Morgunblaðið - 30.01.2021, Síða 18

Morgunblaðið - 30.01.2021, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2021 Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Fagnaðir Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. PINNAMATUR Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Herbertsprent ehf., eigandi húss og lóðar í Bankastræti 3, hefur í bréfi til Reykjavíkurborgar mótmælt því harðlega að við gerð deiliskipulags fyrir svokallaðan Stjórnarráðsreit nái það einungis til lóðarinnar Lækj- argötu 1. Er þess krafist að deili- skipulagið nái einnig yfir næstu lóð þar fyrir ofan, Bankastræti 3. Á embættisafgreiðslufundi skipu- lagsfulltrúa 16. október síðastliðinn var lögð fram umsókn Fram- kvæmdasýslu ríkisins um nýtt deili- skipulag fyrir lóðina nr. 1 við Lækj- argötu, lóð forsætisráðuneytisins og Stjórnarráðshússins, vegna áforma um viðbyggingu við húsið fyrir starf- semi forsætisráðuneytisins. Einnig er lögð fram vinnings- tillaga Kurt og Pí arkitekta frá árinu 2018 um viðbygginguna. Viðbygging og tengigangur, tvær hæðir og kjall- ari, verður um 1.500 fermetrar brúttó. Þótt Stjórnarráðshúsið hafi staðið á þessum stað í næstum 260 ár er ekkert deiliskipulag til fyrir lóð- ina. Hyggst reisa fjögurra hæða hús Í bréfi sínu til borgarinnar segir Edda Hauksdóttir, fyrir hönd Her- bertsprents, að deiliskipulag hafi verið unnið fyrir Stjórnarráðsreit ár- ið 2004 og það samþykkt af öllum til þess bærum aðilum nema borgarráði í lok ferils og því aldrei tekið gildi. Samkvæmt því var heimilað að reisa allt að 1.310 fermetra viðbyggingu við Bankastæti 3. Eigendur lóðarinnar hafi ráðist í að láta vinna tillögu að viðbyggingu við hið friðlýsta hús sitt í Banka- stræti 3 í samræmi við deili- skipulagstillöguna frá 2004. Lóð- arhafinn, Herbertsprent ehf., hyggst reisa fjögurra hæða nýbyggingu, alls 1.173 fermetra. Reykjavíkurborg fékk sl. haust fyrirspurn um það hvort leyfi fáist til að reisa nýbyggingu á lóðinni Banka- stræti 3. Fyrir er á lóðinni hús úr til- höggnu grágrýti, reist árið 1881. Snyrtivöruverslunin Stella hefur ver- ið rekin í húsinu síðan 1942, eða í rúm 78 ár. Húsið er friðað. Fram kemur í umsögn Herberts- prents að í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. nóvember 2020 hafi verið lögð fram kynning á fyrir- huguðu skipulagi fyrir eina lóð, Lækjargötu 1. Hvergi sé þar minnst orði á lóðina Bankastræti 3 eða bygg- ingaráformin þar. Þetta sé gert þrátt fyrir að haldnir hafi verið fundir um málið með byggingafulltrúa borg- arinnar, arkitektum og formanni ráðsins sl. haust. „Með samþykkt sinni 18. nóv- ember sl. hefur umhverfis- og skipu- lagssvið þannig sniðgengið og/eða frestað um ófyrirsjáanlegan tíma fyr- irhuguðu deiliskipilagi fyrir allan reitinn, með því að hleypa einni lóð fram fyrir allar aðrar í væntanlegu deiliskipulagi og jafnframt mis- munað gróflega þeim tveimur lóðum sem mestu skiptir að deiliskipulag verði gert fyrir allan reitinn,“ segir í bréfi Eddu. Er þess krafist að deili- skipulag verði gert fyrir allan reitinn. Samkvæmt aðalskipulagi Reykja- víkur er Bankastræti 3 á svæði sem skilgreint er sem M1a, Miðborgar- kjarni. Á svæði M1a sé að finna lyk- ilstofnanir stjórnsýslu, menningar og mennta, líflegustu verslunargötur landsins, litríka flóru veitingastaða auk fjölbreyttrar sérfræðiþjónustu. Á jarðhæðum sé verslunar-, veit- inga- og menningar-, félags- og þjón- ustustarfsemi opin almenningi í for- gangi en á efri hæðum skrifstofu- og íbúðarhúsnæði auk gistiþjónustu. Eins og fram kom í frétt nýlega hér í blaðinu hefur Framkvæmda- sýslan sent inn umsókn til skipulags- fulltrúans í Reykjavík vegna breyt- inga á lóðarmörkum Lækjargötu 1. „Ný lóð mun afmarkast af núverandi lóðarmörkum við Bankastræti og út- brúnum steyptra veggja umhverfis tröppu að Núllinu (almennings- salerni) innan lóðar ráðuneytisins, þar sem steyptir veggir telja með tröppunni. Með þessu verði til tvær aðgreindar lóðir, sem verða báðar í eignarhaldi Ríkissjóðs Íslands,“ seg- ir í umsókninni. Núllið fær sérstaka lóð Fyrirspurn var send til Fram- kvæmdasýslunnar um ástæður þessa. Eftirfarandi skriflegt svar barst: „Við undirbúning gerðar deili- skipulags á lóð forsætisráðuneytis kom í ljós að ekki er til skráð sam- komulag um afnot Reykjavíkur- borgar á þeim hluta lóðar ráðuneyt- isins þar sem útitrappa að „Núllinu“ undir Bankastræti er staðsett. Ein- göngu er um að ræða lóðarsvæði tröppunnar að norðurhluta „Núlls- ins“. Ákveðið var í samráði við hlut- aðeigandi aðila að skilgreina sér- staka lóð fyrir þessar tröppur og munu fulltrúar ríkis og borgar í framhaldinu eiga samtal um framtíð- arlausn á málinu. Með þessari að- gerð miðast skipulagsmörk deili- skipulags lóðar forsætisráðuneytis- ins með skýrum hætti við aðalhluta lóðarinnar en ráðgert er að „Núllið“ verði hluti af nýju deiliskipulagi Reykjavíkurborgar fyrir Banka- stræti, þar sem m.a. verður tekin af- staða til framtíðarnýtingar þess.“ Segir borgina mismuna gróflega  Vegna viðbyggingar við Stjórnarráðið verður í fyrsta sinn gert deiliskipulag fyrir Lækjargötu 1  Eigandi Bankastrætis 3 krefst þess að deiliskipulag verði einnig gert fyrir þá lóð og vill byggja Mynd/Kurt og Pí arkitektar Stjórnarráðsreitur Ráðist verður í viðbyggingu á næstu árum. Þar fyrir ofan má sjá húsið á lóðinni Bankastræti 3. Bankastræti Hverfisgata Lóð Stjórnar- ráðsinsL æ kj ar ga ta St jó rn ar rá ði ð Núllið Lóð Stjórnarráðsins og Núllið í Bankastræti Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) tókst að standa fyrir fjölbreyttu tón- leikahaldi og margvíslegri starfsemi þrátt fyrir samkomutakmarkanir vegna veirufaraldursins á síðasta ári. Þannig hefur hljómsveitin m.a. staðið fyrir yfir 50 tónleikum frá því að samkomutakmarkanir voru settar á. Þetta kemur fram á yfirliti yfir starfsemi SÍ sem Lára Sóley Jó- hannsdóttir framkvæmdastjóri SÍ kynnti á fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur- borgar í vikunni. Meðal þess sem þar kemur fram er að sjö tónleikum hljómsveitar- innar hefur verið sjónvarpað í beinni á RÚV og er uppsafnað áhorf sam- tals 381.271. 17 tónleikum hefur ver- ið streymt á vef SÍ og Youtube úr safni SÍ, þar af hefur 12 tónleikum verið sjónvarpað á RÚV 2 og upp- safnað áhorf á öllum miðlum er 162.341. Þá hefur Rás 1 sent út frá 13 tón- leikum, endurfluttum og í beinni. Valdar upptökur hafa verið fluttar á erlendum útvarpsstöðv- um, t.d. BBC, og 25 heimsendingum hljóðfæraleikara sem léku að heiman hefur verið deilt á samfélagsmiðlum. Segir þar að heildaráhorf sé um 600.000 og deilingar og like um 60.000. „Mest horfðu 136.000 á eitt myndiband en að meðaltali voru um 25.000 áhorf á hvert myndband,“ segir á yfirlitinu. Þá hafi auk þessa verið haldið uppi öflugu fræðslu- og samfélagsstarfi með skólatónleikum, útitónleikum o.fl. „Sýnileiki hljómsveitarinnar hefur aldrei verið meiri og ber þar að þakka frábært samstarf við RÚV,“ segir á yfirlitinu. omfr@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Sinfónían Hljómsveitin var mjög sýnileg í fyrra þrátt fyrir faraldur. Fimmtíu tónleikar á tímum faraldursins  Sýnileiki Sinfóníu- hljómsveitarinnar aldrei verið meiri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.