Morgunblaðið - 06.02.2021, Page 14

Morgunblaðið - 06.02.2021, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 2021 Maðurinn hafi alfarið neitað sök og framburður hans því verið stöðug- ur og í samræmi við skýringarnar sem dóttirin hafði upphaflega gefið um orsakir áverkanna. Hún hafi upphaflega lýst því fyr- ir öðrum vitnum í héraði að hún hefði hlotið áverkana vegna falls í stiga en gefið þá skýringu að hún hefði gert það að áeggjan móður sinnar og að hún væri vön að segja ósatt um ofbeldi sem hún hefði sætt frá unga aldri. Þrátt fyrir þessa skýringu var að mati Landsréttar ekki fram hjá því Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýkn- að karlmann af ákæru um að hafa kýlt dóttur sína í andlitið, ýtt henni í gólfið og upp við vegg með þeim afleiðingum að hún nefbrotnaði. Einkaréttarkröfu dótturinnar um að hann greiddi henni 2,5 milljónir króna í miskabætur var vísað frá dómi. Í dómi Landsréttar kemur fram að dóttirin hafi verið eina vitnið sem hafi beinlínis borið um að faðir hennar hefði ráðist á hana og vald- ið áverkunum sem ákært var fyrir. litið að framburður hennar hafi ekki verið stöðugur um það hvern- ig hún hlaut áverkana. Systur hennar skoruðust undan því að gefa skýrslu fyrir dómi og því var ekki hægt að spyrja þær út í fram- burð þeirra hjá lögreglu og atvik málsins. Ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna að maðurinn hafi gerst sekur um líkamsárásina. Í héraðsdómi hlaut maðurinn fjög- urra mánaða skilorðsbundinn dóm og var dæmdur til að greiða dóttur sinni 400 þúsund krónur í miska- bætur. Sýknaður af ákæru um að hafa kýlt dóttur sína í andlitið Jón Sigurðsson Nordal Karítas Ríkharðsdóttir Hæstiréttur Íslands staðfesti í gær sýknudóm yfir fyrrverandi hæsta- réttardómaranum Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna meiðyrðamáls sem höfðað var á hendur honum, en málið hefur verið í dómskerfinu síðan 2018. Sóknaraðili málsins var Bene- dikt Bogason, núverandi forseti Hæstaréttar. Hann krafðist þess að ákveðin ummæli Jóns Steinars í bók hans, Með lognið í fangið - Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun, skyldu dæmd dauð og ómerk, en Benedikt taldi ummælunum beint að sér, auk þriggja fyrrverandi dómara við rétt- inn. Umrædd ummæli má finna í kafla bókarinnar sem fjallar um mál ákæruvaldsins gegn Baldri Guð- laugssyni, fyrrverandi ráðuneytis- stjóra fjármálaráðuneytisins, sem dæmdur var í tveggja ára fangelsi í Hæstarétti árið 2012 fyrir innherja- svik og brot í opinberu starfi, en Benedikt sat í meirihluta dómsins í því máli. Ágreiningur Benedikts og Jóns Steinars laut því aðallega að notkun þess síðarnefnda á hugtakinu „dómsmorð“ í bók sinni. Klofinn Hæstiréttur Málið hefur nú farið fyrir dóm á öllum þremur dómstigum Íslands; í héraðsdómi, Landsrétti og Hæsta- rétti. Niðurstaða allra þeirra dóm- stiga er sýknun Jóns Steinars af meintum meiðyrðum í garð Bene- dikts. Þar sem Benedikt er núver- andi forseti Hæstaréttar, og var aðili að dómsmálinu, voru allir aðrir dóm- arar við réttinn vanhæfir til að fara með málið. Af þeim sökum voru fimm utanaðkomandi einstaklingar settir hæstaréttardómarar fyrir þetta eina mál; tveir lögmenn, tveir héraðsdóm- arar og settur landsréttardómari. Í niðurstöðu sinni klofnaði Hæstirétt- ur og skiluðu tveir dómendur sérat- kvæði, þær Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Kristrún Kristinsdóttir héraðs- dómarar. Þær sögðu ummælin fela í sér „alvarlega aðdróttun sem ekki á sér neina stoð í staðreyndum máls- ins“ og töldu það rétt að þau skyldu ómerkt í samræmi við kröfu Bene- dikts. Þá töldu þær Benedikt einnig eiga rétt til miskabóta úr hendi Jóns Steinars, án þess að nefna þar ná- kvæma fjárhæð. Ekki fallist á aðildarskort Í málsvörn sinni byggði Jón Stein- ar m.a. á því að ummælum hans um „dómsmorð“ hefði verið beint að Hæstarétti sem stofnun, en ekki Benedikt sem persónu, og því ætti að sýkna hann á grundvelli aðildar- skorts, þ.e. að Benedikt hefði ekki lögvarða hagsmuni af niðurstöðu dómsmálsins þar sem ummælin væru ekki um hann. Þetta féllst Hæstirétt- ur ekki á, og sagði ummæli Jóns Steinars „verða ekki skilin öðruvísi en sem gagnrýni á störf þeirra fjög- urra dómara sem mynduðu meiri- hluta“ í umræddu dómsmáli. Þá benti rétturinn á að nöfn dómaranna væru birt í dómnum á vefsíðu réttarins og auk þess nafngreinir Jón Steinar þá í bók sinni. Jón Steinar gefur lítið fyrir þau rök. „Þetta eru efnisatriði og Benedikt var ekkert þar sérstaklega til umræðu, frekar en aðrir dómarar sem dæmdu. Hann var nefndur í lok kaflans þar sem er sagt hvaða dóm- arar höfðu staðið að þessum dómi,“ sagði hann við mbl.is í gær eftir að dómur Hæstaréttar hafði fallið. Skilgreining „dómsmorðs“ Meginágreiningur Benedikts og Jóns Steinars laut að þýðingu orðsins „dómsmorð“ í því samhengi sem það var notað í bókinni. Í dómi sínum rakti meirihluti Hæstaréttar skilyrði þess að ummæli sem þessi gætu talist til ólögmætra ærumeiðinga, en meðal þeirra er að ummælin innihaldi „stað- hæfingu um staðreynd“ frekar en svokallaðan „gildisdóm“, sem ekki þarf að sanna og fólki er almennt ekki refsað fyrir. Eftir ítarlega út- skýringu sagði Hæstiréttur síðan að fallist yrði á að Jón Steinar „hafi not- að hugtakið dómsmorð í táknrænni og yfirfærðri merkingu en ekki í bók- staflegri merkingu, til að leggja áherslu á þá skoðun sína að illa hafi tekist til við niðurstöðu meirihluta réttarins“. Þessu er minnihluti Hæstaréttar ósammála og segir að „sú skilgreining á dómsmorði sem [Jón Steinar] kýs að nota felur í sér ásetning til að misfara með dóms- vald,“ og sé því staðhæfing um stað- reynd. Lítil viðbrögð við dóminum Jón Steinar segist ekki búast við því að afleiðingar dómsins verði mikl- ar. „Ef marka má venjuleg viðbrögð hér á landi er eins og yfirvöld dóms- mála séu svo liðónýt að það sé ekki brugðist við svona. Auðvitað hljóta þetta að vera alvarleg tíðindi,“ segir hann. Ekki náðist í Benedikt Boga- son við vinnslu fréttarinnar. Jón Steinar sýknaður í Hæstarétti  Hæstiréttur klofnar í meiðyrðamáli forseta réttarins gegn fyrrverandi hæstaréttardómara  Skilgreining „dómsmorðs“ höfuðágreiningur  Jón Steinar sýknaður á öllum þremur dómstigum Morgunblaðið/Þórður Dómstóll Hæstiréttur Íslands kvað í gær upp sýknudóm yfir Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara, í ærumeiðingarmáli. Jón Steinar Gunnlaugsson Benedikt Bogason Guðni Einarsson gudni@mbl.is Héraðsdómur Suðurlands hafnaði kröfu Landverndar og Héraðsnefnd- ar Árnesinga bs. á hendur sýslu- manninum á Suðurlandi. Landvernd og héraðsnefndin kröfðust þess að ákvörðun þinglýsingastjórans á Suð- urlandi frá 22. október 2020, sem neitaði kröfu þeirra um leiðréttingu á þinglýsingabók og að afmá erfða- skiptayfirlýsingu frá 1975 úr þing- lýsingabók, verði felld úr gildi. Úr- skurðurinn var felldur 5. febrúar. Málið snýst um eignarhald á lóð sumarbústaðarins Laxabakka við Sog. Íslenski bærinn ehf. keypti Laxabakka árið 2018. Lóðin er í landi Öndverðarness II sem Land- vernd og Héraðsnefnd Árnesinga bs. fengu að gjöf. Úrskurðurinn markar tímamót Hannes Lárusson, myndlistar- maður og staðarhaldari Íslenska bæjarins, sagði að úrskurðurinn marki tímamót í málinu. „Ef menn sýna manndóm og heiðarleika þá ætti þessu máli að vera lokið hér með og vinnufriður að skapast í framhaldi af því til að bjarga þessu verðmæta húsi. Það var kannski bara jákvætt að þetta fór fyrir dóm og að þessi úr- skurður fékkst,“ sagði Hannes. Hann telur að það verði langsótt að standa fyrir frekara málþófi. Slíkt málþóf gæti valdið miklum skaða á þjóðarverðmæti. Núverandi eigendur jarðarinnar sögðu að lóðin hefði verið stofnuð úr landi jarðarinnar án heimildar land- eigenda. Þeir bentu á að á lóðina sé þinglýst erfðaskiptayfirlýsingu með athugasemd um að eignarheimild vanti. Einnig kom fram í afsali þegar eignin var seld nauðungarsölu 2004 að lóðarréttindi séu óviss. Kröfu Landverndar og Héraðs- nefndarinnar um leiðréttingu var hafnað því vegna athugasemda á veðbókarvottorði eignarinnar „mætti grandlausum vera ljóst að vafi léki á lóðarréttindum eignarinn- ar“. Varðandi kröfu þeirra um að fá leiðréttingu þinglýst á eignina var ekki fallist né heldur að umrædd færsla væri efnislega röng. Eftir að ákveða viðbrögð Auður Önnu Magnúsdóttir, fram- kvæmdastjóri Landverndar, sagði að þau þurfi að fara yfir úrskurðinn með lögfræðingi sínum. „Við höfum ekki tekið afstöðu til þess hvort við ætlum að taka þetta eitthvað lengra,“ sagði Auður. Eyþór H. Ólafsson, formaður Héraðsnefndar Árnesinga bs., sagði einnig að eftir sé að skoða úrskurðinn með lög- manni. „Það þurfti þessa niðurstöðu til að málið gæti klárast. Við erum opinber aðili og getum ekki annað en fengið þetta á hreint,“ sagði Eyþór. Ljósmynd/Aðsend Laxabakki Mynd tekin 1943 sýnir bústaðinn við Sog. Hann hefur látið á sjá. Úrskurðað í Laxabakkadeilu  Kröfu sóknaraðila var hafnað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.