Morgunblaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 25
25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 2021
Endurskoðun
rammasamnings um
almenn starfsskilyrði
landbúnaðarins er lok-
ið. Samkomulag sem
undirritað var í vikunni
er mikilvægur og
ánægjulegur áfangi,
enda er nú lokið fyrstu
endurskoðun á öllum
fjórum búvörusamn-
ingunum sem tóku
gildi 1. janúar 2017.
Í opinberri umræðu koma reglu-
lega fram kröfur um uppstokkun á
íslenska landbúnaðarkerfinu eða því
haldið fram að kerfið hafi ekkert
breyst. Þótt minna fari fyrir meitl-
uðum tillögum í þeirri umræðu er
hún samt sem áður jákvæð. Gagn-
rýni og vangaveltur um hvernig
hægt er að gera betur eru öllum
holl. Því hef ég sagt, meðal annars í
tengslum við mótun landbún-
aðarstefnu fyrir Ísland sem nú
stendur yfir, að við eigum ekki að
óttast endurskoðun á landbún-
aðarkerfinu frá grunni.
Á sama tíma er í mínum huga
óumdeilt, eins og neðangreind um-
fjöllun ber með sér, að með endur-
skoðun búvörusamninga á þessu
kjörtímabili hafa verið gerðar um-
fangsmiklar breytingar á starfsskil-
yrðum íslensks landbúnaðar til hins
betra.
Aukið jafnvægi í sauðfjárrækt
Sumarið 2018 óskaði ég eftir að
endurskoðun sauðfjársamningsins
yrði flýtt til að bregðast við erfið-
leikum í greininni. Í
janúar 2019 var skrifað
undir slíkt samkomu-
lag. Markmið þess var
einna helst að stuðla að
auknu jafnvægi milli
framboðs og eftir-
spurnar á markaði með
sauðfjárafurðir. Mik-
ilvægast af öllu er að
nú sjást merki um að
hagur sauðfjárbænda
sé að vænkast, meðal
annars með hærra af-
urðaverði, þótt enn
vanti þar upp á.
Þá tel ég að þeir aðlögunarsamn-
ingar sem samið var um hafi gefið
góða raun en með þeim var bændum
gert kleift að hætta eða draga úr
sauðfjárframleiðslu og ráðast í stað-
inn í fjölbreytt verkefni í sveitum
landsins. Við þurfum hins vegar
áfram að leita leiða til að styrkja
tekjugrunn sauðfjárræktarinnar og
byggja undir stöðugan atvinnu-
rekstur til frambúðar og stendur nú
yfir vinna ráðuneytisins og Lands-
sambands sauðfjárbænda til að svo
megi verða. Henni verður lokið í vor
með sameiginlegri aðgerðaáætlun.
Fallið frá afnámi kvótakerfis
Í samkomulag um endurskoðun
nautgripasamningsins í október
2019 voru gerðar grundvallarbreyt-
ingar á hinum upphaflega samningi.
Þannig var fallið frá afnámi kvóta-
kerfis í mjólkurframleiðslu sem
stefnt var að með undirritun naut-
gripasamningsins í febrúar 2016 og
átti að taka gildi þann 1. janúar
2021. Óumdeilt er að núgildandi
framleiðslustýring hefur átt ríkan
þátt í að stuðla að jafnri stöðu
mjólkurframleiðenda um land allt og
tilsvarandi byggðafestu. Jafnframt
hefur þetta kerfi ýtt undir þá miklu
hagræðingu sem orðið hefur í grein-
inni á undanförnum árum en sú þró-
un hefur orðið til hagsbóta fyrir
bæði greinina og neytendur.
Stjórnvöld og bændur samein-
uðust um leið um þá metnaðarfullu
stefnumörkun að íslensk naut-
griparækt verði að fullu kolefnis-
jöfnuð eigi síðar en árið 2040. Það er
jafnframt ánægjulegt, og til marks
um þá ríku áherslu sem lögð er á
þessa stefnumörkun, að stjórnvöld
og bændur eru sammála um að ráð-
stafa fjármagni af samningnum til
aðgerða til að ná þessum mark-
miðum. Möguleikar bænda til lofts-
lagsverkefna eru breytilegir og ætl-
unin er að nýta fjármunina sem best
eftir aðstæðum á hverjum stað. Það
mun skila bestum árangri.
Blásið til sóknar í garðyrkju
Með endurskoðun garðyrkju-
samningsins í maí sl. var blásið til
sóknar í íslenskri garðyrkju. Stjórn-
völd og bændur sameinuðust um að
bregðast strax við þeirri þróun að
markaðshlutdeild innlendrar fram-
leiðslu á innanlandsmarkaði helstu
garðyrkjuafurða fell í tonnum úr
75% árið 2010 í 52% árið 2018. Gerð-
ar voru grundvallarbreytingar á
starfsumhverfi greinarinnar og með
því skapaðar forsendur þess að
hægt verði að auka framleiðslu á ís-
lensku grænmeti um 25% á næstu
þremur árum og auka þannig mark-
aðshlutdeild innlendrar framleiðslu.
Til þess að ná þessu markmiði var
árlegt fjárframlag stjórnvalda til
samningsins hækkað um 200 millj-
ónir króna á ári, úr um 660 millj-
ónum í um 860 milljónir. Þeir fjár-
munir verða m.a. nýttir til að
stórauka framlög vegan raf-
orkukostnaðar, auka við jarðrækt-
arstyrki til að stuðla að fjölbreyttari
ræktun á grænmeti hér á landi og til
að tryggja að fleiri tegundir njóti
beingreiðslna.
Búvörumerki fyrir íslenskar
vörur
Í samkomulaginu sem undirritað
var í vikunni er að finna ákvæði sem
ég er sannfærður um að muni
styrkja undirstöður landbúnaðarins,
m.a. ákvæði um að ný landbún-
aðarstefna fyrir Ísland verði grunn-
ur að endurskoðun búvörusamninga
árið 2023. Um leið verður mælaborð
landbúnaðarins skref í að skapa
betri yfirsýn yfir stöðu greinarinnar
á hverjum tíma og útfærsla bú-
vörumerkis fyrir íslenskar landbún-
aðarafurðir að norrænni fyrirmynd
verður mikilvægt til að tryggja sér-
stöðu íslenskra vara á markaði, til
hagsbóta fyrir framleiðendur og
neytendur. Um leið er að finna í
samkomulaginu sameiginlegan
skilning ríkis og bænda á því að toll-
vernd sé hluti af starfsskilyrðum
landbúnaðarins.
Öflugur íslenskur landbúnaður
Að baki endurskoðun þessara
fjögurra samninga er mikil vinna og
ég vil þakka þeim fjölmörgu sem
komu að henni, meðal annars samn-
inganefndum en Unnur Brá Kon-
ráðsdóttir var formaður samninga-
nefndar ríkisins. Einnig vil ég þakka
samráðshópi um endurskoðun bú-
vörusamninga undir forystu Bryn-
hildar Pétursdóttur, fram-
kvæmdastjóra
Neytendasamtakanna, og Haraldar
Benediktssonar alþingismanns fyrir
þeirra mikilvæga framlag til vinn-
unnar.
Í mínum huga er afrakstur þess-
arar umfangsmiklu vinnu sá að und-
irstöður íslensks landbúnaður hafa
verið treystar. Næsta stóra varðan í
þeim efnum er mótun landbún-
aðarstefnu fyrir Ísland sem nú er í
fullum gangi og mun ljúka í vor. Það
eru því spennandi tímar fram und-
an.
Það er mikill velvilji í íslensku
samfélagi til bænda. Hlutverk
stjórnvalda á hverjum tíma er að
búa þeim sanngjörn starfsskilyrði
og hjálpa þeim að nýta tækifæri sín
sem best. Að því höfum við unnið
með endurskoðun búvörusamning-
anna. Ég er sannfærður um að
framtíðin er björt þó að landbún-
aðurinn og þjóðfélagið í heild þurfi
nú tímabundið að takast á við áföll af
öðrum orsökum.
Eftir Kristján Þór
Júlíusson » „… með endur-
skoðun búvöru-
samninga á þessu kjör-
tímabili hafa verið
gerðar umfangsmiklar
breytingar á starfsskil-
yrðum íslensks land-
búnaðar til hins betra.“
Kristján Þór Júlíusson
Höfundur er sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra.
Endurskoðun búvörusamninga lokið
Ég hef nú verið sýkn-
aður á þremur dóm-
stigum af málsýfingum
Benedikts Bogasonar
gegn mér. Tilgangur hans
virðist hafa verið að
hræða menn frá því að
bera fram gagnrýni á
verk Hæstaréttar Ís-
lands. Geri þeir það megi
þeir eiga von á málsókn-
um og peningaútgjöldum.
Dómstólar fara með af-
ar þýðingarmikið þjóðfélagsvald. Dóm-
arar eru æviskipaðir og þurfa því ekki að
standa neinum reikningsskil gerða sinna
eins og handhafar löggjafar- og fram-
kvæmdarvalds þurfa að gera. Þess
vegna skiptir miklu máli að borgarar hafi
rúmt frelsi til að gagnrýna þá fyrir með-
ferð þeirra á valdi sínu. Sú gagnrýni þarf
að vera málefnaleg og rökstudd ef hún á
að skipta máli.
Nú gekk hæstaréttardómur í máli sem
einn þeirra höfðaði gegn mér fyrir kafla í
bók minni „Með lognið í fangið“ sem út
kom í nóvember 2017. Ég var sýknaður
eins og reyndar hafði orðið reyndin líka í
héraði og Landsrétti. Í öllu talinu um
þetta hefur að mestu leyti gleymst að
nefna þau efnisatriði í dómi Hæstaréttar
í málinu gegn Baldri Guðlaugssyni á
árinu 2012 sem ég gagnrýndi. Þau eru
flest þannig að tilefni þeirra var augljóst
og átti brýnt erindi við almenning.
1. Ég taldi að Hæstiréttur hefði legið
undir of miklu álagi og því ekki get-
að fjallað um málið á þann hátt sem
nauðsynlegt var.
2. Þrýstingur hefði verið á dómstólinn
um að sakfella í hrunmálum. Þetta
var fyrsta málið úr þeim flokki sem
dómstóllinn fékk til meðferðar.
3. Formaður dómsins hafi verið van-
hæfur vegna hlutafjáreignar sinnar
í Landsbankanum (þetta vissi eng-
inn þegar dómurinn var kveðinn
upp en kom í ljós síðar).
4. Ákærði hefði ekki búið yfir inn-
herjaupplýsingum.
5. Landsbankinn hefði ekki sinnt til-
kynningaskyldu sinni ef rétt teldist
að um innherjaupplýsingar hefði
verið að ræða.
Ákærða hefði því
óbeint verið refsað
fyrir brot bankans.
6. Fyrir lá að Fjár-
málaeftirlitið hefði
vitað allt sem ákærði
vissi, en ekki talið
ástæðu til að meta
upplýsingarnar sem
innherjaupplýsingar
og birta þær sem
slíkar, eins og þá
hefði verið skylt að
gera.
7. Ákærði var dæmdur fyrir annað en
ákært var fyrir. Munurinn skipti
sköpum um vörn hans.
8. Samantekt um efni dómsins var
breytt á heimasíðu Hæstaréttar
eftir að rétturinn hafði áttað sig á
að sakfellingin í dóminum stóðst
ekki. Ég birti báðar útgáfurnar í
bók minni.
9. Brotið var gegn reglunni um að
ekki mætti ljúka máli tvisvar (ne
bis in idem).
Ítarlegan rökstuðning var að finna í
bók minni um öll þessi atriði.
Með því að segja að dómararnir hafi
að minnsta kosti mátt vita um þessi at-
riði, þegar þeir kváðu upp dóminn, var
ég í reynd að hlífa þeim við því að halda
því fram að þeir hafi ekki haft næga lög-
fræðiþekkingu til að dæma málið. Ásök-
un um slíkt hefði í reynd verið mun al-
varlegri fyrir þá.
Benedikt Bogason forseti Hæsta-
réttar ákvað að bera undir dómstóla
hvort réttmætt hafi verið að kalla dóm-
araverk hans í málinu gegn Baldri Guð-
laugssyni dómsmorð. Hann hefur nú
fengið spurningu sinni svarað á öllum
þremur dómstigunum. Til hamingju
Benedikt!
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson
»… var ég í reynd að hlífa
þeim við því að halda
því fram að þeir hafi ekki
haft næga lögfræðiþekk-
ingu til að dæma málið.
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er lögmaður.
Til hamingju Benedikt!
Sagt er að skaft-
fellskum vatnamönn-
um hafi þótt óráðlegt
að snúa við í miðju
straumvatni. Þessi
gömlu hyggindi
löngu liðins tíma
komu mér í hug þeg-
ar ríkisstjórnin kú-
venti í stefnu sinni í
peningamálum án út-
skýringa og nauð-
synlegrar pólitískrar umræðu.
Í upphafi faraldursins í fyrra
sagði seðlabankastjóri að bankinn
hefði í verkfæratösku sinni öll
þau tól, sem þyrfti til að bregðast
við kreppunni. Mikilvægast var
að bankinn sagðist hafa verkfæri
til að tryggja ríkissjóði nauðsyn-
leg lán á lágum vöxtum innan-
lands.
Þetta er það sem kallast pen-
ingaprentun. Sá möguleiki að
geta gripið til hennar við óvenju-
legar aðstæður hefur verið talinn
helsti kostur þess að hafa sjálf-
stæða mynt. Skýrar yfirlýsingar
um að þetta verkfæri yrði nýtt
skapaði langþráð traust og fyr-
irsjáanleika.
Á dögunum var frá því greint
að verðbólgan hefði brotið efri
viðmiðunarmörk peningastefn-
unnar. Í öllum öðrum ríkjum Evr-
ópu hefur samdráttur í þjóð-
arframleiðslu leitt til minni
verðbólgu. Hér hefur hún hins
vegar rokið upp úr öllu valdi í
samdrætti.
Nú eru verkfærin gegn
verðbólgu ekki til
Kjaraskerðing er þekktasta af-
leiðing verðbólgunnar. En þessi
mikla hækkun verðbólgu virðist
líka hafa leitt til þess að rík-
isstjórnin hefur snúið hestum sín-
um við í miðju straumvatninu. Í
stað þess að nota verkfæri Seðla-
bankans til þess að tryggja rík-
issjóði innlent lánsfé á nú að gera
það með erlendum
lánum.
Verðbólgan virð-
ist hafa leitt til þess
að Seðlabankinn
getur ekki bæði
stutt við krónuna og
staðið við fyrirheitið
um að búa til að-
stæður fyrir rík-
issjóð til að taka
innlend lán á við-
ráðanlegum kjörum.
Ráðgjöf Seðla-
bankans til stjórn-
valda er að ríkissjóður taki erlend
lán til að halda uppi verðgildi
krónunnar. Ekki er hægt að
draga aðra ályktun af þessu en að
peningastefnu Seðlabankans
skorti trúverðugleika þannig að
peningaprentun valdi ekki gjald-
eyrissölu, gengissigi og verð-
bólgu. Ekki einu sinni hinn sögu-
lega stóri gjaldeyrisvaraforði
virðist duga til að byggja trúverð-
ugleika.
Enginn, nema stjórnvöld, virð-
ist hafa trú á krónunni. Nú hafa
stjórnvöld kúvent og hyggjast
fjármagna hallann með erlendri
lántöku. Þar sem allt er með
felldu ræðst gengi gjaldmiðla af
verðmætasköpun. Hér er genginu
hins vegar haldið uppi með lán-
tökum.
Gengisáhættan
Evrulánin eru sannarlega hag-
stæð. En þeim fylgir mikil geng-
isáhætta. Bara á síðasta ári
hækkuðu erlendar skuldir rík-
issjóðs um 45 milljarða króna
vegna falls krónunnar. Salan á Ís-
landsbankabréfunum rétt dugar
til að mæta þessu tapi.
Kjarni málsins er sá að erlend
lántaka ríkissjóðs eykur hættuna
á því að ekki verði til lengri tíma
unnt að verja velferðarkerfið. Sú
áhætta er veruleg. Stefnubreyt-
ing ríkisstjórnarinnar þýðir að
hækki skuldirnar vegna geng-
isbreytinga er velferðarkerfið
sett að veði. Það kemur svo í hlut
næstu og þar næstu ríkisstjórnar
að glíma við afleiðingarnar.
Aðeins er unnt að verja velferð-
arkerfið með lántökum þegar
vextir eru lágir og gengisáhættan
engin. En krónu án gengisáhættu
höfum við aldrei haft. Þann veru-
leika þekkjum við ekki.
Yfirlýsingar Seðlabankans í
fyrra byggðu upp traust. Þessar
aðgerðir stjórnvalda rýra það
traust.
Viðvörunarmerki
kalla á umræðu
Stefnan í peningamálum heyrir
undir forsætisráðherra. Grund-
vallarbreyting af þessu tagi er
ákveðin án skýringa og án um-
ræðu á Alþingi. Það er til marks
um umræðuflótta. Hann stað-
festir aftur að stefnubreytingin er
gerð í veikleika; fæturnir eru
valtir.
Í þeim tilgangi að knýja fram
pólitíska umræðu um þessi efni
hyggst Viðreisn óska eftir skýrslu
forsætisráðherra þar sem gerð
yrði grein fyrir líklegri þróun
vaxta og gengisáhættu í ljósi
þeirra gífurlegu lána, sem rík-
issjóður þarf að taka. Jafnframt
er nauðsynlegt að bera niðurstöð-
una saman við þá möguleika sem
evran myndi skapa.
Verðbólgan og kúvending rík-
isstjórnarinnar eru viðvörun og
hættumerki. Eins og í umferðinni
verðum við að líta til beggja átta
og meta aðstæður. Hitt er síðan
óábyrgt að loka augunum þegar
hættumerkin birtast.
Velferðin veðsett
Eftir Þorgerði
Katrínu Gunn-
arsdóttur
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
»Kjarni málsins er
að erlend lántaka
ríkissjóðs eykur hætt-
una á því að ekki verði
til lengri tíma unnt að
verja velferðarkerfið.
Sú áhætta er veruleg.
Höfundur er formaður Viðreisnar.