Morgunblaðið - 25.01.2021, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2021
»Gestir hafa streymt á sýn-
inguna „Dýpsta sæla og
sorgin þunga“ sem opnuð var í
Kling & Bang í Marshall-
húsinu á fimmtudaginn var.
Þar eru sýnd myndverk eftir
skáldið fræga Anne Carson,
Höllu Birgisdóttur, Margréti
Dúadóttur Landmark og
Ragnar Kjartansson – hann
frumsýnir nýtt vídeóverk.
Athyglisverð samsýning í Kling & Bang
Fjölbreytt Skúlptúr Margrétar D. Landmark, teikningar Höllu Birgisdóttur og málverk Ragnars Kjartanssonar.
Sæla Meðal verkanna er nýtt vídeóverk Ragnars Kjartanssonar
sem flutti ásamt samstarfsfólki sínu í Bandaríkjunum lokaaríuna
úr Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart í tólf tíma samfleytt.
Blýantsteikningar Gestir hafa notið þess að skoða ólík verk sýningarinnar; hér teikningar eftir Höllu Birgisdóttur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Það hefur líklega ekki tekið
franska for-impressjónistann Édou-
ard Manet nema um 20 mínútur að
mála litlu skyndimyndina af hund-
inum sem hann gaf ungri stúlku,
Marguerite Lathuille, árið 1879.
Samkvæmt the Guardian hefur
myndin, sem er 32 cm há, síðan ver-
ið í eigu fjölskyldunnar og hefur
aldrei verið sýnd opinberlega. En
nú er hún á leið á uppboð og segja
sérfræðingar að 44 milljónir króna
hið minnsta fáist fyrir verkið.
Manet gaf stúlkunni málverkið á
sama tíma og hann málaði portrett
af föður hennar en það er í lista-
safninu í Lyon. Alls mun Manet
hafa málað átta litlar myndir af
hundum á þessum tíma og þótt þær
teljist ekki til helstu meistaraverka
hans þá hafa þær löngum verið
eftirsóttar af söfnum og söfnurum
en Lathuille-fjölskyldan hefur ekki
viljað selja sína, fyrr en nú.
Selja hundinn 142 árum eftir sköpunina
Úfinn Hluti málverks Manets af hundinum.
Nú stuttu eftir að
söngva- og
Nóbelsskáldið
Bob Dylan seldi
útgáfurétt stórs
hluta lagasafns
síns fyrir um 38
milljarða króna,
að talið er, hefur
dánarbú Jacques
Levy sem samdi
hluta laganna á plötunni Desire
með Dylan, höfðað mál gegn hon-
um. Fer dánarbúið fram á að fá 7,25
milljónir dala, um 930 milljónir
króna, í sinn hlut. Er fullyrt að sam-
starfsmenn Dylans hafi ekki séð til
þess að Levy fengi þau 35 prósent
af innkomu laganna sem honum
bæri. Levy var meðhöfundur sjö
laga, þar á meðal að hinum þekktu
„Hurricane“ og „Oh, Sister“. Sam-
kvæmt Pitchfork-vefnum hafnar
lögmaður Dylans kröfunni. Segir
hann Levy og dánarbú hans hafa
fengið að fullu greitt fyrir sinn hlut.
Er lögmaður Dylans fullviss um að
hafa sigur og muni kærendur þurfa
að greiða bætur fyrir óréttláta og
ranga málshöfðun.
Bob Dylan
Höfða mál gegn Dylan og vilja fá greitt
Danski kvik-
myndaleikstjór-
inn Susanne Bier
mun leikstýra
dramatískri sjón-
varpsþáttaröð
sem nefnist The
First Lady og
fjallar um for-
setafrúr Banda-
ríkjanna. Þetta
kemur fram á vef Variety. Þar
kemur einnig fram að Michelle
Pfeiffer fer með hlutverk Betty
Ford sem var forsetafrú 1974 til
1977, en þegar hafði verið upplýst
að Viola Davis leikur Michelle
Obama forsetafrú 2009 til 2017.
Fyrsta þáttaröðin fjallar um Elean-
or Roosevelt forsetafrú 1933 til
1945, en enn hefur ekki verið gefið
upp hver muni fara með hlutverk
hennar. Showtime framleiðir þátta-
röðina, en ekki hefur verið gefið
upp hvenær hún hefur göngu sína.
Bier verður í byrjun næsta mán-
aðar heiðursgestur TV Drama
Vision, sem er stærsta kaupstefna
sjónvarpsefnis á Norðurlöndum.
Stefnan er ávallt haldin samhliða
kvikmyndahátíðinni í Gautaborg,
en vegna heimsfaraldursins verður
kaupstefnan öll rafræn í ár. Á
stefnunni mun Bier ræða 30 ára
feril sinn sem leikstjóri og handrits-
höfundur, en hún hefur á farsælum
ferli unnið bæði Emmy- og Golden
Globe-verðlaun.
Bier leikstýrir þáttaröð um forsetafrúr
Susanne Bier
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI.
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
THE HOLLYWOOD REPORTER
CHICAGO SUN-TIMES
LOS ANGELES TIMES INDIEWIRE
VA R I E T Y C H I C AG O S U N
T I M E S
I N D I E W I R E T H E T E L E G R A P H
ROGEREBERT.COM