Morgunblaðið - 30.01.2021, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 30.01.2021, Qupperneq 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2021 Fyrsta einkasýning Helenu Mar- grétar Jónsdóttur, Draugur upp úr öðrum draug, verður opnuð í dag, laugardag, klukkan 15 í Hverfisgalleríi við Hverfisgötu. Á henni má sjá tíu olíu- og ak- rýlmálverk á striga og eru verk Helenu unnin í hefðbundna en fjöl- breytta miðla þar sem hún málar, spreyjar og vinnur með rafrænar teikningar á strigann. Viðfangs- efnin tilheyra hvorki tilteknu um- hverfi né varpa frá sér skugga heldur standa þau á flötum, víddarlausum bakgrunni, segir í tilkynningu. Um sýninguna skrifar Helena meðal annars: „Myrkragardínan rúllast upp með ískri þegar ég dreg hana upp frá gluggakistunni til að sjá stjörnurnar. Það eru allir farnir að sofa nema ég, draugarnir og kóngulóin hinum megin við glerið. Næturnar leka inn í dagana og myrkrið gerir það að verkum að ég finn engan mun á dag eða nóttu. Það breytir engu hvort gardínan er frá eða fyrir. Dagarnir eru beiskir og saltir en næturnar sætar, eins og marsipan. Það teygist bara á þeim, næturnar lengjast og hökta, þær flæða ekki lengur mjúklega heldur rykkjast til, það ískrar í þeim og ég reyni að gera vel við mig til að jafna það út. Tunglið og stjörnurnar rúllast upp á milli lakkríssins og tungan rúllar út til að taka á móti þeim. Munn- vatnið og rauð- vínið drýpur og hellist og sullast, það sullast og hellist og skvett- ist og ég reyni að grípa það í glas en það slettist áfram. Ég ber fyrir mig höndina, tunguna og tærnar en það rennur í gegnum mig. Munnurinn er fullur af munn- vatni og ég kyngi og svolgra og gleypi en hann fyllist alltaf aftur. Ef ég opna munninn lekur það út, það drýpur og skvettist og sullast. Tunglinu og stjörnunum og draumunum er pakkað inn í há- værar umbúðir, ég reyni að rífa í hornið en puttarnir renna í gegn. Ég næ engu taki á lakkrísnum og munnvatnið drýpur látlaust út um munnvikin. Ég gefst upp á að kyngja og gúlpa og læt munn- vatnið hellast í stöðugum taumi niður tunguna sem lafir úr munn- inum. Það þornar aldrei upp, ekki frekar en rauðvínið.“ Helena nam myndlist við Mynd- listarskólann í Reykjavík, Kon- unglega listaháskólann í Haag í Hollandi og útskrifaðist með BA- gráðu í myndlist frá LHÍ fyrir tveimur árum. Draugur upp úr öðrum draug í Hverfisgalleríi Helena Margrét Jónsdóttir Studio Granda hlaut í gær Hönn- unarverðlaun Íslands 2020 fyrir verkefni sitt Dranga en Drangar nefnist nýtt gistiheimili byggt á gömlum grunni á Snæfellsnesi. Grafíski hönnuðurinn Kristín Þor- kelsdóttir hlaut heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og fyrirtækið 66°Norður hlaut viður- kenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun. Verðlaunin voru afhent rafrænt að þessu sinni vegna fjöldatak- markana og var sýnt frá þeim í beinu streymi á netinu. Þórdís Kol- brún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, afhenti arkitektunum Margréti Harðardóttur og Steve Christer frá Studio Granda verðlaunin og segir í rökstuðningi dómnefndar að Drangar séu metnaðarfullt hönn- unarverkefni arkitektastofunnar og afar vel heppnuð birtingarmynd aðkallandi viðfangsefnis arkitekta i nútímasamhengi, endurhugsun og endurnýting gamalla bygginga. „Hér er sérstaklega vel útfærð breyting á gömlu sveitabýli og úti- húsum í gistihús fyrir ferðamenn. Veðraðar byggingarnar fá að njóta sín og halda útlitslegu yfirbragði með sterkri vísun í sögu og sam- hengi, en um leið er heildarmynd staðarins styrkt og efld,“ segir þar meðal annars og að öll efnis- útfærsla sé sérlega vönduð og tengi rýmin saman í umlykjandi ramma um lífið innan byggingarinnar. Verkið sé mikilvægt fordæmi og viðmið í ljósi vaxandi fjölda bygg- inga, ekki síst á landsbyggðinni, sem kalli á endurskilgreiningu og endurbyggingu vegna aldurs og annars konar nýtingar. Áferðarfögur og fróðleg Heiðursverðlaunahafinn Kristín Þorkelsdóttir hefur unnið ómetan- legt brautryðjandastarf á sviði grafískrar hönnunar á Íslandi, að mati dómnefndar, og var það Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menn- ingarmálaráðherra sem veitti henni heiðursverðlaunin. Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a. að verk Kristínar séu þjóðþekkt enda hafi hún hannað þá peningaseðla sem notaðir séu hér á landi, útlit ís- lenska vegabréfsins og ýmis þjóð- þekkt merki sem blasað hafi við Ís- lendingum í áratugi. „Verk Kristínar eru áferðarfögur og djúp af fróðleik og það sem einkennir vinnubrögðin er alúð og ástríða,“ segir m.a. í umsögn dómnefndar. Eftir Kristínu liggur umfangs- mikið safn verka sem spanna ólík viðfangsefni allt frá auglýsingaefni yfir í ásýndarverkefni, frá bókar- kápum yfir í peningaseðla, segir í tilkynningu og að mörg verka hennar lifi enn í dag og fólk þekki þau úr daglegu lífi. Hæfileiki til að lesa í samtímann Hönnunarfyrirtækið 66°Norður hlaut viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun og var það Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, sem veitti eigendum 66°Norður, þeim Bjarneyju Harðardóttur og Helga Rúnari Óskarssyni, ásamt hönnunarteymi fyrirtækisins, viðurkenninguna. Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a. að vörumerkið hafi þróast í ár- anna rás og nú sem útivistarfatn- aður í hæsta gæðaflokki með sterka tengingu við arfleifð fyrir- tækisins og í takt við strauma tísk- unnar. „Sérstaða 66°Norður er án efa fagmennska sem einkennir vöru- merkið og hæfileiki til að lesa í samtímann hvort sem verið er að hanna tæknilegan útivistarfatnað, markaðsefni eða í tilraunakenndu samstarfi við íslenska og erlenda hönnuði. 66°Norður er skýrt dæmi um það þegar góð hönnun er leiðandi afl í vexti og þróun fyrirtækis, en um 15 manns starfa í hönnunarteymi þess. Hönnunarverðlaun Íslands voru veitt í fyrsta sinn árið 2014 og varpa ljósi á mikilvægi og gæði ís- lenskrar hönnunar og arkitektúrs, enda er vægi hönnunar í menningu, samfélagi og viðskiptalífi alltaf að aukast. Verðlaunin beina sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi um leið og einstaka hönnuðum eða hópum hönnuða er veitt mikilvæg viðurkenning,“ segir í umsögninni. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir Heiðruð Margrét Harðardóttir og Steve Christer frá Studio Granda hlutu Hönnunarverðlaun Íslands 2020. Brautryðjandi Kristín Þorkelsdóttir heiðursverðlaunahafi. Á Snæfellsnesi Drangar, hönnun Studio Granda. Mikilvægt fordæmi og viðmið  Studio Granda hlaut Hönnunarverðlaun Íslands 2020 fyrir gistiheimilið Dranga  Kristín Þorkelsdóttir hlaut heiðursverðlaun og 66°Norður viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun Ljósmynd/Aldís PálsdóttirLjósmynd/Studio Granda 9 Ræktum og verndum geðheilsu okkar Nýir skammtar daglega á gvitamin.is Hlæðu með öðrum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.