Morgunblaðið - 30.01.2021, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2021
Umsóknartímabil hefst 1. febrúar og lýkur 18. febrúar
Um er að ræða vikuleigu, 31. mars til 7. apríl 2021.
Nánari upplýsingar á www.efling.is
Minnum á páskaúthlutun
Félagsmenn Eflingar
orlofshúsa
Erfitt er að fullyrða, endakeppnin hörð, hver er mesti
lýðskrumsflokkurinn á þingi. Við-
reisn hefur þó líklega forystu og
formaðurinn reyndi í fyrradag að
auka forskotið með ódýrri umræðu
um verðbólgu og íslensku krónuna.
Verðbólgan er komin yfir verð-
bólgumarkmiðið
eftir að hafa verið
lengi á mjög réttu
róli og þá notaði for-
maðurinn tækifærið
og rauk upp í ræðu-
stól þingsins og tal-
aði um „fílinn í her-
berginu“, sem mun
eiga að vera krónan.
Þorgerður KatrínGunnarsdóttir
sagði: „Þetta verð-
bólguskot er enn ein
áminningin um hve
vitaónýt íslenska
krónan er,“ sem er með ólíkindum
vitleysislegur málflutningur og var
svarað ágætlega af fjármálaráð-
herra.
Bjarni Benediktsson benti á aðekki væri æskilegt að búa við
enga verðbólgu, líkt og á evrusvæð-
inu, þangað sem Þorgerði langar.
Hann sagði: „Ég lít á það sem sjúk-
leikamerki að það sé eftirsókn-
arvert að búa á gjaldmiðilssvæði
þar sem Seðlabankinn, í þessu til-
viki Evrópski seðlabankinn, hefur
lofað að kaupa 70% af öllum rík-
isútgefnum pappírum á næstunni —
70%. Ég lít á það sem mikið sjúk-
leikamerki að það séu ekki vænt-
ingar um vöxt. En það verður hverj-
um að sýnast sitt um þetta. Það er
hins vegar ágætisheilbrigðismerki
á Íslandi að hér eru væntingar um
ágætan hagvöxt á þessu ári, ólíkt
því sem gildir víða í Evrópu.“
Það er sérkennilegt að langa svomjög inn á handónýtt gjald-
miðilssvæði að til þess sé stað-
reyndum snúið á haus við að níða
niður eigin gjaldmiðil.
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Ódýrt lýðskrum
STAKSTEINAR
Bjarni
Benediktsson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hef-
ur tekið jákvætt í umsókn eiganda
Laugavegar 105 um að innrétta allt
að 36 nýjar íbúðir á 3., 4. og 5. hæð
hússins.
Í umsögn kemur fram að nokkrum
sinnum áður hafi embætti skipulags-
fulltrúa fjallað um fyrirspurnir fyrir
þessa lóð með umsögn á umliðnum
árum. Afgreiðsla þeirra mála var
neikvæð m.a. vegna þess að byggt
var við húsið sem hefur verndargildi
og nýtur verndar götumyndar í deili-
skipulagi. Húsið var byggt 1926 og
teiknað af Einari Erlendssyni. Þar
var lengi vel bifreiðasmiðja og bíla-
umboð Sveins Egilssonar, sem hafði
m.a. umboð fyrir Ford-bifreiðarnar
bandarísku.
Mælt er með því að heimilað verði
að hefja vinnu við tillögu að breyt-
ingu á deiliskipulagi í samvinnu við
verkefnisstjóra hjá skipulagsfull-
trúa. Bent er á að hluti af tillögu-
gerðinni er að meta mögulegan
fjölda íbúða í húsinu m.t.t. umsagnar
skipulagsfulltrúa og skipting í
íbúðagerðir verði skoðuð sem og
leiðir/skilyrði til þess að tryggja bú-
setugæði í framtíðinni. Á Laugavegi
105 var um sjö ára skeið rekið sam-
bland af hosteli og hóteli undir nafn-
inu Hlemmur Square. Rekstrinum
var hætt í nóvember sl. vegna heims-
faraldurs kórónuveirunnar. Klaus
Ortlieb eigandi kvaðst sorgmæddur
að þurfa að tilkynna lokun staðarins.
Á 2. hæð hússins eru fyrir 11 íbúð-
ir og tvær á 6. hæð. Íbúðir í húsinu
verða því alls 49 eftir breytingar.
Miðbæjartengd starfsemi verður
áfram á 1. hæð hússins. sisi@mbl.is
Íbúðir leyfðar á Laugavegi 105
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Laugavegur 105 Alls verða 49
íbúðir í húsinu eftir breytingar.
Sjö tilboð bárust í endur- og nýbygg-
ingu 4,3 kílómetra Skeiða- og
Hrunamannavegar, frá Einholtsvegi
að Biskupstungnabraut, en tilboð
voru opnuð nýlega hjá Vegagerð-
inni. Þar af voru sex tilboðanna und-
ir áætluðum verktakakostnaði.
Um er að ræða nýbyggingu
Skeiða- og Hrunamannavegar nr.
30-08 í Bláskógabyggð, frá gatna-
mótunum við Einholtsveg að Bisk-
upstungnabraut, ásamt nokkrum að-
liggjandi minni vegum. Verkið felst
að stærstum hluta til í breikkun nú-
verandi vegar (3,2 km), sem er að
jafnaði 6-7 metra breiður, upp í 8
metra breiðan veg með 7,8 metra
breiðu bundnu slitlagi. Á fjórðungi
leiðarinnar (um 1,1 km) er alveg um
nýjan veg að ræða. Vinna skal og
leggja burðarlag og styrktarlag og
leggja klæðingu á allan vegarkafl-
ann með tilheyrandi lagfæringum á
vegfláum til að auka umferðar-
öryggi. Setja þarf ný ræsi og lengja
þarf nokkur ræsi og endurmóta
sumar tengingar. Þá skal setja sam-
an og setja niður stálplöturæsi á
Biskupstungnabraut, sem þjóna á
hestamönnum.
Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir,
Selfossi átti lægsta tilboðið, 198
milljónir króna. Var það 75,5% af
kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á
rúmar 262 milljónir. Suðurtak ehf.,
Brjánsstöðum átti næstlægsta boð-
ið, rúmar 223 milljónir. Verklok eru
15. áætluð júní 2022. sisi@mbl.is
Vegur bættur í
Biskupstungum
Flest tilboðin voru
undir kostnaðar-
áætlun Vegagerðar
Skeiða- og
Hrunamannavegur
Nýbygging vegar á 3,2 km kafla
H
ei
m
ild
: V
eg
ag
er
ði
n
BLÁ S K ÓGA-
BYGGÐ
Vegurinn verður
8 m breiður með
bundnu slitlagi
Geysir
Brúarhlöð
30
35
Gullf
oss
Sk
ei
ð