Morgunblaðið - 02.02.2021, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2021
Við Svavar Gestsson kynnt-
umst á Þjóðviljanum á sjöunda
áratug fyrri aldar og áttum á því
blaði samleið alllanga og góða.
Við þurftum ekki að vera sam-
mála um alla hluti en við áttum
skap og meginviðhorf saman
með svo farsælum hætti að ekki
man ég til þess að við yrðum
beinlínis sundurorða nokkru
sinni. Allar götur síðan vissum
við hvor af öðrum – enda þótt
Svavar hyrfi úr ritstjórastóli,
gerðist þingmaður og öflugur
pólitískur foringi, þrefaldur og
dugmikill ráðherra og síðar
sendiherra, hugmyndaríkur
einnig í því hlutverki og at-
kvæðamikill. Hann sýndi mér
þann dýrmæta sóma að biðja
mig að lesa yfir handrit að
merkri sjálfævisögu sinni,
Hreint út sagt, og felldi sjálfur
af nærfærinni innlifun og yfirsýn
dóm yfir bók sem ég tók saman
um eigið lífshlaup.
Við bárum stundum á löngum
tíma saman bækur okkar um
hugsjónir og veruleika, um það
æskilega og hið mögulega. Við
hlutum að spyrja, eins og svo
margur í okkar vinstrisporum,
um það hvernig gengi að koma
heiminum í lag. Það gekk reynd-
ar grátlega seint, eins og Þor-
steinn Erlingsson kvað. Og
vissulega var það dapurlegt að
ekki aðeins höfðu byltingarþjóð-
félögin sem töldu sig fara með
sérstakt umboð til forystu í þró-
un samfélaga ratað í margskonar
ógöngur sem menn af okkar
kynslóðum vildu forðast. Það
varð þegar á leið enn ömurlegra
hve oft og illa sundurlyndi í eigin
röðum og margskonar sjálf-
hverfur metnaður truflaði skyn-
samlegt og árangursríkt starf.
En einnig ótíðindum ýmiskonar
tók Svavar með ágætri blöndu af
raunsæi, húmor og þrautseigju
þess manns sem eitt sinn hefur
gengið inn í birtu góðrar hug-
sjónar og leyft henni að breyta
lífi sínu – og veit að enda þótt
hver hugsjón rætist ekki eins og
til stóð er heimurinn ekki samur
og hann var áður en hún tók að
syngja sitt stef um góðar og rétt-
mætar vonir. Hugsum á ný til
ferða!
Ég sé að þessa daga er marg-
ur að þakka Svavari góð ráð og
leiðsögn í flókinni framvindu
stjórnmála og get heils hugar
tekið undir það. Hann var fljótur
að átta sig á stöðum sem upp
komu í heimstaflinu og hér hið
næsta okkur, skjótur til við-
bragða, ritfær og orðheppinn og
gleymdi ekki spaugilegri hliðum
jafnvel leiðindamála. Hann var
líka forvitinn og áhugasamur um
það sem aðrir höfðu fram að
færa – ekki síst lagði hann sig
eftir að hlusta vel á þá sem
kannski vissu eitthvað sem ekki
væri í fórum hinna. Hann var til
forystu fallinn og í hverju góðu
máli munaði miklu um hans lið-
sveislu. Hann var góður félagi og
traustur vinur. Verði honum
moldin létt sem fiður.
Guðrúnu og allri fjölskyldu
Svavars færi ég innilegar sam-
úðarkveðjur.
Árni Bergmann.
Ég hlustaði á viðtal Sigur-
laugar Jónasdóttur við Svavar
Gestsson sem var tekið upp vor-
ið 2019. Það viðtal fannst mér
lýsa honum vel. Hann var mikill
sósíalisti í þess orðs bestu merk-
ingu. Hann þekkti fátækt af eig-
in raun frá bernskuárum sínum í
Dölunum og það hafði áhrif á
alla hans starfsævi, ekki síst í
stjórnmálunum.
Ég kynntist Svavari fyrst
þegar ég kom inn á Alþingi 1991.
Við vorum bæði hluti af stjórn-
arandstöðu þess tíma. Ég í
Kvennalista og hann í Alþýðu-
bandalaginu. Vorum því stund-
um þátttakendur í minnihluta í
nefndarstarfi og oftast sammála
um málefnin. Um tíma áttum við
líka samleið í Samfylkingunni.
En að öðru leyti kynntist ég
Svavari fyrst þegar hann hafði
byggt sér sumarhús í Reykhóla-
sveit sem hann kallaði Hólasel í
landi jarðarinnar Hóla og vildi í
framhaldi af því hefja skógrækt
á sínum hluta af jörðinni. Þá
hafði ég stundað skógrækt á
minni jörð, Mýrartungu 2, í
nokkur ár og Svavar kom nokkr-
um sinnum að heimsækja mig
þar og fá ýmsar upplýsingar um
hvernig best væri að bera sig að.
Mér þótti mjög vænt um þessar
heimsóknir hans og við gátum
rætt um skógrækt fram og til
baka frá ýmsum hliðum og auð-
vitað líka um pólitík. Stundum
fékk hann lánuð verkfæri eða
áburð, ef hann vantaði slíkt tíma-
bundið. Svavar gekk einnig til
liðs við Félag skógarbænda á
Vestfjörðum og um tíma var
hann þar í stjórn. Hann var mik-
ill áhugamaður um sögu landsins
og Dalirnir geyma ríkulega arf-
leifð af sögunni. Eitt sinn rædd-
um við hvað helst væri hægt að
gera til uppbyggingar fyrir
svæðið. Það kom því ekki á óvart
þegar hann fór að beita sér fyrir
ýmsu til að kynna sögusvið Dal-
anna og stofnaði síðan Sturlu-
félagið. Hann vildi heiðra minn-
ingu Sturlu Þórðarsonar sagna-
ritara sem bjó á Staðarhóli í
Saurbæ á Sturlungaöld og vinna
að uppbyggingu staðarins. Þá
eru Dalirnir aðalsögusvið Lax-
dælu og margt hægt að gera
varðandi það. Frá sínum stjórn-
málaferli þekkti hann ýmsar
leiðir til að koma þeim málum
áfram og segja má að söguskiltin
fjögur sem búið er að koma upp í
Dalasýslu víðsvegar við vegi séu
honum að þakka að mestu leyti
þótt fleiri hafi komið þar að.
Einnig Vínlandssetrið sem opn-
að var í Búðardal sl. sumar. Þá
var hann einnig ritstjóri Breið-
firðings í nokkur ár en útgáfan
hafði þá legið niðri um tíma.
Vonandi verður áframhald á
þessari vinnu við að kynna og
fræða um allt sem Dalirnir og
Reykhólasveit hafa upp á að
bjóða, en það er mikill missir að
Svavari við það. Ég þakka hon-
um góða viðkynningu og
skemmtilegar samverustundir í
skógrækt og félagsstörfum. Ég
votta Guðrúnu, börnum hans og
allri fjölskyldunni innilega sam-
úð. Með honum er genginn góð-
ur drengur og framsýnn at-
hafnamaður sem vildi láta gott af
sér leiða.
Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir.
Sumir menn eru þannig gjörð-
ir að þeir hafa meiri áhrif á um-
hverfi sitt og samferðafólk en
gengur og gerist. Vinur minn og
félagi, Svavar Gestsson, var
þeirrar gerðar. Kynni okkar
Svavars hófust fyrir fjórum ára-
tugum og fjórum árum betur á
vettvangi Alþýðubandalagsins í
Reykjavík. Ég var þá í mennta-
skóla að hefja mína pólitísku
þátttöku en Svavar var þá þegar
einn af helstu forystumönnum í
hreyfingu vinstrimanna og var
það næstu tvo áratugina. Það gat
ekki farið hjá því að við sem
höfðum haslað okkur völl í ung-
liðastarfi hreyfingarinnar litum
verulega upp til Svavars sem
varð ritstjóri Þjóðviljans ungur
að árum og ráðherra aðeins 34
ára og hann var ungu fólki eft-
irsóknarverð fyrirmynd. Það er
varla ofmælt að fáir stóðust hon-
um snúning í málafylgju og
ræðusnilli, hann var eldhugi sem
brann af réttlætiskennd og féll
aldrei verk úr hendi. Hann vissi
jafnan hvaða slagi var mikilvægt
að taka og hvenær og hvernig
ætti að miðla málum til að ná ár-
angri í stjórnmálabaráttunni.
Fyrir vikið naut hann virðingar
þvert á hið pólitíska litróf.
Samstarf okkar félaga Svav-
ars á vettvangi stjórnmálanna
átti eftir að verða mjög náið og
traust. Ófáa kosningafundi
skipulögðum við saman meðal
námsmanna á Norðurlöndum á
níunda áratugnum og þegar
hann varð menntamálaráðherra
fól hann mér að stýra stjórn
Lánasjóðs námsmanna með það
meginverkefni að bæta upp
skerðingu námslána sem fyrri
ríkisstjórn hafði ákveðið. Þegar
leið að borgarstjórnarkosningum
1994 stóðum við saman í forystu
Alþýðubandalagsins í Reykjavík
að því að koma Reykjavíkurlist-
anum á laggirnar ásamt öðrum
félagshyggjuflokkum. Ég átti
síðan eftir að njóta liðsinnis hans
og trausts í mínu stjórnmála-
vafstri um langt skeið sem var
afar dýrmætt og samstarf okkar
í stjórnmálum þróaðist yfir í vin-
áttu sem aldrei bar skugga á.
Svavar var sérlega fróður um
menningu og sögu og þreyttist
aldrei á að auka við þekkingu
sína á því sviði og fjölmargir áttu
eftir að njóta leiðsagnar hans,
meðal annars á heimaslóðum í
Dölum og í Íslendingabyggðum í
Vesturheimi þar sem þau Guð-
rún unnu þakklátt brautryðj-
andastarf. Mér er sérstaklega
minnisstæð menningarferð til
Pétursborgar fyrir fáum árum
sem þau Guðrún tóku þátt í
ásamt nokkrum öðrum vinum og
mér var falið að skipuleggja.
Eins og Svavar átti að sér undir-
bjó hann sig prýðilega, var vel
lesinn og fljótur að tengja saman
sögu, stjórnmál og bókmenntir
frá ýmsum tímum. Hann gat tal-
að um sögulega atburði af svo
miklu innsæi að það var engu lík-
ara en hann hefði sjálfur verið á
vettvangi.
Svavar var höfðingi heim að
sækja, áhugasamur um hagi
samferðafólks síns, lét sér sér-
lega annt um vini sína og ekki
síst rækti hann fjölskylduna,
sem nú sér á eftir eiginmanni,
föður, tengdaföður, afa, langafa
og bróður. Öllu fólkinu hans
vottum við fjölskyldan okkar
dýpstu samúð. Svavar átti
mörgu dagsverki ólokið hérna
megin – og það er skarð fyrir
skildi við ótímabært fráfall hans.
Að leiðarlokum þakka ég honum
vináttu og stuðning um langa tíð.
Félaga Svavari fylgja baráttu-
kveðjur í fegri heim.
Árni Þór Sigurðsson.
Hvar eða hvenær ég sá Svav-
ar Gestsson fyrst næ ég ekki að
rifja upp en hann var þá örugg-
lega innan við tvítugt. Elsta
skýra myndin af honum sem lifir
í mínum hugarfylgsnum er frá
björtum degi um miðjan sjöunda
áratug síðustu aldar. Við norður-
enda Reykjavíkurtjarnar mæti
ég þá Svavari og Jónínu Bene-
diktsdóttur, fyrri eiginkonu
hans, með elsta barn sitt í vagni
eða kerru. Mér fannst ég sjaldan
eða aldrei hafa séð gæfulegri
ungmenni.
Þessi ungi Dalamaður varð
snemma ákaflega pólitískur.
Hann gekk á unglingsárum í
Æskulýðsfylkinguna en taldi það
ekki nóg og gekk því nær sam-
stundis í sjálfan Sósíalistaflokk-
inn. Þar náði hann að sitja að
minnsta kosti einn „sellufund“
með Brynjólfi Bjarnasyni, fyrr-
verandi formanni Kommúnista-
flokks Íslands. Það var þriggja
manna fundur.
Svavar ólst upp hjá foreldrum
sínum og fleiri ættmennum,
ýmist í Reykjavík eða vestur í
Dölum. Hann var alla ævi merki-
leg blanda af sveitapilti og borg-
arbarni. Tvítugur að aldri varð
hann blaðamaður við Þjóðviljann
og tveimur árum síðar fram-
kvæmdastjóri Alþýðubandalags-
ins. Á árunum 1966-1968 varð
samstarf okkar mjög náið því að
ég var þá framkvæmdastjóri
Sósíalistaflokksins sem var
styrkasti hornsteinn hins losara-
lega kosningabandalags.
Á árinu 1968 var Alþýðu-
bandalagið hins vegar gert að
fullgildum stjórnmálaflokki og
Sósíalistaflokkurinn lagður nið-
ur. Svavar hafði þá nýlega tekið
við starfi ritstjórnarfulltrúa á
Þjóðviljanum og við myndun
vinstristjórnarinnar 1971 varð
hann ritstjóri blaðsins og tók þá
við af Magnúsi Kjartanssyni.
Það var ekki létt verk, fyrir ung-
an mann, að setjast í sæti Magn-
úsar sem borið hafði uppi stjórn-
málaskrif blaðsins í 25 ár og allir
sem til þekktu töldu vera af-
burðamann en Svavar spjaraði
sig.
Nú kom sér vel allur sá mikli
kjarkur sem honum var gefinn
og leiknin í mannlegum sam-
skiptum.
Hugmyndin um að gera Svav-
ar að ritstjóra kom frá Magnúsi.
Aftur á móti átti ég hlut að því
sjö árum síðar að fá Svavar til að
skipa efsta sætið á framboðslista
Alþýðubandalagsins í Reykjavík
1978. Úr varð þingseta í liðlega
tuttugu ár og fylgdi ráðherra-
dómur í þremur ríkisstjórnum.
Formaður Alþýðubandalagsins
var Svavar í sjö ár 1980-1987.
Við andlát hans minnist ég
ekki síst okkar góða samstarfs
er við vorum báðir ritstjórar
Þjóðviljans á árunum 1972-1978.
Stundum bar þá að höndum erfið
mál sem ekki varð skotið á frest
að taka afstöðu til. Við leituðum
mjög sjaldan ráðgjafar utanhúss
en treystum á okkar eigin dóm-
greind og aldrei skildum við
ósáttir að kvöldi.
Með sárum trega kveð ég hér
minn góða félaga og samverka-
mann og minnist bróðurþelsins
sem ríkti í samskiptum okkar
þegar þau voru nánust.
Kjartan Ólafsson.
Starfsmenn menntamálaráðu-
neytisins eiga „ekki að þurfa að
hlíta dyntum og uppákomum
augnabliksins sem oft eru alger-
lega úr samhengi við það sem
kalla mætti skólastefnu“, skrif-
aði Svavar Gestsson í formála Til
nýrrar aldar, framkvæmdaáætl-
unar menntamálaráðuneytisins í
skólamálum til ársins 2000.
Svavar var menntamálaráðherra
frá hausti 1988 til vors 1991.
Fyrrgreind orð lýsa afstöðu hans
vel, hann vildi horfa fram á veg,
tryggja að stefnan væri í stöð-
ugri endurmótun, hlusta á og
eiga samvinnu við ólíka aðila og
koma svo hlutunum í verk. Hann
réð mig sem ráðunaut sinn í
skólamálum og í hönd fór við-
burðaríkur tími. Svavar gekk
með áhuga og festu til móts við
viðfangsefnin og var hvetjandi
og hlýr.
Menntamálaráðherratíð Svav-
ars var ekki löng, en hann var
djarfur verkmaður og áhrif hans
mikil og er vert að rifja hluta
þeirra upp. Árið 1991 voru sam-
þykkt fyrstu lög um leikskóla
sem nú urðu hluti skólakerfisins.
Áratugina á undan var tekist á
um hvort daggæsla barna ætti
yfirleitt rétt á sér. Lögin mörk-
uðu mikilvæg tímamót þótt nær
áratugur liði þar til skriður
komst á uppbyggingu leikskóla.
Grunnskólalög sem lítið höfðu
breyst frá árinu 1974 voru end-
urskoðuð og aðlöguð þróuninni
og ný lög samþykkt 1991 með
nýmælum eins og skólaskyldu
sex ára barna, þróunarsjóði,
námsráðgjöf, árganga- og fags-
tjórn og áætlun um einsetna
skóla. Gefin var út ýtarleg reglu-
gerð við nýsett framhaldsskóla-
lög og stofnaður námsefnissjóð-
ur framhaldsskóla.
Þegar Svavar kom í ráðuneyt-
ið lágu fyrir drög að nýrri aðal-
námskrá grunnskóla sem í
fyrstu höfðu verið unnin í
skólaþróunardeild, en um tíma
hafði pólitískur aðili tekið verkið
að hluta yfir. En í því ferli miðju
urðu stjórnarskipti og Svavar
varð ráðherra. Hann fól deildinni
aftur verkið í samvinnu við
skólasamfélagið og námskráin
kom út árið 1989 með nýmælum
eins og jafnréttisfræðslu og um-
hverfismennt.
Fram að tíma Svavars hafði
ráðherra skipað kennara og
skólastjórnendur og gat þannig
ákveðið hver varð t.d. skólastjóri
grunnskóla eða háskólakennari.
Eitt hans fyrsta verk var flutn-
ingur ráðningarvalds úr ráðu-
neytinu til menntastofnana sem
var stórt framfaraspor.
Til nýrrar aldar, frá 1991,
setti skólamálin á dagskrá og var
fyrsta heildstæða stefnumótun
um allt skólakerfið í landinu.
Fjöldi aðila kom að verkinu.
Safnað var hugmyndum frá hóp-
um og einstaklingum um 10 for-
gangsverkefni og voru svarend-
ur hátt á fjórða þúsund,
umræðufundir voru haldnir um
allt land, spurningalistar sendir
skólum og efnt til menntamála-
þings. Þótt stefnan hafi reyndar
verið lögð til hliðar við næstu
ráðherraskipti hafa nánast öll
áhersluatriði hennar komið til
framkvæmda, því fjöldi fólks tók
þátt, sá fyrir sér æskilega þróun
og hugmyndirnar lifðu. Nú fyrst
30 árum síðar er í annað sinn
unnið að heildstæðri mennta-
stefnu Íslands til næstu 10 ára.
Að leiðarlokum þakka ég
Svavari ánægjulegt og lærdóms-
ríkt samstarf og áralanga vin-
áttu. Ég sendi Guðrúnu, vinkonu
minni allt frá rauðsokkaárum
okkar, og fjölskyldum þeirra
Svavars mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Gerður G. Óskarsdóttir.
Svavar Gestsson gekk til liðs
við utanríkisþjónustuna 1999 eft-
ir farsælan feril á erilsömum
vettvangi stjórnmálanna. Hann
hélt strax utan og gegndi fyrst
embætti aðalræðismanns í
Winnipeg í Kanada og síðar
sendiherra í Svíþjóð og Dan-
mörku. Svavar var sérstakur er-
indreki íslenskra stjórnvalda
gagnvart Afríkusambandinu
þegar Ísland var í framboði til
öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna. Þá leiddi hann samninga-
viðræður fyrir hönd Íslands í
hluta af Icesave-málinu og lagði
þannig sitt lóð á vogarskálarnar í
einni allra erfiðustu milliríkja-
deilu lýðveldistímans.
Ljóst var frá fyrstu stundu að
Svavar var kominn í utanríkis-
þjónustuna til að láta til sín taka
og hafði hann mikinn metnað
fyrir Íslands hönd. Hann var
fyrsti útsendi aðalræðismaður-
inn í Winnipeg. Jafnframt því
var hann verkstjóri svokallaðra
Landafundaverkefna í öllu
Kanada en tilgangur þess var að
minnast 1000 ára afmælis landa-
funda Leifs Eiríkssonar.
Ræktarsemi og einlægur
áhugi á fólki er nauðsynlegt
veganesti fyrir fulltrúa Íslands
erlendis, ekki síst í Kanada þar
sem tugþúsundir Kanadamanna
eiga rætur að rekja til Íslands.
Ekki skemmdi fyrir að Svavar
hafði látið málefni Vestur-Ís-
Svavar Gestsson
Morgunblaðið/Kristinn
Árið 1999 var Svavar skipaður sendiherra og varð
fyrst aðalræðismaður Íslands í Winnipeg í Kanada.
Þar var hann jafnframt framkvæmdastjóri hátíða-
halda Íslendinga vegna landafunda og landnáms-
afmæla í Kanada og norðurríkjum Bandaríkjanna.