Morgunblaðið - 25.01.2021, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2021
SÉRBLAÐ
SMARTLANDS
BLAÐIÐ
Fylgir Morgunblaðinu 12. febrúar
–– Meira fyrir lesendur
PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til 8. febrúar
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
Fjallað verður
um tískuna 2021
í förðun, snyrtingu,
útliti og fatnaði auk
umhirðu húðarinnar,
heilsu, dekur o.fl.
60 ára Hoffý er fædd í
Reykjavík en fluttist á
Hvolsvöll haustið 1965
og hefur búið þar síð-
an. Hún er húsmóðir
eins og er en er að
hjálpa manni sínum við
smíðar. Hoffý er í Kven-
félaginu Einingu í Hvolhreppi hinum
forna.
Maki: Sigmar Jónsson, f. 1957, vinnur
við smíðar og er að byggja og selja.
Börn: Elísabet Rut, f. 1982, Jón Ægir, f.
1987 og Rúnar Helgi, f. 1998. Barnabörn-
in eru orðin fimm.
Foreldrar: Helgi Einarsson, f. 1926, d.
1998, múrari, og Guðrún Aðalbjarnar-
dóttir, f. 1928, d. 2008, húsmóðir. Þau
voru búsett í Reykjavík og á Hvolsvelli.
Hólmfríður Kristín
Helgadóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það getur verið ósköp þreytandi
að hlusta á sjálfshól annarra. Morgundag-
urinn verður betri en dagurinn í dag.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert með hugmyndir um hvernig á
að breyta einhverjum nákomnum til hins
betra. Ástarsamband blómstrar og bónorð
er ekki svo fjarlæg hugmynd.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú gætir fundið til leiða í
vinnunni eða vantrúar á sjálfa/n þig. Með
minniháttar breytingum getur þú skapað
frábært heimili.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Ef þú leggur áherslu á að hlusta
og taka á móti visku annarra muntu koma
mjög miklu í verk. Þú hefur komið maka
þínum mjög á óvart síðustu daga.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert listræn/n og því ekki úr vegi
að nota tækifærið til sköpunar. Eitthvað er
komið til ára sinna og þarf endurnýjun.
Ekki bíða of lengi.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Allt sem þú leggur á þig til þess að
skipuleggja þig betur og taka til í kringum
þig ber mikinn árangur núna. Leggðu spilin
á borðið og sjáðu hvað gerist.
23. sept. - 22. okt.
Vog Látið gott af ykkur leiða, þannig öðl-
ast líf ykkar fyllingu. Þú treystir sumum
ekki fyrir horn, hvað ætlarðu að gera í því?
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú munt komast að því að
hæfileikar þínir liggja á mörgum sviðum.
Þú þráir að víkka sjóndeildarhringinn, hvað
er að stoppa þig?
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Mundu að þú ert sjálf/ur
gædd/ur þeim hæfileikum sem duga þér
til árangurs. Ekki láta dýra hluti liggja á
glámbekk.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Allir uppskera eins og þeir hafa
sáð til og þú auðvitað líka. Farðu þínar eig-
in leiðir, ekki hlusta á aðra nema með öðru
eyranu.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Oft var þörf en nú er nauðsyn á
að þú beinir athyglinni að því að rækta
sjálfa/n þig andlega sem líkamlega. Þú ert
allt í öllu í fjölskyldunni.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Samband virðist vera að þróast
hratt í ranga átt. Þú ert á báðum áttum
um fasteignakaup. Hugsaðu dæmið til
enda.
Algalíf framleiðir fæðubótarefnið
astaxanthín úr örþörungum og mun
framleiðslan þrefaldast vegna stækk-
unarinnar. Öll framleiðsla Algalífs fer
fram í stýrðu umhverfi innanhúss
skapar yfir hundrað störf á fram-
kvæmdatímanum og eftir stækkun
verða frambúðarstörfin 75. Fyrir-
tækið er starfrækt í Reykjanesbæ, á
gamla varnarliðssvæðinu.
S
karphéðinn Orri Björnsson
er fæddur 25. janúar 1971
í Reykjavík en hefur búið í
Hafnarfirði frá 15 ára
aldri, fyrir utan þau ár
sem hann dvaldist erlendis. Á sumrin
var hann í sveit hjá frændfólki sínu á
Syðri-Þverá í Vesturhópi í Húna-
vatnssýslu.
Orri gekk í Seljaskóla í Breiðholti
en að loknum grunnskóla varð hann
stúdent frá Flensborgarskólanum í
Hafnarfirði. Að stúdentsprófi loknu
nam hann lögfræði við Háskóla Ís-
lands.
Orri hefur búið og starfað í Búlg-
aríu, Kenía og Noregi, þar sem hann
leiddi meðal annars ýmis verkefni í
lyfja- og líftæknigeirunum og var
t.a.m. sérstakur ráðgjafi á vegum
Sameinuðu þjóðanna. „Þetta byrjaði
þannig að ég fór að vinna fyrir lyfja-
fyrirtækið Delta fyrir 23 árum, sem
síðan varð Actavis, og fór svo til Búlg-
aríu að vinna fyrir Pharmaco sem
sameinaðist Delta skömmu síðar og
varð að Actavis. Þar var ég í fjögur
ár. Svo kom ég aftur heim og fór að
vinna í Actavis áfram. Svo fór ég til
Kenía en þar var fyrirtæki sem vildi
fá leyfi Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unarinnar til að framleiða HIV-lyf.
Ég var ráðinn í gegnum skrifstofu
Sameinuðu þjóðanna og var á þeirra
vegum til að koma fyrirtækinu í
gegnum skoðun. Þar var ég í tvö ár.“
Ræktar örþörunga
Orri hefur verið forstjóri líftækni-
fyrirtækisins Algalífs frá árinu 2013,
en það ár var fyrirtækið stofnað. „Ég
var fenginn inn í fyrirtækið sem ráð-
gjafi. Nokkrum mánuðum seinna
komu nýir eigendur að fyrirtækinu,
en þeir eru ennþá eigendur þess, og
ég var ráðinn forstjóri,“ en eigandi
Algalífs er Sanapharma Holding í
Noregi. Orri hefur síðan þá farsæl-
lega leitt uppbyggingu fyrirtækisins
og starfa nú þar um 35 manns og árs-
veltan er um 1,5 milljarðar króna.
Fyrir dyrum stendur fjögurra
milljarða króna stækkun Algalífs sem
með umhverfisvænum orkugjöfum,
og eru bæði magn og gæði stöðug.
Framleiðslan er umhverfisvæn og
ekkert jarðefnaeldsneyti er notað í
ferlinu. Notast er við sérstök LED-
Orri Björnsson, forstjóri Algalífs – 50 ára
Forstjórinn Orri fyrir framan ræktunarkerfin sem notuð eru við ræktun örþörunganna.
Fjögurra milljarða króna
stækkun fyrirtækisins
Gettu betur Orri fyrir miðju í liði Flensborgar sem keppti til úrslita 1991.
Með honum í liði voru Bjarni Kristjánsson og Svanur Már Snorrason.Á Kínamúrnum Orri hefur ferðast víða.
Ljósmynd/Sveinbjörn Berentsson
40 ára Salka er
Reykvíkingur, ólst
upp í Laugarnes-
hverfinu og býr í
Sundunum. Hún er
með BA-próf í leiklist
frá Aberystwyth-
háskóla í Wales, MA-
próf í ritlist frá Glasgow-háskóla og
MA-próf í þýðingafræðum frá HÍ. Salka
er þýðandi og leikskáld og er að vinna
að nýju verki með leikhópnum Soðið
svið, sem fer fram í bréfum og símtöl-
um.
Sonur: Árni Finnur, f. 2018.
Foreldrar: Olga Guðrún Árnadóttir, f.
1953, rithöfundur og tónlistarkona, og
Guðmundur Ólafsson, f. 1951, leikari og
rithöfundur. Þau eru búsett í Reykjavík.
Salka
Guðmundsdóttir
Til hamingju með daginn
Selfoss Valtýr Óskar Magnússon
fæddist 25. janúar 2020 kl. 2.48. Hann
vó 3.120 g og var 48 cm langur. For-
eldrar hans eru Magnús Ingi Þórsson
og Ásta Eyrún Andrésdóttir.
Nýr borgari