Morgunblaðið - 25.01.2021, Page 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2021
Ég ætlaði að henda heilhveitibrauði í
vinnufélaga minn, en hætti við. Mér
fannst það fullgróft!
Ég legg mig alltaf 100% fram í
vinnunni.
12% á mánu-
dögum
23% á
þriðjudögum
40% á mið-
vikudögum
20% á
fimmtudögum
og 5% á
föstudögum.
Getur feitt fólk fylgst grannt með
fréttum?
Hvað sagði framherjinn þegar
hann vildi fá fyrirgjöf? „Fyrir-
gefðu!“
Ef maður lækkar rostann í rost-
ungi, verður þá bara ungi eftir?
Í eigin jarðarför er maður oftast
vant við látinn.
Dönsk pæling:
Hjartaskurðlæknir fór með bílinn
sinn á verkstæði.
Bifvélavirkinn: „Við vinnum eigin-
lega sams konar störf læknir. Ég
hreinsa ventlana og karboratorinn,
skipti um púströr, set svo allt á sinn
stað og eftir það gengur bíllinn eins
og ekkert sé. Samt ert þú með miklu
hærri tekjur en ég. Hvað segirðu við
því?“
Læknirinn: „Ég veit hvað þú
meinar, en – hefurðu reynt að gera
þetta allt á meðan vélin er í gangi?“
Þessi flensa er alltaf að ganga,
hún hlýtur að vera í ansi góðu formi!
Ég reyndi einu sinni að vera uppi-
standari en það gekk ekki upp. Það
var bara hlegið að mér!
Ég er ekkert að segja að mað-
urinn minn sé ljótur. En hann bank-
aði upp á, hjá nágrannanum á Hallo-
ween, til þess að biðja hann um að
lækka í græjunum – og kom til baka
með poka af Haribo.
Ég frétti af einum sem fór á eBay
og var svo lélegur í ensku að hann
ýtti alltaf á „Buy Now!“ og hélt hann
væri að kveðja.
Gengi krónunnar var rétt í þessu
að bætast á lista Ríkislögreglustjóra
yfir hættulegustu gengi Íslands!
Móðir mín sagði að leiðin að
hjarta mannsins væri í gegnum
magann. Yndisleg kona, en glataður
skurðlæknir!
Ég fékk flís um daginn. Hún var
svo langt niðri að það þurfti sálfræð-
ing til að ná henni upp aftur.
Hvað kallast lúsmý sem treðst
framfyrir? Skjúsmý
Óska eftir tveggja ára bát … má
vera fjögurra ára!
Ef maður lækkar rostann í rostungi …
Bókarkafli | Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út
Fimmaurabrandara 2, sem hefur að geyma sýnis-
horn úr safni Fimmaurabrandarafjelagsins.
Spaugarar Kristján B. Heiðarsson, forseti Fimmaurabrandarafjelagsins og
stofnandi þess, og skósveinar hans: Albert Svan Sigurðsson, Gunnar Kr.
Sigurjónsson og Hallur Guðmundsson. Þeir hafa safnað bröndurunum.
Styrkjum að upphæð 75 milljónir
króna var nýverið úthlutað til 116
verkefna um allt land í fyrri út-
hlutun Tónlistarsjóðs árið 2021.
Samkvæmt lögum er hlutverk Tón-
listarsjóðs að efla íslenska tónlist og
stuðla að kynningu á íslenskum
tónlistarmönnum og tónsköpun
þeirra. Alls bárust að þessu sinni alls
248 umsóknir frá mismunandi grein-
um tónlistar og er það 56% fjölgun í
umsóknum frá nóvember 2019. Sótt
var um rúmlega 251 milljón króna.
Skiptast styrkveitingar þannig að
átta styrkir fara til tónlistarhátíða af
ýmsum toga, 37 styrkveitingar til
klassískra tónlistarverkefna, 30 til
samtímatónlistar og raftónlistar, 15
til ýmiss konar rokk-, hipphopp- og
poppverkefna, 16 til námskeiða-
halds, kennslu og miðlunar af ýms-
um toga, auk þess sem sex verkefni
á sviði þjóðlagatónlistar og fjögur
djassverkefni eru styrkt.
Fimm samstarfssamningar
endurnýjaðir til þriggja ára
Endurnýjaðir voru fimm sam-
starfssamningar til þriggja ára. við
Caput, Kammersveit Reykjavíkur
og Stórsveit Reykjavíkur, sem fá sex
milljónir hver hópur, og Myrka
músíkdaga og Sumartónleika í Skál-
holti, sem fá fjórar milljónir hvor
hópur. Auk þess eru í gildi tveir
þriggja ára samningar sem ná til
2021, en samkvæmt þeim fær
Jazzhátíð Reykjavíkur 2,5 milljónir
og Nordic Affect 1,5 milljónir.
Hæstu verkefnastyrki, að upphæð
1,2 milljónir króna, hljóta Pera
Óperukollektíf fyrir trjáóperu á
Íslandi og Góli fyrir óperutónleika í
Árnesi og óperu- og skólatónleikar á
Höfn. Sex styrki að upphæð ein
milljón króna hljóta Andlaga fyrir
Sönghátíð í Hafnarborg, Eyrún
Unnarsdóttir fyrir Leyndarmál
Súsönnu, Gusgus fyrir breiðskífuna
Mobile Home, Sinfóníuhljómsveit
unga fólksins fyrir Start, Sinfóníu-
hljómsveit Austurlands fyrir vor-
tónleika og Ung nordisk musik fyrir
starf Íslandsdeildar UNM 2021-
2023.
Fimm styrki að upphæð 800 þús-
und krónur hljóta ErkiTíð – íslensk
tónlistarhátíð fyrir ErkiTíð 2021,
Evrópusamband píanókennara fyrir
VIII. píanókeppni EPTA á Íslandi,
Kammermúsíkklúbburinn fyrir tón-
leikaröðina, Listvinafélag
Hallgrímskirkju fyrir 39. starfsár
sitt og Pétur Björnsson fyrir verk-
efnið Elja streymir um land allt.
Þrjá styrki að upphæð 700 þúsund
krónur hljóta Iceland Vocal Collec-
tive fyrir íslenska kórverkakeppni,
Sigurður Bjarki Gunnarsson fyrir
Reykholtshátíð 2021 og Sindri Freyr
Steinsson fyrir tónleikaröðina
Huldumaður og víbrasjón.
Aldrei fór ég suður og 15:15
Sex styrki að upphæð 600 þúsund
krónur hljóta Aduria fyrir Aduria
Herbergi Lívíu, Alexandra Cherny-
shova fyrir frumflutning óperunnar
Góðan daginn frú forseti í konsert-
uppfærslu, Félag íslenskra tónlist-
armanna fyrir Tónaland – lands-
byggðartónleikar, Hildigunnur
Halldórsdóttir fyrir 15:15 tónleika-
syrpuna, HIMA – Alþjóðlega tónlist-
arakademían í Hörpu fyrir HIMA
2021 og Ragnheiður Erla Björns-
dóttir fyrir tónleikhússýninguna
Fuglabjargið. Átján styrki að upp-
hæð 500 þúsund krónur hljóta meðal
annars Aldrei fór ég suður fyrir
Aldrei fór ég suður 2021, Jósep
Gíslason fyrir sumartónleika í Hall-
grímskirkju í Saurbæ við Hvalfjarð-
arströnd, Kammerkórinn Cantoque
fyrir Nordic Echo - Bergmál úr
norðri, Kristján Freyr fyrir Íslensku
tónlistarverðlaunin 2021, Lista-
félagið Klúbburinn fyrir röðina
Háflóð í Skerjafirði, Múlinn fyrir
tónleikaröð Jazzklúbbsins Múlans í
Hörpu, Orgelhúsið félagasamtök
fyrir Orgelkrakka, Rósa Þorsteins-
dóttir fyrir rannsókn á tilbrigðum
rímnakveðskapar tíu kvæðamanna,
Schola cantorum fyrir tónleikana
The Gospel of Mary í Hall-
grímskirkju, Strokkvartettinn Siggi
fyrir flutning á strengjakvartettum
Atla Heimis Sveinssonar, Sumar-
tónleikar og kórastefna við Mývatn
fyrir tónlistarhátíðina Úlfaldi úr
Mýflugu, Tungumálatöfrar fyrir vef-
tónleikaröð fyrir börn og Töfrahurð
fyrir Börnin tækla tónskáldin 2021.
75 milljónir króna til
samtals 116 verkefna
Fyrri úthlutun 2021 úr Tónlistarsjóði 248 umsóknir
Ljósmynd/Owen Fiene
Fuglabjargið Meðal verkefna sem hljóta styrk úr Tónlistarsjóði er tónleik-
hússýningin Fuglabjargið sem sýnd er í Borgarleikhúsinu nú um stundir.
Þrátt fyrir vonir manna úti um
heimsbyggðina um að dreifing
bóluefna kunni á næstu mánuðum
að slá á áhrif heimsfaraldurs kór-
ónuveirunnar hafa skipuleggj-
endur hvers viðamikla menningar-
viðburðarins af öðrum nú tekið
ákvörðun um að ýmist aflýsa þeim
strax eða fresta þar til síðar á
árinu. Stjórnendur áhrifamestu
myndlistarkaupstefnunnar sem
haldin er ár hvert, hinnar sviss-
nesku Art Basel, hafa frestað
henni frá júní fram í september.
Kvikmyndahátíðin fræga í Cannes,
sem alla jafna er haldin í maí,
verður í júlí, segja stjórnendur
henar nú. Og langfjölsóttasta
dægurtónlistarhátíð Bretlandseyja,
Glastonbury-hátíðin sem allt að
200 þúsund gestir sækja, hefur
verið slegin af í ár.
Þá hefur frumsýningu væntan-
legrar kvikmyndar um njósnarann
sívinsæla James Bond, No Time to
Die, sem þegar hefur verið frestað
nokkrum sinnum vegna faraldurs-
ins, verið frestað einu sinni enn og
á að vera í oktober.
Í umfjöllun the New York Times
um tónlistarhátíðir sem er frestað
segir að skipuleggjendur Hróars-
kelduhátíðarinnar í Danmörku
stefni enn að því að halda hátíðina
í júní og verður rapparinn Kend-
rick Lamar skærasta stjarnan. Er
rætt um að gestir þurfi að hafa
eins konar stafrænt vegabréf sem
segi hvort þeir hafi verið bólusett-
ir, hafi mótefni gegn Covid-19 eða
hafi greinst neikvæðir í prufu áður
en þeir mæta á hátíðina. efi@mbl.is
Hátíðum og við-
burðum frestað
AFP
Bond Unnendur njósnarans þurfa
að bíða til hausts eftir næstu mynd.
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
544 5151
tímapantanir
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
Getum sótt og skilað bílum á höfuðborgarsvæðinu
án endurgjalds
Förum yfir bifreiðar fyrir aðalskoðun/endurskoðun
og förum með bifreiðina í skoðun
Kominn tími á aðalskoðun?
Allar almennar BÍLAVIÐGERÐIR