Morgunblaðið - 30.01.2021, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 30.01.2021, Qupperneq 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2021 Táp og fjör Gleði og gaman ríkti við Austurbæjarskóla í gær og skemmti ungdómurinn sér við nám og leik inn á milli í frímínútum. Enda er leikur að læra og leikur sá er mörgum kær. Árni Sæberg Við viljum öll til- heyra samfélagi. Sam- félagið getur verið fjöl- skyldan okkar, vinir, áhugamálin okkar og þjóðin öll. Mikilvægt samfélag fyrir marga er tengt vinnu- umhverfinu okkar. Við eigum vini og félaga í vinnunni. Vinnan setur okkur í rútínu yfir dag- inn, þó svo að hún taki stundum yfir of mikinn tíma. Við skilgreinum okkur að hluta út frá vinnunni. Þannig er vinnan okkar á hverjum tíma hluti af sjálfsmynd- inni. Þegar við missum vinnuna, líkt og nú hefur gerst fyrir allt of marga, missum við meira en bara tekjurnar sem vinnunni fylgja, við missum lífs- gæði. Í lok desember voru 21.365 einstaklingar skráðir atvinnulausir, þar af 8.606 í Reykjavík. Við vitum að þar að auki eru þau sem misst hafa rétt til almennra bóta eða hafa aldrei haft slíkan rétt. Það er fólkið sem kemur til sveitarfélaganna til að fá fjárhagsaðstoð. Við vitum að langtíma- atvinnuleysi hefur veruleg áhrif á sálarlíf og virkni fólks. Við vit- um líka að langtíma- atvinnuleysi dregur úr líkunum á því að snúa aftur á vinnumarkað, nema með töluverðum stuðningi. Við þurfum að tala um atvinnuleysið Sveitarfélag getur ekki skapað störf fyrir alla þá íbúa sem vantar vinnu. En í samstarfi við önnur sveitarfélög, ríkið og þriðja geirann er hægt að bjóða samhliða upp á önnur virkni- úrræði til að styðja við þau sem misst hafa vinnuna. Við höfum nú um tíma einblínt á hvernig við get- um aðstoðað fyrirtækin sem hafa verið í vanda. Og þess þarf líka. En nú fjölgar þeim verulega sem hafa verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur. Það er líka sérstakt áhyggjuefni hversu fjölmennt ungt fólk er meðal þeirra sem eru án at- vinnu. Langtímaatvinnuleysi ungs fólks getur orðið samfélaginu mjög dýrt, ef við náum þeim ekki inn á vinnumarkaðinn aftur. Samþykkt að skapa 200 störf í Reykjavík Sem hluta af Græna planinu, end- urreisn Reykjavíkur upp úr krepp- unni, hafa verið samþykktar aðgerð- ir til að styðja fólk aftur til vinnu. Í borgarráði á fimmtudag sam- þykktum við markvissar vinnu- og virkniaðgerðir til þess að hjálpa Reykvíkingum sem fá atvinnuleys- isbætur eða fjárhagsaðstoð til vinnu. Fyrsti áfangi mun hefjast í febrúar, þegar skapa á um 200 störf og stuðningsúrræði, meðal annars í samstarfi við Vinnumálastofnun. Heildarkostnaður vegna þessara að- gerða verður tæplega 500 m.kr. Góð reynsla er af vinnumarkaðs- aðgerðum hjá Reykjavíkurborg, eft- ir markvissar aðgerðir eftir efna- hagshrunið 2008. Við höfum því miður á góðum grunni að byggja. Til að auka árangur af atvinnu- og virknimiðlun þarf líka markvissar aðgerðir til að hvetja fólk áfram við að leita sér vinnu, koma upp færni- brúm, nýta raunfærnimat og þau námskeið sem Vinnumálastofnun býður upp á. Einnig þarf að hefja samtal við Vinnumálastofnun um hvers konar námskeiðum þörf er á, til að styðja fólk betur til starfs- leitar. Endurskoðum virkniúrræði í þágu notenda Við samþykktum líka í borgarráði á fimmtudag að endurskoða átaks- verkefni borgarinnar til þess að þróa virkniúrræði betur. Þar er innifalin tillaga um samstarf við Hugarafl um endurhæfingarúrræði fyrir óvinnufæra einstaklinga sem lengi hafa þegið fjárhagsaðstoð. Vel- ferðarsvið Reykjavíkur hefur mörg úrræði að bjóða til að efla virkni og styðja við einstaklinga, svo sem Kvennasmiðjuna, Karlasmiðjuna, Grettistak, Tinnu, OPS og Bataskól- ann. Með endurskoðun á þessum átaksverkefnum viljum við ná betri yfirsýn yfir starfsemina og þau úr- ræði sem eru í boði, geta betur leið- beint fólk í rétt úrræði og halda áfram að þróa úrræðin í þágu þeirra sem þurfa á þeim að halda. Endur- skoðunin mun leiða af sér einföldun og meiri sveigjanleika fyrir not- endur. Í ljósi núverandi ástands er t.d. þegar ljóst að núverandi átaks- verkefni styðja ekki nægjanlega vel við þau sem ekki hafa íslensku að móðurmáli og bregðast þarf strax við því. Stöndum saman gegn atvinnuleysinu Það er okkar allra hagur að koma í veg fyrir langtímaatvinnuleysi og í því verkefni þurfum við að standa saman, ríki, sveitarfélög, atvinnu- lífið og félagasamtök. En mikilvæg- ast er það fyrir einstaklingana sem eru atvinnulausir að sjá mögu- leikann á nýju starfi og finna stuðn- ing út úr atvinnuleysinu. Eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur »Nú fjölgar þeim verulega sem hafa verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur. Það er sérstakt áhyggjuefni hversu fjölmennt ungt fólk er meðal þeirra. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar. Virkni gegn atvinnuleysi Fyrir áramót birtist grein eftir okkur þar sem við ræddum um netógnina og hvernig hún grefur undan lýð- ræðisþjóðfélögum, s.s. með árásum á lyk- ilstofnanir. Þar greind- um við frá því að fyrir ári lögðum við ásamt öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins fram beiðni um skýrslu frá forsætisráðherra um inn- viði og þjóðaröryggi. Skýrslan hefur nú litið dagsins ljós og er yfirgrips- mikil enda unnin á vettvangi allra ráðuneyta. Í skýrslunni er fjallað um framþró- un í netöryggismálum og þar kemur fram að litið sé svo á að „öryggi, við- námsþróttur og áreiðanleiki net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða skipti sköpum fyrir efnahagslega og samfélagslega starfsemi, svo og trú- verðugleika þjónustunnar sem um ræðir, innanlands sem erlendis“. Þar er líka fjallað um nýlega löggjöf um öryggi net- og upplýsingakerfa mik- ilvægra innviða en þar er m.a. kveðið á um netöryggisráð sem fylgir stefnu stjórnvalda í net- og upplýsinga- öryggismálum og þar verður lagt mat á stöðu netöryggis á hverjum tíma. Þar verður um að ræða vett- vang upplýsingamiðlunar og sam- hæfingar. Af skýrslunni má greinar að mikilvæg skref hafa verið stigin á lengri leið til að tryggja netöryggi þjóðarinnar. Á ríkið að hafa skipulagsvald vegna þjóðaröryggis? Í skýrslubeiðninni óskuðum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins eftir umfjöllun um það hvort íslenska ríkið ætti með almennum hætti að fara með skipulagsvald vegna helstu grunninnviða landsins á grundvelli þjóðaröryggis. Í umfjöllun skýrsl- unnar er vísað í niðurstöður átaks- hóps um úrbætur á innviðum þar sem segir að einfalda þurfi ferli vegna undirbúnings framkvæmda við flutningskerfi raforku, þar sem einstaka þjóðhagslega mikilvægar framkvæmdir hafi tekið langan tíma í stjórnsýslumeðferð. Í þessum til- gangi leggur átakshópurinn til að lögfest verði heimild til að taka sam- eiginlega skipulagsákvörðun þvert á sveitarfélagamörk vegna fram- kvæmda í flutningskerfi raforku. Það verði gert þannig að lögfest verði heimild til að skipa sérstaka stjórn- sýslunefnd, sjálfstætt stjórnvald, með meðal annars fulltrúum þeirra sveitarfélaga sem viðkomandi raflína mun liggja um. Nú er unnið að gerð frumvarps á grunni þessara tillagna. Þetta er mikið fagnaðarefni. Að sjálfsögðu er áfram viðurkennt að höfuðábyrgð á framkvæmd skipu- lagsmála liggi almennt hjá sveit- arfélögum en um leið áréttað að rík- isvaldið geti farið með almenna stefnumótun í skipulagsmálum og ábyrgð eftir atvikum á skipulagsgerð fyrir landshluta. Vísað er til þess að í nágrannalöndum okkar, eins og Dan- mörku og Noregi, hafi skipulags- yfirvöld á landsvísu sambærilega heimild. Niðurstöður átakshóps um úrbæt- ur á innviðum, sem vísað er til í skýrslunni, leiðir í ljós að þörf þykir á að sníða sérstaka málsmeðferð fyrir skipulagsákvarðanir um raf- orkuflutningsmannvirki hér á landi. Þótt þar sé eingöngu horft til raf- orkuflutningsmannvirkja er ástæða til að ætla að tilefni sé til að hafa möguleika á sambærilegri máls- meðferð fyrir annars konar innviða- uppbyggingu sem varðar stærri sam- félagshagsmuni, svo sem á sviði samgöngumála og raforkufram- leiðslu, líkt og þekkist í nágranna- löndunum. Í lokaorðum skýrslunnar segir að grunninnviðir lands og þjóð- ar séu ýmist á forræði einkaaðila, ríkis og sveitarfélaga. Þau sjónarmið hafi komið fram að ríkið fari með skipulagsvald vegna grunninnviða sem varða þjóðaröryggi og landið í heild. Einmitt það er stóra verkefnið sem bíður okkar á vettvangi stjórn- málanna. Við þurfum að blása til sóknar til að tryggja þjóðaröryggi og til þess þurfum við að styrkja og byggja upp lykilinnviði samfélagsins með hagsmuni heildarinnar að leið- arljósi. Eftir Njál Trausta Friðbertsson og Bryndísi Haralds- dóttur » Við þurfum að blása til sóknar til að tryggja þjóðaröryggi og til þess þurfum við að styrkja og byggja upp lykilinnviði samfélagsins. Njáll Trausti Friðbertsson Njáll Trausti er varaformaður utan- ríkismálanefndar og formaður Ís- landsdeildar NATO-þingsins. Bryn- dís situr í utanríkismálanefnd. Innviðir varða þjóðaröryggi Bryndís Haraldsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.