Morgunblaðið - 16.02.2021, Blaðsíða 4
Ljósmynd/Brynja Kristjánsdóttir
Hamfarir Aurskriðan fór mjög nálægt íbúðarhúsinu á Hofi í Öræfum.
Aurskriða féll í fyrrakvöld við bæinn
Hof í Öræfum og endaði við snúru-
staurinn við bæinn, aðeins nokkra
metra frá íbúðarhúsinu. Mikið var
um stóra steina og grjóthnullunga í
skriðunni auk þess sem birkitré,
sem stóðu í litlum birkiskógi fyrir of-
an húsið, voru mörg hver rifin upp
með rótum.
Á bænum búa þau Örn Bergsson
og Brynja Kristjánsdóttir. Örn segir
í samtali við mbl.is að skriðan hafi
komið úr Hofsfjallinu fyrir ofan bæ-
inn og fallið niður Litlahvamm.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem
flóð kemur niður hlíðina, en Örn seg-
ir að á milli 1940 og 1950 hafi stórt
aurflóð komið niður hana og endað á
gömlum torfhúsum sem voru notuð
undir fé og hesta. Þá hafi síðan
reglulega komið minni spýjur þarna
niður. Nánar á mbl.is.
Skriða rann niður
að snúrustaurnum
Stöðvaði stutt frá Hofi í Öræfum
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2021
Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 11-16
VÖNDUÐ LJÓS
Í ÚRVALI
Reynist skotárásin í Rauðagerði tengjast átökum í
undirheimum líkt og heimildir mbl.is herma er um að
ræða stigbreytingu á íslenskum veruleika og til marks
um alvarlega þróun. Þetta er mat Karls Steinars Vals-
sonar, yfirlögregluþjóns á alþjóðasviði ríkislög-
reglustjóra.
„Ef það verður niðurstaða rannsóknarinnar þá er
það svolítið nýr veruleiki ef hægt er að rekja málið
með þeim hætti að þetta tengist skipulagðri brota-
starfsemi,“ segir Karl Steinar.
Að sögn Karls Steinars hefur Ísland nokkra sér-
stöðu þegar kemur að skipulagðri glæpastarfsemi. Ólíkt því sem gerist
erlendis virðist vera nokkur blöndun milli hópanna sem starfa saman
með Íslendingum í skipulagðri starfsemi. vidar@mbl.is
Nýr veruleiki gæti blasað við
MANNDRÁP Í RAUÐAGERÐI
Karl Steinar
Valsson
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Það setti að mér ugg við að lesa
fréttir af þessu máli,“ segir Helgi
Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og
prófessor við Háskóla Íslands, um
manndrápið í Rauðagerði aðfaranótt
sunnudags. „Þetta ber öll merki þess
að hafa verið af-
taka í ósköp
dæmigerðu íbúða-
hverfi í Reykja-
vík. Svo getur
þetta hafa verið
eitthvað persónu-
legt á milli ger-
anda og þolanda.
Við eigum eftir að
fá meiri upplýs-
ingar um hvernig
þeir tengjast og
hvort þeir tengjast skipulagðri
glæpastarfsemi. Þetta þurfum við að
vita til að sjá heildarmyndina.“
Helgi kvaðst ekki vita meira um
málið en lögreglan hefur gefið upp og
greint hefur verið frá í fréttum. „Ef
grunsemdir lögreglunnar eru réttar
þá er þetta svipað því sem við höfum
áður séð gerast erlendis. Þetta hefur
gerst á Norðurlöndum þar sem eru
gengjastríð. Þau takast á um svæði,
viðskipti og fleira. Þetta gæti hafa
verið angi af slíkri baráttu eða upp-
gjöri,“ sagði Helgi.
Lögreglan varaði við
Hann minnir á að lögreglan hér á
landi og greiningadeild ríkislögreglu-
stjóra hafi lengi bent á hættu af þessu
tagi í skýrslum sínum. Lögreglan hafi
haft áhyggjur af því að þetta kynni að
koma til Íslands.
„Þetta var við dyrastafinn hjá okk-
ur og tímaspursmál hvenær það
kæmi hingað. Það fyrsta sem mér
datt í hug þegar ég las um manndráp-
ið í Rauðagerði var hvort svona átök
og uppgjör væru komin hingað,“ seg-
ir Helgi. „Glæpahópar helga sér
gjarnan svæði og stunda þar ýmsa
ólöglega iðju, verslun og viðskipti.
Stundum fara viðskipti forgörðum og
menn standa ekki í skilum. Þá hafa
stundum fylgt aftökur af þessu tagi.
Það hefur ekki gerst hér á landi svo
ég viti til fyrr en þá ef til vill nú.“
Helgi segir slík uppgjör furðu tíð í
ýmsum stórborgum á Norðurlönd-
um, sérstaklega í úthverfum þar sem
innflytjendur eru stór hluti íbúa. Það-
an hefur svo skipulögð glæpastarf-
semi teygt anga sína í önnur hverfi.
Hann nefnir Svíþjóð, Danmörku og
jafnvel Noreg í þessu sambandi.
Kallar mögulega á hefnd
Að sögn lögreglunnar voru áverk-
ar á líkinu í Rauðagerði sem þóttu
benda til þess að skotvopni hafi verið
beitt. Helgi segir að mjög grófu of-
beldi hafi verið beitt við handrukk-
anir og dæmi um að þeim hafi lokið
með manndrápi. Þar hafi bæði Ís-
lendingar og útlendingar komið við
sögu.
„En að skotvopni sé beitt með
þessum hætti, eins og við aftöku, er
nýtt. Það vekur manni mikinn ugg.
Ef það er rétt sem lögreglan telur sig
hafa vísbendingar um óttast maður
að þessu verði svarað með einhverj-
um hætti. Að það geti orðið hefnd-
araðgerðir,“ segir Helgi. Fordæmin
frá Norðurlöndum bendi til að svo
geti farið ef um gengjastríð eða upp-
gjör af þeim toga er að ræða. „Auðvit-
að vonar maður að glæpanetið sé ekki
svo stórtækt hér. En ef hér eru kom-
in gengi með stigskipt valdaskipulag,
leiðtoga og annað slíkt, myndi maður
hafa áhyggjur af því að þessu verði
svarað með einhverjum hætti og
hefndarráðstafanir því líklegar. Ef
þetta er persónulegt mál á milli ein-
staklinga tel ég minni líkur á hefnd-
araðgerðum,“ segir Helgi Gunn-
laugsson.
Manndrápið vekur mikinn ugg
Manndrápið í Rauðagerði virðist hafa verið aftaka Spurning hvort óheillaþróun sem hefur verið í
nágrannalöndum síðustu ár sé komin hingað Skapar mögulega hættu á hefnd, segir afbrotafræðingur
Morgunblaðið/Eggert
Rauðagerði Lögregla hefur lokið rannsókn á vettvangi manndrápsins um helgina. Meintur gerandi hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Helgi
Gunnlaugsson