Morgunblaðið - 30.01.2021, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 30.01.2021, Qupperneq 12
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þetta er fimm ára gamaltverkefni hjá mér sem hófststrax þegar dóttir mínbyrjaði í fyrsta bekk í grunnskóla í Laugarnesskóla. Hún er núna í sjötta bekk en þegar hún var á fyrsta ári þá skiluðu sér ekki heim úr skólanum fallegir vettlingar sem mamma mín hafði prjónað á hana. Ég var staðráðin í að fá þessa vettlinga aftur heim,“ segir Virpi Jokinen en hún hefur fengið titilinn verndari óskilamuna í Laugarnesskóla, enda hef- ur hún verið óþreytandi að beita sér fyrir því að flíkur sem nemendur týna eða gleyma í skól- anum skili sér aftur heim. „Ég mætti upp í skóla til að leita að þessum vett- lingum og tók andköf þeg- ar ég sá hvílíkt magn var þar af óskilamunum. Ég sagði við sjálfa mig: Þetta á ekki að vera svona. Áður en ég vissi af var ég búin að flokka alla óskilamunina sem voru í stórri hrúgu á borðinu. Ég flokkaði í sex körfur, vettlinga, húfur, sokka, úlp- ur, trefla og treyjur. Svona vildi ég hafa þetta,“ segir Virpi og bætir við að skólastjóri Laugarnesskóla, Sig- ríður Heiða Bragadóttir, hafi átti leið hjá og verið afar ánægð með það sem hún sá. „Ég benti henni á að það vant- aði manneskju í skólann sem þætti vænt um þennan málaflokk, óskila- muni, og að sú manneskja ætti að ganga um skólann og tala um hversu mikilvægt er að merkja föt nem- enda. Á meðan ég var að segja þetta áttaði ég mig á að þetta væri hlut- verk sem ég ætti sjálf að taka að mér,“ segir Virpi sem gekk í verkið, eins og henni einni er lagið. Enginn vafi og ekkert hik „Ég henti mér í þetta og naut þess að flokka og gera þetta eins og mér fannst hentugast. Allir for- eldrar tóku því fagnandi og þótt ég sé konan á bak við þetta verkefni þá væri þetta ekki mögulegt nema af því foreldrar barna í skólanum hjálpa til. Ég er vissulega foreldrið í Laugarnesskóla sem talar um þetta á jákvæðum nótum, en ef það væri aðeins ég, þá myndi ekkert gerast. Ef foreldrar hefðu ekki brugðist svona vel við og farið að merkja fötin og ef þeir væru ekki svona duglegir að mæta til að leita, taka myndir og deila þeim, hóa í aðra að mæta í þessa leiki og við- burði, þá hefði þetta ekki verið hægt,“ segir Virpi og bætir við að hún sé búin að tala fyrir því í þessi fimm ár að merkja föt nemenda, og foreldrar í Laugarnesskóla séu farnir að sjá kostinn við það. „Núna er meirihluti óskilamuna merktur, en þannig var það ekki. Skólastjórinn getur borið þetta saman og hún segir þetta allt annað núna. Enda er ekki hægt að ganga úr skugga um hver á hvað nema það sé merkt. Ótalmargar svartar húfur eru til dæmis í óskila- munum og ótalmargar eins litar úlp- ur frá 66°N, sem geta tilheyrt tíu eða tuttugu börnum í skólanum. Ef nafn og símanúmer er á flíkinni þá er enginn vafi og ekkert hik, og hægt að fara með flíkina heim. Ef hún er ómerkt þá kann fólk eðlilega ekki við að taka flíkina heim, hún gæti tilheyrt öðrum. Þá skapast vandi og fullt af ómerktum fötum safnast upp í skólageymslu og ratar ekki aftur heim.“ Virpi segir að nú í Covid-inu sé vandinn sá að foreldrar mega ekki fara inn í skólann til að sækja föt barna sinna og fyrir vikið hafa óskilamunir safnast upp. „Ég hef verið með þá rútínu í Covid að ég byrja alla þriðjudags- og fimmtudagsmorgna á því að labba upp í skóla og setja óskilamuni utan við skólann, svo hver og einn geti sótt. Við í foreldrafélagi Laug- arnesskóla ætlum að halda Merkja- leika í anda Covid hinn 6. febrúar með það að markmiði að koma sem flestum merktum fötum nemenda til skila. Meginpælingin er að viðburð- urinn standi ekki lengur en í klukku- stund og þetta á ekki að vera leið- inlegt. Foreldrar með tvo metra á milli sín og grímu fyrir vitunum sjá um að flokka merkt frá ómerktu og gera það utandyra. Það sem er ómerkt setjum við til hliðar. Síðan finnum við út í hvað bekk viðkom- andi eigandi er og setjum flíkurnar í poka fyrir hvern bekk. Venjulega hefur skólinn okkar tekið við pok- anum og kennari hvers bekkjar kemur flíkunum til skila, en núna í Covid munu bekkjarfulltrúar sækja poka fyrir sinn bekk og fara með heim til sín. Þeir hafa svo samband við foreldra sem geta sótt flíkurnar, eða senda myndir á facebookhóp foreldra.“ Býður öðrum skólum líka Virpi tók skipulagshæfileika sína enn lengra og starfar nú sem skipuleggjandi hjá eign fyrirtæki sem heitir Á réttri hillu. Hún tekur að sér að koma heim til fólks og hjálpa því að koma skipulagi á óreiðu. „Ég bjó ég til nýtt óskilamuna- verkefni fyrir grunnskóla sem heitir Ó-ið úr óskilamununum. Þar býð ég öðrum foreldrafélögum í öðrum skólum upp á mína þjónustu. Ég get komið á staðinn og hjálpað fólki af stað í þessari vinnu. Í öllum skólum er rosalega mikið af óskilamunum, af þeirri einföldu ástæðu að eig- endur þeirra eru börn og þau eru oft með hugann við eitthvað annað, eru að leika sér og missa hitt og þetta. Þau hugsa kannski ekkert út í ein- hvern vettling eða húfu á þeirri stundu. Það er eðlilegt að þau týni og gleymi. Þess vegna er það alltaf okkar foreldranna að sjá um að merkja föt barnanna og fylgjast með því hvort föt skili sér heim og sækja þau. Ég vil að við foreldrar tökum ábyrgðina í óskilamunum á okkur, en setjum hana ekki á starfsfólk skólanna einvörðungu eða börnin.“ Fékk óvænt skjaldarmerki Virpi segir Merkjaleika vera viðburð sem er algerlega á vegum foreldra, en þarf að vera í samráði við og með samþykki hvers skóla. „Við þurfum á merkjaleikum að halda í skólunum okkar því við vit- um hversu mikið gagn er að þessu. Óhemjumikið af fötum verður eftir í skólunum og þetta eru mikil verð- mæti. Úlpur geta til dæmis verið mjög dýrar. Í Laugarnesskóla eru 550 nemendur og ég gerði könnun á því hvers virði foreldrum finnst föt barnanna vera, þau verðlögðu og ég tók þetta saman og reiknaði. Þetta hleypur á milljónum. Verðmæti óskilamuna er því gríðarlegt, þótt þeir séu notaðir. Ástandið er svona í öllum skólum og með því að taka á þessu erum við að vinna gegn sóun og neysluhyggju, þetta er innlegg í að vernda jörðina. Í leiðinni gefst frábært tækifæri til að kenna börn- unum að það skiptir máli hvar húfan þeirra er og við eigum ekki enda- laust að kaupa nýtt. Við merkjum húfuna og sækjum hana þegar hún hefur fundist í óskilamunum. Börn eiga rétt á að fá að læra þetta,“ segir Virpi sem fékk óvænt eigið skjald- armerki, sem verndari óskilamuna. „Það var alveg ótrúlegt, ég grét þegar ég sá þetta detta inn á face- bookhóp okkar foreldra í Laugar- nesskóla. Lóa Hjálmtýsdóttir er for- eldri þar og hún tók upp á að teikna skjaldarmerki handa mér. Þetta er virkilega fallegt og einlægt hjá henni, hún er svo þakklát fyrir að ég nenni að standa í þessu.“ Þau foreldrafélög sem vilja nýta sér verkefni Virpiar í barátt- unni við óskilamunaskrímslið geta nálgast upplýsingar hjá Virpi á heimasíðu hennar: arettrihillu.is Sannkallaður verndari óskilamuna „Þetta hleypur á milljónum. Verðmæti óskilamuna er gríðarlegt, þótt þeir séu notaðir. Ástandið er svona í öllum skólum og með því að taka á þessu erum við að vinna gegn sóun og neysluhyggju,“ segir Virpi Jokinen sem berst skipulega við óskilamunaskrímslið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Virpi Með vettlingana góðu og vel merktu, sem allt hófst á fyrir fimm árum. Skjaldarmerkið góða. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2021 Íbúar Seyðisfjarðar hafa verið valdir Austfirðingar ársins 2020 af les- endum Austurfréttar; vefmiðils og héraðsblaðs Austlendinga. Heiðurinn hljóta Seyðfirðingar fyrir samhug, samheldni og skjót viðbrögð í skriðu- föllunum og rýmingu bæjarins í des- ember síðastliðnum. „Þessi samhugur og samorka hafa sýnt sig í þeim hamförðum sem gengið hafa yfir. Hvert sem maður snýr sér er jákvæðni og hugur í fólki,“ segir Davíð Kristinsson, varafor- maður björgunarsveitarinnar Ísólfs. Davíð var í hópi björgunarsveitar- fólks, sjálfboðaliða Rauða krossins og heimastjórnar Seyðisfjarðar sem tóku við viðurkenningunni. „Við óskuðum eftir tilnefningum frá lesendum og snemma var stungið upp á einstaklingum sem staðið höfðu í eldlínunni hér á Seyðisfirði. Ég var farinn að óttast harða sam- keppni og vinslit í stjórnstöðinni þeg- ar þessi ágæta tillaga kom um Seyð- firðinga alla,“ sagði Gunnar Gunnars- son, ritstjóri Austurfréttar/Austur- gluggans, við athöfnina. Davíð sagði að samhugurinn sem myndaðist þegar hamfarir gengu yfir Seyðisfjörð hefði náð langt út fyrir bæinn. „Ég held að þetta verkefni hafi verið mikilvægt fyrir samein- inguna og reynt á hana. Fá sveitar- félög hafa byrjað á jafn stórum bita en ég held að það geri okkur sterk.“ Íbúar á Seyðisfirði Austfirðingar ársins 2020 Samheldni og skjót viðbrögð Ljósmynd/Austurfrétt Seyðfirðingar Viðtakendur heiðursviðurkenningarinnar frá Austurfrétt. Kleppsmýrarvegur 8 | 104 Reykjavík | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is Fáðu tilboð í Ræstingar- þjónustu án allra skuldbindinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.