Morgunblaðið - 30.01.2021, Page 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2021
✝ HólmfríðurBergþóra Pét-
ursdóttir fæddist á
Hrauni í Sléttuhlíð
5. október 1958.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun
Fjallabyggðar 14.
janúar 2021.
Foreldrar hennar
voru Pétur Guð-
jónsson, f. 1916, d.
2010, og Helga Jó-
hannsdóttir, f 1922, d. 1996.
Systkini Hólmfríðar eru:
Ragna Stefanía, f. 19. júlí 1951;
Jóhann Oddnýr, f. 30. apríl 1953;
Guðjón Sólmar, f. 30. apríl 1953;
Rannveig Ingibjörg, f. 3. nóv-
ember 1954; Magnús, f. 20. feb.
1956; Svanfríður, f. 1. nóv. 1961,
og Sólveig, f. 22. júlí 1963. Sam-
feðra systkini eru: Emil Helgi, f.
18. júlí 1942; Sigurrós, f. 5. des
1943; og Sigurður Örn Bergsson,
f. 5. des. 1944.
Eiginmaður Hólmfríðar er
Gunnar Steingrímsson. Dætur
þeirra eru þrjár: 1) Stefanía, f. 13.
mars 1992, markaðsfulltrúi. 2)
smiður. Börn þeirra: Róbert
Darri Sædísarson, f. 28. sept.
2011, Helgi Freyr, f. 24. nóv.
2014, og Óliver Máni, f. 24. maí
2019.
Begga ólst upp ásamt átta
systkinum á Hrauni í Sléttuhlíð.
Hún stundaði nám við grunnskól-
ann á Hofsósi. Fjórtán ára flutti
hún til Reykjavíkur og bjó þar hjá
móðursystur sinni og stundaði
nám við gagnfræðaskóla. Eftir
skóla stundaði hún ýmiss konar
störf og þar má nefna eldhússtörf
í Naustinu, hjá Ísfugli í Mos-
fellsbæ og fiskvinnslu.
Hún kynntist Ólafi Árnasyni,
þau giftu sig árið 1980 og skildu
1986. Þá flutti Begga norður á
Hofsós og kynnist Gunna nokkr-
um árum síðar. Árið 1990 flutti
hún í Stóra-Holt til Gunna og
sinnti húsmóðurstörfum og bú-
skap þar, þau giftu sig 12. desem-
ber 2012. Lengi vel starfaði hún í
Kaupfélaginu Ketilási, en síðustu
ár vann hún á Hótel Sigló.
Útför Beggu fer fram í Siglu-
fjarðarkirkju í dag, 30. janúar
2021, klukkan 14.
Vegna fjöldatakmarkana hef-
ur nú þegar verið ráðstafað öllum
sætum sem í boði eru. Athöfninni
verður streymt á vefslóðinni:
https://youtu.be/g7gggfgNRQM
Virkan hlekk á slóð má finna á:
https://www.mbl.is/andat
Fanney, f. 13. maí
1993, snyrtifræð-
ingur, maki Alfreð
Pétur Sigurðsson
matreiðslumaður.
Börn: Gunnar
Krishna Þorgilsson
og Charlotta Eik
Þorgilsdóttir. 3)
Bjarney, f. 8. nóv.
1999, framreiðslu-
meistari, maki
Hörður Harðarson
flugmaður.
Úr fyrra hjónabandi með Ólafi
Árnasyni átti hún tvö börn: 1) El-
ín, f. 3. apríl 1978, meistari í hár-
snyrtiiðn. Börn hennar: Embla
Sól Óðinsdóttir, f. 21. nóv. 2004,
og Aron Frosti Hallmarsson, f. 1.
nóv. 2014. 2) Guðjón, f. 8. júní
1980, véliðnfræðingur. Maki
Edda María Baldvinsdóttir. Börn
þeirra: Perla Sól, f. 14. mars
2005, Baldvin Óli, f. 13. ágúst
2013, og Baltasar Blær, f. 4. okt.
2018.
Fyrir átti Gunnar Sædísi Evu,
f. 14. maí 1979, grunnskólakenn-
ara, maki Hafþór Helgason húsa-
Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í
djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið
bjarta skæra veki þig með sól að
morgni.
(Bubbi Morthens)
Horfin er á braut mín elskulega
tengdamóðir sem barðist við illvíg-
an sjúkdóm sem eftir harða bar-
áttu lagði þessa kröftugu og dug-
legu konu að velli.
Ég minnist Beggu tengdó með
miklum hlýhug og væntumþykju
og man þegar ég hitti hana fyrst í
Stóra-Holti, hvað hún tók ljúflega á
móti mér, fannst í raun eins og ég
hefði komið þarna áður og hitt
hana.
Við deildum sameiginlegum
áhuga á fallegu handverki og
ræddum oft um hitt og þetta því
tengt þegar okkur gafst tækifæri
til, það er svo gaman frá því að
segja þar sem Begga var mjög list-
hneigð að hún hefur sannarlega
borið alla sína list í öll sín börn sem
birtist á einn eða annan hátt í þeim.
Ég veit að hún var gríðarlega
stolt af öllum sínum börnum sem
hafa heldur betur fundið sína slóð í
lífinu og elt sína drauma, stóra sem
smáa.
Elskuleg tengdamamma mín
hafði alla sína ævi klifið fjöll, það
voru þó annars konar fjöll sem hún
komst yfir með sinni hörku, dugn-
aði og ómælda æðruleysi sem mér
fannst vera einstaklega mikið af
síðustu árin hjá henni.
Hún var svo komin með brenn-
andi áhuga á fjallabrölti og hvers
lags göngum víðsvegar í góðum
félagsskap ættingja sinna þegar
hún var búin með „hin fjöllin“ sem
hún hafið klifið áður, þvílíkur kraft-
ur í einni konu. Hún er amma
drengjanna minna sem hafa erft
beint frá henni brennandi kisu-
áhuga sem nær langt út fyrir það
sem eðlilegt getur talist. Fallegt er
eitt af mörgum lýsingarorðum sem
ná yfir þeirra áhuga á köttum.
Hefði verið ljúft ef þeir hefðu feng-
ið að kynnast ömmu Beggu meira,
en við sem eftir erum munum sjá
til þess að minning hennar mun lifa
um ókomna tíð.
Við elsku Gauja minn, Elínu,
Stefaníu, Fanneyju og Bjarneyju
vil ég segja: mamma ykkar mun
ætíð lifa í ykkur og lýsa ykkur
dimma daga með góðum og ljúfum
minningum, þær minningar ylja
líkt og sól að morgni. Af alhug
sendi ég mínar innilegustu samúð-
arkveðjur á ykkur öll sem eitt.
Sendi elsku besta Gunna líka
mínar allra dýpstu samúðarkveðj-
ur á þessum erfiðu tímum og vona
þú fáir innri styrk með kjarnanum
sem þið Begga byggðuð upp sam-
an ykkar á milli. Þegar á reynir er
ljóst að ástin er sterkasta aflið og
því getur enginn breytt.
Þú skilur eftir auðlegð þá
sem enginn tekið fær.
Ást í hjarta, blik á brá,
og brosin silfurtær.
(GÓ)
Blessuð sé minning þín, elsku
Begga mín, hvíl í friði.
Þín tengdadóttir,
Edda María.
Kraftur, þrautseigja, dugnaður,
gleði, já bara alger nagli. Þetta er
meðal annars það sem lýsir Beggu
mágkonu minni svo vel. Hún þurfti
að láta í minni pokann eftir erfið
veikindi sem hafa hrjáð hana síð-
astliðið ár.
Nú er skarð höggvið í systkina-
hópinn frá Hrauni í Sléttuhlíð;
systkini sem alltaf standa saman
og eru hjálpsöm hvert við annað.
Begga var þriðja yngst af 11 systk-
inum, fædd árið 1958 og var aðeins
62 ára er hún lést.
Líf hennar var ekki alltaf dans á
rósum; hún þurfti að klífa margan
vegginn til að ná takmarki sínu, og
hún bara gerði það. Tók erfiðleik-
ana föstum tökum og sigraðist á
þeim. Í allmörg skipti tók hún að
sér að sjá um fjós fyrir okkur svo
við kæmumst frá, það var aldrei
neitt vesen þótt hún hafi haft kýr
sjálf heima í Holti, hún bara skaust
í Hraun og reddaði þessu! Við vor-
um góðar vinkonur, það var stutt á
milli heimila okkar, en stundum
virtist það ansi langt að skreppa í
Holt svo við hefðum mátt vera dug-
legri að hittast en við vissum alltaf
hvor af annarri. Oft var önnur okk-
ar nefnd þegar hin átti í hlut, sem
dæmi var stundum sagt að við vær-
um fjári líkar í klaufaskap á drátt-
arvélum. Eitt skipti braut ég eitt-
hvað á dráttarvél og gekk með
brotin til Magga, sem kom æðandi
á móti mér og sagði: „Alveg eins og
Begga systir sem aldrei gat farið í
gegnum hlið öðruvísi en að taka
annan hliðstaurinn með sér!“
Það var mikið gæfuspor þegar
Begga kynntist Gunna sínum og
flutti í Stóra-Holt. Gunni reyndist
Beggu og börnunum hennar
tveimur, Elínu og Guðjóni, vel og
var kletturinn í lífi þeirra. Síðan
eignuðust Begga og Gunni þrjár
dætur, þær Stefaníu, Fanneyju og
Bjarneyju. Ömmubörnin voru
Beggu mikils virði, hún var dugleg
að hjálpa til með pössun og fleira
þegar á þurfti að halda. Þau vantar
mikið þegar amma Begga er ekki
lengur til staðar. Begga og Gunni
voru samheldin í því sem þau tóku
sér fyrir hendur. Gunni var á grá-
sleppu á vorin og þá sá Begga um
sauðburð og fjós, já þessi dugnað-
arforkur kvartaði aldrei, hún leysti
bara málin.
Begga var vinmörg og margir
sem sakna, en við yljum okkur við
minningarnar.
Elsku Gunni, Elín, Gaui, Stef-
anía, Fanney og Bjarney, guð
styrki ykkur í sorginni. Blessuð sé
minning Beggu í Holti.
Elínborg Hilmarsdóttir.
Kunnuglegur stingur innra með
mér gerir vart við sig þegar ég
skrifa mína hinstu kveðju til þín
elsku Begga.
Hugur minn er heima í sveit því
minningarnar frá Holti eru marg-
ar. Ein af mínum uppáhalds er frá
sumarkvöldi, þegar birtan var gull-
in í fallegu bæjarstæðinu og golan
hlý. Ungdómurinn fékk að leika
sér úti langt fram eftir, Gunni var
að bardúsa niðri í fjósi og Begga að
gróðursetja blóm, því þrátt fyrir
langan vinnudag, mjaltir og ótal-
mörg dagsverk áttu þau einn fal-
legasta garð sem ég hef séð. Þann-
ig var hún Begga, alveg ótrúleg
ofurkona. Jafn skemmtilegan og
stórkostlegan karakter, með jafn
glettinn hlátur, er erfitt að finna.
Þau ófáu skipti sem ég fékk að
gista í Holti í bernsku þakka ég
einlæglega fyrir og bý að ævilangt.
Þegar ég læddist niður stigann
með heimþrá og fann þig í eldhús-
inu, þú faðmaðir mig fast og þurrk-
aðir tárin mín svo ég trítlaði hug-
hreyst tilbaka, undir súðina til
Steffýjar og svaf þar vært undir
dúnsænginni.
Vináttan þín og mömmu var fal-
leg og sönn, hjálpsemin ofar öllu
öðru. Góðar stundir á Ketilási
koma eflaust upp í huga margra.
Þar stóðuð þið vaktina, hlátra-
sköllin voru mörg og alltaf heitt á
könnunni. Með hlýhug til einstakr-
ar fjölskyldu, ástvina og sveitunga
sendi ég samúðarkveðjur. Með
sorg í hjartanu þakka ég þér fyrir
allt elsku Begga, minning þín lifir
um ofurkonuna sem allt vildi fyrir
mann gera, hvíldu nú rótt.
Lilja Hauksdóttir
frá Deplum.
Viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
(HF)
Þessar vísuhendingar koma
mér fyrst í hug þegar ég minnist
Beggu. Fyrir um 30 árum flutti
hún í Fljótin með elstu börnin sín
tvö, þá höfðu þau fundið hvort ann-
að hún og Gunni í Holti. Fljótlega
varð okkur vel til vina, með börn á
svipuðum aldri, sameiginleg
áhugamál í búskap, handavinnu og
kvenfélagsstarf og síðar með ára-
langri samvinnu í verslun KS á
Ketilási.
Við náðum vel saman. Begga
var duglegasta kona sem ég hef
kynnst; úrræðagóð, lagin og rök-
föst, stundum skemmtilega hvatvís
en með stórt hjarta og sannur vin-
ur vina sinna. Þegar vetrarríki
hamlaði heimferð í Stíflu að lokn-
um vinnudegi í búðinni var ekkert
sjálfsagðara en að fá gistingu í
Stóra-Holti, mat, uppbúið rúm og
annað sem þurfti til, auk þess sem
yngsta dóttir mín átti þar sitt ann-
að heimili síðustu veturna í grunn-
skóla.
Þetta var góður tími og ljúfar
minningar veita styrk. Elsku
Begga, takk fyrir að vera mín
traustasta vinkona öll þessi ár.
Takk fyrir að vera ekki alltaf sam-
mála, en alltaf sanngjörn. Takk
fyrir hjálpina þegar Haukur veikt-
ist og dó. Þegar ég sá þig síðast
sagðir þú: „Ég verð hressari
næst.“ Ég veit þú stendur við það.
Sigurlína Kristinsdóttur
frá Deplum.
Hólmfríður Berg-
þóra Pétursdóttir
✝ Guðný Ragn-arsdóttir fædd-
ist á Fossvöllum 18.
júlí 1943. Hún lést á
Skjólgarði 23. jan-
úar 2021.
Hún var dóttir
hjónanna Önnu
Bjargar Einars-
dóttur, f. 27. mars
1917, d. 3. janúar
2015, og Ragnars
Gunnarssonar, f.
20. júlí 1902, d. 31. mars 1967.
Systkini hennar eru Eiður, f.
26. desember 1934, d. 31. júlí
2016. Hermann, f. 12. janúar
1939, eiginkona hans er Sjöfn D.
Bergmann, f. 6. september 1937,
þau eiga þrjú börn. Gunnar, f.
15. apríl 1940, d. 30. september
1970. Ókvæntur og barnlaus.
Þríburasystur Guðnýjar eru
Kristbjörg, f. 18. júlí 1943, eig-
Ingi. 2) Ragnar, f. 24. mars 1970,
maki Soffía S. Jónasdóttir, dótt-
ir þeirra María Mist og stjúp-
dóttir hans Ylfa Kristín. Börn
Ragnars úr fyrra sambandi eru
Gísli Freyr, maki Anna Rún Jó-
hannsdóttir og börn þeirra eru
Júlía Sif og Rúnar Orri. Thelma
Guðný, Heiðar Snær og Eiður
Orri. 3) Björgvin, f. 24. mars
1970, maki Guðný Margrét
Bjarnardóttir, börn þeirra eru
Eva Björk, Tómas Atli og Arnar
Bjarki. 4) Anna, f. 26. febrúar
1971, börn hennar eru Ester
Lind, Drífa Hrönn og Birkir
Þór. 5) Erla Berglind, f. 30. jan-
úar 1975, eiginmaður hennar
Sigurbjörn Árnason, börn
þeirra eru Guðjón Vilberg, Árni
Fannberg, Guðný Olga Lind-
berg, Anton Kristberg og Krist-
ján Hafberg.
Sambýlismaður hennar var
Arnar Haukur Bjarnason, f. 1.
júlí 1942, frá Höfn í Hornafirði.
Útför Guðnýjar verður gerð
frá Egilsstaðakirkju í dag, 30.
janúar 2021, klukkan 13.
Hún verður lögð til hinstu
hvílu í Sleðbrjótskirkjugarði.
inmaður hennar er
Valgeir Magn-
ússon, f. 13. janúar
1932, þau eiga
fimm börn. Ragn-
heiður, f. 18. júlí
1943, eiginmaður
hennar var Birgir
Þór Ásgeirsson, f.
11. nóvember 1939,
d. 24. nóvember
2012, þau eiga þrjú
börn. Stúlka, fædd
andvana 14. október 1958.
Guðný giftist Antoni Stefáni
Gunnarssyni, f. 1. október 1945,
d. 28. janúar 2011, frá Borgum í
Vopnafirði 14. september 1969.
Þau slitu samvistir 1992. Börn
þeirra eru: 1) Kristrún, f. 16.
maí 1969, eiginmaður Eiríkur
Bjarnason, börn þeirra eru Þor-
björg Henný, d. 12. október
2011, Guðdís Benný og Fannar
Fyrstu mánuði ævi minnar bjó
Guðný móðursystir mín á Foss-
völlum og þar mynduðust með
okkur sterk tengsl. Hún passaði
mig oft þegar mamma brá sér frá
og skilst mér að það hafi ekki
alltaf verið auðvelt.
Guðnýju féll aldrei verk úr
hendi en hún var alveg einstak-
lega dugleg. Það var alveg með
ólíkindum hverju þessi litla kona
afkastaði.
Hún var mikil handavinnu-
kona og lék allt í höndunum á
henni. Það var alltaf gott að
koma til hennar, fyrst til Vopna-
fjarðar og síðar á Höfn, og var
hún höfðingi heim að sækja. Mik-
ið á ég eftir að sakna samveru-
stunda og langra símtala.
Um leið og ég þakka Guðnýju
frænku fyrir einstaka vináttu og
velvild í minn garð og fjölskyldu
minnar votta ég Arnari, börnum
hennar og fjölskyldum þeirra
samúð mína.
Í rökkurró hún sefur
með rós að hjartastað.
Sjá haustið andað hefur
í hljóði á liljublað.
Við bólið blómum þakið
er blækyrr helgiró.
Og lágstillt lóukvakið
er liðið burt úr mó.
Í haustblæ lengi, lengi
um lyngmó titrar kvein.
Við sólhvörf silfrin strengi
þar sorgin bærir ein.
(Guðmundur Guðmundsson)
Falleg minning um þig mun
lifa
Aðalheiður Bergfoss.
Við vorum ekki búnar að fá
nógu mikinn tíma saman Guðný
en þannig er það alltaf. Ég kom
inn í fjölskylduna fyrir nokkrum
árum og við urðum strax vinkon-
ur. Þú hringdir oft og ég til baka.
Í gegnum tíðina hafði ég
margoft heyrt mömmu og pabba
tala um ykkur Arnar, því fannst
mér ég hafa þekkt ykkur lengur
en raunin var. Við vorum ekki
alltaf sammála og ég, sá góði
mannþekkjari sem ég þykist
vera orðin, áttaði mig fljótlega á
því að einfaldast var að humma
og jamma með, að minnsta kosti
stundum. Mér fannst við tengj-
ast á svo margan hátt þótt árin
væru æði mörg á milli okkar. Við
vorum báðar Hlíðarkonur í húð
og hár; aldar upp hvor sínum
megin við Laxána, vanar sveit-
inni og því sem henni fylgir. Það
hvessir stundum úti í Hlíð og dal-
golan er það allra versta. Stund-
um hvessir líka hjá okkur í lífinu
og það gilti einnig um þig.
Því miður var ekki enn búið að
lægja. Kannski verða Hlíðarkon-
ur of vanar dalgolunni og kjaga
áfram af gömlum vana. Ég sé
fyrir mér lífið í sumarlandinu
núna og þar leggur ilminn af ný-
bökuðu gómsæti og rjúkandi
kaffi. Líklega ertu búin að láta
Hrafnabjargabræður heyra það
svo vel syngur í og Eiður situr í
horninu og glottir yfir öllu sam-
an.
Takk fyrir tímann sem við átt-
um saman Guðný mín, ég tel okk-
ur hafa nýtt hann vel og innilega
þótt stuttur væri.
Fram í heiðanna ró
fann ég bólstað og bjó
þar sem birkið og fjalldrapinn grær
þar er vistin mér góð
aldrei heyrist þar hnjóð
þar er himinninn víður og tær
(Þýð. Friðrik Aðalsteinn Friðriksson)
Þangað til næst.
Þín
Soffía.
Guðný
Ragnarsdóttir
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
HELGI SIGURÐUR ÁSGRÍMSSON,
Ásvegi 5, Dalvík,
lést á heimili sínu mánudaginn
25. janúar 2021.
Íris Dagbjört Helgadóttir Jens Viborg Óskarsson
Aðalbjörg Gréta Helgadóttir Snæbjörn V. Ólason
Árni Geir Helgason Guðrún Ásgeirsdóttir
afabörn og langafabörn
Faðir okkar og bróðir,
SIGURÐUR BERGSTEINSSON
smiður,
lést mánudaginn 28. desember.
Útförin fór fram í Oddakirkju á
Rangárvöllum laugardaginn 9. janúar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ragnheiður Þyri Sigurðardóttir
Albert E. Bergsteinsson
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við
andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
ERLINGS RAGNARS LÚÐVÍKSSONAR,
fv. slökkviliðsmanns,
sem lést á lungnadeild Landspítalans
7. janúar.
Guð blessi ykkur öll.
Jakobína R. Ingadóttir
Ingi Einar Erlingsson
Elvar Örn Erlingsson Sólveig Valgeirsdóttir
Björg Ragna Erlingsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn