Morgunblaðið - 06.02.2021, Síða 32

Morgunblaðið - 06.02.2021, Síða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 2021 ✝ Sigríður Páls-dóttir fæddist á Fit undir Eyjafjöll- um 24. október 1930. Hún lést á Landspítalanum 27. janúar 2021. Foreldrar henn- ar voru Jóhanna Ólafsdóttir hús- móðir á Fit, f. 21. júní 1901, d. 16. mars 1982, og Páll Guðmundsson bóndi á Fit, f. 22. júlí 1893, d. 30. janúar 1986. Al- systkini hennar eru Guðmundur, f. 21. september 1925, d. 4. ágúst 2012; Markús, f. 8. nóvember 1926, d. 16. september 1974; Ólafía, f. 23. desember 1927, d. 28. júlí 2008; Guðsteinn, f. 18. janúar 1929, d. 4. október 2013; Vigdís, f. 24. mars 1934, d. 24. mars 1934; Viggó, f. 24. febrúar 1936, og Þórdór, f. 4. apríl 1943. Systkini samfeðra voru Eggert f. 19. október 1916, d. 2. janúar son, og Sigríður Björk, maki Jó- hann Jensson. 2) Jóhann, f. 12. maí 1955, maki Svanhvít Ólafs- dóttir, f. 22. júlí 1957, börn þeirra eru Marý Linda; Elín, maki Samúel Sveinn Bjarnason, og Lóa, maki Eyjólfur Guð- mundsson. 3) Óskar, f. 30. sept- ember 1961, maki Kristín Rós Jónsdóttir, f. 22. apríl 1964, börn þeirra eru Baldur Freyr, maki Sóley Ósk Einarsdóttir; Hólm- fríður Jóna, maki Andri Már Halldórsson, og Ástrós, maki Kristján Már Ólafs. Lang- ömmubörnin eru 20. Sigríður fæddist og ólst upp á Fit, Þau Baldur bjuggu í Bjólu- hjáleigu frá 1954 til 1957 en það ár tóku þau við búinu á Fit. Hún bjó þar alla tíð en dvaldi síðustu árin á Kirkjuhvoli á Hvolsvelli og fór reglulega heim að Fit. Útför Sigríðar fer fram frá Stóra-Dalskirkju í dag, 6. febr- úar 2021, klukkan 14. Streymt verður frá útför: https://youtu.be/tv80Kyg99pM Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat 2000; Ásdís f. 13. júní 1919, d. 9. júlí 2005, og Ólafur f. 27. júní 1921, d. 2. maí 2005. Uppeld- isbróðir hennar var Einar Sigurjónsson, f. 10. nóvember 1908, d. 11. janúar 1993. Eiginmaður Sig- ríðar er Baldur Ólafsson bóndi á Fit, fæddur í Dísukoti í Þykkva- bæ 30. október 1929, foreldrar hans voru Hrefna Jónsdóttir, f. 5. september 1905, d. 11. apríl 1991, og Ólafur Markússon frá Dísukoti í Þykkvabæ, f. 29. jan- úar 1905, d. 13. desember 1980. Börn Sigríðar og Baldurs eru: 1) Ólafur, f. 14. september 1952, maki Gunnheiður Guðlaug Þor- steinsdóttir f. 22. febrúar 1954, börn þeirra eru Ragnheiður, maki Gunnar Óli Sigurðsson; Jó- hanna, maki Gísli Jens Snorra- Enginn veit sína ævi fyrr en öll er, sagði amma oft. Það er sannarlega rétt því móð- ir mín lést 27. janúar, hún náði sér ekki eftir lærbrot. Ég á eftir að sakna hennar, erfitt verður að fylla það skarð. Þegar horft er til baka sér maður hvílík kjarnorku- kona hún var, oft var mikið að gera og hugsaði hún um móður sína sem var rúmliggjandi. Þeir sem hittu mömmu einu sinni mundu eftir henni. Gleðin alltaf í fyrsta sæti og var oft hlegið, hún var hrein og bein, átti til að segja mikið hefur þú fitnað, en það jafn- aði sig alltaf í gleði hennar og framkomu. Matur var henni hug- leikinn og þá sérstaklega saltað hrossakjöt sem var oft á borðum, eins var ísinn ofarlega á óskalist- anum. Fyrr á tímum þegar flestir voru til heimilis á Fit var mikið gert til að birgja sig upp af mat. Sagt er í dag að matur til sveita hafi verið óhollur en mamma varð níræð. Seinna meir þegar frysti- kistan og ísskápurinn komu var farið að hafa meira ferskt og þurfti ekki lengur að kæla í bæj- arlæknum. Á þessum árum var matur nýttur vel og engu hent. Morgunmatur, hádegismatur, síðdegiskaffi, kvöldmatur og kvöldkaffi, þá kom oft á borð hin fræga flumpa eins og mamma kallaði kökuna. Eins og sést á þessu var erfitt að halda kjör- þyngd á Fit. Ekki er annað hægt en að minnast á Reykjavíkurferð- irnar, það var tilhlökkunarefni hjá mömmu að fara til Reykjavíkur til Ólafíu systur í Langagerðið en það var eins og okkar annað heim- ili, notalegt að koma þar og vera. Í Langagerðinu var oft glatt á hjalla hvort sem var afmæli, út- skriftir eða verslunarferðir. Þá var tækifærið notað til að birgja sig upp af nauðsynjavörum og voru öll innkaup stórinnkaup. Ekki má gleyma þegar systurnar fóru í fatabúðir en að vera með þeim þar voru ógleymanlegar stundir og á afgreiðslufólkið sem afgreiddi þær eflaust margar ógleymanlegar minningar. Face- book og GSM var ekki til á þess- um árum en það kom ekki að sök hjá mömmu því hennar Facebook var sveitasíminn, tvær langar og tvær stuttar en það var hringing- in á Fit. Síðan var farið í bíltúr um sveitina, eftir bíltúrinn lá fyrir hvað fólk á þessum bæjum var að gera. Einnig var mikið um heim- sóknir á milli bæja, þetta var Facebook mömmu. Af mörgum vinkonum var Ásta Sveinbjarna- dóttir á Núpi henni kærust og töl- uðust þær við á hverjum degi og verða fagnaðarfundir hjá þeim þegar þær hittast á grænum engj- um ásamt Guðsteini og Ólafíu og víst er að þar á eftir að vera glatt á hjalla. Við þetta tækifæri vil ég þakka starfsfólki Kirkjuhvols sérstak- lega fyrir alúðlega og frábæra umönnun mömmu en þar dvaldist hún síðustu árin en flestum helg- um gat hún eytt á Fit og sótti pabbi hana á föstudögum en þetta var alltaf tilhlökkunarefni hjá mömmu og var hún einmitt að bíða eftir að Covid-19 liði hjá svo hún gæti farið austur að Fit en þá dundi áfallið yfir. Það verða erfiðir tímar fram undan, horfin er á braut mikill karakter en ekkert er eilíft svo það verður að takst á við það eins og svo margt í lífinu sem maður vill hafa öðruvísi en ræður ekki för. Guð blessi þig mamma. Jóhann Baldursson. Tengdamóðir mín, Sigga á Fit, hefur kvatt okkur. Afar lífleg og skemmtileg kona, alltaf glöð og hress í bragði, á stundum óþægi- lega hreinskiptin. Hún fylgdist vel með sínu fólki og eins gott að svara þegar hún hringdi. Eins og ég kynntist henni í sveitinni þá var hún mikill verkstjóri, fylgdist vel með verkum utandyra og að þau væru unnin. Þegar ég var í sveitinni með dætur mínar var ekki setið auðum höndum, það var nóg að gera. Hún aðstoðaði við að mjólka kýrnar, sá um öll verk inn- andyra ásamt því að sjá um móð- ur sína, sem þá var rúmliggjandi til fjölda ára. Íslensk ofurkona hún Sigga mín. Hafðu þökk fyrir allt og allt mín kæra. Svanhvít Ólafsdóttir. Elsku besta amma Sigga hefur kvatt okkur. Stórt skarð er höggvið í okkar hóp við fráfall hennar. Hún var algjörlega ein- stök. Hún var hress og skemmti- leg og það var gaman að vera í ná- vist hennar. Hún bar hag okkar svo sannarlega fyrir brjósti. Hún hringdi mjög reglulega allt fram undir síðustu stundu til að tékka á stöðunni hjá okkur, hvernig við hefðum það, hvort allir væru hraustir og til að fá fréttir. Henni fannst ófært fyrir okkur að búa á 4. hæð orðin þetta gömul og gladdist mjög fyrir okkar hönd þegar við fluttum í annað hús- næði. Hún var mikill matarunn- andi, elskaði góðan mat og var saltað hrossakjöt og hangikjöt í sérstöku uppáhaldi og ekki var það verra eftir því sem það var feitara. Hún elskaði líka ís og vildi hafa þá vel stóra. Hún sagði það dásamlegt að hafa góða matar- lyst. Hún var blátt áfram og sagði oft ýmislegt án þess að hugsa sig mikið um áður en hún talaði og gat þá jafnvel stuðað fólk. Við sem þekktum hana vel tókum orðum hennar passlega alvarlega. Henni fannst hárið á okkur systrum t.d. ansi oft lufsulegt ef við vorum með það slegið og sagði okkur að setja það upp eða greiða okkur. Ef henni fannst einhver flík sem við vorum í flott átti hún til að vilja máta eða spurði hvort þetta væri ekki til í hennar stærð. Hún elsk- aði mussur og vildi helst hafa þær mynstraðar og rauður litur var í sérstöku uppáhaldi. Ég minnist allra stundanna í sveit- inni okkar sem við elskuðum báð- ar svo mikið. Í heyskapnum, að taka upp kartöflur, í fjósinu, í garðinum, á rúntinum, að spjalla og spila. Það voru forréttindi að fá að alast upp í nágrenni við ömmu sína og afa og missir afa á þessari stundu er mikill. Tíminn sem ég fékk með ömmu á spít- alanum síðustu daga hennar er mér mjög dýrmætur þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Á stundu sem þessari er gott að eiga góðar minningar að ylja sér við og sumar hverjar geymi ég út af fyrir mig. Hvíl í friði elsku amma mín og guð veri með þér. Þín Ragnheiður. Elsku Sigga amma mín. Nú er draumalandið orðið þitt og þar eru þeir sem farnir eru. Eins sorgmædd og ég er að missa þig frá okkur get ég rétt ímyndað mér hvað hin eru glöð að vera sameinuð þér á ný. Hjá okkur sem eftir erum er stórt skarð sem ekki verður fyllt. Þú varst alger máttarstólpi í fjöl- skyldunni okkar. Ég byrjaði ung að koma í sveitina til ykkar afa, alltaf líf og fjör á Fit og margt um manninn og sást þú amma um að allt færi fram eftir röð og reglu. Það sem við hlógum oft saman og gerðum grín og glens að hinu og þessu. Þú varst stórkostlegur per- sónuleiki, aldrei hitti maður manneskju sem þig þekkti sem ekki hafði einhverja skemmtilega frásögn af þér. Þú lagðir mér lífs- reglurnar, sagðir til dæmis að ég ætti ekki að ná mér í drykkjuhrút og í guðanna að bænum ekki vera að hleypa strákum upp á mig, svo skellihlógum við. Að fá að vera í sveitinni með ykkur afa voru forréttindi. Ég fylgdist með þér amma hvernig þú hugsaðir af natni um lang- ömmu sem stóran part af lífi sínu var lömuð inni í stofu og sýndi það mér hversu óendanlegan kærleika þú barst í brjósti til þeirra sem voru í hjarta þínu. Það var skóli út af fyrir sig að spila með þér og Gutta. Spila- mennskan fór meira í að kenna hvor öðrum um hver svindlaði og svo var meira hlegið en spilað. Það fannst mér lítilli Eyjastelpu alveg mjög gaman. Með svona marga í mat þurfti nú að taka til hendinni og baka. Stundum tók ég þátt í því og ekki minnist ég þess að þú hafir nokkru sinni notað uppskriftir heldur var þetta bara sirkað sam- an og hef ég notað þá tækni á mínu heimili. Hápunktur vikunnar hjá mér var að fara á rúntinn með þér og afa í sund í Seljavallalaug og í bakaleiðinni var stoppað í Stein- um og smávegis af gotteríi keypt. Í einni af ferðum okkar á Hellu vorum við í kaupfélaginu og mig langaði í ís. Þú varst heldur treg til þannig að ég sagði að þetta væri nokkuð sem mamma myndi alltaf kaupa. Þú ákvaðst að kaupa þetta þá fyrir mig. Tvo lítra af skafís. Upp frá því varð ekki aftur snúið og borðuðum við oft skafís á kvöldin. Ís var með því betra sem þú fékkst ásamt spikfeitu hrossa- kéti. Ég lærði líka eftir þér og lang- ömmu, að þegar maður kyssti ein- hvern bless í sveitinni þá þvoði maður sér aðeins um munninn með lampaspritti svo maður fengi nú ekki einhvern óþverra í sig. Júgursmyrslið var svar við öllum kvillum, alveg sama hvað það var, enda tel ég elsku amma að þú haf- ir verið svona slétt og fín í andlit- inu vegna notkunar á júgurs- myrsli. Þú hafðir svör við öllu, man að ég var með þrálátar vört- ur á puttunum, þá bastu hnút um vörtuna með lopabandi, svo létum við amma bandhnútinn inn í holu- vegg og þá átti vartan að hverfa. Vartan mín hvarf allavega. Ef einhver var að fara til út- landa þá sagðir þú ósjaldan: „Oj bara, hvað er fólk að þvælast svona til útlanda?“ og svo hlógum við saman. Já, ég á endalaust dásamlegar minningar um þig sem munu verma hjarta mitt um ókomna tíð. Ég elska þig ofboðslega mikið amma mín. Hittumst í drauma- landinu þegar kallið mitt kemur. Saknaðarkveðja, Marý Linda Jóhannsdóttir. Elsku amma. Það er þungt að missa þá sem maður elskar. Stórt skarð hefur myndast í Fitarfjölskylduna, þú varst á einhvern hátt höfuð fjöl- skyldunnar, sú sem stjórnaði fyrir framan og á bak við tjöldin. Þú varst alltaf hress og kát, fylgdist vel með þínum og hafðir einlægan áhuga á öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Þú varst óspör á að segja okkur hversu myndarleg, góð og einstök við værum og hversu mikilvægt það er að vera þakklát fyrir sitt. Þú kenndir okkur að vera ánægð með hvernig Guð skapaði okkur, að það er dásamlegt að geta borð- að og yndislegt að geta talað. Þú varst einstök persóna og hægt að fullyrða að þú varst eng- um öðrum lík, skelfilega skemmti- leg og hrikalega hreinskilin. Stundum auðvitað einum of. Eftir þig liggja margar frábærar setn- ingar sem ekki er hægt að birta en við ætlum að muna. Þér fannst mikilvægt að geta gert að gamni þínu og leiddist þegjandagangur. Á Svíþjóðarárunum hugsaði ég margoft hvernig færi ef ég hefði ekki ömmu Siggu. Þú hringdir oft og fylltir mig með fréttum. Þú kunnir langa sænska númerið ut- an að og stundum þegar ég kom heim voru 11 ósvöruð samtöl, loksins þegar þú náðir sambandi sagðirðu: „Hvar í ósköpunum ertu búin að vera?“ Þú þoldir ekkert droll né heimóttarskap, lést verk- in tala, gerðir hlutina hratt og örugglega. Það er smá Sigga amma í mér en fyrir utan að hafa erft vaxt- arlag þitt eins og þú fullyrtir sjálf þá þykir mér óskaplega gaman að tala, ég á erfitt með að fylgja upp- skrift, gomsa bara einhverju í skál, ég hef takmarkaða þolin- mæði og læt oft út úr mér hluti án þess að hugsa. Þú varst svo myndarleg og fjörug að þú hefðir getað náð þér í hvaða mann sem var en þú valdir afa af þeirri einföldu ástæðu að hann var svo sætur. Þetta sagð- irðu okkur oft. Þú sagðir mér stundum að hann Gísli væri aga- lega myndarlegur, hann væri með svo kyssilegar varir. Þú baðst mig um að vera góð við Gísla svo hann færi ekki frá mér. Ég svaraði að ég yrði eins góð við hann og þú varst við afa. Þið áttuð einstakt Sigríður Pálsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGFRÍÐ HALLGRÍMSDÓTTIR frá Skálanesi við Seyðisfjörð, lést mánudaginn 1. febrúar á hjúkrunarheimilinu Grund. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju 10. febrúar. Í ljósi aðstæðna verða aðeins hennar allra nánustu viðstaddir útförina. Streymt verður frá athöfninni í Facebook-hópnum „Útför – Sigfríð Hallgrímsdóttir“. Inga Þórarinsdóttir Bjarndís Harðardóttir Þuríður Höskuldsdóttir Hjörtur Harðarson Mimie Fríða Libongcogon Hallgrímur Harðarson Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir Helena Harðardóttir barnabörn og langömmubörn Ástkær eiginmaður minn, sonur, bróðir, faðir, tengdafaðir, afi og frændi, JENS ANDRÉSSON vélfræðingur, Grænumýri 28, Seltjarnarnesi, varð bráðkvaddur á heimili sínu 27. janúar. Útför hans fer fram föstudaginn 12. febrúar klukkan 14. Vegna aðstæðna í samfélaginu eru einungis boðsgestir leyfðir, en athöfninni verður streymt á vef Óháða safnaðarins. Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð ÍFR, í síma 561 8225. Kristín Þorsteinsdóttir Ellen M. Guðjónsson Grímur Andrésson María Friðriksdóttir Óskar Jensson Björg Ýr Guðmundsdóttir Ívar Jensson Hafdís Elfa Sævarsdóttir Ellen Margrethe Holm Tony Holm Anna Kristín Jensdóttir Jón Þorsteinn Sigurðsson Svetlana Veshchagina Andrés Ívarsson Þorbjörg Pálmadóttir og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SVEINSÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu fimmtudaginn 4. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Ólafía Ingólfsdóttir Guðmundur Elíasson Gróa Ingólfsdóttir Kristinn Karl Ægisson Hrönn Baldursdóttir Guðrún Breiðfjörð Ægisd. Kjartan Jóhannsson Friðleifur Valdimar Ægisson Fjóla Breiðfjörð Ægisdóttir Þorsteinn Þorvaldsson Guðmundur Breiðfjörð Ægis. Annemarie Ægisson Björg Elísabet Ægisdóttir Björg Þorkelsdóttir og fjölskyldur Okkar ástkæri, yndislegi og hjartahlýi sonur, faðir, bróðir, mágur, vinur og sambýlismaður, SIGURÞÓR ARNARSSON, Núpabakka 25, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 26. janúar. Útför fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 10. febrúar klukkan 15. Vegna aðstæðna í samfélaginu og fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Athöfninni verður streymt á www.sonik.is/sigurthor. Þóra Sigurþórsdóttir Berglind Aradóttir Amalía Arna Sigurþórsdóttir Róbert Daði Sigurþórsson Lovísa Alba Sigurþórsdóttir Logi Þór Berglindarson systkini og makar Ástkær móðir mín og tengdamóðir, MATTHILDUR HARALDSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk, Reykjavík, þriðjudaginn 2. febrúar. Útför verður auglýst síðar. Einar Örn Einarsson Jennifer Pors

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.