Morgunblaðið - 25.01.2021, Side 32

Morgunblaðið - 25.01.2021, Side 32
KIMI-tríó kemur fram á Tíbrár-tónleikum í Salnum í Kópavogi annað kvöld, þriðjudag, og hefjast tónleikarn- ir kl. 19.30. Á efnisskránni er fjölbreytileg tónlist sem samin er fyrir óvenjulega samsetningu tríósins. Það er skipað söngkonunni Þórgunni Önnu Örnólfsdóttur, Ka- terinu Anagnostidou á slagverk og Jónasi Ásgeiri Ás- geirssyni á harmóníku. Á efnisskrá eru þrjú verk samin fyrir KIMA af Finni Karlssyni, Christos Framkis og Nick Martin. Að auki verður flutt verk eftir Atla Heimi Sveinsson og þjóðlög frá Íslandi og Grikklandi. Söngur, slagverk og harmóníka á Tíbrár-tónleikum KIMI-tríósins MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 25. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Antonio Hester átti stórleik fyrir Njarðvík þegar liðið heimsótti Valsmenn á Hlíðarenda í 5. umferð úrvals- deildar karla í körfuknattleik, Dominos-deildarinnar, í gær en Hester skoraði 26 stig og tók fimmtán fráköst í 85:76-sigri Njarðvíkinga. Þá er Stjarnan komin aftur á sigurbraut í deildinni eftir 92:86-sigur gegn Haukum á Ásvöllum í Hafnarfirði. Garðbæingar eru með 8 stig, líkt og Keflavík og Grindavík, í öðru sæti deildarinnar en Keflavík og Grindavík eiga leik til góða á Stjörnuna sem hefur leikið fimm leiki á tímabilinu. » 26 Antonio Hester fór á kostum í níu stiga sigri Njarðvíkur á Hlíðarenda ÍÞRÓTTIR MENNING Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 rafver.is • rafver@rafver.is Verð nú 12.994 35% afsláttur WV2 ogKV4 saman Verð nú 87.992 20% afsláttur JANÚAR frá 12. janúar* ÚTSALA *Gildir aðeins í verslun á meðan birgðir endast Skrúfjárnasett Verð nú 19.632 20% afsláttur K7 Premium full control plus home Verð nú frá 3.407 50% afsláttur Verkfæratöskur Margar mismunandi stærðir/tegundir Jón Sigurðsson Nordal jonn@mbl.is Hið árlega þorrablót Skagamanna, sem hundruð manna sækja alla jafna, var haldið með óvenjulegum hætti þetta árið í ljósi samkomu- takmarkana. Blótinu var streymt í beinni útsendingu og árgangur Skagamanna sem fæddir eru 1979 sá um skipulagninguna. „Það gekk alveg ótrúlega vel, eig- inlega ekkert fór úrskeiðis,“ segir Karen Lind Ólafsdóttir í samtali við Morgunblaðið, en hún skipulagði viðburðinn ásamt þorrablótsnefnd. Karen Lind segir það að stórum hluta sterku tækniteymi að þakka hve vel útsendingin hafi heppnast. „Við búum svo vel að bæði góðri að- stöðu og tæknifólki á Akranesi,“ segir hún, en gestir í tölvuvandræð- um gátu hringt í sérstaka tækni- hjálp þorrablótsins ef þess þurfti. Metfjöldi gesta Karen Lind segir miðasöluna fyr- ir þorrablótið hafa farið fram úr vonum skipuleggjenda. „Það voru líklega um þrjú til fjögur þúsund Skagamenn að horfa,“ segir hún. Því er væntanlega um metfjölda gesta að ræða. „Við höfum svo feng- ið alveg gríðarlega jákvæð viðbrögð, fólk var alveg í skýjunum yfir þessu. Meira að segja fólk sem er nýflutt á Skagann segist hafa notið allrar dagskrárinnar í botn,“ segir Karen Lind. Þorramaturinn á sínum stað Skagamenn þurftu þó ekki að brjóta allar hefðir þótt veirufar- aldur geisi, því sígildur þorramatur var á boðstólum fyrir þá sem hann vildu. Tveir veitingastaðir á Akra- nesi, Galito og Gamla kaupfélagið, tóku sig til og seldu þorramatar- bakka í samstarfi við skipuleggj- endur, svo enginn þurfti að missa af því góðgæti. „Svo fóru nöfn allra þeirra sem pöntuðu sér mat í pott fyrir happdrættisvinninga,“ segir Karen Lind. Happdrættið hafi verið einkar glæsilegt í ár, en andvirði vinninganna var rúm ein og hálf milljón króna. „Við vorum með 30 vinninga, og verðmæti hvers og eins var á bilinu 50-70 þúsund krónur,“ segir hún, en happdrættið var gert mögulegt með hjálp fyrirtækja á svæðinu. Heimagerðar auglýsingar Skemmtiatriði kvöldsins voru svo ekki af verri endanum en meðal tón- listarmanna sem fram komu voru Herra Hnetusmjör og Ingó veður- guð. Þá hafi Skagamaðurinn Ingi Björn Róbertsson, eða Iddi Biddi eins og hann er kallaður, slegið í gegn með leikþáttum og auglýs- ingagerð. „Fyrirtækin sem vildu styrkja og gera auglýsingu gáfu Idda Bidda lausan tauminn,“ segir hún, en allar auglýsingar sem sýnd- ar voru í streyminu voru heimagerð- ar af Skagamönnum. „Það kom al- veg rosalega vel út,“ segir Karen Lind. „Fólk var alveg límt við skjá- inn allan tímann, það mátti ekki missa af neinu.“ Skagamaður ársins valinn Skagamaður ársins var svo kynntur á þorrablótinu að vanda, og hlaut heilbrigðisstarfsfólk titilinn í ár. Þá munu m.a. Íþróttabandalag Akraness og björgunarsveit svæð- isins njóta góðs af því hve vel blótið var sótt, en skipuleggjendur þess ákváðu að allur ágóði af viðburð- inum skyldi renna til íþrótta- og fé- lagsstarfs á Akranesi, auk 500 króna af hverjum þorramatarbakka sem seldur var. „Fólk var alveg í skýjunum yfir þessu“  Þorrablót Skagamanna var haldið rafrænt í þetta sinn Heilbrigðisstarfsfólk Hulda Gestsdóttir og Sigurður Már Sigmarsson tóku við viðurkenningunni Skagamaður ársins fyrir hönd alls heilbrigðisstarfs- fólks. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, er til hægri á myndinni. Leikþáttur Iddi Biddi sló í gegn á þorrablótinu með leikþætti um sam- skiptin á Facebook-síðu bæjarbúa, sem hafa oftsinnis þótt hlægileg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.