Morgunblaðið - 25.01.2021, Síða 18

Morgunblaðið - 25.01.2021, Síða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2021 ✝ GuðbjörgJóna Hjálm- arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 23. nóvember 1939. Hún lést 16. janúar 2021. Foreldrar henn- ar voru hjónin Kristín Ingi- marsdóttir, f. 26. ágúst 1895, d. 3. september 1984, og Hjálmar Þórður Jónsson, f. 26. mars 1905, d. 2. september 1977. Systkini Guðbjargar voru Anna og Aðalsteinn. Guðbjörg ólst upp í Reykjavík og gekk í Austurbæjarskóla. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Hún hóf 16 ára störf hjá Hans Petersen hf., fyrstu árin í versl- uninni í Bankastræti 4, en lengst af vann hún á skrifstofu fyrir- tækisins þar sem hún sá um inn- flutning á þeim vörum sem fyrirtækið seldi. Pétur Sölvi Þorleifsson fædd- ist í Reykjavík 2. júlí 1933. Hann lést 6. janúar 2021. Foreldrar hans voru Jónína Guðfinna Kristjánsdóttir, f. 21. apríl 1905, d. 1. júní 1989, og Þorleifur Þor- leifsson, f. 23. september 1903, d. 27. desember 1936. Uppeldis- foreldrar Péturs voru Sölvína Hann var virkur í Flugbjörg- unarsveitinni í Reykjavík, Ferðafélagi Íslands og Jökla- rannsóknafélagi Íslands, þar sem hann sat í stjórn ásamt því að vera heiðursfélagi. Pétur gekk í Karlakór Reykjavíkur ár- ið 1972. Hann fór í nokkrar ut- anlandsferðir með kórnum, m.a. til Mið-Evrópu, Kanada og Bandaríkjanna. Pétur skrifaði tvær bækur um fjallgöngur á Ís- landi. Fyrri bókin var skrifuð í félagi við Ara Trausta Guð- mundsson en þá seinni skrifaði hann einn og óstuddur. Guðbjörg og Pétur gengu í hjónaband 26. ágúst árið 1961. Sonur þeirra er Hjálmar Pétur, f. 7. mars 1972. Einnig fæddist andvana sonur 20. febrúar 1978. Dóttir Péturs og Margrétar Jónu Magnúsdóttur er Kristín Júlía, f. 14. febrúar 1959. Börn hennar eru Bjarnar Hrafnkell Magnússon, f. 29. desember 1979, Margrét Rún Magn- úsdóttir, f. 30. mars 1991, og Arngunnur Ýr Magnúsdóttir, f. 22. desember 1994. Synir Bjarn- ars eru Mikael Breki, f. 15. maí 2018, og Gabríel Leó, f. 19. des- ember 2019. Útför þeirra hjóna verður frá Langholtskirkju í dag, 25. jan- úar 2021, og hefst athöfnin klukkan 11. Baldvina Konráðsdóttir, f. 18. apríl 1898, d. 7. ágúst 1974, og Pétur Björgvin Björnsson, f. 21. mars 1904, d. 16. mars 1975. Systkini Péturs voru Anna Lauf- ey (ættleidd), Hrafnhildur Lax- dal, María Þórleif og hálfbróð- irinn Þórður Rúnar Thordarson Jónsson (ættleiddur). Uppeld- isbræður Péturs voru Konráð Bjarnar Pétursson og Stefán Pétursson. Pétur lærði reiðhjólasmíði hjá Reiðhjólaverkstæðinu Óðni. Hann vann við fagið, fyrst í stað hjá Fálkanum en síðar rak hann í félagi við tvo aðra Gamla- verkstæðið, sem varð reið- hjólaverkstæði í samstarfi við Fálkann. Pétur stundaði ferðalög um Ísland af kappi alla tíð fram að því að heilsan fór að þverra. Þungt hvílir sorgin á sálu og lífi lít til mín Drottinn með líkn og náð. Í dag kveðjum við elskuð hjón og í sorg okkar og söknuði getum við samt þakkað þá blessun að Drottinn hafi litið til þeirra með líkn og náð og tekið þau til sín. Saman gengu þau í gegnum lífið í meira en 60 ár og saman eru þau lögð til hvíldar í náðarfaðm Guðs. Guðbjörg var yngsta barn for- eldra sinna og bjó hjá þeim fram undir tvítugt, umvafin kærleika þeirra og ást. Hún var móðursyst- ir mín, en örlög réðu að við ólumst upp saman fyrstu árin mín og var hún frekar sem systir en frænka. Síðan bjuggum við lengi í sama húsi og nutum við, bræður mínir og ég, ástúðar hennar og örlætis og þótti okkur öllum vænt um hana. Svo var það kvöld eitt að Gulla fór með foreldrum mínum á dans- leik í Þórskaffi, þegar sá staður var og hét. Aftur tóku örlögin í taumana, þegar ungur maður, sem hafði fyrir tilviljun fengið að- göngumiða, gekk í salinn og sá að- eins hana, ljóshærða og fallega klædda, gekk að borði þeirra og bauð henni upp í dans. Þar með var teningunum kastað og upp frá því skildi ekkert þau að. Þessi lánsami maður hét Pétur og reyndist vera drengur góður. „Ég skildi bara ekkert í að hún Gulla mín skyldi líta við mér, jafn falleg og yndisleg og hún var,“ sagði Pétur er við ræddum saman fyrr í vetur. Þau gengu í hjóna- band, stofnuðu heimili og sýndu ávallt mikla ráðdeild og fyrir- hyggju. Þau voru mikilvæg í fjöl- skyldulífi okkar, bæði í gleði og sorg, traust og kærleiksrík. Pétur var mikill útivistarmaður og hreif hann Gullu með sér með áhuga sínum og afburðaþekkingu á landinu. Ferðirnar urðu ótelj- andi og voru þau í góðum hópi vina sem deildu sömu áhugamálum. Ég naut frændseminnar og buðu þau mér, unglingnum, oft með sér í helgarferðir um hálendið, sem voru bæði skemmtilegar og fróð- legar, þar sem Pétur fræddi okkur um það sem fyrir augu bar. Þau sýndu foreldrum Gullu, afa mínum og ömmu, sömuleiðis mikla alúð og þær voru ófáar tjaldferðirnar sem þau fóru saman um sveitir lands- ins á jeppanum góða. Dýrmætar eru minningarnar um allar þessar samverustundir. Hamingja þeirra varð fullkomin er þeim fæddist sonurinn Hjálmar Pétur, sem var foreldrum sínum mikill gleðigjafi, enda afar vel gerður og hæfileikaríkur. Hann var þeirra stolt og yndi. Lífið hafði einnig sínar skuggahliðar og þá reyndist Hjálmar þeim stoð og stytta. Gulla vann allan sinn starfsald- ur, tæplega 50 ár, hjá Verzlun Hans Petersen. Hún var góð fyr- irmynd, vandvirk og vinnusöm, en góðar gáfur, tryggð og hógværð einkenndu hana ásamt umburðar- lyndi og þolinmæði, sem hún bjó yfir og hefur sótt til foreldra sinna. Sjálfmenntaði bókamaðurinn söngelski, Pétur, hafði gengið á hundruð fjalla, skrifað bækur um fjöll og verður meðal annars minnst vegna víðfeðmrar þekking- ar sinnar á náttúru Íslands. Að leiðarlokum þakka ég elsk- uðum velgjörðarmönnum mínum, Gullu og Pétri, umhyggju þeirra og kærleika ásamt áhuga á við- fangsefnum mínum alla tíð. Megi Guð allrar huggunar vera Hjámari og ástvinum öllum ná- lægur. Veri Guðbjörg og Pétur kært kvödd í eilífri náðinni. Dagur er nærri. Dýrð þín umbreytir myrkri í morgun með ljós og líf. (KVI) Kristín Árnadóttir. Norður af Þursaborg í Lang- jökli stendur tindur upp úr jökl- inum, Péturshorn. Nafnið var gef- ið til heiðurs Pétri Þorleifssyni, ferðagarpinum mikla sem nú er fallinn frá. Fáir eru betur að slík- um heiðri komnir. Hann var allra manna fróðastur um landið, þekkti allar leiðir og hafði gengið á öll fjöll. Hann var góður vinur. Pétri Þorleifssyni kynntist ég fyrst fyrir rúmum fjórum áratugum. Ferða- félagið stóð fyrir haustferð inn á Landmannaafrétt og í hana fór 17 ára strákur sem var illa haldinn af fjallaáhuga. Og þarna var þessi garpur kominn. Hann var léttur í spori og vel á sig kominn en setti sig ekki yfir nokkurn mann. Þann- ig var Pétur. Hann var gagnorður sögumaður, söngmaður og kátur ferðafélagi. Hann hvatti piltinn til frekari ferðalaga. Ári síðar var leiðin milli Landmannalauga og Álftavatns stikuð í fyrsta sinn. Þar var strákurinn með og líka Pétur Þorleifsson. Sem við erum við Brennisteinsöldu á suðurleið segir Pétur: „Þú ættir að ganga í Jökla- rannsóknafélagið, þá kemstu á jökul.“ Er ekki að orðlengja það að eftir helgina skráði Pétur mig í fé- lagið. Þannig hófst vegferð sem enn er ekki lokið, enda er jökla- bakterían ólæknandi. Pétur vann lengst af fyrir sér með því að gera við reiðhjól en honum leið best á fjöllum og þar var hugurinn löngum. Á ferðum sínum notaði hann þann ferðamáta sem honum fannst henta í hvert skipti. Alla tíð fór hann um fót- gangandi eða á skíðum þegar það hentaði, ferðirnar snerust alfarið um að upplifa landið, njóta náttúr- unnar. Á tímabili var hann mikið á vélsleðum, en tækin voru aukaat- riði og hann sinnti jeppum eða vél- sleðum að því marki sem þurfti til að komast á þá staði sem hugurinn stóð til. GPS og þess háttar notaði hann ekki – en Pétur villtist aldrei. Hann las landið betur en aðrir og var gætinn ferðamaður. Pétur gat verið sérvitur á sinn hátt, sá t.d. ekki ástæðu til að nota sólarvörn á jöklum sem var kannski ekki besta lausnin í öllum tilvikum. Pétur beitti sér fyrir byggingu fjalla- skála á háfjöllum og átti stærstan þátt í að velja litlum skálum Jökla- rannsóknafélagsins stað við Fjall- kirkju í Langjökli og á Goðahnjúk- um austast á Vatnajökli. Þessir skálar hafa aldrei verið fjölsóttir en skálastæðin eru einhver þau fallegustu sem um getur á Íslandi enda þekkti Pétur alla bestu stað- ina. Pétur var gerður að heiðurs- félaga í Jöklarannsóknafélaginu á sextíu ára afmæli þess árið 2010, fyrir framlag til jöklaferða og könnunar. Að leiðarlokum er mér í efst í huga þakklætið yfir að hafa kynnst þessum öðlingi. Hjámari, syni Pét- urs, votta ég samúð mína, en hann sér nú á bak bæði föður og móður með stuttu millibili. Magnús Tumi Guðmundsson. Pétur Sölvi Þorleifsson, góður vinur til margra ára og frændi, er nú fallinn frá. Áratugirnir hafa liðið, ferða- minningar streyma. Pétur, þjóð- þekktur fyrir örnefnaspeki og ferðagleði, var góður ferðafélagi. Ferðalög og örnefni voru hans sér- grein. Hógvær sögumaður og góð- ur söngvari. Fyrstu kynni mín af Pétri voru tengd sumarblíðu í skála FÍ í Hvít- árnesi um 1960. Síðasta ferð Pét- urs var sl. sumar á æskuslóðir í Sléttuhlíð. Þrír félagar fóru um jarðgöng, sem hann hafði áhuga á, hann hafði ekki séð Vaðlaheiðar- göng fyrr. Fyrsta ferðalag Péturs var 1933 í reifum, með skipi frá Reykjavík um Siglufjörð og reidd- ur á hesti af fóstra sínum yfir Siglufjarðarskarð, að Mýrum í Sléttuhlíð. Ævistarf Péturs var reiðhjóla- viðgerðir. Áhugamálin söngur og ferðalög. Pétur skrifaði bækur um fjöll og margar greinar eftir hann hafa birst. Hann starfaði lengi með Ferðafélagi Íslands, Farfuglum, Jöklarannsóknarfélaginu og Flug- björgunarsveitinni. Var einnig heiðursfélagi í Tjaldlausa félaginu. Á sjötta áratug síðustu aldar fóru hann og tveir félagar suður yfir Sprengisand, Hofsjökul og Kjöl á reiðhjóli. Seinna gengum við tveir um Vonarskarð og Ódáðahraun, Öskju og til Mý- vatns. Pétur fór um jökla á snjóbíl, vélsleða, gangandi, á skíðum eða jafnvel á reiðhjóli. Í vélsleðaferð um Langjökul með Haraldi Matt- híassyni fékk Pétur í ferðalaun ör- nefnið Péturshorn, sem nú er komið á kort. Hann á einnig mörg spor um Vatnajökul í ógleyman- legum ferðum. Stundum urðu menn veðurtepptir í snjó og byl. Á Vatnajökli austanverðum er ör- nefnið Þrasaskarð. Þar lagði Pétur efni til. Við kveðjum gamlan vin. Ættir okkar Péturs tengjast, erum þre- menningar. Eigum sama langafa, Torfa Jónsson, f. 1830, Grjótaþorpi í Reykjavík. Skyndilega berast tíð- indi, Guðbjörg kona Péturs fékk hvíldina 16. janúar, blessuð sé minning hennar. Við fjölskyldan færum fjölskyldu Péturs, þeim Hjálmari og Kristínu Júlíu, inni- legar samúðarkveðjur. Torfi H. Ágústsson „Glaður og reifur skyli gumna hver unz sinn bíður bana.“ Þannig segir í Hávamálum og þannig var Pétur Þorleifsson vinur minn. Í lok hverrar ferðar sagði hann glaðbeittur: „Þetta er albesta ferðin sem ég hef farið í.“ Pétur var ástríðufullur ferðalangur og örnefnafróðasti maður landsins. Hann tók eitt sinn þátt í spurn- ingaþætti í útvarpinu um kjörsvið sitt, hálendi Íslands, og vissi allt. Íslensk náttúra seiddi hann til sín, hin villta náttúra, fjöllin, jöklarnir, árnar og sandarnir. Hann ólst upp í Fljótum, á snjóþyngsta svæði landsins, og vandist snemma að ganga á skíðum. Þau dugðu hon- um líka lengst. Ég kynntist Pétri mest eftir að ég tók sæti í stjórn F.Í. um 1990 og átti eftir að ferðast með honum ófáar ferðir bæði að sumri og vetri. Hann gekk alltaf frekar hægt og tók vel eftir umhverfinu. Hann hafði sérstakt minni, því að það var engu líkara en að hann tæki leiðina upp á filmu í höfði sér. Hann hélt dagbók yfir ferðir sínar og sagðist hafa farið í fimm hundruð fjall- göngur, flestar á Skjaldbreið. Hann fór ótal ferðir á Langjökul á yngri árum, oft á snjósleða. Upp úr jöklinum rís horn, allvoldugt, sem er kennt við hann, Péturs- horn, og er það vel við hæfi. Pétur las allt um náttúru Íslands, allar árbækur Ferðafélagsins hafði hann lesið og beið spenntur eftir næstu bók. Fór þá strax niður á skrifstofu félagsins, gat ekki beðið eftir að bókin yrði send til hans. Svo mikill var ákafinn. Árið 2004 kom út bókin Íslensk fjöll – Gönguleiðir á 151 tind eftir Ara Trausta Guðmundsson og Pétur. Þeir skiptu fjöllunum hníf- jafnt á milli sín. Þessi bók átti eftir að breyta miklu í fjallaferðum. Sjálf tengdist ég litlum hóp sem hafði það markmið að ganga á alla tindana, marga þeirra lítt aðgengi- lega uppi á hálendinu eða á jökli. Það var í ágúst 2010 að við fórum þrjú að ganga á Miklafell (1.468 m) austan megin í Hofsjökli. Gengið var frá Sprengisandi. Um leiðina segir í bókinni að hún sé löng og ekki hættulaus á eitt af meginfjöll- um miðhálendisins sem fáir hafa stigið fæti á. Við vorum eitthvað óviss um hvar við ættum að byrja gönguna og ég ákvað að hringja í Pétur. „Það eru nú fjörutíu ár síð- an ég fór í þessa ferð,“ sagði hann. Svo fór hann að rifja ferðina upp og mér fannst engu líkara en hann hefði verið þarna daginn áður! Svona einstakt var minni hans. Pétur hafði ákveðnar skoðanir og fór ekki leynt með þær. Hann var sérvitur maður, skarpleitur, grannur og veðurbarinn. Aldrei vildi hann bera á sig krem, ekki einu sinni á jökli, fannst allt slíkt hégómi. Allur útbúnaður hans var orðinn gamall en vel með farinn. Ég tengdist Pétri fjölskyldu- böndum, en kona hans, Guðbjörg Hjálmarsdóttir, Gulla, var móður- systir mannsins míns. Í fjöskyldu- boðum töluðum við alltaf um ferða- lög. Pétur var sannur maður óbyggðanna og átti drjúgan þátt í að opna öðrum víðari sýn og leiðir til fjallanna, jöklanna, fljótanna og sandanna. Nú er þessi höfðingi fallinn frá. Við Gunnar sendum Hjálmari, syni þeirra Gullu, innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning þeirra. Gerður Steinþórsdóttir Um miðja síðustu öld fór að brydda á kletti upp úr Langjökli austan Þursaborgar. Þessum kletti gaf Haraldur Matthíasson nafnið Péturshorn er hann ritaði árbókina um Langjökul. Þetta var til heiðurs mesta fjallamanni Ís- lands, Pétri Þorleifssyni. Það eru páskar 1965. Nokkrir félagar úr Flugbjörgunarsveitinni ætla að ganga á Öræfajökul undir stjórn Magnúsar Hallgrímssonar, sem nýlega er látinn. Með í för eru tveir alvanir ferðamenn og annar þeirra er Pétur Þorleifsson. Þarna hófst vinátta sem hefur enst ævi- langt. Gengið var frá flugvellinum upp á jökulinn þar sem við hreppt- um hið versta veður. Á páskadags- morgun létti til og fórum við þá á hnjúkinn. Pétur sagði mér oft að þessi ferð hefði verið sú skemmti- legasta sem hann fór. Eftir þessa ferð gekk Pétur í Flugbjörgunar- sveitina og fórum við ásamt fé- lögum úr sveitinni í margar ferðir á Langjökul og Vatnajökul. Við Pétur keyptum ásamt þremur öðr- um snjóbíl og voru á honum farnar margar ævintýraferðir um jökla og óbyggðir landsins. Er Pétur var að safna efni í bók sína um göngur á fjöll fór ég stundum með honum, því Pétur vildi ganga allar þær leiðir sem hann lýsti. Ég man eitt sinn er við fórum frá Hveravöllum á fjallið Krák norðan Langjökuls. Þegar við stóðum efst á fjallinu og skyggnið var frábært þuldi Pétur nöfn á öllum fjöllum sem við sáum. Hann var örnefnafróðasti maður sem ég veit. Hann var oft kallaður til Landmælinga til að lesa yfir. Oft þurfti að leiðrétta, að hans dómi, mig eða aðra; Hrafnfjörður, ekki Hrafns, Móskarðahnjúkar, ekki Móskarðs, Kolsmúli, ekki Kollu. Skemmtilegust fannst mér kenningin að kortamenn fyrri tíma hefðu oft víxlað nöfnum og færði Pétur landfræðileg rök því til sönnunar. Pétur fæddist í Reykjavík, en nokkurra vikna gamall fór hann með strandferðaskipi til Siglu- fjarðar og á hestbaki yfir Skarðið suður í Sléttuhlíð, þar sem hann ólst upp. „Ég var heppinn að vera hjá góðu fólki,“ sagði hann mér. Skólaganga var lítil og fátækt. Ungur var hann vetrarmaður í Hvammi í Norðurárdal og síðan lá leiðin til höfuðstaðarins. Ísland var Pétri allt og það þekkti hann betur en flestir. Til útlanda fór Pétur að- eins er hann söng með Karlakór Reykjavíkur. Ég var búinn að þekkja Pétur í mörg ár þegar ég vissi um hans fögru söngrödd og harmónikukunnáttuna. Nú er komið að lokum. Ísland hefur misst sinn besta vin. Þegar ég er að rita þessi fátæklegu orð berast mér þau tíðindi að lífsförunautur Péturs í sextíu ár hafi látist aðeins tíu dögum á eftir honum, Gulla, eins og hún var ávallt kölluð og ferðaðist oft með honum. T.d. gengu þau svokallaðan „Lauga- veg“ um miðjan sjöunda áratug- inn. Góð vinátta er einstök og ég mun sakna Péturs mikið. Ég votta Hjálmari einkasyni þeirra samúð mína. Jörundur S. Guðmundsson. Það var komið að fyrirhuguðum útfarardegi Péturs Þorleifssonar þegar Guðbjörg Hjálmarsdóttir, kona hans, lést. Svona eru tilvilj- anir á mörkum lífs og dauða – kannski engin tilviljun. En Guðbjörg hefur væntanlega ekki elt bónda sinn upp á þá hundruð fjallstinda, sem hann gekk á. Þeir voru víst á sjötta hundrað á ríflega sex áratugum. Sannkallaður fjallagarpur og þurfti ekki kompás – hann var bara innbyggður. Líklega þekkti Guðbjörg Jóna Hjálmarsdótt- ir og Pétur Sölvi Þorleifsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTVEIG ÁRNADÓTTIR stöðvarstjóri, lést mánudaginn 18. janúar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 30. janúar klukkan 14. Sendum við starfsfólkinu á Hvammi sérstakar þakkir fyrir góða umönnun. Ómar Gunnarsson Árni Grétar Gunnarsson Elvar Pálsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær amma, langamma, langalangamma, tengdamamma og systir, GUÐRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 11. janúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 25. janúar klukkan 15. Karen Rakel Óskarsdóttir Stefán Þór Helgason Guðríður Svava Óskarsdóttir Halldór Benjamín Guðjónsson Alvar Óskarsson Eydís Örk Sævarsdóttir Edith Ósk Óskarsdóttir Kristinn Dan Guðmundsson Kristín Eva Óskarsdóttir Ágúst Birgisson Rebekka Alvarsdóttir Elín Sigurbjörg Magnúsdóttir barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.