Morgunblaðið - 30.01.2021, Side 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2021
Elsku pabbi minn. Það er ólýs-
anlega sárt að nú sé komið að
kveðjustund okkar. Þú komst inn í
líf mitt við eins árs aldur þegar þið
mamma tókuð saman í annað sinn.
Mín fyrsta minning um þig er einn
vetrardag þegar við vorum að leik
í snjónum fyrir utan heima. Þegar
ég var 5 ára slituð þið mamma
sambúð. Niðurbrotinn fór ég til að
ná í þig, við ræddum málin og eftir
að þú hafðir útskýrt fyrir mér að
ég væri alltaf velkominn til þín þá
leið mér aðeins betur. Vinátta og
virðing hélst á milli ykkar mömmu
og ég heimsótti þig vikulega. Við
gerðum margt saman. Fórum nið-
ur í fjöru, skoðuðum bátana í smá-
bátahöfninni, fórum í sund og þú
kenndir mér að hjóla. Á veturna
fórum við stundum í Bláfjöll á
skíði og það fannst mér ótrúlega
gaman. Fimm sumur í röð dvöld-
um við eina viku á Bifröst í Borg-
arfirði. Þar var yndisleg náttúru-
fegurð og mér leið svo vel. Eitt
sumarið kom mamma með okkur
og ég var svo glaður að þið voruð
þrátt fyrir sambúðarslitin ennþá
vinir. Þú sást til þess að mig skorti
ekkert, gafst mér frá unga aldri
reglulega vasapening og dekraðir
við mig með hinum ýmsu gjöfum.
Einnig sástu til þess þegar ég var
9 ára að við mamma hefðum
öruggt húsaskjól með útborgun
fyrir íbúð verkamannabústaða.
Við áttum gott með að tala saman
og alltaf varst þú til staðar þegar
ég þurfti á að halda. Áhugamál þín
voru m.a. skák, tvisvar varst þú
Ragnar Karlsson
✝ Ragnar Karls-son fæddist
ásamt bróður sín-
um Óla á Siglufirði
12. maí 1935.
Hann lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 29. desem-
ber 2020.
Foreldrar hans
voru Jónína Sig-
urðardóttir, f. 20.8.
1912, og Karl
Gíslason, f. 23.5. 1901.
Ragnar átti einn uppeldisson,
Davíð Pál Helgason, f. 2.3. 1973.
Útförin fór fram í kyrrþey frá
Fossvogskapellu 6. janúar 2021.
Suðurnesjameistari
og þrisvar Keflavík-
urmeistari, enska
knattspyrnan og
spilaðir þú reglulega
í íslenskum getraun-
um. Þú áttir gott
safn bóka og hafðir
gaman af að lesa alls-
konar fróðleik.
Laugardalssund-
laugin var í miklu
uppáhaldi hjá þér og
syntir þú reglulega. Þú varst
heilsuhraustur og lagðist inn á
spítala í fyrsta skipti 83 ára þegar
þú dast í hálku við sundlaugarnar.
Einu ári síðar ákvað ég að taka þig
heim til mín eftir að þú veiktist al-
varlega og hafðir dvalið um tíma á
spítala. Ég vildi hafa þig hjá mér
svo að ég gæti annast þig eins vel
og ég gæti. Með tímanum styrkt-
ist þú og við fórum út að ganga
nánast daglega, auk þess fórum
við til Þingvalla, Hveragerðis og á
gamla vinnusvæði Varnarliðsins í
Keflavík þar sem þú starfaðir í 45
ár. Þér fannst margt breytt en
hafðir gaman af að sjá sumt sem
þú kannaðist við. Í ágúst á liðnu
sumri vildir þú hefja aftur sjálf-
stæða búsetu og daglega heim-
sótti ég þig. Allt virtist ganga vel
þangað til í október að þú þurftir
að leggjast inn og svo aftur í lok
nóvember. Rétt fyrir jól bauðst
þér svo dvöl á hjúkrunarheimili og
þú sagðist treysta mér til að taka
ákvörðun. Og nú þegar ég skrifa
þetta þá renna tár sársaukans nið-
ur mínar kinnar því að þú hafðir
aðeins dvalið þar rétt um eina viku
þegar þú kvaddir þennan heim.
Þú komst til mín sem engill frá himni og
færðir mér birtu og yl.
Þú studdir mig í einu og öllu með þér
var svo gott að vera til.
Þeim dýrmætu stundum sem við áttum
saman mun ég aldrei gleyma.
Mynd af þér djúpt í hjarta mér
mun ég ávallt geyma.
Þú varst minn verndarengill og
ég mun sakna þín mjög mikið.
En ég trúi að við munum sam-
einast síðar meir.
Hvíl í friði, elsku pabbi minn.
Þinn
Davíð.
✝ SteingrímurKristjánsson
fæddist 21. okt.
1926 í Hafnarfirði.
Hann lést þann 26.
des. 2020 á hjúkr-
unarheimilinu
Mörk í Reykjavík.
Hann var sonur
hjónanna Sigrúnar
Gissurardóttur frá
Gljúfurholti í Ölf-
ushr., f. 28. mars
1908, d. 28. apríl 1991, og Krist-
jáns Steingrímssonar, bifreiða-
stjóra í Hafnarfirði, f. 25. sept-
ember 1906, d. 15. okt. 1991.
Systkini hans voru Margrét
Ágústa Kristjánsdóttir, f. 3.
mars 1934, d. 14. sept. 2000, og
Gissur Júní Kristjánsson, f. 25.
júní 1944.
Eiginkona hans var Ingibjörg
Sigurlinnadóttir, f. 30. mars
1926, d. 21. mars 1986, dóttir
Sigurlinna Péturs-
sonar bygging-
armeistara og
myndlistarmanns,
f. 12. des. 1899, d.
20. júní 1976, og
Vilhelmínu Ólafs-
dóttur, f. 11. maí
1905, d. 18. mars
1983.
Kjörsonur þeirra
er Kristján Stein-
grímsson, f. 4. nóv.
1958.
Steingrímur útskrifaðist sem
stúdent frá MA 1946 og sem
lyfjafræðingur frá Danmarks
Farmaceutiske Højskole 1951.
Hann var apótekari á Siglufirði
frá 1963 til 1971 og stofnaði þá
Árbæjarapótek og var þar apó-
tekari til 1998 og viðloðandi
apótekið meðan heilsa leyfði.
Útför hans fór fram í kyrrþey
að hans ósk.
Látinn er í hárri elli góður
starfsbróðir og félagi til magra
ára, Steingrímur Kristjánsson
apótekari.
Leiðir okkar Steingríms lágu
fyrst saman árið 1957 í Apóteki
Austurbæjar. Með okkur tókst
strax gott samstarf, byggt á
gagnkvæmu trausti. Síðla árs
1958 fór Steingrímur til starfa í
Kaupmannahöfn, en kom aftur í
nóvember árið eftir. Aftur skildi
leiðir, er Steingrímur gerðist
apótekari á Siglufirði árið 1963.
Það var ekki auðvelt að taka
við apóteki á þessum árum, og
hvað þá í dreifbýlinu. Lánsfé var
af skornum skammti, en sú kvöð
fylgdi oftast lyfsöluleyfinu, að
kaupa varð vörubirgðir og allan
búnað apóteksins og yfirleitt
húsnæðið líka. Vinnutími var
langur og viðveran algjör. Nóg
var að gera, því oft var apótekið
fyrsti staðurinn, sem leitað var
til ef krankleika varð vart. Og
ekki mátti bregða sér af bæ,
nema staðgengill væri tiltækur.
Steingrímur flutti aftur suður,
er hann fékk lyfsöluleyfið fyrir
Árbæjarapóteki, sem hann
stofnaði 1971.
Það var sérkennileg og
heillandi veröld, sem lyfjafræði-
nemar ársins 1946 gengu inn í,
er þeir komust í fyrsta sinn á
„bak við“ í apóteki. Í augum við-
skiptavinarins var apótekið að-
eins afgreiðslustaður fyrir lyf,
en á bak við var heil lyfjaverk-
smiðja. Meðfram veggjum voru
skápar og hillur, með þéttröð-
uðum misstórum flöskum og
krukkum, allt vel merkt. Sum
glösin voru merkt með þremur
krossum, en það þýddi að inni-
haldið gæti verið varsamt og
önnur með hauskúpu og leggj-
um, sem þýddi yfirleitt bráð-
drepandi. Og svo var það þessi
sérstaka lykt, sem fylgdi apótek-
inu.
Apótekin blönduðu flest lyfin
sjálf, samkvæmt Lögbókalyfja-
skrám.
Nú er öðruvísi um að litast,
allt kemur í innsigluðum umbúð-
um, tilbúnum til afhendingar,
sem sjúklingurinn opnar síðan
sjálfur. Kröfurnar til öryggis og
gæða lyfjaframleiðslu eru orðn-
ar svo miklar, að lyf eru nú að-
eins framleidd í sérhönnuðum
verksmiðjum.
Apótekarinn var í mjög sér-
stakri aðstöðu. Á honum hvíldi
mjög víðtæk ábyrgð, sem senni-
lega er lítt skiljanleg nú. Í fyrsta
lagi bar hann faglega ábyrgð á
öllum lyfjum, sem blönduð voru
í apótekinu og þar með jafn-
framt á verkum alls starfsfólks-
ins. Hann bar fjárhagslega
ábyrgð á rekstrinum með öllum
sínum eigum, jafnt íbúðarhús-
næði sem öðru, þótt hann réði í
raun sáralitlu sem engu um af-
komuna. Ríkisvaldið skammtaði
honum tekjur með ákvörðunum
um, hvaða vörur apótekið mætti
hafa á boðstólum og á hvaða
verði lyfin væru afhent til al-
mennings.
Þegar Steingrímur kom aftur
suður endurnýjuðust fyrri kynni
í gegnum félagsstarf okkar apó-
tekara og áttum við ekki síður
góð samskipti á þeim vettvangi.
Og nú er hinsta kveðjustund-
in runnin upp. Að leiðarlokum
kveð ég góðan dreng með þökk
fyrir áratuga farsæla samfylgd.
Blessuð sé minning hans.
Kristjáni og fjölskyldunni
allri sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Werner Rasmusson
apótekari.
Þá „lagði Steingrímur inn ár-
arnar“ eins og sagt er hér í
Færeyjum.
Steingrímur Kristjánsson var
maðurinn hennar Ingibjargar
Sigurlinnadóttur sem var systir
föður míns, Ólafs Péturs.
Ætt hans og annan uppruna
læt ég aðra um en hann byrjaði
hér mér sem „Inga og Steini“ á
Siglufirði en þar var Steingrím-
ur lyfsali eða apótekari fram til
1971.
Steingrímur eins og ég kallaði
hann þótt kannski hafi hann ver-
ið nefndur „Steini“ eins og ást-
kær sonarsonur kom inn í mitt
líf þegar ég var um það bil 9 ára
og átti heima í Garðahreppi að
Hraunhólum en þar bjuggu auk
foreldra minna afi minn og
amma, Sigurlinni Pétursson
húsasmiður, ættaður frá Látrum
og kona hans Vilhelmína Ólafs-
dóttir úr Hafnarfirði. Steingrím-
ur var úr Hafnarfirði og afi hafði
leigt sig inn hjá Ólafi föður
ömmu. Því er alls ekki ólíklegt
að þau hafi bæði þekkt til Stein-
gríms sem síðan „nældi sér í“
Ingu frænku mína. Við skulum
bara gera ráð fyrir því.
Hann var fjallmyndarlegur,
hár vexti og vel byggður í alla
staði. Mér fannst hann alltaf
heimsborgari og með yfirbragð
menntamanns í jákvæðri merk-
ingu þess orðs. Alltaf smart í
tauinu.
Sem sagt þarna þegar ég var
9 ára kom hann inn í mitt líf og
tók sér þar búsetu, er hér enn
og verður áfram.
Kristján þeirra einkasonur
einn minn allra besti vinur auk
þess að vera frændi minn en við
erum jú þremenningar. Geta má
þess í framhjáhlaupi að „frænd-
ur“ á færeysku merkir „vinir“.
Æ síðan haft mikil og góð
samskipti við Kristján frænda
minn og vin. Aldrei var Stein-
grímur langt undan.
Vit hittumst á mannamótum,
um jól, ármót og svo þegar ég
tók hús á fólkinu hans eftir að
ég fluttist til útlanda og lagðist í
heimshornaflakk.
Hann var hlýlegur og nær-
gætinn í minn garð.
Það var oft gaman að tala við
hann þótt ekki færi fyrir þannig
stundum seinni árin en bæði
kom ég ekki oft til landsins og
Steingrímur hætti að vinna í
apótekinu sem Kristján hafði að
miklum hluta tekið við með ár-
unum en það apótek var í Ár-
bænum.
Kannski má segja að Stein-
grímur og Inga hafi verið „frum-
byggjar“ þar þegar Árbæjar-
hverfið var að rísa úr grasi um
1971.
Það tekur alltaf í þegar ná-
komnir falla frá og týna tölunni.
Líka þótt aldurinn hafi færst yf-
ir.
Kristján sonur hans, hans
mjög svo fína kona og börn hafa
beinlínis tekið móður mína í
fóstur eftir að ég fór af klak-
anum.
Hugsað um hana af mikilli
natni og fáheyrðum kærleika.
Reyndar mig líka. Eiginlega
bara tekið okkur traustataki.
Þetta fólk er mér kært og
súrt í broti á sjá á eftir Stein-
grími þótt aldurinn hefði færst
yfir.
Ég votta Rögnu, Kristjáni,
börnum og þeirra spúsum mína
innilegustu samúð.
Steingrímur reyndist mér
alltaf vel.
Jóhann Valbjörn Long
Ólafsson.
Steingrímur
Kristjánsson
✝ SigurbjörgLilja
Guðmundsdóttir
fæddist á Egilsá í
Skagafirði 1. mars
1937. Hún andaðist
á líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 22. desember
2020.
Foreldrar henn-
ar voru Anna Sig-
urbjörg Gunnars-
dóttir, f. 1. apríl 1904 í Keflavík í
Hegranesi í Skagafirði, d. 20.
maí 1982, og Guðmundur Lilj-
endal Friðfinnsson, f. 9. desem-
ber 1905 á Egilsá í Skagafirði, d.
4. desember 2004.
Systur Sigurbjargar eru
Kristín, f. 16. mars 1934, og Sig-
urlaug, f. 10. október 1935.
Sigurbjörg giftist vorið 1958
Þór Snorrasyni, f. 19. september
1933, frá Siglufirði. Foreldrar
hans voru Snorri Arnfinnsson, f.
Þorsteinsdóttir, og dótturina
Þórönnu Stefaníu, móðir Krist-
rún Ásta Sigurðardóttir.
4) Ægir Þór, f. 25. febrúar
1970, maki Snædís Huld Björns-
dóttir, f. 15. júní 1973, barn
þeirra Bjartur.
Sigurbjörg ólst upp á Egilsá í
Skagafirði, lauk gagnfræða-
skóla á Akureyri og húsmæðra-
skóla á Blönduósi. Eftir það
vann hún á hótelinu á Blönduósi
og kynntist eftirlifandi eigin-
manni sínum þar. Hjónin fluttu
fljótlega til Reykjavíkur þar sem
Sigurbjörg fékkst við ýmis störf.
Lengst af starfaði hún þó með
eiginmanni sínum við skrúð-
garðaþjónustu Þórs Snorrason-
ar. Sigurbjörg lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð árið 1989 og BA-
prófi í heimspeki frá Háskóla Ís-
lands árið 1995. Eftir það starf-
aði hún sem forstöðumaður frí-
stundarheimilis við Hjallaskóla í
Kópavogi. Hjónin byggðu sér
sumarhús í Eilífsdal í Kjós þar
sem Sigurbjörg fékkst við rækt-
un og var virk í stjórn sumar-
húsaeigenda til margra ára.
Útför hefur farið fram í kyrr-
þey að ósk hinnar látnu.
19. júlí 1900 að
Brekku í Naut-
eyrarhreppi í Ísa-
fjarðarsýslu, d. 28.
júní 1970, og Þóra
Sigurgeirsdóttir, f.
12. september 1913
á Ísafirði, d. 9. maí
1999.
Börn Sigur-
bjargar og Þórs
eru: 1) Guðmundur
Liljendal, f. 11. júní
1958, maki Hrönn Arnfjörð, f.
12. september 1966. Áður átti
Guðmundur Sigurbjörgu Lilju,
Tryggva Snæ og Berglindi
Köru, móðir Iðunn Guðgeirs-
dóttir.
2) Drengur, f. 16. mars 1964,
d. 19. mars 1964.
3) Snorri, f. 4. apríl 1966,
maki Elín Sesselja Guðmunds-
dóttur f. 18. júní 1967. Áður átti
Snorri Þór, Hauk Óla og Jóhann
Árna, móðir Kristín Jóhanna
Úti er snjór og bjart yfir öllu og
fjallstopparnir baðaðir í sól.
Fyrsti dagur eftir vetrarsólhvörf.
Síminn hringir og Þór tilkynnir
mér að Lilla sé látin. Vart hægt að
hugsa sér fegurri dag til að kveðja
á en Lilla var mikið náttúrubarn.
Við fráfall hennar er mér efst í
huga þakklæti fyrir langa og far-
sæla vináttu. Þór var æskuvinur
Pálma, mannsins míns, og hitt-
umst við reglulega nokkrum sinn-
um á ári, spiluðum bridge og
snæddum ljúffengan mat en bæði
voru miklir matgæðingar Pálmi og
Lilla og skiptust á mataruppskrift-
um. Á hverju sumri lá svo leið okk-
ar upp í Tröð í Eilífsdal, unaðsreit
Lillu, þar sem grænir fingur henn-
ar nutu sín og unun var að fylgjast
með öllum tilraununum sem þar
voru í gangi. Jafnan var farið í
gönguferðir og eitt sinn þræddum
við allan fjallahring Esjunnar.
Þvílíkt útsýni. Einnig fórum við
ófáar innanlandsferðir saman.
Sérstaklega er mér minnisstætt
er við Lilla gengum fjallahringinn
í Landmannalaugum, níu tíma
ganga, meðan karlarnir okkar
voru að veiða. Litadýrðin stórkost-
leg. Það var svo gaman að ferðast
með Lillu. Hún naut náttúrunnar
svo innilega og sá svo margt í
henni sem aðrir ekki sáu.
Lilla var alin upp á menningar-
heimili í sveit þar sem bækur og
sagnir voru í hávegum hafðar.
Hún var sjálf víðlesin og hafði
sterkar skoðanir. Það var oft
fjörugt að rökræða við hana. Á
annan áratug starfaði hún með
mér í Hjallaskóla. Sá fyrst um Frí-
stund og síðar einnig um mötu-
neyti nemenda.
Hún var hugmyndarík og leitaði
leiða til að gera dvöl nemenda fjöl-
breytta, skemmtilega og notalega.
Í skólahverfi Hjallaskóla voru
margir ungir foreldrar sem voru
að koma yfir sig þaki og unnu
langan vinnudag. Því skipti miklu
máli að vel tækist með rekstur
Frístundar. Mötuneytið rak hún af
mikilli útsjónarsemi. Hún var vel
liðin af nemendum og samstarfs-
fólki. Það var því mikið lán að fá
hana til starfa í skólann. Árið 2007
fékk Lilla heilablóðfall en með frá-
bærri aðstoð Þórs, góðri endur-
hæfingu og ómældri seiglu tókst
henni að komast á fætur aftur.
Hún sagði: „Kollurinn er í lagi, það
er fyrir mestu.“
Hún hóf svo baráttuna við
krabbameinið með sama æðru-
leysi og alltaf stóð Þór sem klettur
við hlið hennar.
Elsku Þór, Guðmundur, Snorri,
Ægir og fjölskyldur, hugur minn
er hjá ykkur. Innilegustu samúð-
arkveðjur.
Stella Guðmundsdóttir,
fv. skólastjóri Hjallaskóla.
Sigurbjörg Lilja
Guðmundsdóttir
Þökkum öllum þeim sem sýnt hafa samúð
vegna andláts móður minnar, tengdamóður
og ömmu,
EBBU HALLDÓRU GUNNARSDÓTTUR,
sem lést laugardaginn 9. janúar.
Hlýjar kveðjur hafa yljað okkur og lýst upp
þessa dimmu daga.
Elsa Björk Valsdóttir Hörður Helgi Helgason
Helga Harðardóttir
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
hlýhug við andlát og útför ástkærs föður,
tengdaföður og afa,
PÉTURS HAUKS GUÐMUNDSSONAR,
byggingartæknifræðings
og múrarameistara,
Nuuk, Grænlandi.
Jarðarförin fór fram 25. september frá Hallgrímskirkju og var
hann lagður til hinstu hvílu í Kópavogskirkjugarði.
Ásdís Elva Pétursdóttir
Árdís Ösp Pétursdóttir
og fjölskyldur
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar