hagnaður af sölu sumarhúsa skattfrjáls.*
Hafðu samband við okkur og fáðu frekari upplýsingar.
Skógarvegur 6-8
Íbúðakjarni með 69 íbúðum á 4 hæðum
auk bílakjallara.
Hraunbær 103 A, B og C
Nýjar íbúðir fyrir 60+
Valborg óskar eftir að ráða löggilta
fasteignasala. Frábær vinnuaðstaða og
góður vinnuandi.
Nánari upplýsingar veitir Elvar
Guðjónsson, elvar@valborgfs.is
*að ákveðnum skilyrðum uppfylltum
Vaxandi ofbeldi í
bandarísku samfélagi
hlýtur að valda mörg-
um verulegum
áhyggjum. Ekki ein-
göngu í BNA heldur í
heiminum öllum. Og
nú fyrir skömmu óð
rumpulýður inn í
sjálft þinghúsið með
tilheyrandi uppi-
vöðslusemi þar sem 5
manns létu lífið.
Athygli beinist að rétti banda-
rískra borgara til að hafa byssur í
fórum sínum. Heimildin er ákvæði í
2. viðauka bandarísku stjórn-
arskrárinnar frá 1791.
Fyrir áhugasama um stjórn-
arskrármál þá er þessi heimild
mjög góð til að kynnast bandarísku
stjórnarskránni og efni hennar þar
sem farið er ítarlega í allar greinar
hennar og viðauka:
https://en.wikipedia.org/wiki/Con-
stitution_of_the_United_States
Um réttinn til að hafa byssur
undir höndum má lesa nánar:
https://en.wikipedia.org/wiki/
Right_to_keep_and_bear_arms-
_in_the_United_States
Þegar litið er aftur til ársins
1791 þá er bandarískt samfélag í
mótun. Mikið var þá um ýmiskonar
ofbeldi af ýmsu tagi sem fylgir
þeim aðstæðum sem þarna voru
fyrir hendi. Frumbyggjar Ameríku
voru hvarvetna flæmdir í burtu úr
heimkynnum sínum og reyndu
hvað þeir gátu að veita viðnám. Í
ungum samfélögum sem eru að
mótast við nýjar aðstæður gætir
mikils ójafnvægis þar sem hver og
einn verður að bjarga sér og verj-
ast þeim hættum sem þeir geta átt
von á. Undir þessum kringum-
stæðum reynist byssan vel. Á þess-
um tíma voru byssur einfaldir
framhlaðningar þar sem reikna
mátti með nokkrum tíma í að hlaða
byssuna til að beita henni öðru
sinni. Afkastageta slíkra byssu-
gerða var því afar takmörkuð mið-
að við byssur sem nú þekkjast. Á
þessum tíma var auk þess engin
lögregla til staðar nema ef vera
skyldi í borgum og stærri bæjum.
Það er því mjög eðlilegt að banda-
ríska þingið samþykki þessa viðbót
við stjórnarskrána undir lok 18.
aldar að þegnum sé heimilt að eiga
og bera vopn þar sem það á við.
En er líklegt að amerískir þing-
menn á 18. öld hafi gert sér grein
fyrir því að byssur áttu eftir að
verða afkastameiri og þar með var-
hugaverðari? Afturhlaðningar og
marghleypur koma fyrst fram á 19.
öld þegar þeir sem
tóku þátt í samþykkt-
inni 1791 voru fyrir
löngu komnir undir
græna torfu.
Vopnaframleiðendur
og vopnasalar vilja
eðlilega túlka þessa
heimild sem víðtæk-
asta. En er það skyn-
samlegt?
Frelsi er og verður
alltaf takmarkað. Einn
góður borgari benti á
nefið á sér og kvað
frelsi náungans enda þar sem nefið
á sér væri. Mikið til í því.
Í dag er misnotkun vopna gríð-
arleg. Sum árin falla fleiri í Banda-
ríkjunum fyrir byssum en þeir sem
látast í umferðarslysum. Það ætti
því að vera um þessar mundir eitt
af meginmarkmiðum bandarískra
yfirvalda að takmarka byssueign
og setja strangari reglur um skot-
vopn. Sumir menn eiga ekki að
koma nálægt byssum. En auðvitað
þýðir þetta mikla viðhorfsbreyt-
ingu.
Einn kunningi minn sem hefur
lengi verið starfandi prestur sagði
mér eitt sinn frá því að á náms-
árum sínum sótti hann framhalds-
nám í BNA, m.a. til að kynna sér
safnaðarstarf í BNA. Þar kynntist
hann starfsfélaga sínum og bauð
hann Íslendingnum heim til sín.
Mikið varð landi okkar undrandi og
satt best að segja mjög hneyksl-
aður þegar bandaríski sálusorg-
arinn lauk upp byssuskápum sínum
en þar voru geymdar hvorki fleiri
né færri en 18 byssur! Já, það er
margt undarlegt í kýrhausnum.
Óskandi er að bandarískt sam-
félag átti sig á þessu vægast sagt
ömurlega ástandi þegar vonin og
trúin er bundin við byssur og of-
beldi fremur en friðsamlegar og
farsælar leiðir með von um betri
framtíð.
Megi nýr forseti BNA leiða þá
vegferð sem verður allri heims-
byggðinni til heilla.
Byssuákvæði
bandarísku
stjórnarskrárinnar
Eftir Guðjón
Jensson
» Óskandi er að banda-
rískt samfélag átti
sig á þessu vægast sagt
ömurlega ástandi þegar
vonin og trúin er bundin
við byssur og ofbeldi
fremur en friðsamlegar
og farsælar leiðir.
Guðjón Jensson
Höfundur er leiðsögumaður og eldri
borgari í Mosfellsbæ.
arnartangi43@gmail.com
Á vef Fiskistofu er
hinn 7. janúar 2021
frétt frá stofunni um að
hún hafi tekið í notkun
dróna við eftirlit. Í
fréttinni kemur fram
að drónarnir verði not-
aðir við eftirlit á sjó,
vötnum og landi. Í
fréttinni er tekið fram
að aflað hafi verið allra
tilskilinna leyfa. Líka
er sagt til hverra menn eigi að snúa
sér ef þeir vilji frekari upplýsingar og
hafði undirritaður samband við deild-
arstjóra veiðieftirlits
Fiskistofu og spurði um
útgáfu leyfanna og hvort
sjávarútvegsráðherra
eða einhver í hans um-
boði hefði gefið leyfi fyr-
ir notkun drónanna í
höfnum eða yfir fiski-
skipi við löndun eða hver
önnur störf sem fylgja
fiskiskipi. Ekki var ann-
að á deildarstjóranum
að skilja en
sjávarútvegsráðherra
hefði leyft ótakmörkuð
afnot drónanna við eftirlit, þar með
talið að fylgjast með skipverjum við
komu að skipi eða brottför, allt að
dyrum heimilis skipverjans, í raun
mætti Fiskistofa fylgjast með skip-
verjanum allan sólarhringinn hvar
sem næðist til hans.
Fyrir tveimur árum viðraði þáver-
andi fiskistofustjóri þá hugmynd að
setja um borð í trillur sem önnur
fiskiskip myndavélar til að Fiskistofa
gæti fylgst með skipverjum við störf
sín. Sagðist Fiskistofa vera með
heimild frá ráðherra til að fara í
þetta. Fiskistofa var spurð hvort
henni væri kunnugt um að í fæstum
þeim fleytum sem stunda hand-
færaveiðar væri önnur salernis-
aðstaða en borðstokkurinn, sem
myndavélin ætti að mynda, eða fata
og óhjákvæmilegt væri að neðrihluti
líkama manna sem væru að gera
þarfir sínar yrði í mynd við eftirlitið
sökum smæðar þeirrar fleytu sem
Fiskistofa teldi nauðsynlegt að fylgj-
ast með ef eyðing fiskstofna á Ís-
landsmiðum ætti ekki að eiga sér
stað.
Ekki hefur enn orðið af því að
Fiskistofa komi með myndavélar um
borð í smæstu klósettlausu trillur en
nú skulu það vera drónar fyrir starfs-
menn Fiskistofu að leika sér með og
vísað er í ESB, þaðan sem allt gott á
víst að koma.
En trillukarlar munu halda áfram
að gera þarfir sínar úti á dekki á kló-
settlausum trillum og veifa afturend-
anum við verkið hvort sem dróni frá
ráðherra strandveiða og grásleppu er
við myndatöku af viðburðinum eða
ekki.
Nei ráðherra, svona á ráðherra
ekki að gera.
Nei ráðherra!
Eftir Sigurgeir
Jónsson
Sigurgeir Jónsson
»En trillukarlar munu
halda áfram að gera
þarfir sínar úti á dekki á
klósettlausum trillum
og veifa afturendanum
við verkið.
Höfundur er smábátasjómaður
í Suðurnesjabæ.
Atvinna