Morgunblaðið - 25.01.2021, Blaðsíða 19
Pétur nöfn á fleiri fjöllum hér á
landi en nokkur annar.
En þessi mikli útivistarmaður,
Pétur Þorleifsson, kom nánast
aldrei til útlanda. Tvisvar fékk
hann utanlandsferð í vinning í
spurningakeppni en fór hvergi. Í
annað skiptið nýtti hins vegar
Guðbjörg vinninginn og fór utan
með Hjálmari syni þeirra.
Pétur gekk í raðir Karlakórs
Reykjavíkur árið 1972 og söng
fyrsta tenór. Síðar söng hann í
mörg ár með eldri félögum Karla-
kórsins. Það voru nánast einu ut-
anlandsferðir Péturs, þegar hann
fór í söngferðir með Karlakór
Reykjavíkur. Það hefur verið góð
æfing að taka lagið í fjallaskálum
og rútubílum eða einn á fjallstindi.
Nú er sú rödd þögnuð.
Í fjallaferðum Péturs var ferða-
mátinn margvíslegur. Gangandi,
hjólandi, á skellinöðru, vélsleða,
snjóbíl eða á skíðum. Langjökull
var í sérstöku uppáhaldi og þar er
eitt fjallið skírt í höfuðið á Pétri –
Péturshorn. Sannkallaður frum-
kvöðull í fjallaferðum, ekki síst um
hálendi Íslands.
Pétur skrifaði nokkrar fjall-
göngubækur sem nutu mikilla vin-
sælda. Sá sem hér situr við tölvuna
og skráir fékkst einnig við að
skrifa gönguleiðabækur. Sá mun-
ur var þó á, að Pétur lýsti göngum
á fjöll en ég um láglendið.
Eldri félagar í Karlakór
Reykjavíkur kveðja þau hjón,
Guðbjörgu og Pétur, með virðingu
og þökk og innilegar samúðar-
kveðjur til þín Hjálmar sem hefur
svo sannarlega haldið uppi merki
söngsins í röðum Karlakórs
Reykjavíkur.
Reynir Ingibjartsson.
Ferðagarpur er fallinn í valinn
eftir langt og viðburðaríkt líf þar
sem fjallgöngur og aðrar óbyggða-
ferðir voru í hásæti hjá honum. Má
segja að hann hafi byrjað lífsgöng-
una aðeins þriggja mánaða gamall,
haustið 1933. Aðstæður foreldra
hans voru slíkar, að þau urðu að
láta hann frá sér. Ljósan hans tók
hann í sinn kærleiksfaðm, en þar
sem hún var enn við nám í Reykja-
vík, varð hún að senda hann á und-
an sér með strandferðaskipi til
Siglufjarðar þar sem fósturfaðir
hans, eiginmaður ljósunnar, beið
hans og fór ríðandi með ungbarnið
í kassa yfir Siglufjarðarskarð heim
að Mýrum í Sléttuhlíð. Litli dreng-
urinn var skírður og fékk nafn
fósturforeldra sinna, Péturs og
Sölvínu, og ólst upp í skjóli þeirra
ásamt fósturbræðrum sínum
tveimur.
Fjölskyldan flutti til höfuðstað-
arins upp úr stríðslokum. Árin liðu
við leik og störf en það sem ein-
kenndi þennan unga mann voru
góðar gáfur og dugnaður, ásamt
reglusemi og einbeittum vilja. Pét-
ur var yfirleitt ekki á því að skipta
um skoðun og stóð fast á sínu, var
jafnvel þrjóskur og þver. Þau per-
sónueinkenni hafa þó komið sér
vel er hann reif sig upp úr löm-
unarveiki rúmlega tvítugur að
aldri og af mikilli elju hóf hann að
þjálfa sig, með gönguferðum úti í
náttúrunni og náði á undraverðan
hátt fullum krafti í fætur sína, sál
og líkama. Þar með var teningun-
um kastað og frá þeim tíma fram
að áttræðu gekk hann á hundruð
fjalla, fór jöklaferðir á skíðum, vél-
sleðum og snjóbílum, oft til að
reisa ferðaskála uppi á jöklum.
Pétur unni landinu sínu, þekkti
nánast hvert fjall, fljót, lækjar-
sprænu, dal, byggðir sem óbyggð-
ir og var þekking hans rómuð af
fjölmörgum. Þau Gulla sýndu for-
eldrum hennar, afa mínum og
ömmu, mikla umhyggju og mörg
voru þau sumur, sem þau fóru
saman á jeppanum þeirra um
landið okkar, þeim til mikillar
ánægju.
Pétri hefur verið sýndur margs
konar sómi, m.a. var fjall í Lang-
jökli nefnt eftir honum, Péturs-
horn. Hann var gerður að heiðurs-
félaga í Jöklarannsóknarfélagi
Íslands og var í Ferðafélagi Ís-
lands í um 70 ár.
Rithöfundurinn Pétur skrifaði
þrjár bækur. Tvær ásamt Ara
Trausta Guðmundssyni alþingis-
manni. Sú þriðja, Fjöll á Fróni,
gönguleiðir á 103 fjöll, var Péturs
og kom út þegar hann var 77 ára.
Allar þessar bækur hafa reynst
ferðalöngum ómetanlegar sem
njóta afburðaþekkingar þeirra fé-
laga, jarðfræðingsins Ara Trausta
og sjálfmenntaða náttúrufræð-
ingsins og lestrarhestsins Péturs.
Reiðhjólasmiðurinn Pétur vann
nánast allan sinn starfsaldur við þá
iðju.
Tenórinn Pétur var félagi í
Karlakór Reykjavíkur í árafjöld
en tónlistin var ætíð í hávegum
höfð hjá honum.
Heimilisfaðirinn Pétur var
kvæntur Guðbjörgu Jónu Hjálm-
arsdóttur í 60 ár, og eignuðust þau
soninn Hjálmar Pétur, gleðigjafa
foreldra sinna.
Löngu og farsælu lífi er lokið,
sem hafði einnig sínar skuggasælu
hliðar. Veikindi hafa steðjað að
honum og síðasta ár var honum
erfitt eftir að elskuð eiginkona
hans veiktist alvarlega í ársbyrjun
og dvelur nú á hjúkrunarheimili.
Við Einar þökkum langa sam-
fylgd og biðjum Guð allrar hugg-
unar um að vera Gullu og afkom-
endunum nálægur, styðja þau og
vernda.
Guð blessi allt hið fagra og góða
sem minning Péturs Sölva Þor-
leifssonar geymir.
Hann veri kært kvaddur í eilífri
náðinni.
Kristín Árnadóttir.
Þegar við nú kveðjum Guð-
björgu Hjálmarsdóttur, Gullu, líð-
ur hugurinn til baka til áratuga
farsæls samstarfs hjá ljósmynda-
fyrirtækinu Hans Petersen. Gulla
hóf störf hjá fyrirtækinu árið 1956
og vann þar til ársins 2003 með
tveggja ára hléi þegar hún átti
Hjálmar son þeirra Péturs.
Hans Petersen yngri, forstjóri
fyrirtækisins, réð Gullu til skrif-
stofustarfa árið 1956, þá var skrif-
stofan um 12 fm herbergi inn af
versluninni í Bankastræti. Þar
sinntu þau Hans sínu starfi ásamt
þriðju skrifstofustúlkunni og eins
og tíðkaðist gjarnan á þessum
tíma var ávallt þérast. Þarna var
þétt setið en miklu afkastað og
tímanum aldrei sóað. Viðskiptavin-
irnir áttu oft erindi við Hans og
ræddu um heima og geima og
áreiðanlega nýja strauma í ljós-
myndun líka.
Við undirritaðar unnum með
Gullu í um þrjátíu ár og minnumst
hennar fyrst á þröngu skrifstof-
unni þar sem hún hafði sérfræði-
þekkingu á stórri klunnalegri og
hávaðasamri reiknimaskínu. Toll-
skýrslur og önnur innflutnings-
skjöl voru unnin á þessum grip en
Gulla sá um þau öll þessi ár.
Aðstaðan og tæknin áttu eftir
að batna og Gulla fylgdi skrifstof-
unni í Skipholt 1969, á Lyngháls
1981 og að lokum á Suðurlands-
brautina 1998 allt þar til hún lét af
störfum. Það var fámennur en
góðmennur hópur kvenna sem
sýndi fyrirtækinu slíka einmuna
tryggð sem Gulla gerði og vann
hjá fyrirtækinu í áratugi. Vinir og
vandamenn starfsmanna áttu al-
mennt greiðan aðgang að störfum
hjá Hans Petersen og var Hjálmar
sonur Gullu dyggur og hæfur
starfsmaður fyrirtækisins í all-
mörg ár.
Af Gullu stafaði hlýja og gleði.
Hún var hæglát en um leið mjög
röggsöm til verka. Hún naut virð-
ingar og átti einstaklega gott
samband við allt samstarfsfólk
sitt. Og það var ekki eintóm
vinna, oft var glatt á hjalla og góð
vinasambönd urðu til sem héldu
löngu eftir að störfum lauk. Að
leiðarlokum þökkum við fyrir ein-
stakt samstarf og samfylgd með
Gullu alla tíð.
Við vottum Hjálmari okkar
dýpstu samúð þar sem hann sér
nú á eftir foreldrum sínum báðum
með nokkurra daga millibili.
Hildur Petersen,
Ragnhildur Ásmundsdóttir.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2021
Ég kynntist Olgu fyrir næst-
um 18 árum þegar ég og son-
arsonur hennar, Friðjón, rugluð-
um saman reytum. Þau eru
skrítin smáatriðin sem maður
rekur sig á í nýju sambandi.
Friðjón kallaði hana „Olgu
ömmu“ en ég sagði alltaf „amma
Olga“ – og það var hún mér. Hún
tók mér opnum örmum og var
mér kær.
Þegar ég minnist Olgu stend-
ur upp úr hversu gjafmild, blíð
og sjálfstæð hún var. Hún var
aldrei fyrirferðarmikil eða
heimtufrek heldur þolinmóð og
yfirveguð. Nema kannski þegar
kom að því að gefa gjafir – þá
vildi hún helst gefa þær um leið
og hún keypti þær, hvort sem þá
væru jól eða júlí. Henni var mikið
í mun að koma þeim frá sér og
sjá til þess að þær bærust okkur
örugglega, hvort sem við sætum
við sama tré eða hvert í sínu
landinu.
Olga naut þess að bjóða fólk-
inu sínu út að borða. Greifinn átti
sérstakan stað í hjarta hennar,
símanúmerið vel varðveitt í vesk-
inu fram á hinsta dag. Eitt sinn
þegar þjónninn spurði hvað
mætti bjóða henni var svarið:
„Bara það sama og síðast,“ sem
vakti kátínu okkar við borðið.
Þegar langömmubörnin grétu
spurði hún ungbörnin með vor-
kunn í röddinni hvort þau fengju
nú ekkert að borða, greyin.
Henni fannst við ekkert fyndin
þegar við snerum út úr og sögð-
um börnin vera að fasta, þurfa
aðhald eða hafa borðað deginum
áður. Hún lærði svo að breyta
fussinu í fliss og við gleðjumst yf-
ir minningunni.
Það mátti vart nefna ferðalög
Olga Snorradóttir
✝ Olga fæddist13. júní 1931.
Hún lést 13. janúar
2021 á Öldr-
unarheimilinu Hlíð.
Útför hennar fer
fram frá Höfðakap-
ellu í dag, 25. jan-
úar 2021, klukkan
10.30.
Vegna aðstæðna
í þjóðfélaginu
verða einungis nán-
ustu aðstandendur viðstaddir.
án þess að heyra um
ævintýri hennar er-
lendis eða ferðasög-
ur af henni og vin-
konunum um fjöll
og firnindi. Olga var
vissulega atorku-
söm og kunni að lifa
lífinu, en það er ekki
aðeins fjarlægðin
sem gerir fjöllin blá
og mennina mikla,
því með árunum
urðu sögurnar nokkuð kryddað-
ar, stærri, merkari. Hálfgerðar
hetjusögur – eins og gerist – sem
við brostum að.
En nú, þegar hetjusögurnar
hafa þagnað og ég lít yfir ævi
Olgu, þá er það einmitt það sem
ég sé – hetjusögur. Ósagðar
hetjusögur. Sannar hetjusögur.
Hversdagslegar hetjudáðir sem
mótuðu þann mann sem hún
hafði að geyma en auðvelt er að
yfirsjást: Það hefur þurft sterkt
hjarta til að höndla sviplegan
missi einkabróður ung að árum.
Það hefur þurft breitt bak til að
verða einstæð móðir og ala upp
einkason sinn um miðja síðustu
öld. Það hefur þurft bein í nefinu
til að ferðast um heiminn og
kunna að njóta lífsins sem ung
kona á þeim tíma. Það hefur
þurft sjálfstæði, sjálfsöryggi og
sjálfstraust til að búa ein á efstu
hæð í lyftulausri blokk langt
fram á níræðisaldur.
Olga mín lifði löngu og góðu
lífi, heilbrigð, full af bæði atorku-
semi og nægjusemi. Hún kveður
gömul og södd lífdaga eins og
sagt er, en það er höggvið skarð í
litlu stórfjölskylduna, og okkur í
Sviss er þungt að geta ekki geng-
ið með elsku Olgu síðasta spöl-
inn.
Með þessum orðum þakka ég
Olgu samfylgdina og fordæmið.
Fyrir kana og kótilettur á gaml-
árskvöldi. Fyrir Snorra tengda-
pabba og það líf sem hún bjó hon-
um, sem skilaði sér beint til mín
og auðgaði líf mitt.
Hafðu þökk fyrir allt og allt
elsku amma Olga.
Við elskum þig.
Anna Sigríður (Anna Sigga),
Friðjón, Snorri Karel,
Hrafnhildur Hanna og Auð-
ur Eva.
„Ég hef augu mín til fjallanna,
hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp
mín kemur frá Drottni skapara
himins og jarðar.“ (Davíðssálmur
121:1)
Þessi orð komu mér í hug þeg-
ar ég frétti af andláti Olgu. Hún
var „fjallageit“ og vel kunnug há-
lendi Íslands sem hún fór um á
sínum yngri árum og helst með
Ferðafélagi Íslands.
Hún var minnug og sagði mik-
ið af sögum frá sínum ferðaævin-
týrum. Þegar ég kynntist henni
sagði hún mér frá örnefnum á
dölum, tindum og leiðum sem ég
hafði aldrei heyrt talað um. Sög-
urnar voru margar frá norðaust-
urhorni landsins og tengdust yf-
irleitt Öskjuferðum,
Mývatnsöræfum eða leiðum sem
lágu um Sprengisand og suður
um.
Síðustu árin dvaldi hún á Hlíð,
dvalarheimili aldraðra á Akur-
eyri. Einhvern tíma spyr starfs-
stúlka hana hvort hún vilji ekki
fara í „betri föt“. Þá svarar hún:
„Ég á engin betri föt, ég var allt-
af á fjöllum!“ Þannig var hugur
hennar úti í náttúru Íslands, á
öræfunum þar sem hún átti
kannski sínar bestu stundir.
Foreldrar hennar voru þau
Hulda Jonasson Schiöth og
Snorri Guðmundsson byggingar-
meistari. Hann var frá Þinganesi
í Hornafirði en hún að austan.
Þau stofnuðu heimili í Hafnar-
stræti 108 á Akureyri. Þar fædd-
ist Olga 1931 og bróðir hennar
Friðjón 1937, en hann féll frá að-
eins 22 ára.
Olga vann lengst af við tann-
smíðar hjá Sonnefeld eða frá
árinu 1961-1976. Aldrei fékk hún
þó titilinn tannsmiður því hún
gaf sér ekki tíma til að taka próf-
ið. Hún var bæði vandvirk og vin-
sæl í þessu starfi og lét það duga.
Árið 1976 hætti hún sem tann-
smiður en réð sig á Leikskólann
Iðavelli. Þar naut hún sín vel
enda elskuðu börnin sögur henn-
ar af fjallaferðum og öræfum Ís-
lands. Hún var sagnasjóður.
Þegar dóttir mín tengdist son-
arsyni Olgu fannst mér merki-
legt hversu vel hún tók mér. Það
var engu líkara en við værum
stórskyld. Hún var lengst af
meðlimur lítillar fjölskyldu og
sér í lagi eftir 1959 eftir að missa
bróður sinn. Hún varð móðir
1955 að syni sínum Snorra
Bergssyni trésmið. Hann og
kona hans, Guðný Heiðarsdóttir,
eignuðust tvö börn þannig að
stórfjölskylda varð ekki hennar
hlutskipti. En þegar Olga kveður
þetta líf þá eru alls 11 börn,
tengdabörn og barnabörn sem
standa að þessari góðu vinkonu.
Eitt af því sem Olga sýndi
börnum sínum var mikil um-
hyggja. Hvert sinn sem eitthvað
var að veðri hringdi hún til að at-
huga hvort ekki væri í lagi með
alla eða ef þau brugðu sér af bæ
þá vildi hún vita um ferðina og
líðan allra. Kannski voru þetta
áhyggjur eða „sárið“ eftir að hafa
misst bróður sinn langt fyrir ald-
ur fram.
Á síðustu árunum var hún
reglulegur samkomugestur í
Hvítasunnukirkjunni á Akureyri
og það var verulega ánægjulegt
hvað þessi góða vinkona lagði
gott til samfélagsins með sögum,
léttleika og hlýju. Hún fékk að
reyna það að hjálpin barst henni
frá Drottni skapara himins og
jarðar!
Með þökk fyrir góðan tíma og
megi Guð koma með huggun og
frið til afkomenda Olgu.
Snorri í Betel.
✝ Guðlaug LáraBjörgvinsdóttir
(Lóa) fæddist 14.
apríl 1946 í Djúpa-
dal, Hvolhreppi,
Rangárvallasýslu.
Hún lést þann 11.
janúar 2021. For-
eldrar Lóu voru
Kristín Runólfs-
dóttir f. 24. október
1922, d. 15. október
1982, húsfreyja á
Lynghaga í Hvolhreppi, og
Björgvin Guðlaugsson f. 22. des-
ember 1923, d. 17. október 1998,
bóndi á Lynghaga í Hvolhreppi.
Systur Lóu eru Sigurbjörg
Valur Bjarni f. 1970 og börn
þeirra eru Fanney f. 1996, Krist-
ján Bragi f. 2000 og Hildur f.
2004.
3) Linda f. 1973, maki Stefán
f. 1970 og börn þeirra eru Helga
f. 2003 og Stefán f. 2007.
4) Ívar f. 1978, maki Sigrún
Helga f. 1980 og börn þeirra eru
Freyja Bjarnveig f. 2008 og
Brynhildur f. 2012.
5) Bjarki f. 1985 og dóttir
hans er Dallilja f. 2011.
Lóa ólst upp á bænum Lyng-
haga við Hvolsvöll en fluttist
ung til Hafnarfjarðar og hóf
störf á Sólvangi í Hafnarfirði.
Hún vann fjölbreytt störf í gegn-
um tíðina en síðustu starfsárin
starfaði Lóa á Hrafnistu í Hafn-
arfirði. Útför hennar fer fram
frá Hafnarfjarðarkirkju þann
25. janúar 2021 kl. 13. Jarðsett
verður frá Hafnarfjarð-
arkirkjugarði.
Hulda f. 4. okt.
1944, Margrét, f.
25. apríl 1949 og
Sigrún, f. 13. jan.
1957.
Eftirlifandi eig-
inmaður Lóu er
Bragi Brynjólfsson,
f. 1946. Þau giftust
árið 1968 og hófu
búskap í Hafn-
arfirði þar sem þau
bjuggu alla tíð og
nú síðast á Eskivöllum 21A.
Börn þeirra eru:
1) Kristvin Már, f. 1965, maki
Maria Carina Zanoria f. 1972.
2) Brynja Björg f. 1971, maki
Minning um móður
Í hjarta mínu er lítið ljós,
sem logar svo skært og rótt.
Í gegnum torleiði tíma og rúms
það tindrar þar hverja nótt.
Það ljósið kveiktir þú, móðir mín,
af mildi, sem hljóðlát var.
Það hefur lifað í öll þessi ár,
þótt annað slokknaði þar.
Og þó þú sért horfin héðan burt
og hönd þín sé dauðakyrr,
í ljósi þessu er líf þitt geymt,
- það logar þar eins og fyrr.
Í skini þess sífellt sé ég þig
þá sömu og þú forðum varst,
er eins og ljósið hvern lífsins kross
með ljúfu geði þú barst.
Af fátækt þinni þú gafst það glöð,
- þess geislar vermdu mig strax
og fátækt minni það litla ljós
mun lýsa til hinsta dags.
(Jóhannes úr Kötlum)
Þín dóttir,
Brynja Björg.
Elsku amma Lóa. Það er
skrýtið að við systkinin sitjum
nú við eldhúsborðið og hugsum
til þess að þú sért farin frá okk-
ur. Þegar við látum hugann
reika koma upp óteljandi minn-
ingar sem ylja okkur á þessum
erfiðu tímum. Við minnumst
með hlýhug stunda sem urðu oft
ansi fróðlegar enda ræddum við
um allt á milli himins og jarðar
við þig. Við minnumst dásam-
legra daga í sumarbústaðnum
við Laugarvatn þar sem þú und-
ir þér svo vel og þar höfðuð þið
afi skapað ævintýraheim. Dugn-
aður, seigla og óeigingirni eru
orð sem koma upp þegar við
hugsum til þín. Þú kenndir okk-
ur að allt er hægt ef viljinn og
töluvert af þrjósku er fyrir
hendi. Þú varst okkur góð fyr-
irmynd í lífinu og við gátum allt-
af leitað til þín. Þú barst okkur á
höndum þér og við vorum mik-
ilvægur hluti af tilveru þinni og
fyrir það munum við ávallt vera
þakklát.
Elsku amma, þín verður sárt
saknað en við munum ætíð
geyma þig og allar góðu minn-
ingarnar í hjarta okkar.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
(Halldór Jónsson)
Hvíldu í friði elsku amma.
Fanney, Kristján Bragi og
Hildur.
Guð blessi og varðveiti minn-
ingu þína, elsku amma. Þú munt
lifa í minningu okkar alla tíð.
Við kveðjum þig kæra amma
með kinnar votar af tárum.
Á ást þinni enginn vafi
til okkar, við gæfu þá bárum.
Horfin er hönd þín sem leiddi
á hamingju og gleðifundum,
ástúð er sorgunum eyddi,
athvarf á reynslustundum.
Margt er í minninga heimi,
mun þar ljósið þitt skína.
Englar hjá guði þig geymi
við geymum svo minningu þína.
(Höf. ók.)
Kveðja
Helga og Stefán Atli.
Guðlaug Lára
Björgvinsdóttir
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát okkar ástkæru
sambýliskonu, móður, tengdamóður
og ömmu,
RAGNHILDAR GUÐNADÓTTUR
garðyrkjubónda,
Skrúð í Reykholtsdal.
Sigfús Kristinn Jónsson
Einar Guðni Jónsson Josefina Morell
og barnabörn