Morgunblaðið - 30.01.2021, Side 39
DÆGRADVÖL 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2021
undanúrslit í Iceland Got Talent og
einnig keppti hópur á heimsmeistara-
mótinu í Fit kid þegar það var haldið
hér á landi, en þar vann Helga verð-
laun fyrir bestu danssmíðina.
Ásamt því að reka dansskóla síð-
ustu 10 árin hefur Helga tekið að sér
ýmis verkefni. Hún var til dæmis
danshöfundur í tveimur söngleikjum
hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja,
danshöfundur í Michael Jackson-
sýningu sem sett var upp í Hörpu
haustið 2013, danshöfundur í auglýs-
ingu hjá Samsung árið 2013 og hefur
stýrt nemendasýningum seinustu 10
árin.
„Mín helstu áhugamál eru að dansa,
kenna dans, ferðast, vera með fjöl-
skyldunni og útivera. Við fjölskyldan
fórum að stunda fjallgöngur síðasta
sumar og kolféllum fyrir því. Dans-
kennsla hefur verið einn stærsti hlut-
inn af mínu lífi undanfarin 10 ár. Mér
finnst svo mikilvægt að mennta líkam-
ann vel, læra að beita sér rétt o.s.frv.
Listdanskennsla er mikilvæg, sama
hvort einstaklingar ætla sér að verða
atvinnudansarar eða ekki.“
Fjölskylda
Eiginmaður Helgu er Haraldur
Gunnar Bender, f. 26.9. 1981, lag-
erstjóri hjá Luxor tækjaleigu. Þau
eru búsett í Rituhólum í Reykja-
vík. Móðir Haraldar er María Har-
aldsdóttir Bender, f. 2.9. 1958,
deildarstjóri á fjármálasviði hjá
Fosshótel Reykjavík, búsett í
Reykjavík.
Dóttir Helgu og Haraldar er
Hekla María, f. 13.10. 2016, og
stjúpsonur hennar og sonur Har-
aldar er Benóný, f. 21.6. 2005.
Bræður Helgu eru: 1) Hafþór
Atli Ólafsson, f. 14.8. 1996, nemi í
stjórnmálafræði við HÍ, búsettur í
Reykjavík; 2) Elvar Þór Ólafsson,
f. 6.6. 2001, nemi í pípulögnum við
Iðnskólann í Hafnarfirði, búsettur
í Reykjavík.
Foreldrar Helgu eru hjónin
Birna Sigurðardóttir, f. 19.9. 1964,
félagsráðgjafi og sérfræðingur í
félagsmálaráðuneytinu, og Ólafur
Páll Jónsson, f. 2.2. 1968, tann-
læknir. Þau eru búsett í Reykjavík
Helga Ásta
Ólafsdóttir
Guðmundur Þorsteinn Sigurðsson
bóndi í Enni
Halldóra Sigríður Ingimundardóttir
húsfreyja í Enni í Refasveit, A-Hún.
Sigurður Heiðar Þorsteinsson
viðgerðarmaður á Blönduósi
Helga Ásta Ólafsdóttir
matráðskona á Blönduósi
Birna Sigurðardóttir
félagsráðgjafi í Reykjavík
Ólafur Þorbjörn Ólafsson
fiskilóðs í Reykjavík
Margrét Guðmundsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Karl Eyjólfur Jónsson
verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi
Áslaug Bachmann Guðjónsdóttir
matráðskona og húsfreyja í Borgarnesi
Jón Þór Karlsson
skipstjóri í Reykjavík
Helga Ólafsdóttir
hjúkrunarkona í Reykjavík
Ólafur Pálsson
sundkennari í Reykjavík
Jústa Sigurðardóttir
húsfreyja í Reykjavík
Úr frændgarði Helgu Ástu Ólafsdóttur
Ólafur Páll Jónsson
tannlæknir í Reykjavík
„ÞVÍLÍK BYRJENDAHEPPNI! ÞAÐ ER EKKI
EINU SINNI NARTAÐ HJÁ MÉR!”
„ER MIÐINN ENN Á HÁLFVIRÐI FYRIR
BÖRN?”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að halda upp á það
sem hún prjónaði.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
EIN, TVÆR ÞRJÁR … HVAÐ ERTU AÐ
GERA?
TELJA Á ÞÉR
UNDIRHÖKURNAR FARÐU
DÆS… ÉG VILDI ÓSKA ÞESS
AÐ ÉG VÆRI KRAKKI!
HAH, TIL AÐ HLAUPAST UNDAN
ÁBYRGÐ FULLORÐINSÁRANNA?
NEI, SVO EKKI SÉ HÆGT AÐ
DÆMA MIG SEM LÖGRÁÐA
EINSTAKLING!
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Í verki dugnað sýnir sá.
Seggur hreysti búinn.
Máttarvöldin merkir há.
Matur kjarna rúinn.
Nú brá svo við, að engin lausn
barst, en sjálfur skýrir Guðmundur
gátuna þannig:
Verk af krafti vinnur hann.
Í vöðvum krafta hefur sá.
Vera æðri kraftur kann.
Kraftlaust fóður varast á.
Þá er limra:
Ef sjá vil ég gjósa Geysi
og grænsápu hverinn eys í
uns vex honum kraftur,
þá vonandi aftur
verður hann alveg kreisí.
Og síðan kemur ný gáta eftir
Guðmund:
Sólin skín á gluggans gler,
gliti slær á fold og ver,
glatt mér nú í geði er
og gátu samdi handa þér:
Letiblóð mun leynast hér.
Líka nafn á viði.
Lítill steinn í ljánni er.
Leikur grind í hliði.
Magnús Halldórsson yrkir á
Boðnarmiði:
Uppáhald Skjöldu var arfi,
sem yfirleitt spratt þó í hvarfi.
Úfinn með feld,
alltaf steingeld.
Hún kenndi það kulnun í starfi.
Sigurlín Hermannsdóttir kann-
aðist við Skjöldu líka:
Hún Skjalda sem át mikinn arfa
var eilíflega að garfa.
Hýrum leit augum
að Huppum og Baugum
en hafði enga löngun til tarfa.
Hreinn Guðvarðarson átti síðasta
orðið:
Ég man eftir mömmu ’ennar Skjöldu
mjólkurkú bestu þeir völdu.
Þó væri hún hraust
kom vor síðan haust
þá orðin var geld, – að menn töldu.
Úr Reimarsrímum eftir Hákon í
Brokey Hákonarson:
Þó að blási stundum strangt
stormur rauna frekur
ekki þarf að þykja langt
það sem enda tekur.
Gömul vísa að lokum:
Þó að nóttin hundrað hafi heilskyggn
augu
allt með sínu eina betur
auga dagur séð þó getur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Gott er að hafa
krafta í kögglum