Morgunblaðið - 02.02.2021, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.02.2021, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2021 Varla er ofmælt að fjölmiðlamenn, bæði hér og erlendis, hafi flestir sýnt fölskvalausa gleði yfir því að Donald Trump sé nú horfinn úr stól Bandaríkjaforseta. Vandlætingin og af- neitunin dregur fram endurminningu frá ung- lingsárum, þegar ég, sem vinnumaður í sveit, sá skepnur bíta af sér eigin afkvæmi. Í umfjöllun sinni – og umvöndun – hafa fréttamenn beint athyglinni fram hjá þætti þeirra sjálfra í því umhverfi sem gerði Trump kleift að komast til valda. Hraðinn sem einkennir sjón- varp og samfélagsmiðla, yfirborðs- mennskan og hégóminn, henta vel mönnum sem kunna að klæða mál- flutning sinn í einfaldan búning og treysta sér til að gefa í skyn að þeir hafi öll svör. Ég segi þetta ekki af neinni illkvitni í garð fjölmiðlamanna, heldur af því að ég tel villandi að lýsa Trump sem óvæntu afbrigði í stjórn- málasögunni. Til að skýra það nánar, þá er holur hljómur í afdráttarlausri afneitun fréttamiðla á Trump þegar þessir sömu miðlar hafa með vinnu- brögðum sínum og áherslum búið til kjöraðstæður fyrir menn sem kunna að spila á fréttirnar eins og hljóðfæri með því að setja fram það sem á ensku nefnist „soundbites“, þ.e. stutt um- mæli sem hljóma hvað eftir annað í fréttatímum. Trump er samkvæmt þessu aðeins rökrétt afsprengi þess umhverfis sem fjölmiðlar og nú sam- félagsmiðlar hafa sjálfir skapað stjórnmálunum. Stundum er talað um fjölmiðla sem fjórða valdið og að þeir verði sem slík- ir að njóta frelsis frá íhlutun stjórn- valda. Minni athygli hefur beinst að því hvernig tempra megi misbeitingu einkaaðila á fjölmiðlavaldi. Enn minna hef ég séð rætt um ábyrgðina sem óhjákvæmilega hlýtur að fylgja valdi fjölmiðla. Að því sögðu vil ég vara við því að tómarúmið sem Trump skilur eftir sig verði fyllt með nýjum boðber- um yfirborðskennds sannleika. Ég tel þó öll teikn á lofti um að fjölmiðlar og aðrir sem fagna nú hæst muni á næst- unni veita rými nýjum spámönnum sem vilja birta þrönga sýn sína á sannleikann, mögulega sem andóf við málflutn- ingi Trumps. Þótt slíkt kunni að vera gert í góðri trú er rétt að menn gangi hægt um þessar dyr, því skoð- anahroki leiðir til falls í hvaða búningi sem er. Ég nefni þetta sér- staklega í tengslum við þá orðræðu sem nú er mjög áberandi, þ.e. að „vísindin“ hafi öll svör og muni leysa allan vanda. Við erum illa stödd ef vísindamenn ætla nú, með atbeina fjölmiðla, að stíga á stokk sem sjálfkjörnir leiðtogar. Vís- indunum getur ekki farnast vel á stjórnmálasviðinu, því stjórnmálin eru ekki vísindaleg og heilbrigð vísindi tala auk þess ekki einni samræmdri röddu. Því er óheppilegt ef fræði- menn, í krafti kennivalds, vilja íklæð- ast nýrri hempu og boða heilagan vís- indalegan sannleika sem ekki má efast um. Varla vilja menn velta Guði úr sessi til þess að taka upp vísinda- dýrkun, eða hvað? Menntun á að opna hugann – frjóvga hann, en ekki tæma Auðvelt er að tala fjálglega um gildi menntunar og vísinda. En menntun stendur ekki undir nafni ef hún um- breytist í heilaþvott og hamlar eða út- hýsir gagnrýninni hugsun. Sagan hef- ur sýnt að vísindastarf þolir ekki að ganga í bandalag við pólitískt vald. Kæfandi faðmlag valdsins umber ekki heilbrigðan efa og drepur niður gagn- rýna hugsun. Menntun er eins og mörg önnur orð íslenskunnar gagnsætt og skiljanlegt út frá stofni þess sem vísar til þess sem gerir okkur mennsk, sbr. t.d. orðið menning. Í alfræðiorðabókinni segir: „Markmið menntunar er að þroska lík- amlega og andlega hæfileika manna og viðhalda menningararfi samfélagsins.“ En hvað er það sem telja má svo sérstakt við manninn, hvað er það sem skilur okkur frá öðrum lífverum og gefur okkur innistæðu til að tala um mennskuna sem dýrmæta og göfuga? Jú, maðurinn er fær um að lifa innra lífi, andlegu lífi. Öfugt við dýrin, sem grundvalla tilvist sína á viðbrögðum við því sem gerist hið ytra, getur mað- urinn valið hugsanir sínar, orð og at- hafnir út frá því sem býr innra með honum sjálfum. Þetta þýðir að mað- urinn er gæddur einstæðum hæfi- leikum og hefur á þeim grunni mögu- leika á að hugsa fram í tímann, skipuleggja líf sitt og vera frjáls. Marka sína eigin leið. Samkvæmt öllu þessu er menntun ætlað að þroska hæfileika manna til að öðlast frelsi og viðhalda frelsi sínu. Þá er ég augljóslega ekki aðeins að tala um líkamlegt frelsi undan ánauð og hlekkjum, heldur andlegt frelsi til hugsunar og tjáningar. Af þessum ástæðum blasir við að menntun stend- ur ekki undir nafni sem slík ef hún er aðeins tæknileg. Tæknileg þekking, ein og sér, leiðir engan mann til sjálf- stæðis, en getur þvert á móti gert við- komandi að gagnlegum þræl. Við megum ekki gleyma því að al- ræðisríki og harðstjórar hafa beitt menntun til að heilaþvo fólk og stýra því. Sem dæmi má nefna að í viðtali árið 1934 sagði einræðisherrann Jósef Stalín: „Menntun er vopn. Áhrif þess vopns velta á því hver hefur umsjón með menntun og að hverjum hún beinist.“ Til að forða okkur sjálfum og af- komendum okkar frá líkamlegri og andlegri ánauð þarf að leggja rækt við menntun í besta skilningi þess orðs. Ein meginforsenda þess að það takist er að styrkja vitsmuni og sálarstyrk mannsins þannig að hann geti staðið í fæturna gagnvart hvers kyns hjarð- hegðun. Hlutverk menntastofnana er ekki síst að halda kyndli frjálsrar hugsunar logandi. Í því felst að vernda beri frelsi manna til að sjá, skilja og tjá nýja fleti á málum, kenna nemendum sínum að spyrja spurninga, vera rann- sakandi/leitandi. Vísindin byggjast á samtali og rökræðu, ekki kreddu Einmitt í þessum anda hefði Sókr- ates viljað að kennarar störfuðu og nemendur hugsuðu, sbr. orð hans: „Órannsakað líf er er einskis virði.“ Önnur þýðing hefði mátt vera: Óígrundað líf er einskis virði. Í þessu felst áskorun um að íhuga hvernig við getum lifað sem best: Hverjir eru hæfileikar okkar, hvar og hvernig get- um við látið gott af okkur leiða? Með hvaða hætti er líklegast að við getum blómstrað? Því minna sem menn hugsa um þessi atriði, því minna sem menn ígrunda líf sitt, því auðveldara er að hneppa þá í þrældóm/svipta þá frelsi. Sjálfstæð hugsun er m.ö.o. for- senda frelsis og lýðræðis. Skólastarf, en þó sérstaklega starf háskóla, gegnir augljóslega lykilhlut- verki hér. Vísindaleg nálgun felur í sér að varðveita vafann/efann og veita hugsuninni rými. Halda því opnu að aðrir möguleikar séu í boði. Skapa andrúmsloft þar sem menn þora að hugsa og tjá sig án ótta við að móðga eða reita til reiði. Halda á lofti kyndli þess göfugasta sem menn hafa hugs- að, sagt og gert. Eitt af aðalsmerkjum góðs vísinda- manns er andleg geta til að efast um ályktanir sínar. Slíkur maður gerir sér grein fyrir að hvert og eitt okkar sér aðeins hluta af heildarmyndinni. Vís- indamaðurinn er með opinn/ rannsakandi huga, en ekki kreddu- fullan og lokaðan. Vísindamaðurinn spyr, prófar, endurtekur, staðfestir. Merkustu vísindamenn sögunnar eru þeir sem leyfðu sér að efast um við- tekin sannindi og jafnvel það sem þótti vísindalega sannað á þeim tíma. Sá sem velur að gerast sannleiksleitandi hugsuður mun mögulega reita marga til reiði. Fólk mun snúast gegn honum og verja viðteknar hugmyndir/eigin heimsmynd/sjálft sig. Það sem er já- kvætt við slíka rökræðu er að hún færir okkur nær sannleikanum: Við getum borið saman ólíkar röksemdir og þannig fengið skýrari mynd af raunveruleikanum. Vísindaleg nálgun er samkvæmt þessu ekki kredda eða kennisetning, heldur aðferð stöðugs samtals og ærlegrar rökræðu og þar með samvinnu. Hvernig væri að við, í þessum anda, gerðum oftar fyrirvara við eigin nið- urstöður, í stað þess að umbreyta skoðunum okkar í kylfu sem við not- um til að berja á öðrum? Getum við gengið út í daginn með auðmýkt að leiðarljósi í stað þess að fordæma aðra? Getum við skoðað mistök ann- arra í ljósi eigin breyskleika? Getum við fyrirgefið þeim sem hafa brotið af sér? Getum við sýnt samúð, sam- kennd? Höfum við kjark til að andæfa því sem er vinsælt þá stundina? Þrek til að verja grunnréttindi þeirra sem eru fordæmdir? Í stuttu máli: Getum við varið frjálslynda samfélagsgerð gagnvart ófrjálslyndi? Varið réttar- ríkið, varið lýðræðið og varið frjálsa siðræna hugsun? Hinn dýpri veruleiki ekki opn- aður með yfirborðsmennsku Prófgráða úr námi markar auðvitað ekki endastöð alls náms í lífi okkar. Á hverjum degi þurfum við að læra eitt- hvað nýtt en líka að endurskoða fyrri hugmyndir og henda því út sem stenst ekki skoðun. Þess vegna er gott að fylgja þeim ráðleggingum Snorra Sturlusonar í Gylfaginningu, að betra sé að spyrja „eitt sinn ófróðliga“ en að ganga þess lengur dulinn sem skylt er að vita. Með sama hætti er gott að verja meiri tíma í þögn, í náttúrunni, hlusta inn á við, fremur en að dvelja í hávaðanum. Við skulum ekki láta stjórnast af ótta. Og við getum lagt okkur fram um að eiga innihaldsrík samtöl við aðra, fjölskyldu og vini, en þó ekki síst þá sem hugsa öðruvísi, sem hafa aðrar skoðanir og önnur við- horf, og læra að líta á þá sem sam- verkamenn í leitinni að ljósi og sann- leika. Að síðustu, eitt lítið dæmi úr beit- ingu þessara sjónarmiða í fram- kvæmd: Isidor Rabi, sem vann Nóbels- verðlaun í eðlisfræði árið 1944, var eitt sinn spurður hvernig hann hefði orðið vísindamaður. Rabi svaraði að hvern einasta dag eftir skóla hefði móðir hans talað við hann um skóladaginn. Hún hafði engan sérstakan áhuga á hvað hann hefði lært þann daginn, en hún spurði alltaf: „Spurðir þú góðrar spurningar í dag?“ Sjálfur sagði Rabi síðar: – „Að spyrja góðra spurninga var það sem gerði mig að vísindamanni.“ Sá sem vill teljast sannmenntaður hlýtur að vilja tileinka sér þetta við- horf í lífi og starfi. Það gerum við best með því að lesa og hugsa og skrifa og tala – og spyrja! Eftir Arnar Þór Jónsson »Menntun stendur ekki undir nafni ef hún umbreytist í heilaþvott og hamlar eða úthýsir gagnrýninni hugsun. Arnar Þór Jónsson Höfundur er héraðsdómari. Efla vísindin alla dáð? – Veldur hver á heldur Það hefur ekki skort á tilbreytingu nú í þorrabyrjun. Venjulega var janúarmánuður heldur sagnafár, en nú hafa streymt inn stór- fréttir og furðufréttir nánast dag hvern og brotist gegnum frétta- múr kórónuveirunnar sem átt hefur sviðið í heilt ár. Kosninga- úrslitin í Bandaríkjunum með sigri Bidens yfir Trump þótt naumur væri voru auðvitað stórfrétt og margir anda léttar. Vilji nýkjörins forseta til að endurnýja á elleftu stundu Start- samninginn við Rússa um takmörkun á fjölda kjarnavopna í viðbragðsstöðu og þátttaka Bandaríkjanna á ný í Par- ísarsamkomulaginu eru fagnaðarefni. En aðdragandinn með árásinni á þing- húsið i Washington nokkrum sólar- hringum fyrir kjördag opinberaði al- heimi aðstæður í bandarísku samfélagi sem aðeins glöggskyggnum komu ekki á óvart. Veruleikinn sem þar blasti við sýnir hvað við er að fást fyrir nýja valdhafa og hlýtur að valda umheiminum miklum áhyggjum, ekki síst þeim sem lagt hafa allt sitt traust á Bandaríkin sem herveldi og brjóst- vörn lýðræðis. Orð Ólafs Ragnars og Styrmis Að morgni sunnudagsins 17. jan- úar, örfáum dögum áður en úrslit réð- ust í forsetakosningunum vestra, var Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti gestur í viðtalsþætti Þrastar Helgasonar. Þar voru aðstæður í bandarísku samfélagi í kjölfar árás- ar stuðningsmanna Trumps á Capitol- þinghúsið 6. janúar sl. eitt helsta umræðuefnið. Ólafur rakti þar fyrir hlustendum náin kynni sín fyrr og síðar af bandarískum stjórn- málum og lagði mat á stöðu og horfur í banda- rísku samfélagi. Myndin sem hann dró upp var í senn áhugaverð og skýr en dökk til framtíðar litið. Spurður um hvort Bandaríkin geti framvegis talist for- ystuþjóð lýðræðis í heiminum svaraði Ólafur m.a. þannig: „Ég hef verið þeirrar skoðunar í nokkur ár að innri vandamál Bandaríkjanna væru orðin svo djúpstæð, þessi margþætti klofn- ingur þjóðarinnar, að það yrði ærið verkefni, í raun og veru aðalverkefni þjóðarinnar og forystusveitarinnar, ekki bara á næstu árum, heldur jafn- vel næstu áratugum, að reyna að græða þau sár … hún mun eiga mjög erfitt með að gera tilkall til þess að hafa þannig forystu á heimsvísu að önnur ríki eigi að fylgja fordæmi þeirra.“ Og sem fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði taldi Ólafur að sam- félag sem er orðið svo margklofið eins og hið bandaríska eigi mjög erfitt með að ná einhverri samstöðu. Trump hafi í raun sýnt okkur þennan veruleika sem margir fyrri forsetar hafi verið flinkir við að fela. – Í Morgunblaðinu 23. janúar (bls. 26) fjallar líka Styrmir Gunnarsson um valdaskiptin vestra og andstæður og veikleika í banda- rískri samfélagsgerð, fátækt og mis- rétti sem grafi þar undan lýðræðis- legum stjórnarháttum. „Ríka fólkið í Bandaríkjunum lokar sig svo af í hverfum sem eru raunverulega lokuð, og lætur sem það viti ekki af hinum.“ Þessar áhyggjur Styrmis eru rétt- mætar. Sá sem þetta skrifar tekur hins vegar ekki undir þá staðhæfingu hans að „í raun og veru höfum við get- að verið til sem sjálfstæð þjóð vegna þess að við höfum notið verndar Bandaríkjamanna í viðsjárverðum heimi“. Ísland, Grænland og norðrið Ágreiningur er nú sem fyrr um ýmsa þætti í íslenskri utanríkisstefnu, sem ekki er óeðlilegt. Það á meðal annars við um samskipti og samninga við aðrar þjóðir og bandalög. En það er einnig samhljómur um ýmsa mik- ilvæga þætti eins og Norðurlanda- samstarfið og nú einnig um norður- málefni eða Arktís, eins og tíðkað er að nefna það svið. Það var vel til fundið hjá Guðlaugi Þór utanríkisráðherra með stuðningi starfsbræðra sinna að fela Birni Bjarnasyni árið 2019 að efna í skýrslu um norræna utanríkis- og ör- yggismálastefnu. Björn skilaði því verki á liðnu ári og vakti skýrslan tals- verða athygli, a.m.k. á norrænum vettvangi. Nýverið bættist síðan við skýrsla utanríkisráðuneytisins um Samstarf Grænlands og Íslands á nýj- um Norðurslóðum, afurð þriggja manna nefndar undir formennsku Össurar Skarphéðinssonar. Hefur nefndin unnið mikið starf á tæpum tveimur árum, safnað miklum upplýs- ingum og sett fram marga kosti um aukið og traustara samstarf þessara grannþjóða. Í viðtali við Morgunblaðið 21. janúar sl. vekur Össur athygli á fjölmörgum möguleikum landanna til aukins samstarfs, samhliða því sem Grænlendingar sækja fram til óskor- aðs sjálfstæðis. Össur bendir réttilega á samleið þessara nágrannaþjóða á sviði sjávarútvegs og ferðaþjónustu, en jafnframt á þær miklu og fágætu jarðefnaauðlindir sem taldar eru leyn- ast í grænlenskri lögsögu, bæði á landi og í hafsbotni. Fróðlegt er að heyra það mat Össurar að Grænlendingar búi við stranga umhverfislöggjöf og umhverfisvitund sé þar sterk. – Sá sem þetta skrifar hefur lengi haft áhuga á málefnum norðurskautsins og flutti um þau efni margar tillögur, bæði á Alþingi og í Norðurlandaráði fyrir síðustu aldamót. Af þeirri við- leitni spratt m.a. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri, sem ásamt háskólanum nyrðra mætti fá meira hlutverk og fjárráð en hingað til. Í til- lögu sem ég flutti ásamt fleirum fyrir aldarfjórðungi (139. mál á 118. þingi, 1994) sagði í lok greinargerðar: „Nú um skeið hafa forráðamenn þjóða í norðanverðri Evrópu litið mest í suð- urátt og eru Íslendingar í þeim hópi. Mál er að horfa til fleiri átta og þar er norðrið nærtækt og örlagavaldur í lífi þjóðarinnar fyrr og síðar. Brýnt er að efla þekkingu okkar á norðurslóðum til að geta stuðlað að sjálfbærri þróun á þessu svæði sem miklu varðar um afkomu Íslendinga.“ Veiran reynir enn á þolrifin Þessa dagana líta margir til baka á heilt ár í skugga Covid-19-veirunnar. Enn er þessi vágestur að koma mönn- um á óvart með breytingum sem framlengt geta glímuna við hann. Flestir halda í vonina um bóluefni sem fært geti mannlíf sem fyrst í viðunandi horf á ný. Rétt er þó að hafa varann á og hlusta á aðvaranir færustu vísinda- manna. Einn þeirra, Christian Dros- ten forstöðumaður veirustofnunar- innar við Charité í Berlín (f. 1972), segir nú fullljóst, að breska veiruaf- brigðið sé allt að þriðjungi smitsækn- ara en upphaflega veiran. Því fylgi stóraukin smithætta sem kalli á hert- ar aðgerðir til varnar. Það er m.a. í ljósi þessa að flestar Evrópuþjóðir eru nú að grípa til enn róttækari aðgerða en fyrir voru. – Við Íslendingar höfum náð mikilvægri sérstöðu með einörð- um aðgerðum þríeykisins, dýrmætri aðstoð Íslenskrar erfðagreiningar og stuðningi almennings við ákvarðanir stjórnvalda. Ísland sem eyland skiptir hér sköpum og sú skimun á landa- mærum sem upp var tekin. Verum undir það búin að lengri tíma en margur hyggur kunni að taka að ná hjarðónæmi með bólusetningu og fylgjum staðfastlega áfram þeim ráð- um sem skilað hafa þjóðinni sérstöðu sem nú vekur alheimsathygli. Risaveldið í vestri og norrænar smáþjóðir á óvissutímum Eftir Hjörleif Guttormsson » Ísland hefur náð mik- ilvægri sérstöðu með aðgerðum þríeykisins og Íslenskrar erfðagrein- ingar og með stuðningi almennings við ákvarð- anir stjórnvalda. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.