Morgunblaðið - 02.02.2021, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2021
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Atvinnuauglýsingar
Blaðberar
Upplýsingar veitir í síma
Morgunblaðið óskar eftir
blaðbera
k
Raðauglýsingar
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri, sem hér segir:
Háleggsstaðir, Svfél. Skagafjörður, fnr. 214-3161 , þingl. eig. Háleggs-
staðir ehf, gerðarbeiðandi Arion banki hf., mánudaginn 8. febrúar nk.
kl. 14:00.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
1. febrúar 2021
Styrkir
Árið 2021 verða veittir úr Sænsk-íslenska sam-
starfssjóðnum ferðastyrkir til að styðja íslenska
þátttakendur í sænsk-íslenskum verkefnum.
Markmið sjóðsins er að stuðla að auknu samstarfi
Svíþjóðar og Íslands á sviði vísinda, menntunar og
menningar.
• Um styrki þessa skal sótt á sérstökum
eyðublöðum sem er að finna á vefslóðinni
https://svenskislandskafonden.se/projektbidrag/
Umsóknarfrestur er til 1. mars 2021
og skal skila umsóknum samkvæmt
upplýsingum á heimasíðu sjóðsins.
Styrkjum verður úthlutað í apríl nk.
Stjórn Sænsk-íslenska samstarfssjóðsins,
26. janúar 2021.
Auglýsing frá
Sænsk-íslenska
samstarfssjóðnum
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:-12:30 - Tálgun kl.13 - Post-
ulínsmálun kl.13 - Bíó í miðrými kl.13.15 - Kaffi/kakó og kökusneið
kostar 450 kr. Vegna fjöldatakmarkana þarf að skrá sig í viðburði hjá
okkur og jafnframt er grímuskylda í Samfélagshúsinu, gestir bera
ábyrgð á að koma með eigin grímu og passa uppá sóttvarnir - Nánari
upplýsingar eru í síma 4112701 og 4112702 - Góðar stundir
Árskógar Smíðar, útskurður með leiðb. kl. 9-16. Opin vinnustofa kl.
9-12. Leshringur kl. 11. Handavinnuhópur kl. 12-16. Hádegismatur kl.
11.40-12.50. Hreyfiþjálfun kl. 13:45. Kaffisala kl. 14.15-15.30. Heitt á
könnunni, Allir velkomnir. Grímuskylda og það þarf að skrá sig í
viðburði eða hópa: 411-2600.
Boðinn Þriðjudagur: Stafganga kl. 10, farið frá anddyri Boðans, allir
velkomnir. Fuglatálgun kl. 13. Sundlaugin er opin frá 13.30-16.
Grímuskylda er í Boðanum og tveggja metra reglan viðhöfð.
Bústaðakirkja Göngutúr frá Safnaðarheimili Bústaðakirkju á
miðvikudag kl 13. Gengið um hverfið,létt og góð ganga. Njótum
útiverunnar saman og það er boðið uppá kaffisopa eftir gönguna. Al-
lir hjartanlega velkomnir. Hólmfríður djákni.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Opnunartími kl. 8.10-16. Kaffisopi
og spjall kl. 8.10-11. Thai Chi kl. 9-10. Prjónum til góðs kl. 9-12.
Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kríur Myndlistarhópur kl. 13-16.
Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Þátttökuskráning í síma 411-2790 og á
skrifstofu. Grímuskylda og fjöldatakmörk miðast við 20 manns.
Virðum allar sóttvarnir. Nánari upplýsingar í síma 411-2790
Garðabæ Poolhópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl.
10:00. Stólajóga kl. 11. í sal í kjallara Vídalínskirkju. Boccia Ásgarður kl:
12:55. Smíði Smiðja Kirkjuh. kl. 9 og 13. Vatnsleikfimi Sjál kl. 15:15.
Litlakot opið kl. 13– 16. Áfram skal gæta að handþvotti og
smitvörnum og virða 2 metra.
Grafarvogskirkja Þriðjudaginn 2. febrúar verður samvera fyrir eldri
borgara á Facebooksíðunni "Eldriborgarstarf Grafarvogskirkju" kl. 13.
Ýtt er á takkann Samvera. Umsjón hefur Sigrún Eggertsdóttir.
Gullsmára Myndlist kl. 9. Tréútskurður kl. 13. Handspitt, grímuskylda
og tveggja metra reglan viðhöfð.
Hraunsel Dansleikfimi á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 8.30 og
9.30. Bingó á miðvikudögum kl. 13. Handverk á miðvikudögum kl. 13.
Píla á fimmtudögum kl. 13. Línudans á föstudögum kl. 10 og 11.
Grímuskylda og 2ja metra reglan eru í gildi og nauðsynlegt að skrá
sig í allt starf fyrirfram í síma 5550142.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8.30-10.30.
Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Helgistund kl. 14:00.
Korpúlfar Boccia kl. 10 í dag í Borgum, Helgistund kl. 10.30 í Bor-
gum, spjallhópur í listasmiðju í Borgum kl. 13 í dag og sundleikfimi í
Grafarvogssundlauk kl. 14 í dag. Virðum allar sóttvarnir, hámark 20
manns í hóp, skráning í hópatíma og grímuskylda í Borgum. Minnum
á að panta þarf hádegsiverð fyrir kl. 12 deginum áður.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10 og kl. 18.30. Ath.
áður auglýst helgistund í salnum á Skólabraut verður þriðjudaginn 9.
febrúar en ekki í dag eins og auglýst var áður. Kaffikrókurinn er opinn.
mbl.is
alltaf - allstaðar
✝ Edda Magn-úsdóttir Hjalte-
sted fæddist í
Reykjavík 28. sept-
ember 1943. Hún
andaðist á Hjúkr-
unarheimilinu
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 17. janúar
2021. Foreldrar
hennar voru Guð-
rún Guðmunds-
dóttir Norðdahl
húsmóðir, f. 12. júlí 1909, d. 2.
júní 1988, og Magnús Pétursson
Hjaltested lögregluþjónn, f. 29.
mars 1905, d. 20. okt. 1987. Bróð-
ir Eddu var Bruno M. Hjaltested,
f. 27. okt. 1933, d. 6. apríl 2017.
við Austurstræti og síðar í
afurðalánadeild bankans við
Hafnarstræti. Edda hélt til
Bournemouth í Englandi til ensk-
unáms árið 1962. Hún hóf aftur
störf í Landsbankanum eftir
heimkomu.
Hinn 6. nóvember 1965 giftist
Edda Sveini Þráni Jóhannessyni
og hófu þau búskap á Hraun-
kambi 6, Hafnarfirði. Síðar
fluttu þau á Álfaskeið 98 og
bjuggu þar þangað til þau
byggðu sér hús við Hraunbrún
51 sem þau fluttu í 1982 og bjó
Edda þar þangað til hún fluttist
á Hrafnistu í Hafnarfirði í árs-
byrjun 2019.
Börn þeirra hjóna eru fjögur.
Þau eru: 1) Magnús Þór, f. 4. apr-
íl 1968, maki Jórunn Guðmunds-
dóttir, f. 22. des. 1964. 2) Arnar,
f. 8. júlí 1972, eiginkona Sveindís
Anna Jóhannsdóttir, f. 15. apríl
1969. Börn þeirra a) Helga Rós,
f. 11. ágúst 2000, b) Edda Sóley,
f. 30. des. 2001, c) Ellen María, f.
1. okt. 2007. 3) Guðmundur Ingv-
ar, f. 8. júlí 1972, eiginkona
Brynhildur Hauksdóttir, f. 2. júlí
1973. Börn þeirra a) Sveinn Þrá-
inn, f. 10. des. 1997, b) Jóna Vig-
dís, f. 19. nóv. 2003, c) Margrét
Sif, f. 26. sept. 2005. 4) Sunna, f.
8. des. 1982.
Edda starfaði síðar á skrifstofu
Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar í
tvö ár og um skeið hjá Póstinum í
Hafnarfirði sem bréfberi. Lengst
af starfaði hún sem ritari í Víði-
staðaskóla í Hafnarfirði frá 1980-
2000 og svo sem leiðbeinandi í
bekkjum þar til hún hætti störf-
um sökum aldurs 2011.
Útför Eddu fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 2.
febrúar 2021, klukkan 13. Slóð á
streymi frá útförinni er:
https://youtu.be/jhD9coBl-fc
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
www.mbl.is/andlat
Eftirlifandi eig-
inmaður Eddu er
Sveinn Þráinn Jó-
hannesson, f. 14.
apríl 1944.
Edda ólst upp í
Reykjavík, á Berg-
þórugötu 57. Hún
gekk í Austurbæj-
arskóla og síðan í
verknámsdeild
Gagnfræðaskóla
Austurbæjar og
lauk þaðan gagnfræðaprófi. Ung
fór hún að passa börn og vann
um tíma í Kexverksmiðjunni
Fróni, þá 12 ára að aldri.
16 ára hóf Edda störf í gjald-
eyrisdeild Landsbanka Íslands
Í dag kveðjum við elskulegu
móður okkar. Við erum svo
heppin að hafa átt þig sem
mömmu, þú varst alltaf tilbúin
að leiðbeina okkur og styðja í
gegnum lífið. En svo breyttist
það og við þurftum að styðja þig
í gegnum síðustu árin. Þó að við
vissum að kveðjustundin nálg-
aðist, þá er erfitt að kveðja en
við trúum því að þú sért á betri
stað núna.
Það eru margar eftirminnileg-
ar stundirnar sem við áttum í
útilegum saman og einstaklega
er minnisstæð útilega sem við
fórum á Úlfljótsvatn eitt sum-
arið. Sól skein alla helgina og við
krakkarnir lékum okkur allan
daginn og nutum frelsisins enda
mikið um að vera á svæðinu,
bæði fyrir börn og fullorðna.
Meðal annars var róðrakeppni á
milli hjóna og mamma og pabbi
ákváðu að taka þátt. Reglurnar
voru þannig að ræðararnir, sem
voru eiginmennirnir, voru með
bundið fyrir augun og konan átti
að segja þeim til. Það er óhætt
að segja að þetta gekk mis vel
hjá pörunum en mamma var
sannarlega góður stjórnandi því
að pabbi hélt réttri stefnu allan
tímann og þau sigruðu þessa
keppni með glæsibrag. Á meðan
snerust allir hinir keppendurnir
í hringi eða strönduðu upp í
fjöru. Við krakkarnir biðum svo
við bakkann þegar þau komu í
land, mjög stolt af foreldrum
okkar enda átti engin roð í þau í
róðrinum.
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla á fold.
Þú veist hver var skjól þitt þinn
skjöldur og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og
gaf þér sitt líf.
(Ómar Ragnarsson)
Takk fyrir allan tímann sem
við áttum með þér og þær gæða
stundir sem við áttum saman.
Minningin mun lifa í hjarta
okkar.
Bless elsku mamma.
Magnús, Arnar, Ingvar og
Sunna.
Nú kallið er komið og veik-
indin hafa náð að yfirbuga þig.
Veikindi þín tóku stóran toll af
þér síðustu árin og var mikið
átak fyrir aðstandendur að horfa
á sjúkdóminn ná yfirhöndinni og
horfa á eftir þér hverfa hægt og
rólega inn í annan heim. Alltaf
varstu brosandi, glöð og hlý með
mjúku hendurnar þínar og vildir
vera svo fín. Ég er þakklát fyrir
að hafa getið verið til staðar fyr-
ir þig í veikindum þínum og í
dag, þegar tómið hefur hellst yf-
ir, er gott að vita að þú og þið
gátuð reitt ykkur á stuðning
þeirra sem stóðu ykkur næst.
Ég er þakklát fyrir að þú
varst hluti af lífi mínu síðasta
aldarfjórðung og er stolt af því
að ég gerði þig að ömmu. Lengst
af varst þú eina amma barna
minna og var dýrmætt að fylgj-
ast með sambandi þínu við
barnabörnin.
Ég er ánægð með að hafa
heyrt sögur af lífi þínu og æsku
sem eru hluti af lífssögu barna
minna. Ég mun segja þeim frá
ævintýrum barnanna á Berg-
þórugötu og skvísusögur af
æskuvinkonunum í sauma-
klúbbnum. Ég mun halda á lofti
hve flink þú varst í höndunum
og gast gert allt úr engu. Ég
mun hjálpa börnunum að halda
þeim minningum sem þau áttu
um þig áfram í hug þeirra og
hjarta.
Nú er komið að kveðjustund,
mín kæra, en minning þín mun
áfram lifa í og með þeim sem
áfram ganga lífsins veg. Takk
fyrir allt og allt.
Sofnar drótt, nálgast nótt
sveipar kvöldroða, himinn og sær.
Allt er hljótt, nálgast nótt
guð er nær.
(Kvöldsöngur kvenskáta)
Þín tengdadóttir,
Brynhildur I. Hauksdóttir.
Við kveðjum ömmu okkar
með söknuði. Ömmu sem hefur
fylgt okkur allt okkar líf og
fylgst með okkur þroskast í
gegnum alla okkar bernsku.
Hún sinnti ömmuhlutverkinu
með svo miklu stolti. Því miður
urðu veikindi hennar til þess að
við fengum ekki eins langan
tíma saman og við hefðum öll
viljað. Það kom þó ekki í veg
fyrir að við gætum skapað minn-
ingar saman, sem nú eru okkur
ómetanlegar. Nú er okkur sér-
lega minnisstætt þegar við fór-
um saman til Spánar. Á þessum
árum þótti ömmu einstaklega
gaman að lesa á öll skilti sem
hún sá, svo spænsk skilti með
nýjum upplýsingum úti um allt
vöktu mikla lukku. Þrátt fyrir
veikindin var hún svo léttlynd og
tók alltaf undir hvers kyns sprell
hjá okkur krökkunum. Annað
sem okkur fannst einkenna hana
svo vel var dálæti hennar á
mjúkum fötum. Í hvert sinn sem
hún kom í heimsókn bað hún
okkur alltaf að finna hvað hún
var í mjúkri peysu, sem enn eru
mýkstu föt sem við höfum kom-
ist í snertingu við. Þessar minn-
ingar munu fylgja okkur ævi-
langt.
Í Jóhannesarguðspjalli 14:6
segir Jesús: „Ég er vegurinn,
sannleikurinn og lífið. Enginn
kemur til föðurins, nema fyrir
mig.“ Amma átti einlæga trú á
Jesú og dvelur nú á betri stað í
faðmi föðurins.
Sveinn Þráinn Guðmunds-
son, Jóna Vigdís Guðmunds-
dóttir og Margrét Sif Guð-
mundsdóttir.
Víðistaðaskóli, Skátakórinn,
skátamót, æfingabúðir og gleði-
kvöld, St. Georgsgildið, Búda-
pestferðin, Skátalundur og ótal-
margt annað rennur fyrir
hugskotssjónum þegar ég minn-
ist Eddu Hjaltested.
Hún var brosmild, hlý og góð
kona sem vildi öllum vel og fáum
hef ég kynnst sem haldið hafa
jafn góðum tengslum við þá sem
þau kynntust á lífsins leið og
þeim Svenna.
Gilti þá einu hvort um var að
ræða skyldfólk, vini úr bernsku,
erlenda skáta eða meðlimi úr
fjölskyldu lúterskrar hjónahelgi.
Bréfasamskipti og gagnkvæmar
heimsóknir með góðri landkynn-
ingu á báða bóga héldu vinskap
eftir nokkurra daga kynni á lífi
til fjölda ára.
Edda hafði afar fallega rit-
hönd og nutu starfsfólk og nem-
endur Víðistaðaskóla góðs af,
enda ófáar verðlaunabækur
skólans sem hún skráði í kveðjur
og hamingjuóskir fyrir góðan
námsárangur og vel unnin störf.
Það var gott að kíkja við í
kaffi á Hraunbrúnina, verða
samferða á kóræfingar upp í
Árbæ eða Hraunbyrgi og oft
áhöld um hvor okkar var með
meiri óreiðu í kórmöppunum, en
við sátum hlið við hlið á æfingum
allt þar til Edda fór að finna illi-
lega fyrir sjúkdómnum sem að
lokum gerði henni ófært að vera
lengur með.
Ég kýs að muna Eddu þess
tíma þegar hugsunin var skýr og
gleðin allsráðandi.
Svenna og fjölskyldu hennar
allri færi ég hugheilar samúðar-
kveðjur.
Hún á ævinlega sinn sess í
huga okkar Skátakórs- og gild-
isfélaga. Blessuð sé minning
Eddu Hjaltested, sem nú er far-
in heim, og á vísa góða heim-
komu.
Fríða Ragnarsdóttir.
Við lát vinar míns.
Nú samvist þinni ég sviptur er
– ég sé þig aldrei meir!
Ástvinirnir, sem ann ég hér,
svo allir fara þeir.
Ég felldi tár – en hví ég græt?
Því heimskingi ég er!
Þín minning hún er sæl og sæt
og sömu leið ég fer.
Já, sömu leið! En hvert fer þú?
Þig hylja sé ég gröf
– þar mun ég eitt sinn eiga bú
of ævi svifinn höf.
En er þín sála sigri kætt
og sæla búin þér?
Ég veit það ekki! – sofðu sætt!
en sömu leið ég fer.
(Kristján Jónsson)
Kæri Sveinn og fjölskylda,
innilegar samúðarkveðjur til
ykkar allra.
Margrét Pálsdóttir.
Edda M.
Hjaltested