Morgunblaðið - 06.02.2021, Side 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 2021
✝ Anna MaríaHaraldsdóttir
var fædd á Seyð-
isfirði 18. sept-
ember 1933. Hún
lést 27. janúar 2021
á hjúkrunarheim-
ilinu Fossahlíð á
Seyðisfirði.
Foreldrar henn-
ar voru Haraldur
Guðmundsson, f.
1876, d. 1958 og
María Þórðardóttir, f. 1891, d.
1975. Systkini Önnu Maríu sam-
feðra voru Halldóra Brynhildur,
f. 1899, d. 1969, Sigríður Ragn-
hildur, f. 1900, d. 1990. Guð-
mundur, f. 1905, d. 1924.
Anna María giftist 19. októ-
4) Ingibjörg Sigurðardóttir, f.
1962, maki: Trausti Marteins-
son, f. 1956. Þau eiga 3 börn og
6 barnabörn. 5) Björg, f. 1965, d.
2013, dætur hennar eru 2, eft-
irlifandi maki Þorsteinn Guð-
mundsson, f. 1959.
Anna María lauk gagnfræða-
prófi frá Seyðisfjarðarskóla,
síðar námi frá Húsmæðraskól-
anum á Varmalandi.
Anna María vann í fiski og við
verslunarstörf hjá KHB í mörg
ár. Auk þess var hún formaður
Slysavarnadeildarinnar Ránar á
Seyðisfirði og var þar heiðurs-
félagi. Síðustu 8 ár dvaldi hún á
hjúkrunarheimilinu Fossahlíð á
Seyðisfirði.
Útförin fer fram frá Seyðis-
fjarðarkirkju 6. febrúar 2021 kl.
11.
Streymt verður af slóðinni:
https://youtu.be/0b0W_GLongs
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á:
https://www.mbl.is/andlat
ber 1957 Sigurði
Stefáni Friðriks-
syni, f. 29. mars
1932. Sigurður lést
2014.
Börn þeirra: 1)
María S. Sigurð-
ardóttir, f. 1958,
maki: Þráinn E.
Gíslason, f. 1956,
þau eiga 4 börn og
6 barnabörn. 2)
Haraldur Sigurðs-
son, f. 1959, maki: Maria Cecilia,
f. 1973, þau eiga 2 syni. Har-
aldur á 3 syni úr fyrri sam-
böndum og 4 barnabörn. 3)
Unnar Sigurðsson, f. 1960,
maki: Adela, f. 1982. Þau eiga 3
börn.
Elsku mamma mín, síðustu
sjö frá því að pabbi kvaddi hafa
verið erfið. Ljósið í augum þín-
um slokknaði hægt og hægt og í
raun hefur þú horfið frá okkur.
Mamma mín, ég er sorgmædd en
þakklát, þú hefur fengið hvíld-
ina.
Elsku móðir mín kær,
ætíð varst þú mér nær,
ég sakna þín, góða mamma mín.
Já, mild var þín hönd
er um vanga þú straukst,
ef eitthvað mér bjátaði á.
Við minningu um þig geymum
og aldrei við gleymum,
hve trygg varst þú okkur og góð.
Við kveðjum þig, mamma,
og geymum í ramma
í hjarta okkar minningu um þig.
(Gylfi V. Óskarsson)
Þín
Ingibjörg (Inga).
Við andlát Önnu Maríu
streyma minningar frá æskuár-
unum á Seyðisfirði fram í hug-
ann. Ég var nýorðin þriggja ára
þegar við fluttum í Framnes og
fljótlega fór ég að kanna nánasta
umhverfi, trítlaði yfir að næsta
húsi og fékk mér göngutúr á
tröppunum. Þá opnuðust dyrnar
og mér var boðið inn, boðinu
fylgdi mjólkurglas, kökusneið og
hásæti í horni við eldhúsbekkinn.
Það var notalegt í eldhúsinu hjá
Maríu, kolavélin gaf ylinn og ég
skynjaði vinarþelið og umhyggj-
una. Þessi heimsókn var upphaf-
ið að ævivináttu fjölskyldnanna í
Framnesi og Tanga, þeirra Mar-
íu, Haraldar og dóttur þeirra
Önnu Maríu. Hún var níu árum
eldri en ég, glögg og úrræðagóð
og alla tíð vel læs á umhverfi og
aðstæður, fyrirmynd sem ég leit
upp til. Það var enginn svikinn af
vináttu við fókið í Tanga og eftir
því sem mér óx vit og þroski
urðu mér ljósari verðmæti þeirra
gilda sem voru í hávegum höfð á
heimilinu, trúmennsku, vand-
virkni, vinnusemi, tryggðar og
hlýju. Úr þessum jarðvegi var
Anna María sprotin og yfir öllum
þessum eiginleikum bjó hún og
skilaði áfram til afkomenda
sinna. Strax frá unga aldri var
hún mjög myndvirk og lagin við
allt sem hún tók sér fyrir hendur
og margt mátti af henni læra.
Hún kenndi mér að gera við hjól-
ið mitt og mér lærðist fljótt að
þar dugði hvorki fúsk né flýtir.
Anna María var góður leiðbein-
andi og gaf engan afslátt af
vandvirkninni.
Á unglingsárunum og síðar á
ævinni vann hún við verslunar-
störf. Hún stundaði nám í Hús-
mæðraskólanum á Varmalandi í
Borgarfirði og fljótlega eftir það
kom öðlingurinn Sigurður Frið-
riksson inn í líf hennar. Þau gift-
ust og börnin komu, eitt af öðru,
á fáum árum. Siggi stundaði sjó-
inn, var fyrstu árin á vertíð fyrir
sunnan og síðan á togurunum
heima. Á þessum árum voru sjó-
menn dæmdir til langrar fjar-
veru frá heimilum sínum. Það
hvíldu því mörg störf á sjó-
mannskonunni og Anna María
skilaði því hlutverki með sóma.
Hún saumaði og prjónaði á hóp-
inn sinn, dyttaði að og gerði við
flest sem bilaði. Stundum vant-
aði varahluti í alls konar tæki,
jafnvel í bílinn. Þá hringdi hún
suður, talaði við karla á verk-
stæðum og lagerum, þuldi upp
númer á varahlutum og talaði
svo faglega að undrun sætti. Ég
varð oft vitni að símtölunum, því
að í Tanga var enginn sími, hún
hringdi því heiman frá okkur og
henni lá ekki lágt rómur, allra
síst þegar hún talaði suður til
Reykjavíkur.
Enda þótt ég flytti alfarin suð-
ur héldum við áfram að hittast,
hýsa fjölskyldur hvor annarrar
og eiga saman dýrmætar og gef-
andi stundir.
Anna María var skýr og skörp
alla tíð uns erfiður sjúkdómur
herjaði á hana og hún hvarf okk-
ur smátt og smátt. Síðast þegar
við heimsóttum hana vorum við
búin undir að hún þekkti okkur
ekki en þegar hún hafði áttað sig
örlitla stund breiddi hún út
faðminn, brosti og nefndi nöfnin
okkar. Falleg stund sem ég
geymi og þakka.
Að leiðarlokum þökkum við
ómetanlega vináttu og tryggð.
Við Helgi og fólkið okkar send-
um börnum hennar og fjölskyld-
um þeirra innilegar samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning
hennar.
Margrét Erlendsdóttir
(Maggý).
Anna María
Haraldsdóttir
Elsku mamma,
nú ert þú farin, við
töluðum stundum
um að sá tími myndi koma.
Þrátt fyrir það og langa ævi
þína er svo erfitt að kveðja.
Þú hefur alltaf verið alger
klettur, dugleg og kom það
sterkt fram þegar pabbi lést.
Þú hafðir svo gaman af að
ferðast og varst endalaust ætt-
rækin. Elskaðir að heimsækja
fjölskylduna þína í Kaup-
mannahöfn og það síðast rétt
fyrir 95 ára afmælið, þar sem
þú labbaðir stolt yfir nýju
göngubrúna frá Nýhöfn til
Christianshavn. Þú fórst líka á
hverju ári til Þýskalands til
fjölskyldunnar þar. Vildir ólm
hitta nýja ættingja í fjölskyld-
unni og fylltist stolti yfir barna-
börnunum og barnabarnabörn-
unum þínum.
Ég gekk í Oddfellow, þar
sem þú hafðir starfað í mörg ár
og var það nú aldeilis rétt
ákvörðun. Þú varst svo ánægð
Laura Frederikke
Claessen
✝ Laura Freder-ikke Claessen
fæddist 24. janúar
1925. Hún lést 13.
janúar 2021.
Útförin hefur
farið fram í kyrr-
þey að ósk hinnar
látnu.
með að geta verið
með mér og við
áttum svo margar
stundir saman á
fundum. Ég var
alltaf svo stolt af
hversu eldklár þú
varst og fróðleik-
urinn sem þú
geymdir kom mér
sífellt á óvart.
Það sem vegur
þyngst þegar ég
hugsa til þín er að þú varst allt-
af til staðar þegar á þurfti að
halda.
Þú skilur eftir stórt tómarúm
hjá okkur Kidda, dætrum okk-
ar og barnabörnum. Sérstak-
lega á jólunum og öðrum tylli-
dögum þar sem þú varst alltaf
með okkur. Við erum þakklát
fyrir allar minningarnar sem
þú hefur skilið eftir hjá okkur
og þær munum við ávallt
geyma í hjörtum okkar. Guð
veri með þér og takk fyrir allt.
Þú getur fellt tár því að hún er farin
Eða þú getur brosað yfir því að hún
lifði
Þú getur lygnt aftur augunum og
beðið þess að hún komi tilbaka
Eða þú getur opnað augun og séð
allt sem að hún skildi eftir.
(David Harkins)
Þín dóttir,
Halla.
Sálm. 86.7
biblian.is
Þegar ég er í
nauðum staddur
ákalla ég þig
því að þú
bænheyrir mig.
✝ Gerður JónínaHallgrímsdótt-
ir fæddist í Frið-
finnshúsi á
Blönduósi 4. apríl
1935. Hún lést á
HSN Blönduósi 26.
janúar 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Hermína
Sigvaldadóttir, f.
19.6. 1909, d. 28.6.
1994, og Hallgrím-
ur Sveinn Kristjánsson, f. 25.9.
1901, d. 18.5. 1990. Systkini
Gerðar eru Reynir, f. 29.11.
1938, og Ásdís Erna, f. 28.12.
1949. Fósturbróðir hennar er
Sigvaldi Hermann Hrafnberg,
f. 18.6. 1937, er flutti um
tveggja mánaða gamall á
heimili hennar að Kringlu.
Fyrri eiginmaður Gerðar
var Hilmar Snorrason, f. 9.10.
1923, d. 18.7. 2020. Þeirra son-
sem endurreistu ungmenna-
félagið í Torfalækjarhreppi á
sínum tíma og söng hún í
nokkur ár með kirkjukór Þing-
eyrakirkju og kirkjukór
Blönduósskirkju. Hún tók tölu-
verðan þátt í pólitískum störf-
um og var í stjórn Jörundar,
félags ungra sjálfstæðismanna
í Austur-Húnavatnssýslu. Þá
var hún varamaður í hrepps-
nefnd Blönduóshrepps og sat í
nefndum á vegum sveitarfé-
lagsins, s.s. barnaverndar-
nefnd, félagsmálaráði og nefnd
fyrir félagsstarf aldraðra. Hún
hóf starfsferil sinn á Hótel
Blönduósi en vann lengst hjá
Kaupfélagi Húnvetninga og
starfaði þar í ýmsum deildum,
m.a. í Essó, byggingavöru-
deild, vefnaðarvörudeild en
síðustu árin á skrifstofu fé-
lagsins.
Hún verður jarðsungin frá
Blönduósskirkju í dag, 6. febr-
úar 2021, klukkan 14. Streymt
verður frá útför (stytt slóð):
tinyurl.com/woy6ra3h
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
ur er Sigurður
Pétur, f. 4.9. 1960.
Börn Péturs eru
Lýdía, f. 9.1. 1978,
Steinunn Lukka, f.
20.9. 1980, og Vil-
hjálmur Hilmar, f.
28.10. 1986. Seinni
eiginmaður Gerð-
ar var Frímann
Hilmarsson, f.
26.2. 1939, d. 3.12.
2009, þau skildu.
Gerður bjó fyrstu daga ævi
sinnar á Hofi í Vatnsdal en
flutti mánaðargömul með fjöl-
skyldu sinni að Kringlu í
Torfalækjarhreppi. Hún var í
barnaskóla í Torfalækjahreppi
er var farskóli að hætti þess
tíma, en kennt var í þrjá mán-
uði hvern vetur. Þá var hún í
Kvennaskólanum á Blönduósi
veturinn 1954-1955.
Gerður var í hópi þeirra
Gerður Hallgrímsdóttir var
kona sem ég mat mikils og átti góð
samskipti við alla tíð. Við áttum
sameiginlega gimstein sem er Villi,
sonur minn og Péturs sonar henn-
ar. Atvikin höguðu því svo að við
Pétur bjuggum ekki saman nema
nokkur misseri eftir fæðingu Villa
en þrátt fyrir það hafði það aldrei
áhrif á samband okkar Gerðar.
Hún var tengdamóðir mín, Villi
minn átti athvarf hjá henni þegar
hann vildi og hún var honum góð
amma. Sem ungur drengur dvaldi
hann alltaf einhvern tíma hjá
ömmu Gerði á sumrin og liðsinnti
þá við garðslátt, arfaheinsun eða
útburð á Mogganum. Hún var
ákaflega stolt af Villa og fylgdist
alla tíð vel með því sem hann hefur
tekið sér fyrir hendur.
Í ótal skipti kom ég við hjá
henni á ferðum mínum í gegnum
Blönduós. Þá var sest við eldhús-
borðið þar sem tilraun varð gerð
til að leysa lífsgátuna, rætt um
menn og málefni og málin krufin.
Alltaf heimalagað á borðum og
eitthvað til í kistunni. Hún var
gestrisin og góð húsmóðir, verk-
lagin og hafði reglu á hlutunum.
Hún lét sig velferð fólks varða og
sýndi umhyggju sína margoft í
verki jafnt vinum sem vandalaus-
um. Oftar en ekki var ungviðið úr
nágrenninu í heimsókn hjá henni
því börnin hændust að henni og
hún lét sér annt um þau. Gerður
var vinsæl hjá börnunum vegna
þess að hún gaf sér tíma til að tala
við þau eins og fullorðið fólk og
sýndi áhuga fyrir því sem þau
voru að sýsla við. Hún átti líka svo
skemmtilegt dót og gjarnan rifjað
upp á mínu heimili hvað bílabraut-
in var skemmtileg. Það var meira
en sjálfsagt að fá gistingu ef þörf
var á, jafnvel fyrir vini og vanda-
menn sem voru á ferð í viðsjár-
verðu veðri, þótt ég væri ekki með
í för. Hún vildi alltaf allt fyrir mig
og mína gera. Þegar ég tók saman
við Tryggva minn og stofnaði aðra
fjölskyldu tók hún honum sem ein-
um af sínum nánustu og Finnbogi
sonur hans varð í sérstöku uppá-
haldi hennar. Skemmtileg er sag-
an af því þegar Finnbogi var á ferð
með mömmu sinni í gegnum
Blönduós, líklega 6 eða 7 ára gam-
all, og harðneitaði að halda áfram
för nema koma við hjá ömmu
Gerði. Hann rataði heim til henn-
ar og auðvitað gladdi heimsóknin
Gerði innilega. Einn af hápunkt-
um minninga með henni er ferð
sem ég fór fyrir nokkrum árum
með Tryggva, móðursystur hans,
syni hennar og fjölskyldu í ferð
um Austur-Húnavatnssýslu til að
vitja slóða forfeðra þeirra. Það var
auðsótt mál hjá Gerði að vera leið-
sögumaður okkar og hjá henni á
Melabrautinni áttum við bækistöð
meðan á ferðinni stóð. Hún þekkti
hverja þúfu og hvern hól og sagði
okkur sögur frá liðnum tímum.
Þetta var með eftirminnilegri
ferðalögum enda Gerður afar fróð
um nágrenni sitt og sagði
skemmtilega frá.
Að leiðarlokum þakka ég fyrir
alla hennar gæsku í minn garð og
minna og veit að það verður vel
tekið á móti henni í Sumarlandinu.
Ég sendi Pétri syni hennar,
barnabörnum, systkinum og öll-
um þeim er hennar sakna innileg-
ar samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning hennar.
Þuríður Vilhjálmsdóttir.
Þakklæti er það fyrsta sem
kemur upp í hugann þegar ég
minnist Gerðar.
Þakklæti fyrir alla umhyggjuna
fyrir mér og mínum alla tíð. Hún
leit alltaf á mig sem fósturdóttur
sína og dætur mínar hafa alltaf
kallað hana ömmu.
Í gegnum tíðina höfum við
brallað ýmislegt saman. Allir bíl-
túrarnir þegar ég bjó hjá henni á
Melabrautinni, ferðalögin, heim-
sóknirnar á ólíklegustu staði, hlát-
urinn og sögustundirnar.
Gerður var mjög barngóð. Hún
hafði einstakt lag á að hæna börn
að sér og þau sem leituðu mikið til
hennar voru henni alltaf kær.
Eftir að hún missti heilsuna og
vistaðist á dvalarheimili þurfti hún
meiri aðstoð. Var þá gott að geta
hjálpað til með ýmislegt.
Ég vona að ég hafi staðið undir
væntingum sem fósturdóttir, alla-
vega stóðst hún væntingar sem
amma stelpnanna minna.
Síðustu mánuðir voru erfiðir,
bæði vegna covid og hrakandi
heilsu. Við vissum báðar í hvað
stefndi og reyndum að hringjast á
þegar heimsóknir voru mjög tak-
markaðar. Báðar vonuðum við að
geta upplifað eðlilegt ástand en
því miður náðist það ekki. Ég er
þakklát fyrir að hafa getað verið
hjá henni síðasta daginn og náð að
kveðja, það er ómetanlegt.
Að lokum vil ég votta Pétri og
fjölskyldu mína dýpstu samúð.
Hrefna Guðmundsdóttir.
Elsku Gerður, það er ótrúlegt
að hugsa til þess að þú skulir ekki
vera lengur hérna hjá okkur. Þeg-
ar þú sagðir fyrir jólin að þú lof-
aðir að þrauka fram yfir áramótin
en þú vissir ekki hversu lengi eftir
það, þá vildi ég ekki trúa þér en
hefði átt að vita að þegar þú varst
búin að ákveða eitthvað þá stóð
það, sama hvað aðrir segðu. Eftir
sit ég með mikinn tómleika í
hjarta mínu og söknuð, því allt var
hægt að ræða við þig um. Sama
hvort það var um vinnuna, fjöl-
skylduna eða bara ýmislegt sem
bar á góma í það og það skiptið. Þú
fylgdist vel með öllum í kringum
þig og vildir allt vita um unga fólk-
ið, hvað það hafði fyrir stafni,
hvort það væri í skóla og þá hvað
það var að læra. Þú varst mín stoð
og stytta í veikindum foreldra
minna og seinna eftir fráfall þeirra
en ekki síður í mínum eigin veik-
indum. Við þig gat ég talað um
allt, erfið veikindi og ekki síður
alla óvissuna um hvað tæki við að
þeim loknum. Þú varst stór hluti
af minni fjölskyldu, það var ekki
afmæli eða kaffiboð öðruvísi en þú
værir með. Ef einhverra hluta
vegna þú varst ekki viðstödd þá
var ævinlega spurt: Hvar er Gerð-
ur? Aldrei mun ég geta fullþakkað
þér fyrir það hvað þú varst góð við
hann Björn minn og Kristin vin
hans. Ævinlega gat hann leitað til
þín þegar honum fannst ekki gam-
an heima, eitthvað vont í matinn
eða mátti ekki gera það sem hann
vildi. Þá læddist hann iðulega í
næsta hús til hennar „Gerru
ömmu“ eins og þú varst iðulega
kölluð. Svo var ávallt viðkvæðið ef
þetta þótti ekki nógu gott: „Gerra
amma sagði að það væri í lagi“ og
þá var það þannig og ekkert meira
um það rætt. Enda kallaðir þú þá
„húskarlana þína“. Gaman var að
fylgjast með því hvernig þessi ein-
stæða vinátta óx og dafnaði milli
þín og þeirra með árunum. Mikill
er missir þessara drengja og sár
söknuður eins og margra annarra
sem þekktu þig og þína einstöku
manngæsku. Hvíl í friði elsku
Gerður mín og hafðu þökk fyrir að
auðga líf mitt og minnar fjölskyldu
í gegnum árin.
Svala Runólfsdóttir.
Gerður Jónína
Hallgrímsdóttir