Morgunblaðið - 02.02.2021, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2021
til umráða. Eins og tíðarandinn
var þá sendu flokkarnir allir
karlmenn. Einn mætti ekki í
jakkafötum með bindi. Það var
Svavar. Hann kom í lopapeysu í
anda ’68-kynslóðarinnar. Þessi
eina kennslustund er bæði mér
og mörgum fyrrverandi nemend-
um mínum enn minnisstæð.
Svavar talaði af eldmóði hins
sannfærða unga manns og var
mikið niðri fyrir. Það var mjög
athyglisvert að sjá og heyra,
hversu vel hann náði til nem-
enda; hann beinlínis hreif þá
með sér, róttækur, glaðbeittur
og sannfærður. Kennslustundin
nægði ekki til þeirra skoðana-
skipta sem svo áttu sér stað. Um
áhrifaríkan ræðuflutning Svav-
ars alla ævi þarf ekki að fjölyrða.
Um sumarið 2000 vorum við
hjónin í fylgdarliði forseta Ís-
lands í vikulöngu opinberu ferða-
lagi um þvert og endilangt Kan-
ada vegna landafundahátíða. Þá
var Svavar orðinn fyrsti útsendi
aðalræðismaður Íslands í Winni-
peg og framkvæmdastjóri landa-
fundanefndar í Vesturheimi. All-
ir sem þar komu sáu hvílík
þrekvirki Svavar og landafunda-
nefnd höfðu unnið; íslenskir við-
burðir víðsvegar um þetta næst-
víðáttumesta ríki heims.
Snemma 2001 var mér falið að
opna fyrsta sendiráð Íslands í
Ottawa, höfuðborg Kanada, og
12 árum síðar varð ég einn af
eftirmönnum Svavars sem aðal-
ræðismaður í Winnipeg. Við nán-
ari kynni af mönnum og mál-
efnum í Kanada sá ég enn betur
hvílíkum grettistökum hafði ver-
ið lyft. Og ljóslega hafði ríkið
fengið tvo fyrir einn, eins og við
segjum í utanríkisþjónustunni,
því Guðrún var nánasti sam-
starfsmaður Svavars. Um það
allt og margt fleira ræddum við í
Bólstaðarhlíðinni.
Við Svavar sátum saman í
stjórn Þjóðræknisfélags Íslend-
inga (ÞFÍ) 2011-12 undir stjórn
Halldórs Árnasonar. ÞFÍ hefur
að markmiði að efla tengslin
milli Vestur-Íslendinga og gamla
landsins. Ekki er hægt að hugsa
sér áhugasamari aðila en Svavar
í þessu sameiginlega hugsjóna-
máli okkar. Hann mætti á ótal
ÞFÍ-þing í Vesturheimi og hér
heima, var forystumaður í nýjum
verkefnum svo sem til fjáröfl-
unar, tók t.d. að sér formennsku
í heiðursráði ÞFÍ er það var
stofnað, var alltaf boðinn og bú-
inn að vera ráðstefnu- og fund-
arstjóri hjá ÞFÍ og svo enda-
laust margt annað. Mér
hlotnaðist sá heiður að afhenda
Svavari þakklætis- og heiðurs-
skjal ÞFÍ í ágúst 2018 er hann
lét af formennsku í heiðurs-
ráðinu. ÞFÍ átti hann svo sann-
arlega að áfram.
Undanfarin ár höfum við
Svavar, eftir að fara á eftirlaun,
tekið þátt í mánaðarlegum há-
degisverðarfundum fyrrverandi
sendiherra Íslands. Á hvern
fund bjóðum við einum heiðurs-
gesti og fjallað er óformlega um
margvísleg málefni sem tengjast
utanríkismálum og erlendum
samskiptum almennt. Svavar var
meðal þeirra félaga í þessum
hópi sem mættu reglulega og
lagði oft mjög skemmtilega og
fróðlega vinkla til samræðnanna.
Guðrúnu og fjölskyldu send-
um við Anna einlægar samúðar-
kveðjur. Minningarnar lifa.
Hjálmar W. Hannesson.
Hann ólst upp á Fellsströnd í
Dölum. Sr. Þórir Stephensen
fermdi pilt 1958, sama ár og
hann skírði mig. Þegar ég var að
alast upp í bændasamfélagi
Saurbæjar við Gilsfjörð voru þar
nokkrir harðsnúnir allaballar,
m.a móðurbræður mínir Guð-
mundur (Mundi) og Guðjón frá
Ólafsdal. Málgagnið var Þjóðvilj-
inn, þar sem Fellsstrendingur-
inn Svavar Gestsson var öflugur
penni og síðar ritstjóri 1971.
Dúdda, kona Munda frænda, var
móðursystir Svavars. Þannig var
ég snemma meðvitaður um
Svavar Gestsson og átti síðar
eftir að hrífast af ræðumennsku
og málafylgju hans sem þing-
maður, ráðherra og formaður Al-
þýðubandalagsins.
Leiðir okkar Svavars lágu þó
lítt saman fyrr en Ólafsdals-
félagið var stofnað 2007. Þar var
Svavar stofnfélagi og stjórnar-
maður í 10 ár. Var hann félaginu
ómetanlegur með sitt mikla
tengslanet innan stjórnkerfisins.
Þá sat ég með honum um tíma í
stjórn Þjóðræknisfélags Íslend-
inga og frá 2017 í Eiríksstaða-
nefnd í Dalabyggð. Hlutverk
hennar var að koma á fót Vín-
landssetri í Búðardal að hug-
mynd Kjartans Ragnarssonar.
Það tókst með opnun Vínlands-
seturs 5. júlí 2020. Að öðrum
ólöstuðum munaði þar mest um
ósérhlífna vinnu Svavars. Hann
kom einnig á framfæri nafninu
„Gullni söguhringurinn í Döl-
um“, vann að textagerð og upp-
setningu söguskilta á leiðinni
sem vígð voru 12. maí 2019.
Sama dag var Sturlufélagið
stofnað að frumkvæði Svavars til
að halda á lofti nafni Sturlu
Þórðarsonar sagnaritara sem
bjó lengst á Staðarhóli í Saurbæ.
Þann vordag sló Svavar því tvær
flugur í einu höggi fyrir sína
heimabyggð.
Um það leyti sem sendiherra-
tíð Svavars lauk byggðu þau
Guðrún sér annað heimili í Hóla-
seli í Reykhólasveit með frábæru
útsýni yfir Breiðafjörð. Þar
stunduðu þau dúntekju, hesta-
mennsku, ritstörf, fjölskyldu- og
vinarækt. Samheldni og gagn-
kvæm virðing einkenndi sam-
band þeirra hjóna.
Svavar var vinsæll leiðsögu-
maður um Dali og kom með
marga hópa og vini í Ólafsdal til
að kynna staðinn, nýfundinn
landnámsskála og endurreisn
staðarins. Í nokkur skipti skaust
ég úr Hafnarfirði vestur í Ólafs-
dal með skömmum fyrirvara til
að taka á móti hópi sem Svavar
var með. Það var mér ómögulegt
að neita manni sem var svo ósér-
hlífinn. Í síðustu heimsókninni í
ágúst kom Svavar með Svandísi
dóttur sinni, Torfa manni hennar
og frænda mínum (báðir afkom-
endur Torfa og Guðlaugar í
Ólafsdal) og Unu dóttur þeirra.
Fráfall atorkumannsins skilur
eftir sig tómarúm víða, en sár-
astur er missir Guðrúnar og fjöl-
skyldunnar. Votta ég þeim mína
innilegustu samúð. Sjálfur sakna
ég funda, spjalls og tölvupósta
liðin 14 ár. Síðasti póstur frá
Svavari barst mér 8. september
síðastliðinn og hljóðaði svo:
„Efni: 26. september. Er hægt
að komast inn í hús í Ólafsdal
þennan dag síðdegis með 15
manns? Kkv. Svavar.“
Nú er sól Svavars Gestssonar
til viðar hnigin. Vinskapur hans
og glettið blik í auga skilur eftir
sig ljúfar minningar, líkt og
roðagyllt sólsetur Breiðafjarðar
æsku minnar.
Kæri vin. Farðu vel og hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Rögnvaldur Guðmundsson
frá Salthólmavík.
Fjölmargir Íslendingar hafa
fyrr og síðar lagt sig fram um að
styrkja tengslin milli Íslands og
hinna Norðurlandaþjóðanna. Fá-
ir voru jafn hollir þeim málstað
og Svavar Gestsson. Hann kom
miklu til leiðar í embætti ráð-
herra menningarmála og sem
sendiherra bæði í Svíþjóð og
Danmörku.
Svavar var menntamálaráð-
herra þegar ég tók við sem for-
stjóri Norræna hússins 1989.
Samband okkar var frá upphafi
með ágætum. Hann leit á Nor-
ræna húsið sem mikinn aflgjafa.
Stuðningurinn og hlýhugurinn
sem ég fann frá Svavari var mér
mjög mikils virði.
Við áttum samstarf um fjöl-
mörg verkefni en þeirra stærst
var norræna bókamessan í
Gautaborg 1990 þegar Ísland var
þar í heiðurssæti. Menntamála-
ráðuneytið, Bókasamband Ís-
lands og Norræna húsið lögðust
þar á eitt við kynningu íslenskra
bókmennta og íslenskrar menn-
ingar, líklega með öflugri hætti
en áður hafði þekkst á erlendri
grund. Þau varanlegu tengsl sem
þarna mynduðust áttu sinn
drjúga þátt í að skapa hinn mikla
áhuga á íslenskum bókmenntum
sem vaknaði í Svíþjóð í kjölfarið.
Með líkum hætti naut Norræna
húsið samstarfsins við mennta-
málaráðuneytið við vígslu
Tammerforshússins í Finnlandi.
Í sendiherratíð Svavars í Sví-
þjóð var mér falið starf ræðis-
manns Íslands í Jönköping. Í
þessu trúnaðarstarfi gáfust mér
og konu minni Christinu tæki-
færi til að endurgjalda alla gest-
risnina sem við höfðum notið á
Íslandi. Samtímis tókum við upp
þráðinn að nýju í samskiptunum
við Svavar og hans góðu konu
Guðrúnu og lögðum þeim það lið
sem við máttum við eflingu
tengslanna milli Íslands og Sví-
þjóðar. Við eigum margar
ánægjulegar minningar frá
heimsóknum þeirra hjóna til
okkar í Huskvarna.
Meðal atburða sem athygli
vöktu og Svavar átti frumkvæði
að meðan hann gegndi starfi
sendiherra í Svíþjóð voru svo
kallaðir Íslandsdagar í Stokk-
hólmi 2003. En hann gegndi
einnig lykilhlutverki í verkefni
sem er sýnu varanlegra en það
er íslensk-sænska orðabókin,
sem átti eftir að umbreytast í Is-
lex, norrænu netorðabókina með
íslensku sem grunntungumál.
Orðabókarverkefnið fékk vængi
fyrir atbeina Svavars á meðan
hann starfaði í Svíþjóð.
Svavari var afar annt um nor-
rænt samstarf, þetta samstarf,
sem nú reynir mjög á í skugga
heimsfaraldurs. Við þurfum eld-
huga eins og Svavar til að efla
vöxt þess og viðgang.
Við Christina sendum Guð-
rúnu hugheilar samúðarkveðjur
á þessari sorgarstund.
Lars-Åke Engblom, forstjóri
Norræna hússins 1989-1993.
Síðast þegar ég hitti Svavar
var Mávahlíðin böðuð í sólskini
og hann og Guðrún á hlaupum
upp og niður tröppur með fangið
fullt að hlaða bílinn. Þau voru á
leiðinni í sumarbústaðinn. „Þú
ert „magician“, Svavar, galdra-
karl, eins og ég sagði nýjum for-
manni Þjóðræknisfélags Íslend-
inga í Bandaríkjunum á fjarfundi
í gær.“ Svavar hallaði sér upp að
bílnum og undir flatt, eins og
hann gerði svo oft, hló við og
hváði. Ég útskýrði fyrir honum
hvað ég ætti við. Að mín upplifun
væri sú að hann hefði með
reynslu og hæfileikum en auðvit-
að mestmegnis göldrum og töfr-
um látið fjölmarga drauma, hug-
myndir og verkefni og ekki síst
verkefni sem tengjast samskipt-
um við afkomendur Íslendinga í
Vesturheimi verða að veruleika.
Hann þakkaði hlæjandi fyrir og
við kvöddumst.
Svavar hitti ég fyrst árið 1989
í Winnipeg í Kanada þegar ég
tók við hann viðtal fyrir Lög-
berg-Heimskringlu. Hann var þá
menntamálaráðherra og í fylgd-
arliði Vigdísar Finnbogadóttur
sem var þar í opinberri heim-
sókn. Næst hitti ég hann með
Guðrúnu, einnig í Winnipeg,
þegar hann var þar aðalræðis-
maður. Reyndar má segja að
tengsl mín við Svavar og Guð-
rúnu liggi í gegnum samfélög af-
komenda Íslendinga í Vestur-
heimi. Það var hann sem fékk
mig, eins og svo marga aðra, til
þess að sitja í stjórn Þjóðrækn-
isfélags Íslendinga, en sjálfur
var hann í stjórn félagsins um
árabil og fyrsti formaður Heið-
ursráðsins. Á þinginu í ágúst
2018 var hann gerður að heið-
ursfélaga ÞFÍ.
Svavar stýrði með glæsibrag
fjölmörgum viðburðum félagsins
og hann og Guðrún fluttu stór-
skemmtilegt erindi sem þau köll-
uðu Diplómatíska landnámið í
Winnipeg og landafundaafmælið
árið 2000 á einum af fræðslu-
fundum félagsins. Hann kynnti
einnig rithöfundinn Böðvar Guð-
mundsson til leiks þegar Böðvar
flutti erindi sitt Híbýli vindanna
& Lífsins tré – Tilurð tveggja
sagna fyrir fullum sal gesta á
öðrum fræðslufundi. Á ör-
skömmum tíma tókst Svavari að
vitna í bækur Böðvars, hampa
honum og hrósa en jafnframt
koma á framfæri Þjóðræknis-
félaginu, heiðursráðinu, Snorra-
verkefnunum, verkefninu Í fót-
spor Árna Magnússonar,
mikilvægi íslenskudeildarinnar
við Manitóbaháskóla, Vínlands-
setrinu og mörgu öðru. Hvílíkir
hæfileikar og spunasnilld, og allt
þetta án þess að skyggja á aðal-
fyrirlesarann. Hjá Svavari var
þetta ekki upptalning heldur
stórkostleg flétta þar sem hann
hélt mörgum boltum á lofti eins
og töframönnum er tamt.
Við munum sakna Svavars
Gestssonar.
Ég votta Guðrúnu og fjöl-
skyldu Svavars dýpstu samúð
mína.
Hulda Karen Daníelsdóttir,
formaður Þjóðræknisfélags
Íslendinga.
Síðustu misseri hafa tákn-
málstúlkar birst reglulega á
sjónvarpsskjánum og túlkað
fundi þríeykisins. Svo sjálfsagt
þykir nú að mikilvægum upplýs-
ingum sé miðlað á íslensku og ís-
lensku táknmáli. En þannig hef-
ur það ekki alltaf verið og í
þessum efnum á döff fólk mikið
að þakka Svavari Gestssyni og
mikilvægum stuðningi hans við
íslenska táknmálið.
Árið 1989 þegar Svavar var
menntamálaráðherra átti hann
fund með Félagi heyrnarlausra í
Rúgbrauðsgerðinni til að ræða
þau verkefni, sem þyrftu að fel-
ast í þjónustu við döff fólk, eins
og til dæmis túlkaþjónustu,
rannsóknir á íslensku táknmáli
og kennslu og ráðgjöf við for-
eldra. Á þessum tíma hafði tákn-
málssamfélagið búið við mikla
forræðishyggju til margra ára
og upplifun okkar var að sam-
félagið skiptist í döff fólk annars
vegar og hina heyrandi hins veg-
ar og það sem þeir „gerðu fyrir
okkur“. Svavar mætti döff fólki
strax af virðingu. Leit á það eins
og hverja aðra borgara í sam-
félaginu en ekki hóp sem þyrfti
að hjálpa. Við fundum strax að
hér var kominn ráðherra sem
hlustaði og myndi efna orð sín.
Við fylltumst bjartsýni og gleði
og Svavar ruddi brautina. Í kjöl-
far fundarins lagði hann fram
frumvarp til laga um Samskipta-
miðstöð heyrnarlausra og
heyrnarskertra. Þegar hann tal-
aði fyrir frumvarpinu á Alþingi
1990 kom fram að hann liti á
stöðina sem málstöð. Með flutn-
ingi frumvarpsins sagði hann að
væri „í raun og veru stigið
fyrsta skrefið í þá átt að við-
urkenna táknmálið sem tjáning-
armál hér á landi við hliðina á ís-
lensku, móðurmálinu. Það er
auðvitað mjög mikilvægt skref,
jafnréttisskref í þágu heyrnar-
lausra hér á landi“. Svavar skip-
aði fyrsta stjórnarformann
stofnunarinnar úr röðum döff
fólks, Berglindi Stefánsdóttur
táknmálsfræðing og kennara. Sú
skipun var mikil viðurkenning
og hafði áhrif á áframhaldandi
þróun og ferlið í átt til viður-
kenningar á íslensku táknmáli.
Svavar hélt áfram að styðja
baráttu döff fólks og var ávallt
reiðubúinn að hitta það og full-
trúa Félags heyrnarlausra til að
ræða stærsta baráttumálið –
viðurkenningu á íslensku tákn-
máli. Á árunum 1996-1999 lagði
hann þrisvar fram þingsályktun-
artillögu um að Alþingi fæli
menntamálaráðherra að undir-
búa frumvarp til laga um að ís-
lenska táknmálið yrði viður-
kennt sem móðurmál
heyrnarlausra á Íslandi. Árið
2011 var íslenskt táknmál svo
viðurkennt í lögum, 20 árum eft-
ir að Svavar tók fyrsta skrefið.
Svavar sýndi táknmálssamfélag-
inu virðingu og táknmálstalandi
fólki jafnrétti í verki. Við þökk-
um honum frá dýpstu hjartarót-
um.
Elsku Guðrún, Svandís, Bene-
dikt, Gestur og fjölskyldur, við
sendum ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur við fráfall Svav-
ars.
Berglind Stefánsdóttir,
Hafdís Gísladóttir,
Júlía G. Hreinsdóttir,
Valgerður Stefánsdóttir.
Ég kynntist Svavari fyrir
aldarfjórðungi er hann tók mig
tali og bauð mér að ræða stjórn-
mál við sig því að hann vildi vita
hvað unga fólkið væri að hugsa.
Þannig að ég kom til hans í Von-
arstræti 12 og sagði honum frá
minni sýn á þjóðlífið og Svavar
hlustaði. Hann kunni að hlusta
og tel ég að sá hæfileiki hafi átt
ríkan þátt í hversu vel honum
gekk í stjórnmálum.
Átta árum fyrr heyrði ég
Svavar ávarpa menntaskóla-
nema á kosningafundi. Alþýðu-
bandalagið var í lægð og sal-
urinn ekki hliðhollur honum en
hann þótti þó hafa staðið sig
best og verið fyndnastur.
Í nokkur ár tók ég þátt í
starfi Alþýðubandalagsins dreg-
inn til þess af Svavari. Þetta var
síðasta kjörtímabil Svavars á
þingi og hann í því vanþakkláta
hlutverki að bera klæði á vopnin.
Að baki var glæsilegur ferill sem
alþingismaður, flokksleiðtogi og
ráðherra í tæp 20 ár en oflæti
var ekki að finna í hans fari. Eitt
sinn gekk hann fram hjá mér á
götu að ræða við vinkonu sem
var enginn aðdáandi hans.
Heilsaði mér en gleymdi ekki
henni og sagði djúpum rómi: Ég
heiti Svavar. Það lá við að ég sæi
hana bráðna í götuna.
Svavar hvarf til sendiherra-
starfa í útlöndum og ég sá hann í
því hlutverki í Svíþjóð árið 2003.
Við báðum hann að ávarpa mál-
þing um fornaldarsögur. Sumir
sendiherrar senda varaskeifur á
slíka viðburði en Svavar kom
sjálfur. Hann var glæsilegur
fulltrúi Íslands. Síðar lærði ég
að fornsagnaveiran bjó í honum
og miðaldaarfinn taldi hann mik-
ilvægan þátt í nútímamenningu.
Við fyrstu kynni hugsaði maður
ekki um hann sem sveitadreng
en það var hann og trúr þeim
uppruna.
Síðar flutti Svavar í Barða-
strandarsýslu og varð leiðandi í
menningarlífi í Dölunum. Þá
kom fyrir að við bræður köll-
uðum hann „Dala-Frey“ og var
Svavari skemmt yfir þessu
glensi og skildi vel að í því fólst
einnig lof enda líkingin við
glæsimennið Sturlu Sighvatsson
ekki úr lausu lofti gripin því að
Svavar var enginn eftirbátur
þess glæsilega og metnaðar-
gjarna höfðingja, ekki síst þegar
hann fór um sveitir á hestbaki.
Af því marga sem við Svavar
brölluðum saman finnst mér
ekki minnst til um sjálfsævisögu
hans Hreint út sagt sem ég las
handrit að og veitti smávægilega
aðstoð. Hún var mun betur
skrifuð en ég átti von á enda
ekki sjálfsagt að framámenn í
þjóðlífinu kunni að skrifa bækur
þannig að ég las hana fyrst mér
til skemmtunar í einni beit. Per-
sóna Svavars geislar þar af
hverri síðu. Eini galli verksins
var að hann var orðvar og var-
kár og mig grunaði að hann vissi
mun meira en hann lét uppi um
menn og málefni. Þannig að ég
fór eitt sinn heim til hans og
kreisti upp úr honum dásamleg-
ar sögur sem hefðu auðgað bók-
ina en tregða Svavars til að særa
fólk kom í veg fyrir að þær end-
uðu á prenti.
Svavar mun engum gleymast
sem hann þekktu. Hann og Guð-
rún voru glæsilegt par sem sóp-
aði að. Ég hitti hann síðast á
námskeiði um Heimskringlu í
haust. Þegar ég sá hann gladd-
ist ég og hlakkaði til næstu
funda en örlögin tóku í taum-
ana. Mikill harmur er kveðinn
að fjölmörgum ástvinum og vild-
arvinum sem munu sakna hans
sárt.
Ármann Jakobsson.
Árið 1951 tók Íslenskudeild
Manitóbaháskóla til starfa á
sléttunni miklu. Tæplega fimm-
tíu árum síðar birtist á sjón-
arsviðinu einn af helstu velunn-
urum deildarinnar í sögu og
samtíð. Í félagi við þáverandi
yfirvöld Manitóbaháskóla og
Háskóla Íslands, lykilfræði-
menn beggja háskóla á sviði
bókmennta og sögu íslenskra
innflytjenda í Vesturheimi og
meðlimi íslenska samfélagsins
vestan hafs, treysti velunnarinn
stoðir deildarinnar og lagði jafn-
framt grunn að formlegu sam-
starfi háskólanna tveggja. Vel-
unnarinn þjónaði einnig sem
lykilmaður í nýjasta kaflanum í
sögu Íslenskudeildar Manitó-
baháskóla og samstarfi hennar
við Háskóla Íslands, með stuðn-
ingi stjórnvalda á Íslandi.
Sumir gætu sagt að velunnari
Íslenskudeildar Manitóbahá-
skóla hafi verið að sinna skyldu
sinni og að það sé ekkert til-
tökumál að fulltrúi utanríkis-
þjónustu Íslands láti til sín taka
í störfum sínum. Það breytir því
ekki að umræddur velunnari
virðist hafa verið tvítyngdur –
talaði jafn vel tungumál stjórn-
mála og menningar. Víst er að
hann skynjaði ekki aðeins
ómælisdjúpin í menningu og
sögu íslenskra innflytjenda í
Vesturheimi heldur einnig þátt
hinna fögru hugvísinda í skrá-
setningu þeirra.
Votta Guðrúnu og fjölskyldu
þeirra Svavars mína innilegustu
samúð.
Birna Bjarnadóttir.
S. Þannig skrifaði hann undir
öll tölvubréfin til mín. Og þau
voru mýmörg. Hann hafði skoð-
anir á öllu, sendi mér hugleið-
ingar og hugmyndir, hvatningu
og ábendingar. Hann vildi fyrst
og fremst hreyfa góð mál áfram,
hann sá alltaf lausnir, hann
lagði gott til.
Svavar Gestsson var að
mörgu leyti pólitískur faðir
minn. Mentor. Hann fékk mig
til að verða formann Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík þegar
ég var 26-7 ára og ég átti ófáa
fundina með honum í Vonar-
stræti 12. Aldrei hef ég kynnst
slíkri starfsgleði, á klukkutíma
fundi okkar nýtti hann tímann í
tvö þrjú símtöl til að hreyfa við
málum. Og ég dáðist að. Geri
enn. Hef í raun dáð Svavar frá
því ég man eftir mér, rökfest-
una og mælskuna, hugmynda-
auðgina. Ólst upp við það að
Svavar væri okkar maður, hann
og pabbi æskuvinir.
Hann fylgdist alltaf vel með
mér, ég fann að honum fannst
hann eiga eitthvað í mér. Og það
var rétt. Hann mun alltaf eiga
töluvert í mér og ég mun alltaf
líta til hans sem fyrirmyndar í
mínum störfum. Hvernig hann
brann fyrir réttlæti og betri
heimi og hve hann var tilbúinn
til að leggja sitt af mörkum í
baráttunni. Skörpum greining-
um hans – ég sé hann fyrir mér
hvessa augun á mig og fara yfir
hlutina, hlæja svo sínum sér-
kennandi hlátri sem kom neðan
úr þind – samtölunum.
Með Svavari er genginn einn
af stóru leikendunum í íslensk-
um stjórnmálum. Eftir hann
liggja ótalmörg og góð verk sem
hafa gert samfélagið betra. Fyr-
ir mér er fallin frá fyrirmynd og
vinur. Mikið sem ég á eftir að
sakna hans.
Ég votta öllum aðstandend-
um hans innilega samúð.
Kolbeinn Óttarsson
Proppé.