Morgunblaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 2021
FALLEG LJÓS
Í ÚRVALI
Ármúla 24 • rafkaup.is
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
É
g flutti hingað til Dan-
merkur fyrir ári frá Ís-
landi og er eiginlega
komin í hring, því ég
flutti fyrst frá Íslandi
til Danmerkur þegar ég var sex ára
og ólst upp hér. Ég sneri aftur til Ís-
lands 2008 eftir 30 ár í Danmörku og
bjó þar til 2020. Það var ótrúlegt æv-
intýri, meðal annars vegna þess að ég
fékk að byggja upp fjölmenningar-
starf Borgarbókasafns frá upphafi.
En fólkið mitt er hér í Danmörku,
mamma mín, bræður mínir og æsku-
vinkonur, þess vegna vil ég búa hér en
vera með annan fótinn á Íslandi eins
mikið og hægt er til að rækta tengsl
við dýrmæta vini og ættingja. Mér
finnst dásamlegt að geta unnið að
mikilvægum verkefnum í báðum
löndunum,“ segir Kristín Vilhjálms-
dóttir sem er ein þeirra sem sjá um
vitundarvakninguna Íslandskort -
leitin að tungumálaforða barna og
ungmenna á Íslandi. Að verkefninu
standa Menntamiðja, Menntavísinda-
stofnun HÍ, Menningarmót - Fljúg-
andi teppi, Tungumálatorg, Skóla- og
frístundasvið Reykjavíkurborgar, og
Móðurmál – samtök um tvítyngi.
Send hefur verið könnun á alla leik-
og grunnskóla landsins til að skrá
tungumál sem töluð eru meðal nem-
enda og verður afraksturinn birtur á
gagnvirku Íslandskorti þar sem hægt
verður að skoða og gleðjast yfir
tungumálaforða á hverjum og einum
stað.
„Við viljum með þessu verkefni
vekja athygli á að fjölbreytni í tungu-
málum meðal íbúa er ríkidæmi fyrir
samfélag. Það er líka ríkidæmi fyrir
þann einstakling sem kann mörg
tungumál, til dæmis þegar viðkom-
andi finnur fyrir þeim mannauði sem
hann ber með sér inn í nýtt samfélag.
Þetta er leið til að tengja okkur við
heiminn, af því tungumál eru alltaf
brýr út í heim. Í íslensku samfélagi er
íslenska tungumálið brú fyrir þá sem
þangað flytja frá öðrum löndum, til að
geta haft samskipti við annað fólk á
Íslandi.“
Mikill kostur að tala ólík mál
Kristín segir að hugarfarið í
samfélaginu skipti miklu máli, að
samfélagið líti á það sem fjársjóð að
þar búi einstaklingar sem kunni mörg
tungumál.
„Slík kunnátta getur verið mikið
dýrmæti fyrir samfélag, af því við
þurfum á tungumálakunnáttu að
halda í heimi þar sem alþjóðleg tengsl
eru orðin svo mikil sem raun ber vitni.
Það er mikilvægt fyrir þjóðina að þar
búi einstaklingar sem kunni hin ólík-
ustu tungumál, ekki bara ensku og ís-
lensku. Þannig geta þeir einstakling-
ar verið brýrnar okkar út í heim. Það
er líka mikilvægt að einstaklingar og
hópar finni fyrir viðurkenningu frá
samfélaginu á því sem þau hafa í far-
angrinum þegar þau setjast að á Ís-
landi, en sá farangur getur oft verið
fjöltyngi, manneskja sem talar fleiri
en eitt tungumál.“
Kristín segir að rétt eins og árið
2014 þegar leit að tungumálum hér á
landi var gerð í fyrsta skipti, þá standi
til að nota tæknina til að búa til gagn-
virkt kort af Íslandi.
„Þetta kort mun verða aðgengi-
legt á vef sem heitir menntamidja.is.
Við höfum sent bréf til allra leik- og
grunnskóla á Íslandi og beðið um að
þeir sendi svör um fjölda tungumála
sem finnast þar. Nú þegar hafa 155
skólar tekið þátt, en margir eru eftir
enn og það væri gaman að fá svör frá
sem allra flestum. Núna erum við á
lokasprettinum, síðasti dagur til að
skrá er á mánudaginn kemur, 8.
febrúar,“ segir Kristín sem hefur tek-
ið þátt í að virkja skólana til þátttöku
og vekja til umhugsunar um tungu-
mál.
„Við erum með dæmi um strák í
grunnskóla sem talar fimm tungumál,
þar á meðal íslensku. Þetta er rosa-
lega dýrmætur hæfileiki sem opnar
margar dyr. Þetta er líka mikilvægt
fyrir tilfinningalíf viðkomandi, að geta
dansað á milli tungumála. Mestu
skiptir að þessir einstaklingar finni
fyrir viðurkenningu, að varpað sé ljósi
á þessa miklu færni þeirra og vekja
athygli þeirra á að það eru sannkall-
aðir mannkostir að búa yfir færni í
mörgum ólíkum tungumálum. Þetta
er líka mikilvægt upp á áframhald-
andi nám fjöltyngdra barna, að þeim
finnist þau vera hluti af samfélaginu.
Þetta hefur með sjálfsmyndina að
gera, það þarf að vera kveikt á tilfinn-
ingum viðkomandi einstaklings ef
hann ætlar að koma sér alla leið inn í
nýtt tungumál. Þess vegna þurfum
við að mæta fjöltyngdu fólki með við-
urkenningu, svo þau öðlist sjálfs-
traust til að verða sterkari í íslensku.
Margar rannsóknir sýna að einstakl-
ingar byggja upp tungumálastrúktúr
í hverju tungumáli sem þeir læra. Því
fleiri tungumál sem þú ert sterkur í,
því betri grunn ertu með til að tileinka
þér nýtt tungumál,“ segir Kristín sem
er menntaður tungumálakennari og
bætir við að þessari vitundarvakningu
sé líka ætlað að kveikja áhuga meðal
allra barna og ungmenna til að læra
tungumál almennt.
Skömm þegar mamma talaði
Alþjóðlegur dagur móðurmálsins
verður síðar í þessum mánuði, 21.
febrúar, þá verður fyrrnefnt Íslands-
kort birt rafrænt með niðurstöðum.
„Við hvetjum skólana til að halda
upp á daginn og vekja athygli nem-
enda á tungumálum og mikilvægi
tungumála almennt,“ segir Kristín
sem þróaði verkefnið Menningarmót
– fljúgandi teppi þegar hún var ungur
kennari í Danmörku, en þar leiðir hún
saman fólk frá ólíkum menningar-
heimum.
„Þetta verkefni fylgir mér og ég
tók það upp á Íslandi, en núna vinn ég
sem sjálfstætt starfandi í báðum lönd-
um. Í fjúgandi teppinu byrjum við
alltaf á því að telja tungumál í bekkj-
unum og mér er sérstaklega eftir-
minnilegt að eitt sinn komumst við að
því að í einum bekk voru töluð 25
tungumál. Þetta finnst mér æðislegt,
og við verðum að líta á þetta sem kost
en ekki fyrirstöðu. Börn og fjöl-
tyngdar fjölskyldur þeirra á Íslandi
gera sér ekki alltaf grein fyrir þessum
kostum sínum, heldur smitast af því
viðhorfi að þau megi einvörðungu tala
íslensku. Þau fara jafnvel að skamm-
ast sín fyrir móðurmálið sitt og tapa
því niður. Þetta stendur mér mjög
nærri því þegar ég flutti til Danmerk-
ur sex ára, þá hætti ég að tala ís-
lensku og fann fyrir skömm þegar
mamma talaði við mig á íslensku fyrir
framan aðra. Þetta liggur djúpt í mér
og ég vinn af ástríðu gegn þessum
neikvæðu viðhorfum. Mömmu var
sagt í skólanum mínum, þó hún hafi
ekki fylgt því, að hún ætti að hætta að
tala íslensku við mig og ekki lesa fyrir
mig á íslensku. Þetta er alröng aðferð.
Vegna þessara neikvæðu viðhorfa tal-
aði ég ekki neitt í næstum hálft ár, en
þegar ég byrjaði að tala aftur var það
einvörðungu danska. Við verðum að
vinna gegn þessum viðhorfum,“ segir
Kristín og bætir við að í lok síðasta
árs hafi menntamálaráðuneytið gefið
út Hjartans mál, sem er leiðarvísir
fyrir þá sem vinna með fjöltyngdum
einstaklingum. „Aðgangur að slíkum
leiðbeiningum er afar mikilvægur fyr-
ir menntun þessara barna.“
Tungumál eru brýr út í heim
Nú stendur yfir leit að tungumálum í leik- og grunnskólum landsins, undir heitinu Íslandskort - leitin að tungumálaforða barna og ung-
menna á Íslandi. Hugmyndin er að kortleggja öll tungumál töluð af börnum í leik- og grunnskólum landsins og vekja þannig jákvæða
umræðu um tungumál og fjöltyngi í barna- og unglingahópum. Kristín Vilhjálmsdóttir er ein þeirra sem vinna að þessari vitundarvakn-
ingu, en sjálf hefur hún reynslu af því að flytja til lands barn að aldri þar sem talað var annað tungumál en hennar móðurmál.
Gaman í vinnunni Kristínu er mikið hjartans mál að breyta viðhorfum. Hér ræðir hún við nemendur sína um tungumálin þeirra í Menningarmótsferli.
Kristín bregður á leik Hér er Kristín í skóla með nemendum og sýnir þeim
á táknrænan hátt með smá sprelli með hnött að hún vilji opna heiminn.