Morgunblaðið - 06.02.2021, Side 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 2021
✝ Kristinn Jóns-son fæddist á
Hæringsstöðum í
Svarfaðardal 27.
desember 1928.
Hann lést á heimili
sínu á Dalvík 31.
janúar 2021.
Foreldrar hans
voru hjónin Lilja
Árnadóttir, f. 7.
desember 1893, d.
14. október 1959,
og Jón Jóhannes-
son, f. 21. september 1883, d.
12. febrúar 1969, bændur á
Hæringsstöðum í Svarfaðar-
dal.
Bræður Kristins voru Jón
Þórarinn, Árni, Sveinn, Gunn-
ar og Torfi og eru þeir allir
látnir. Systur Kristins eru Jón-
ína og Sólveig og lifa þær báð-
ar bróður sinn. Þá átti Krist-
inn tvö hálfsystkin, sammæðra,
Líney og Brynjólf sem bæði
eru látin.
Hinn 17. júní 1950 gekk
Kristinn í hjónaband með eftir-
lifandi eiginkonu sinni, Rósa-
lind Sigurpálsdóttur frá Stein-
dyrum í Svarfaðardal, f. 16.
Sveinn, f. 3. mars 1956,
kvæntur Sigurbjörgu Snorra-
dóttur og eiga þau þrjú börn,
Svein Birki sem er látinn,
Lindu Björk og Kristján Eld-
járn. Barnabörnin eru fjögur
og tvö barnabarnabörn.
Lilja Sólveig, f. 9. nóvember
1957, gift Kristjáni Aðalsteins-
syni og eiga þau fjögur börn,
Kristin, Kolbrúnu, Júlíönu og
Jökul. Barnabörnin eru 14.
Ingibjörg Signý, f. 17. apríl
1965, gift Aðalsteini Jakobs-
syni og eiga þau fjögur börn,
Rósalind, Hólmfríði, Svölu og
Fannar Stein. Barnabörnin eru
fjögur.
Kristinn lærði bifvélavirkj-
un og starfaði við hana bæði
hjá Bílaverkstæði Dalvíkur og
rútufyrirtæki Gunnars bróður
síns. Jafnframt starfaði hann
sem ýtustjóri samhliða þeim
störfum. Hann stofnaði Plast-
og stálglugga ásamt félögum
sínum og starfaði þar við
framleiðslu og uppsetningu
auk þess sem hann starfaði
lengi við pípulagnir. Starfs-
ævinni lauk hann síðan hjá
Áhaldahúsi Dalvíkurbæjar og
hætti þar störfum 1994.
Útför Kristins fer fram frá
Dalvíkurkirkju í dag, 6. febr-
úar 2021.
janúar 1929. For-
eldrar hennar
voru hjónin Sigur-
páll Sigurðsson og
Ingibjörg Jóns-
dóttir.
Kristinn og
Rósalind eign-
uðust 6 börn: Sig-
urpáll Steinar, f.
23. maí 1951,
kvæntur Elínu
Rósu Ragnars-
dóttur og eiga þau
þrjú börn, Berglindi, Dag-
björtu og Steinar. Barnabörnin
eru sjö og eitt barnabarna-
barn.
Ingvar, f. 28. maí 1952,
kvæntur Þóru Rósu Geirs-
dóttur og eiga þau fjögur
börn, Ernu Rós, Elísu Rán,
Elmu Rún og Úlfar Reyr.
Barnabörnin eru 10 og tvö
barnabarnabörn.
Dóra Rut, f. 12. janúar 1954.
Synir hennar eru Logi, Ómar
og Andri, faðir þeirra er
Sigurjón Kristjánsson. Þá
eignuðust þau tvo drengi sem
létust stuttu eftir fæðingu.
Barnabörnin eru níu.
Kallið er komið.
Í dag kveðjum við tengda-
föður minn, Kristin Jónsson frá
Hæringsstöðum, eða Kidda
Hær eins og hann var gjarnan
nefndur. Langri starfsævi er nú
lokið og margs er að minnast.
Kraftur, þrautseigja, dugnaður,
gleði, já bara algjör nagli, væri
góð lýsing á honum.
Okkar leiðir hafa nú legið
saman í hartnær 43 ár og má
segja að þar hafi aldrei borið
skugga á. Hann tengdafaðir
minn var einstaklega hjálpsam-
ur og úrræðagóður, hvort sem
sneri að pípulögnum, bílavið-
gerðum, járnsmíði eða öðru og
má segja með réttu að hann
hafi verið „þúsundþjalasmið-
ur“. Alltaf var hann að og
sjaldan féll honum verk úr
hendi. Ósérhlífinn var hann og
eftirsóttur verkmaður hvar
sem hann fór.
Segja má að Kristinn hafi á
margan hátt tengst atvinnu-
sögu Dalvíkur og Svarfaðardals
á síðustu öld. Hann lærði bif-
vélavirkjun og starfaði við hana
um margra ára skeið. Hann var
um miðbik síðustu aldar mik-
ilvægur hlekkur í sögu mjólk-
urflutninga í Svarfaðardal, sem
ýtustjóri. Hann stofnaði ásamt
fleirum Plast- og stálglugga á
Dalvík og var einn af stofnhlut-
höfum Sæplasts á Dalvík.
Langri starfsævi lauk hann sem
starfsmaður Áhaldahúss Dal-
víkur í lok síðustu aldar.
Eftir 70 ára búskap með
Rósulind þinni, bæði á 90. ald-
ursári, tókuð þið ykkur upp og
fluttuð úr einbýlishúsinu ykkar
í Sunnubrautinni og keyptuð
ykkur litla íbúð þar sem þið
nutuð samvista hvort við annað
síðustu tvö árin. Áður höfðuð
þið byggt ykkur hús á Hólaveg-
inum. Í Sunnubrautinni var oft
mannmargt og sérstaklega um
áramót. Sá siður komst á að
kveðja þar gamla árið og heilsa
hinu nýja. Þar voru oftast sam-
an komin börnin ykkar og
barnabörnin og síðar barna-
barnabörnin og gat þá oft verið
kátt í koti. Alltaf fóru þessi
samkvæmi vel fram og aldrei
bar skugga á. Helsta áhyggju-
efnið var ef afi hvarf um mið-
nætti til að heilsa nágrönnun-
um, þá var vinsælasta
spurningin, „fór afi upp með
rakettunni?“
Með Kristni tengdaföður
mínum hverfur á braut fróður
maður um menn og málefni.
Hann hafði sterkar skoðanir á
mönnum og málefnum, án þess
að vera öfgafullur. Hann fylgd-
ist vel með landsmálum og stóð
ekki á skoðunum sínum.
Hann fylgdist líka vel með
afkomendum sínum og bar hag
þeirra fyrir brjósti. Hann var
óspar á hrós og hvatningu,
enda hændust börnin mjög að
honum, hvort sem þau voru
blóðtengd eða ekki. Börnunum
okkar Lilju varstu góður afi og
barnabörnunum okkar varstu
líka góður langafi, fyrir það vil
ég þakka. Ég vil líka þakka þér
fyrir okkar samveru í þessi 43
ár, sem ég hef átt með þér.
Alltaf varstu boðinn og búinn
að leggja fram hjálparhönd ef á
þurfti að halda. Ég held að okk-
ur hafi aldrei orðið sundurorða
og fyrir mig, sem missti föður
minn þegar ég var á 20. aldurs-
ári, hefur þú verið mér meira
sem faðir en tengdafaðir. Takk
fyrir allt, þín verður sárt sakn-
að.
Elsku Rósalind, Palli, Ingv-
ar, Dóra, Svenni, Lilja, Signý
og aðrir í okkar stóru fjöl-
skyldu. Í dag deilum við bæði
sorg og lifandi minningum um
mætan mann. Í framhaldinu
skulum við svo muna að njóta
lífsins í hans nafni.
Kristján A.
Elsku besti afi. Það eru
margar minningar sem rifjast
upp þegar ég hugsa til baka
núna þegar þú hefur kvatt okk-
ur. Nokkrar eru þó sterkari en
aðrar.
Þegar ég sat hjá þér og við
ræddum saman í síðasta sinn
þá tókst þú í hönd mína með
sama hætti og þú gerðir alltaf
þegar ég var lítill. Það rifjaðist
svo sterkt upp þegar við áttum
þessa stund saman. Hlýja og
sterka höndin þín og faðmlag
endurspeglar þinn innri mann,
svo góðhjartaður, hjálpsamur
og blíður við okkur barnabörn-
in. Ávallt tilbúinn að aðstoða
okkur ef við þurftum á því að
halda enda handlaginn með ein-
dæmum. Sterk er minning um
þig í sloppnum í bílskúrnum að
brasa við hitt og þetta.
Ég man eftir þér í eldhúsinu
í Sunnubraut, þú sast á koll-
inum og hlustaðir á fréttirnar í
gamla útvarpinu, enda varstu
alltaf með allt á hreinu í þjóð-
málunum og hafðir sterkar
skoðanir á því sem var á döfinni
hverju sinni. Svo sé ekki talað
um veðrið, alltaf spurðir þú um
það.
Samband þitt við ömmu er
eitt það fallegasta sem ég
þekki, svo samrýnd og góð
hvort við annað. Það eru ekki
margir sem geta fagnað saman
70 ára brúðkaupsafmæli eins og
þið gerðuð síðasta sumar. Þið
lögðuð alltaf mikið á ykkur til
þess að ná saman stórfjölskyld-
unni, hvort sem það var að
skipuleggja útilegur, áramóta-
partý eða vöffluboð. Það er
táknrænt og fallegt að þú náðir
að eyða síðustu augnablikunum
við hliðina á ömmu og ástvinum
og fá að kveðja á heimilinu ykk-
ar. Veit að það skipti þig og
ömmu miklu máli.
Ég fékk þann heiður að vera
skírður í höfuðið á þér og mun
halda áfram að bera nafn þitt
með stolti.
Hvíl í friði, elsku afi minn,
Kristinn.
Elsku Kiddi afi. Takk fyrir
alla hlýjuna og faðmlögin sem
þú gafst manni þegar maður
kom í heimsókn og aftur þegar
maður fór. Það var einstaklega
gott að koma í heimsókn til þín
og ömmu í Sunnubrautina og
eins þegar þið fluttuð í Kirkju-
veginn. Ég er svo þakklát fyrir
að þú hafir fengið að kynnast
börnunum mínum sem eru
langalangafabörnin þín. Þú
varst ríkur maður, umkringdur
fólki sem þótti vænt um þig og
þú sýndir alltaf væntumþykju
til baka.
Guð geymi þig.
Þín
Andrea Sól.
Elsku afi minn. Nú þegar
komið er að kveðjustund er
gott að rifja upp fallegar minn-
ingar sem ég á um hann afa.
Það er mér svo minnisstætt hve
útsjónarsamur og úrræðagóður
hann var. Ég man þegar ég
kom eitt sinn í kaffi til þeirra
hjóna og kvartaði yfir því að
einhver væri að reyna að stela
stefnuljósunum af bílnum mín-
um en á þeim tíma bjó ég á
stúdentagörðunum. Áður en ég
vissi af var afi horfinn og hafði
þá farið út, tekið stefnuljósin af
bílnum, snúið þeim við og
hamrað þau öfug í bílinn. Við
getum orðað það þannig að það
tókst engum að stela þeim eftir
það! Fallegasta minningin mín
er þó án efa kveðjustundin okk-
ar. Það fyrsta sem afi spurði
mig um þegar ég kom að sunn-
an í síðustu viku var hvort ég
væri búin að setja upp gólflist-
ana í nýju íbúðinni minni. Alveg
fram á síðustu stundu var afi
með allt á hreinu, og vissi ná-
kvæmlega hvað hver væri að
gera í sínu lífi. Á dánarbeðnum
var hann að hugsa um aðra,
sýna okkur ást og setja aðra í
fyrsta sæti. Það lýsir því vel
hve góður maður afi var. Afi lét
okkur lofa að vera góð hvert við
annað og að hann myndi hjálpa
okkur hinum megin frá ef hann
gæti. Ég efast ekki um að hann
muni gera það.
Við sjáumst í sumarlandinu
afi minn, ég lofa að setja gólf-
listana á fljótlega.
Þín
Sunneva.
Hugur minn og hjarta sveifl-
ast milli söknuðar og þakklætis
nú þegar við kveðjum kæra afa,
Kristin Jónsson frá Hærings-
stöðum.
Það er mikil gæfa að hafa
fengið að njóta samvista við afa
svona lengi, bæði sem barn og
sem fullorðin og fyrir það verð
ég ævarandi þakklát.
Afi var af þeirri kynslóð sem
upplifði ótrúlegar breytingar á
samfélaginu, lífsháttum og að-
búnaði. En hann var ekki bara
áhorfandi heldur þátttakandi
og lagði sitt af mörkum. Harð-
duglegur, sívinnandi, hæversk-
ur, handlaginn og útsjónarsam-
ur. Afi var snyrtimenni og mjög
skipulagður, hafði allt á hreinu
og þoldi ekki óreiðu eða hroð-
virkni. Afi var fróðleiksfús og
afburðaminnugur - og minnið
hélt allt fram til síðasta dags.
Minnið var sennilega tengt
áhuga, hann langaði að vita og
skilja og fræðast. Hann var líka
áhugasamur um tæki, tól og
framfarir, var fljótur að tileinka
sér nýjungar og oft meðal
fyrstu manna til að eignast eitt-
hvað nýtt á markaðinum.
Hann fylgdist vel með frétt-
um og var ósáttur við að farið
væri illa með almannafé. Það er
eðlilegt og sérstaklega skiljan-
legt þegar í hlut á það fólk sem
byggði upp samfélagið og vel-
ferðakerfið sem við njótum í
dag, það veit að þetta er ekki
sjálfsagt og svíður að sjá spill-
ingu og sóun.
Afi naut þess að ferðast. Þau
amma ferðuðust mikið innan-
lands og utan. Börnin þeirra
sex ólust upp við útilegur og
ferðalög. Fyrst var það bara
tjald, svo tjaldvagn og síðan
húsbíll. Ótal útilegur, fjöl-
skylduhittingar og ættarmót.
Og þegar afi ferðaðist þá skoð-
aði hann allt af áhuga og fróð-
leiksfýsn. Stuttu fyrir andlátið
var ég að spjalla við hann og
dást að minni hans og hve vel
hann þekkti landið og þá sagði
hann að sér hefði alltaf fundist
það skipta svo miklu máli að
vita eitthvað um staði sem hann
kæmi á og oft hefði hann flett
upp í bókum og lesið sér til.
Mikið sem ég á eftir að sakna
hans sem ferðafélaga! Það var
svo gaman og fræðandi að
ferðast með honum og þar kom
einnig til þessi einlægi áhugi
hans, hann velti fyrir sér bú-
skaparháttum, landslagi, breyt-
ingum, byggingum og mannlífi.
Elsku afi minn. Eftir nokk-
urra daga sjúkrahúsdvöl um
miðjan janúar kom hann heim
og gat dvalið síðustu daga lífs-
ins á sínu fallega heimili umvaf-
inn fjölskyldunni. Það var okk-
ur öllum dýrmætt. Hann
sagðist sáttur við Guð og menn
og þakklátur fyrir allt sitt góða
fólk. Og mikið má hann vera
stoltur af sínum stóra afkom-
endahópi, maður uppsker eins
og maður sáir sögðum við við
hann þegar hann þakkaði fyrir
sig. Hann var orðinn þreyttur
og líkaminn slitinn en hugurinn
var skýr. Ég held að hann hafi
ekki verið vitund leiður á lífinu,
hann hefði örugglega viljað lifa
áfram og fylgjast með öllu sínu
fólki og landsmálunum, enn
áhugasamur og vökull. En hann
var langþreyttur á verkjum,
þróttleysi og skertri heyrn sem
búin var að valda honum mikl-
um ama.
Hann mátti svo sannarlega
vera stoltur af sínu ævistarfi og
arfleifð.
Það er gott að eiga góðar
minningar um mætan mann
sem ávallt stóð við sitt. Hafðu
hjartans þökk elsku afi.
Elísa Rán Ingvarsdóttir.
Þúsundþjalasmiður, límheili,
fróðleiksfús, úrræðagóður,
kunnugur staðháttum (alls
staðar á landinu).
Ljúfur, fallegur og góður
maður. Traustur og umfram
allt fyrirmyndareiginmaður,
faðir, afi, langafi og langa-
langafi. Setti börnin sín sex og
afkomendur sína alla ávallt í
fyrsta sæti. Húsið (og bílskúr-
inn) var alltaf opið fyrir afkom-
endurna. Svona mætti lengi
halda áfram. Kostir þessa
merkilega manns, sem náði að
lifa ævi sína lengur en flestir,
verða ekki allir taldir upp í
þessari stuttu grein.
Kristinn Jónsson frá Hær-
ingsstöðum, eða Kiddi Hær
eins og hann var oft kallaður,
var afi minn. Þvílík gæfa og
forréttindi að geta sagt það.
Það er af mörgu að taka þeg-
ar þegar ég sest niður og læt
hugann reika um þær minn-
ingar sem lifa og munu lifa um
Kidda afa.
Þolinmæði hans og greið-
vikni átti engan sinn líka. Oftar
en ekki fékk ég að skjótast „að-
eins“ í skúrinn, til að dytta að-
eins að bílnum eða skipta um
olíu. Þægilegt var að nota
gryfjuna í skúrnum á Sunnu-
brautinni og þó að maður ætl-
aðist ekki til þess þá var afi
mættur til að hjálpa til.
Hann klæddi sig í bláa verk-
stæðissloppinn og byrjaði á að
handlanga fyrir mig.
„Hvað vantar þig?“
Toppur, skrall og fleiri verk-
færi rétt niður undir bílinn.
„Afi, áttu nokkuð stórt úrrek
og sleggjupung?“
Stutt þögn og skúffa eða
tvær opnaðar.
„Látum okkur nú sjá…“
Stuttu seinna kom það sem
strákurinn óskaði eftir. Ekki
leið á löngu þar til afi fór að
ókyrrast uppi á bílskúrsgólf-
inu…
„Logi! Ætli það sé ekki best
að hita þetta, svo það losni
frekar?“
Afi opnaði fyrir súr- og gas-
flöskurnar og kom niður í
gryfjuna og hitaði boltann
þangað til hann var orðinn
rauðglóandi og gúmmífóðringin
utan um boltann bráðnaði og
stærsti hluti hennar endaði á
gryfjugólfinu.
„Hana“ sagði hann og dunk-
aði létt í boltann og hann rann
úr eins og ekkert væri.
Nýi varahluturinn var svo
settur í og undirvagn bílsins yf-
irfarinn.
„Þessi hlífðarpanna er nú
hálfpjátursleg, ég hefði nú haft
eina skrúfu í viðbót hérna.“
Við sammæltumst um að
best væri að bæta einni skrúfu
við svo pannan yrði ekki eftir í
næsta snjóskafli. Ein af þeim
sem fyrir voru var skrúfuð úr
og tekin með upp úr gryfjunni.
Uppi í hillu var gömul Mack-
intosh’s-dós hálffull af alls kyns
notuðum skrúfum, boltum, róm
og skinnum. Í dósinni var einn-
ig kíttispaði.
„Geymdu skrúfuna Logi.“
Því næst var sturtað úr dós-
inni á bílskúrsgólfið. Svo var
spaðinn notaður til að moka
öllu aftur uppí dósina og á með-
an var leitað að skrúfu af svip-
aðri lengd og sverleika og
þeirri sem við tókum með okk-
ur upp úr gryfjunni.
Ég man ekki eftir að hafa
nokkurn tíma leitað í þessari
dós án þess að finna eitthvað
sem hægt var að nota.
Þessi stutta saga er mjög
lýsandi fyrir dæmigerða heim-
sókn í skúrinn. Ekkert fum og
fát við bílaviðgerðir frekar en
nokkuð annað sem hann tók sér
fyrir hendur. Allt afgreitt
örugglega og án vandræða.
Ekkert vandamál það stórt að
ekki væri hægt að leysa það.
Takk fyrir allt og allt – betri
fyrirmynd er ekki hægt að
ímynda sér, hvorki í hugsunum
né verki.
Logi Sigurjónsson.
Elsku afi. Það verður skrítið
að læra að lifa í heimi þar sem
þín nýtur ekki lengur við. Þú
skilur eftir þig stórt skarð sem
ekki verður hægt að fylla. En
þótt skaðið rífi í og sársaukinn
og söknuðurinn sé mikill er ég
full þakklætis yfir að hafa feng-
ið að eiga þig sem afa. Og ég er
líka þakklát fyrir að þú fékkst
að yfirgefa þessa veröld eins og
þú vildir, heima hjá þér, um-
kringdur fólkinu þínu og að nú
líður þér ekki lengur illa.
Ég hef setið síðustu vikur og
rifjað upp hinar ýmsu minn-
ingar sem dýrmætt er að eiga á
svona stundu. Þótt ég hafi ung
flutt frá Dalvíkinni fannst mér
sem krakka hvergi betra að
vera og þú sást svo sannarlega
til þess að þar liði mér vel. Að
fá að skríða upp í til þín á
morgnana var svo ótrúlega
notalegt, öll skiptin sem þú
varst til í að skutla mér hingað
og þangað hvort sem var upp í
fjall á skíði, í sjoppuna eða jafn-
vel fram á Hæringsstaði og
fara með mér yfir alla þá bæi
og fjöll sem við fórum framhjá
á leiðinni. Þá var fátt betra en
að fá þig til að skera bestu bit-
ana af sviðakjammanum handa
mér – ég hef enn ekki lært að
gera það almennilega sjálf. Þú
varst alltaf boðinn og búinn að
hjálpa og engin vandamál sem
ekki var hægt að leysa, eins og
að bora bara gat í gólfið á bíln-
um mínum til að hægt væri að
ýta á takkann sem opnaði
skottið þar sem ég hafði læst
lyklana inni í bílnum. Þá hefur
þú verið frábær fyrirmynd fyrir
mig og mína út í lífið og sýnt
okkur að fjölskyldan er það
mikilvægasta sem til er.
Ég er einstaklega þakklát
fyrir allar þessar minningar og
ekki síður fyrir allar þær minn-
ingar sem Arnar og strákarnir
eiga um þig.
Takk fyrir allt.
Rósalind Signýjar og
strákarnir.
Dugnaður, eljusemi, góð-
mennska og útsjónarsemi eru
fyrstu orðin sem koma upp í
hugann þegar við hugsum um
afa. Afi var alltaf að, hvort sem
hann var að laga jólaseríurnar
uppi á þaki í júní á Sunnubraut-
inni, í skúrnum að þrífa og bra-
sast í benzanum, eða taka til í
kartöflugeymslunni (þar sem
við krakkarnir földum okkur oft
í einhverjum af ófáum feluleikj-
unum). Að koma í kaffi til
ömmu og afa á Sunnubrautina
og síðar meir á Kirkjuveginn
einkenndist alltaf af mikilli ást.
Þau hafa alltaf viljað allt fyrir
okkur gera og ekki vantaði
kræsingarnar á boðstólum. Afi
fékk sér alltaf svart kaffi með
nógu af sykri og voru samveru-
stundirnar með honum ómet-
anlegar. Afi bjó nefnilega yfir
þeirri sérgáfu að muna allt,
vera með allt á hreinu og oftar
en ekki var hann fyrri til með
fréttirnar! Það var magnað að
sitja og drekka kaffi með þeim
hjónum og spjalla um daginn
og veginn. Afi mundi ótrúleg-
ustu hluti, kom með skemmti-
legar staðreyndir og fræddi
okkur langafabörnin. Hann átti
stóran og góðan hóp eins og
hann sagði sjálfur og ekki vor-
um við síður heppin með hann.
Fjölskyldan er ekki bara stór,
heldur einstaklega samheldin,
og áttu afi og amma stóran þátt
í þeirri samheldni sem einkenn-
ir afkomendur þeirra hjóna.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Úr Vísum Vatnsenda-Rósu)
Takk fyrir allt elsku afi okk-
ar, þvílík forréttindi sem það
voru að eiga þig sem afa.
Hvíldu í friði, við erum stolt af
því að vera afkomendur þínir.
Fyrir hönd langafabarna,
Sunneva Halldórsdóttir.
Kristinn Jónsson