Morgunblaðið - 30.01.2021, Page 27

Morgunblaðið - 30.01.2021, Page 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2021 Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 hafðu það notalegt vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar Hjörvar Steinn Grétars-son vann mikilvægansigur á SkákþingiReykjavíkur er hann lagði einn helsta keppinaut sinn, Íslandsmeistarann Guðmund Kjartansson, að velli í fjórðu um- ferð sem fram fór sl. sunnudag. Hjörvar tók yfirsetu í 5. umferð en er samt einn efstur eftir fimmtu umferð. Staða efstu manna var þessi fyrir sjöttu umferð sem fram fór í gærkvöldi: 1. Hjörvar Steinn Grétarsson 4½ v. (af 5) 2.-7. Vignir Vatnar Stefánsson, Guðmundur Kjart- ansson, Stephan Briem, Benedikt Briem, Gauti Páll Jónsson, Jó- hanna Björg Jóhannsdóttir 4 v. Athygli vekur góð frammistaða bræðranna Stephans og Benedikts og einnig Jóhönnu Bjargar Jó- hannsdóttur. Hún tefldi glimrandi vel gegn Alexander Oliver Mai, sem hefur staðið sig vel undan- farið: Skákþing Reykjavíkur 2021; 3. umferð: Alexander Oliver Mai – Jóhanna Björg Jóhannsdóttir Pirc-vörn 1. e4 d6 2. d4 g6 3. Rc3 Bg7 4. Be3 a6 5. Dd2 b5 6. f3 Rd7 Þessi leikaðferð gengur undir ýmsum nöfnum og er í dag kennd við sænska stórmeistarann Tiger Hillarp Persson. 7. h4 h5 8. Rh3 Bb7 9. Rg5 Rgf6 10. 0-0-0 0-0 11. d5 Þessi staða hefur ótal sinnum komið upp en þessi leikur hefur hins vegar ekki sést áður. Hæpin nýjung þó. 11. … c6 12. dxc6 Bxc6 13. g4 Re5 14. gxh5 Rxh5 15. f4 Rc4 16. Bxc4 bxc4 17. Bd4 e5 18. fxe5 dxe5 19. Bc5 He8 20. Df2 Dc7 21. Hdf1?! Hvítur átti mun sterkari, 21. Hd6! því að 21. … Rf4 er svarað með 22. h5!, t.d. 22. … gxh5 (eða 22. … Rxh5 23. Hxh5! gxh5 24. Df5 og vinnur) 23. Hg1 með sterkri sókn. 21. … f6 22. Rh3 Db7 23. Dg2 Hab8 24. Ba3 Bh6+ 25. Kb1 Kh7 26. Hhg1 Hg8 27. De2 Bd7 28. Rf2 Be6 29. Rg4 Bf8! Hárbeittur leikur. Biskupinn má ekki taka vegna máts á b2. 30. De3 Með hugmyndinni 30. … Bxa3 31. Dh6 mát. 30. … Bxg4 31. Rd5 f5 32. Dc3 Bxa3 33. Dxa3 Hg7 Þó að svartur sé manni yfir er mikillar aðgæslu þörf. 34. Dc3 Db5 35. Dxe5 Hgb7 36. b3 cxb3 37. axb3 He8 38. Dh2 Dc5 39. exf5 Bxf5 40. Hxf5 Lokatilraun til að hræra upp í stöðunni en er dæmd til að mis- takast. 40. … gxf5 41. Dg2 Hg7 42. Rf6+ Kh8 43. He1 Hxe1+ - og hvítur gafst upp. Jóhanna tefldi síðan ævintýra- lega baráttuskák við Gauta Pál Jónsson á miðvikudagskvöldið. Gauti Páll var hrók yfir fyrir peð og uppi var endatafl en frípeð Jó- hönnu þvældust fyrir honum og niðurstaðan varð að lokum jafn- tefli. Anish Giri efstur í Wijk aan Zee Hollendingar hljóta að vera ánægðir með það hvernig til hef- ur tekist í Wijk aan Zee, en fyrsta stórmótinu í langan tíma lýkur þar um helgina. Þó að keppendurnir fjórtán stiki um sviðið með andlitsgrímu og fari í skimun reglulega er staðan í mótinu þannig að heimamenn hljóta að gleðjast. Fyrir elleftu umferð var þeirra maður, Anish Giri, einn efstur með 7 vinninga en með 6½ vinning í 2.-4. sæti voru Rússinn Esipenko, Caruana og Íraninn Firouzsja. Heimamað- urinn Van Foreest var einn í 5. sæti með 6 vinninga og svo er loks komið að sjöföldum sigurveg- ara mótsins, heimsmeistaranum Magnúsi Carlsen, sem var í 6. sæti með 5½ vinning. Hann átti að tefla við Anish Giri í gær með hvítt og sigur gaf honum veika von um að ná efsta sæti. Svíinn Nils Grandelius byrjaði vel en hefur gefið eftir og var fyrir um- ferðina í gær með 5 vinninga í 7.-9. sæti. Línur teknar að skýrast á Skákþingi Reykjavíkur Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Edda Sveinsdóttir Í toppbaráttunni Jóhanna Björg er með fjóra vinninga af fimm mögulegum. Hinn ágæti sjálfstæð- ismaður, Friðjón R. Friðjónsson, skrifar grein í Morgunblaðið á fimmtudaginn var þar sem hann lýsir nokkr- um áhyggjum yfir stöðu Sjálfstæðisflokksins í nútímanum. Sjálfur hef ég nokkrar áhyggjur af stöðu flokksins en þó miklu meiri áhyggjur af stöðu annarra stjórnmálaflokka, sem óljóst er fyrir hvaða gildi standa og hafa enga stefnu nema vera skyldi hentistefnu í tilraunum sínum til að kallast nútímalegir. Ég tek fyllilega undir með Frið- jóni að Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft í gegnum tíðina styrk til að standa í fæturna gegn lýðskrumi og upphlaupum. Þegar Sjálfstæðis- flokkurinn hefur verið sterkur og ráðandi afl í stjórnmálum hefur ís- lenskt samfélag tekið miklum stakkaskiptum, brotist úr örbirgð í öflugt og samkeppnishæft samfélag. Það gerðist ekki af sjálfu sér heldur vegna þess að fólkið í landinu, úr öllum stéttum, hafði trú á stefnu Sjálfstæðisflokksins. Á þeirri veg- ferð voru öfl sem vildu róttækar og „nútímalegar“ breytingar á sam- félaginu, bæði innan stjórnmálanna og samtaka launafólks. Erfitt er að átta sig á hvað Frið- jóni gengur til þegar hann gefur í skyn í greininni að Sjálfstæðisflokk- urinn sé á móti breytingum á efna- hagslífinu, sjávarútveginum, land- búnaðarkerfinu, orkumálum, stjórnarskránni og samfélaginu sjálfu og flokkinn muni daga uppi og verða að steintrölli með sama áframhaldi. Hefði ekki komið mér á óvart að þessi grein hefði verið skrifuð í þingflokksherbergi Við- reisnar. Friðjón notar alla sömu frasana sem þaðan koma án þess að segja nokkuð um hverju eigi að breyta og hvernig eða af hverju. En eitt er víst, að skrif hans end- urspegla djúpstæða óánægju með forystu Sjálfstæðisflokksins. Rifja má upp fyrir Friðjóni að efnahagslífið hefur tekið miklum breytingum á mínu æviskeiði, ekki síst á undanförnum átta árum sem ég hef setið á þingi. Umskiptunum í sjáv- arútvegi og landbún- aði má líkja við bylt- ingu. Þar hefur orðið mikil hagræðing, sem hefur byggst á útsjón- arsemi, dugnaði og hugviti. Skipulag sjáv- arútvegsins er fyrir- mynd annarra þjóða enda hefur okkur Ís- lendingum tekist sem fáum öðrum þjóðum hefur auðnast; að reka ekki aðeins sjálfbæran sjávar- útveg heldur einnig arðbæran. Sá tími er sem betur fer löngu að baki þegar sjávarútvegur var líkt og þurfalingur á framfæri ríkis og sveitarsjóða. Ef Friðjón telur það gagnlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að kollvarpa fiskveiðistjórnunar- kerfinu til að mæta kröfum „nú- tímans“ er hann á villigötum. Stöð- ugleiki og fyrirsjáanleiki eru lykil- atriði í okkar mikilvægustu atvinnu- grein. Ómögulegt er að átta sig á hvert Friðjón er að fara þegar hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé á móti breytingum í orkumálum. Við vær- um yfirhöfuð ekkert að tala um raf- orkumál ef Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki til. Hann hefur nánast staðið einn fyrir því að auðlindir séu nýttar til raforkuframleiðslu með skynsamlegum hætti og samhliða því að byggja upp öflugt og öruggt flutningskerfi raforku. Við værum ekki að tala um orkuskipti og græna framleiðslu ef ekki væri fyrir fram- sýni sjálfstæðismanna. Í því felst framtíðin, alveg óháð „nútíma- hyggju“ Friðjóns. Svo má benda Friðjóni á að stjórnarskránni, þótt ung sé að ár- um, hefur verið breytt og þær veigamestu undir forystu Sjálf- stæðisflokksins. Stjórnarskrár eru hins vegar þess eðlis að óæskilegt er að þær taki tíðum breytingum og allra síst róttækum breytingum á stjórnskipan landsins af því að ein- hverjum kann að þykja það nútíma- legt. Sjálfstæðisflokkurinn er óhrædd- ur við breytingar, nú sem fyrr, enda aflvaki breytinga og þróunar. Hann er hins vegar ekki flokkur breytinga breytinganna vegna. Hann vill varð- veita góð gildi í mannlegu samfélagi og á sama tíma auka frelsi ein- staklingsins til orða og athafna. Það eru forsendur breytinga og þróunar hvers samfélags til að geta staðist harða samkeppni við aðra. Sjálfsagt er enginn stjórnmála- flokkur eilífur. Stundum hverfa þeir af vettvangi vegna þess að stefnan og gildin sem flokkurinn stendur fyrir höfða ekki til almennings. Það á örugglega ekki við Sjálfstæðis- flokkinn. Hins vegar er það vel þekkt að flokka dagi uppi stundi þeir tækisfærismennsku og henti- stefnu í stað þess fylgja stefnu sinni og tali fyrir þeim gildum sem flokk- urinn stendur fyrir. Það gætu orðið örlög Sjálfstæðisflokksins ef farið yrði að ráðum Friðjóns R. Friðjóns- sonar. Þá getum við velt fyrir okkur hverjir verða steintröll og hverjir ekki. Steintröllin Eftir Brynjar Níelsson » Sjálfstæðisflokk-urinn er óhræddur við breytingar, nú sem fyrr, enda aflvaki breytinga og þróunar. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Brynjar Níelsson Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.