Morgunblaðið - 06.02.2021, Síða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 2021
Sú var tíðin að
„amma og afi“ voru
almennt með hefð-
bundnar gervitennur.
Í dag eru æ fleiri
þeirra sem eru komn-
ir af léttasta skeiðinu
með sínar eigin tenn-
ur, annaðhvort að
hluta til eða í heild.
Það er gæfuspor að
tannheilsa þjóð-
arinnar fer batnandi,
fleiri halda eigin tönnum í gegnum
lífið. En vandamálin sem því
fylgja geta verið margslungin.
Samhliða hækkandi aldri glímir
fólk oft við heilsubrest, sjúkdóma
og ýmis tengd vandamál. Munn-
þurrkur er algengt vandamál, hon-
um fylgir aukin tannskemmd-
ahætta. Og þó svo
einstaklingurinn sé almennt
heilsuhraustur skerðist oft færni
til daglegra athafna með aldrinum.
Þ.m.t. getan til að hreinsa tenn-
urnar.
Á hjúkrunarheimili
Staðan er einna verst hjá ein-
setufólki og þeim sem dveljast
langdvölum á hjúkrunarheimilum.
Hér áður fyrr var yfirleitt látið
nægja að starfsfólk stofnana
skrúbbaði gervitennurnar undir
vatnskrananum. Tennurnar sváfu
værum blundi í glasi á náttborðinu
og eina ógnin sem steðjaði að
þeim var að rugla reytum við
næsta náttborð. Hjá tenntum ein-
staklingi er vitanlega ekki hægt
að fjarlægja tennurnar tímabundið
úr munninum til hreinsunar. Það
þarf að gerast í munni.
Það er ekki öfundsvert hlutverk
fyrir starfsfólkið að sjá um þrif á
tönnum annarra. Það er tilfinning
mín (o.fl. tannlækna) að starfsfólk
hafi almennt litla þjálfun í um-
hirðu tanna skjólstæðinga sinna.
Sumir vita hreinlega ekki hvernig
einstaklingarnir sem þeir annast
eru tenntir. Er fólkið með eigin
tennur eða heilgóma (alveg tann-
laust), með tannplanta eða úrtak-
anlega parta? Umhirðan er mjög
ólík eftir aðstæð-
unum. Ég lái starfs-
fólkinu þó ekki, þessi
mál hafa ekki fengið
nægilega athygli til
þessa.
Almennt heilsufar
viðkomandi
Ástand þess sem
dvelst á stofnuninni
skiptir miklu máli. Ef
einstaklingurinn glím-
ir t.d. við heilabilun
(t.a.m. alzheimer) þá
er óvíst að viðkom-
andi sé samstarfsfús með að láta
„ókunnugan“ bursta tennurnar
a.m.k. tvisvar á dag. Einna verst
staddir eru þeir sem eiga erfitt
með að tjá sig (t.d. eftir heilablóð-
fall). Getur verið að hann „Jón
gamli“, sem er alltaf svo órólegur
að það þarf að gefa honum tvær
svefntöflur/róandi í stað einnar, sé
hreinlega bara með tannpínu sem
hann getur ekki sagt frá?
Tannheilsa viðkomandi
Heilbrigðar, ósnertar tennur
standa mun betur af sér storminn
sem getur geisað á elliárunum
heldur en mikið viðgerðar tennur.
Viðgerðum tönnum er mun hætt-
ara við endurskemmdum, brotum
og sýkingum. Hvernig er ástandið
á tönnunum hjá elstu kynslóð-
unum okkar í dag? Oftar en ekki
eru margar tennur mikið við-
gerðar. Og útlitið er ekki mikið
bjartara hjá næstu kynslóð í röð-
inni. Þetta eru hópar með tennur
sem þurfa reglulegt viðhald og
fyrirmyndarumhirðu ef ekki á að
fara illa. Sumt fólk leggst inn á
stofnanir með mörg, uppsöfnuð
vandamál til staðar. Vandamálin
aukast síðan til muna inni á stofn-
uninni.
Að komast til
tannlæknis
Það getur verið mikið mál að
koma þessu fólki til tannlæknis.
Þeir verst stöddu fara hreinlega
ekki. Ekki nema þeir séu svo lán-
samir að eiga aðstandendur sem
hafa vit fyrir þeim. Og hvernig
gengur svo þegar komið er inn á
tannlæknastofuna? Fær tannlækn-
irinn við eitthvað ráðið?
Stundum er því fleygt fram
hvort ekki sé ráð að fjarlægja
bara allar eftirstandandi tennur
(jafnvel undir svæfingu) og fá
hefðbundna heilgóma/gervitennur
fyrir þessa einstaklinga. Jú, það
myndi í einhverjum tilfellum leysa
tannvandamálin að fjarlægja eft-
irstandandi tennur. En margir
þyrftu einfaldlega stoppa þar. Það
þarf mikla samvinnu til að smíða
gervitennur. Og það þarf mikla
aðlögunargetu til þess að læra að
nota gervitennur. Hjá þessum
hópi er slík hæfni oft ekki lengur
til staðar og viðkomandi endar „á
felgunni“, alveg tannlaus.
Tillögur að úrbótum
Reyna að halda tönnum heilum
og ósnertum. Sinna viðgerðum
áður en vandamálin stækka.
Reglulegt eftirlit hjá tannlækni
eftir því sem aðstæður leyfa.
Stórminnka sykurneyslu, en
sætindi og djúsar tíðkast víða á
stofnunum.
Fyrirmyndarmunnhirða. Raf-
magnsbursti getur hjálpað.
Tannþráður og millitanna-
burstar líka mikilvægir. Há-
skammta flúortannkrem.
„Núllstilla“ fólk sem er lagt inn
á stofnanir, leysa vandamál sem
eru til staðar við innlagningu.
Starfsfólk stofnana þarf mark-
vissari kennslu í umhirðu tanna
og tanngerva. Skipa stöðu
„tannliða“ (sbr. sjúkraliða) eða
tannfræðings, aðila sem annast
munnhirðu á stofnunum.
Gerum fólki kleift að eldast með
reisn.
Amma og afi eru ekki
lengur með gervitennur
Eftir Sverri Örn
Hlöðversson »Með batnandi tann-
heilsu þjóðarinnar
hafa komið fram ný
vandamál hjá eldri ein-
staklingum sem æ oftar
hafa sínar eigin tennur í
stað gervitanna.
Sverrir Örn
Hlöðversson
Höfundur er tannlæknir.
endajaxl@gmail.com
Sjálfsgagnrýni var
mikið stunduð á síð-
ustu öld í stjórnmála-
flokkum sem hafa sem
betur fer lagt upp
laupana. Nú tekur
helsti launaði ráðgjafi
Sjálfstæðisflokksins
upp kefli sjálfs-
gagnrýninnar og spyr
hvenær Sjálfstæðis-
flokkurinn hætti að
vera flokkur breyt-
inga. Hann tekur ýmis dæmi, en at-
hygli hlýtur að vekja hvar ráðgjaf-
inn telur að helst sé pottur brotinn.
Hafi gagnrýninni verið ætlað að
skora hjá okkur sjálfstæðis-
mönnum, þá tel ég hana hafa misst
marks. Þannig tel ég, gagnstætt
ráðgjafanum, að stefna Sjálfstæðis-
flokksins í stjórnarskrármálum sé
til hreinnar fyrirmyndar og hafi
lengi verið; að fara sér hægt og
breyta henni eftir þörfum í víðtækri
þjóðarsátt.
Sjávarútvegur og landbúnaður
Stefna flokksins í sjávarútvegs-
og landbúnaðarmálum er meðal
þess sem verður skotspónn ráðgjaf-
ans. Sjávarútvegsstefna Íslands hef-
ur breytt þessum atvinnuvegi á 30
árum frá því að hjara á reddingum
dag frá degi í að verða há-
tæknigrein. Ég hygg að hvergi sé
meiri verðmætasköpun í sjávar-
útvegi en á Íslandi. Til hliðar hefur
myndast hátækniiðnaður og hug-
búnaðargerð sem eiga fáa sína líka.
Er góð ástæða til að hrófla mikið við
slíkum máttarstólpa? Væri það ekki
heimskra manna ráð?
Munu heimsviðskipti alltaf hald-
ast ótrufluð hvað sem á gengur?
Þjóðin, eða meirihluti hennar, skilur
hvers virði það er að geta reitt sig á
innlenda matvælaframleiðslu. Gæði
framleiðslunnar eru meiri en víðast
hvar. Um það er ekki deilt. Öryggi á
neyðartímum verður ekki tryggt
nema með innlendum landbúnaði.
Þetta er öðrum þjóðum líka ljóst.
Ekki er nema rúmur áratugur frá
að á þetta reyndi hér á landi þegar
reynt var að koma í veg fyrir gjald-
eyrisviðskipti við Ísland og munaði
minnstu að tækist. Sjálfsagt má eitt
og annað bæta, en úrslitaatriði er að
öflugur íslenskur landbúnaður sé
áfram stundaður.
Orku- og loftslagsmál
Ráðgjafinn vill haga orkumálum
eins og Danir. Þarna hlýtur hann nú
að eiga við einhverja afmarkaða
þætti, en ekki orkuframleiðslu
Dana. Við Íslendingar getum verið
stoltir af árangri okkar í nýtingu
hreinnar orku. Við gætum að vísu
lokað álverunum og framleiðslan
flyttist þá til Kína. Þar með minnk-
aði kolefnissporið
margumtalaða um 80%
hér en breytti auðvitað
engu fyrir loftslagið í
heiminum nema til hins
verra. Hitt væri skoð-
unar vert að fara yfir
kolefnisspor netversl-
unar þar sem vörur eru
fluttar frá Asíu til Evr-
ópu með flugi og síðan
keyrðar í hvert hús. Ef
skila þarf vörunni er
það sama upp á ten-
ingnum. Mikil sóun er
svo fylgifiskurinn. Við ætlum svo að
taka forystu í málaflokknum og
bjarga heiminum. Brosir maður
ekki bara að þeirri tillögu? Hitt er
svo annað mál að loftslagsstefna þar
sem Kína eykur stöðugt kolefnis-
losun meðan Bandaríkin og Evrópa
minnka hana gengur ekki upp; hún
skilar heiminum engum ávinningi.
Dagar Sjálfstæðisflokkinn
uppi?
Hægriflokkar í Evrópu hafa
minnkað eða þá dagað uppi. Það á
t.d. við um sænsku móderatana, en
einkum danska Íhaldsflokkinn.
Kristilegir demókratar og franskir
hægrimenn mega muna sinn fífil
fegri. Sá flokkur sem nú stendur
upp úr er breski Íhaldsflokkurinn.
Hann stendur við sína grundvallar-
stefnu án afsláttar. Þar er góð fyrir-
mynd (þótt við verðum auðvitað að
halda EES-samstarfinu). Hinir
fyrrnefndu hafa misst sambandið
við kjósendur með því að eltast við
mýrarljós í kappi við vinstriflokka.
Nóg framboð er af slíkum flokkum á
Íslandi án þess að Sjálfstæðisflokk-
urinn bætist í flóruna. Nú heldur
Ísland á heimsmetinu í skattheimtu
og vilja margir bara bæta í! Útgjöld
til ýmissa málaflokka hafa verið sett
á sjálfstýringu. Þarna og víðar á
Sjálfstæðisflokkurinn brýnt erindi.
Þau mál sem ráðgjafinn nefndi eru
ekki líkleg til að höfða til sjálf-
stæðisfólks að mínu mati. – Sem
betur fer.
Eftir Einar S.
Hálfdánarson
Einar S.
Hálfdánarson
»Ég hygg að hvergi
sé meiri verðmæta-
sköpun í sjávarútvegi
en á Íslandi. Til hliðar
hefur myndast hátækni-
iðnaður og hugbúnaðar-
gerð sem eiga fáa sína
líka. Er góð ástæða til
að hrófla mikið við
slíkum máttarstólpa?
Væri það ekki heimskra
manna ráð?
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Helsti ráðgjafi
Sjálfstæðisflokks-
ins gagnrýnir
stefnu flokksins
Á haustdögum var
útboð um flugleiðina
Vatnsmýrarflugvöllur
til Bíldudals og Gjög-
urs. Þar voru inni í
myndinni Flugfélagið
Ernir, sem hafði
þjónað þessum leiðum
ásamt Húsavík og
Hornafirði í allmörg
ár eða áratugi með
miklum sóma, og svo
Flugfélagið Nor-
landair, sem hafði sinnt áætlun til
Grímseyjar, Vopnafjarðar og fleiri
staða á Norðausturlandinu með
miklum sóma. Svo fór að sérleiðin
frá Vatnsmýri til Bíldudals og
Gjögurs fór til Norlandair en sag-
an er ekki öll. Skilyrði voru sett
til að hægt væri að halda áætl-
unina reglulega og að til þess væri
nægilegur flugfloti og fjöldi sæta
á hverjum tíma. Ernir hefur haft
þrjár (voru fjórar) Jetstream 19-
farþegaskrúfuþotur og eina Dor-
nier 328-skrúfuþotu, 32 farþega, í
sinni þjónustu, en Norlandair er
með eina Beechcraft B200 níu far-
þega og Twinn Otter 19 farþega
og til stóð að hafa aðra Beechcraft
(líklega frá Mýflugi)
til vara en hún var
seld úr landi í nóv-
ember 2020. Auk
þessara hefur Nor-
landair treyst á Dash
8 200 (minni vélarnar)
hjá AIC Flugfélagi
Íslands en þær geta
ekki lent á Gjögri og
hafa nú þegar farið
allnokkrar ferðir á
Bíldudal. Á meðan er
engin þjónusta við
Gjögur því sá flug-
völlur er frekar tak-
markaður og ekki hvaða flugvél
sem er getur lent þar.
Augljóst er að Norlandair upp-
fyllir ekki þau skilyrði sem kveðið
var á um í útboðinu og hafa ferðir
fallið niður vegna þess meira en
eðlilegt gæti talist. Það er því
mikill skortur á þjónustustigi við
Vestfirðina utan Ísafjarðar. Ég
hef áður getið þess í skrifum mín-
um hve undarlegt það er að veita
sérleið flugfélagi sem ekki hefur
heimastöð á upphafsstað og þarf
því að fljúga með tóma vél og
kosta gistingu og dagpeninga fyrir
áhafnir í Reykjavík. Það getur
komið niður á þjónustunni og hlýt-
ur að hafa mikinn aukakostnað í
för með sér.
Það er því alveg ljóst að þessi
úthlutun er ekki með hagsmuni
áfangastaðanna Bíldudals og Gjög-
urs í huga, heldur að knésetja
gróið flugfélag sem þjónað hefur
þessum stöðum í áratugi, af fjár-
sterkum aðilum sem virðast vera
að baki þessu flugfélagi og hafa
auk þess ekki uppfyllt þær kröfur
sem til þess voru gerðar! Nor-
landair notar undirverktaka sem
teljast vera AIC Flugfélag Íslands
og þar þarf að liggja fyrir samn-
ingur að undangenginni könnun á
fjárhagsstöðu og áreiðanleika áður
en útboð eru opnuð, en slíkt lá
ekki fyrir, heldur aðeins vilja-
yfirlýsing.
Ég spyr því: Eru þetta eðlileg
vinnubrögð?
Samgöngusamningar, Vega-
gerðin, Norlandair og Ernir
Eftir Jón
Svavarsson
» Það er því alveg ljóst
að þessi úthlutun er
ekki með hagsmuni
áfangastaðanna Bíldu-
dals og Gjögurs í huga!
Jón
Svavarsson
Höfundur er flugmaður, áhugamaður
um greiðar samgöngur og flugmál.
motiv@simnet.is
Þarftu að láta
gera við?
FINNA.is