Morgunblaðið - 16.02.2021, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.02.2021, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2021 Verndarengill virðist vaka yfir franska skíðakappanum Maxence Muzaton sem slapp með skrekkinn á lygilegan hátt á heimsmeistaramótinu í alpa- greinum á Ítalíu um helgina. Ítal- inn var á ferð niður brekkuna á leifturhraða þegar hann missti skyndilega jafnvægið og virtist voðinn svo sannarlega vís. Keppendur í bruni ferðast á meira en 100 kílómetra hraða þannig að þegar menn taka til lofts í miðri brekku þá eru þeir í lífsháska. Ekki Muzaton hins vegar, sem á einhvern illskilj- anlegan hátt tókst að standa öf- ugur á skíðunum eftir byltuna og komst í endamark lítillega meiddur. Kollegi minn í umbrotinu hér hjá Morgunblaðinu var þá snögg- ur að rifja upp sögu af öðrum skíðakappa sem bauð dauðanum byrginn. Sá var enginn annar en hörkutólið Hermann Maier sem er ein af eftirminnilegri persónu- leikum í skíðabrekkunum á síð- ustu áratugum en undirritaður er of ungur til að muna sérlega vel eftir Austurríkismanninum. Austurríski múrarinn á eina frægustu byltu sögunnar er hann missti jafnvægið í lausu lofti á Vetrarólympíuleikunum í Nagano í Japan 1998. Maier flaug út af brautinni og lenti nánast á höfð- inu þar sem hann hafði snúist í loftinu, kútveltist nokkra hringi og fór í gegnum nokkrar örygg- isgirðingar. Vinnufélaginn, sem talar oftast tæpitungulaust, komst þannig að orði að eftir þessa skelfilegu byltu átti Maier í besta falli að geta verið „rúmfastur að drekka súpu úr sogröri“. Þessi bylta hafði hins vegar ekki meiri áhrif en svo að „The Herm- inator“ nældi í tvenn gull- verðlaun nokkrum dögum síðar, þau einu sem hann vann á Ól- ympíuleikum á ferlinum. BAKVÖRÐUR Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is ALPAGREINAR Kristján Jónsson kris@mbl.is Austurríkismaðurinn Vincent Kriechmayr stal senunni í hröðustu greinunum á HM í alpagreinum sem fram fer í Cortina á Ítalíu. Kriechmayr sigraði í bruni á sunnudaginn og hafði fyrir helgi sigrað í risasviginu. Er hann því tvöfaldur heimsmeistari og fá dæmi eru um að menn hafi náð að vinna báðar þessar greinar á heimsmeistaramótum. Frekar var búist við sigri Austurríkismannsins í risasviginu þar sem hann leggur meiri áherslu á þá grein en brunið. Einungis tveir höfðu náð því í karlaflokki fram að þessu og þar voru á ferðinni þekktar kempur. Aust- urríkismaðurinn Hermann Maier náði þessu á HM í Vail í Colarado-ríki í Bandaríkjunum árið 1999 og Bandaríkjamaðurinn Bode Miller lék þetta eftir á HM í Bormio á Ítalíu árið 2005. Á ýmsu gekk í erfiðri brunbrautinni í gær eins og getið er um í Bakverði Kristófers hér til hliðar á síðunni en Kriechmayr sigraði naumlega. Þjóðverj- inn Andreas Sander kom í mark 0,01 sekúndu á eft- ir Austurríkismanninum. Frammistaða Þjóðverj- ans kom eins og þruma úr heiðskíru lofti því hann hefur verið með keppnisrétt á heimsbikarmótum af og til í tólf ár án þess að hafa nokkurn tíma hafnað á meðal tíu efstu í bruni. Shiffrin heimsmeistari í tvíkeppni Vincent Kriechmayr er 29 ára gamall og kemur frá Linz. Segja má að hann sé að springa út á HM á Ítalíu en fram að þessu hafði hann ekki unnið til gullverðlauna á HM eða Vetrarólympíuleikum. Hann hefur þó sex sinnum sigrað í risasvigi í heimsbikarnum og tvívegis í brunkeppnum í heims- bikarnum. Á HM í Åre í Svíþjóð fyrir tveimur árum lét hann að sér kveða þótt hann næði ekki að sigra. Vann þá til bronsverðlauna í bruni og til silf- urverðlauna í risasviginu. Svisslendingar hirtu gullverðlaunin í kvenna- flokki í hraðagreinunum. Corinne Suter sigraði í bruninu og vann til silfurverðlauna í risasviginu en þar sigraði Lara Gut-Behrami. Ein skærasta stjarnan um þessar mundir, Mikaela Shiffrin frá Bandaríkjunum, fékk bronsið í risasviginu og varð í gær heimsmeistari í tvíkeppni. Í karlaflokki í tví- keppni sigraði Marco Schwarz frá Austurríki og því hafa gullverðlaunin farið til Austurríkismannanna í öllum þremur greinunum hjá körlunum til þessa. AFP Á efsta palli Vincent Kriechmayr er í sviðsljósinu á HM á Ítalíu um þessar mundir. Jafnaði afrek Maier og Miller  Sigraði í báðum hraðagreinunum  Svissnesku konurnar sigursælar Íris Dögg Gunn- arsdóttir er geng- in til liðs við Þrótt í Reykjavík og mun hún leika með liðinu í úr- valsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max- deildinni, á kom- andi keppnis- tímabili. Þetta staðfesti félagið á sam- félagsmiðlum sínum í gær en Íris Dögg skrifar undir samning sem gildir út tímabilið í Laugardalnum. Markverðinum er ætlað að fylla skarð Friðriku Arnardóttur sem ákvað að taka sér hlé frá knatt- spyrnuiðkun eftir að síðasta keppn- istímabili lauk. Íris Dögg, sem er 31 árs gömul, á að baki 86 leiki í efstu deild með Fylki, KR og FH en hún hefur einnig leikið með Breiðabliki, Aftureldingu, Gróttu og Haukum á ferlinum. Íris Dögg kemur til Þrótt- ara frá Breiðabliki þar sem hún var varamarkvörður á síðustu leiktíð en Breiðablik varð Íslandsmeistari eftir að keppni var hætt á Íslandsmótinu í lok október. Þróttarar, sem voru ný- liðar í efstu deild síðasta sumar, höfnuðu í fimmta sæti deildarinnar á síðustu leiktíð. Öflugur liðsstyrkur í Laugardalinn Íris Dögg Gunnarsdóttir FÓTBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Það bendir allt til þess að Guðni Bergsson verði sjálfkjörinn í for- mannsembætti Knattspyrnu- sambands Íslands, KSÍ. Frestur til þess að skila inn fram- boðum fyrir 75. ársþing KSÍ, sem fer fram 27. febrúar og verður rafrænt í ár vegna kórónuveirufaraldursins, rann út um helgina og hefur enginn boðið sig fram gegn sitjandi for- manni að því er fram kemur í frétta- tilkynningu sem KSÍ sendi frá sér í gær. Guðni, sem er 55 ára gamall, tók við formennsku hjá KSÍ árið 2017 en hann hafði þá betur í formannskjöri gegn Birni Einarssyni eftir að Geir Þorsteinsson ákvað að stíga til hlið- ar. Guðni fékk 83 atkvæði gegn 66 at- kvæðum Björns en árið 2019 bauð Geir Þorsteinsson sig fram gegn Guðna. Guðni vann öruggan sigur, fékk 119 atkvæði gegn 26 atkvæðum Geirs, en formaður KSÍ er kjörinn til tveggja ára í senn. Guðni hefur því verið formaður KSÍ í sex ár, ef hann ákveður að láta af embætti árið 2023 þegar næsta ársþing sambandsins fer fram. Hann á þó ansi langt í land með að að ná þeim Ellerti B. Schram og Eggerti Magnússyni þegar kemur að langsetu í þessu stærsta embætti íslenskrar knattspyrnu. Ellert var formaður KSÍ frá 1973 til 1989 eða 16 ár samfleytt. Eggert gerði enn betur og var sitjandi for- maður frá 1989 til 2007 eða í átján ár. Geir Þorsteinsson tók við af Egg- erti og var formaður í tíu ár, frá 2007 til 2017, en Björgvin Schram gegndi embættinu einnig í fjórtán ár, frá 1954 til 1968. Stórar þjálfarabreytingar Guðni hefur þurft að taka stórar ákvarðanir í sinni valdatíð en þrátt fyrir einungis fjögur ár í starfi hefur hann nú þegar ráðið tvo A- landsliðsþjálfara í karla- og kvenna- flokki. Svíinn Erik Hamrén tók við þjálf- un karlalandsliðsins í ágúst 2018 og í október 2018 var Jón Þór Hauksson ráðinn þjálfari kvennalandsliðsins. Arnar Þór Viðarsson var svo ráð- inn þjálfari A-landsliðs karla í des- ember 2020 og Þorsteinn Hall- dórsson tók við þjálfun kvennaliðsins í janúar 2021. Guðni, sem er fyrrverandi knatt- spyrnumaður, er uppalinn hjá Val á Hlíðarenda en lék einnig með Tott- enham og Bolton á atvinnu- mannaferli sínum. Hann sló í gegn hjá Bolton, var meðal annars fyrirliði liðsins um tíma, og þá lék hann 80 A-landsleiki þar sem hann skoraði eitt mark. Þá gefa þau Ásgeir Ásgeirsson, Borghildur Sigurðardóttir, Magnús Gylfason og Þorsteinn Gunnarsson öll kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn KSÍ en þau voru kjörin til stjórnarsetu á ársþingi KSÍ í febr- úar 2019. Varamenn í stjórn, þeir Þóroddur Hjaltalín, Guðjón Bjarni Hálfdán- arson og Jóhann K. Torfason, gefa einnig áfram kost á sér til áfram- haldandi setu og því ljóst að engar stórar breytingar verða á stjórn KSÍ fyrir komandi kjörtímabil. Engar stórar breytingar  Guðni Bergsson er á leið inn í sitt fimmta kjörtímabil sem sitjandi formaður Morgunblaðið/Eggert Formaður Guðni Bergsson hefur gegnt formannsembætti KSÍ frá 2017. Timo Werner var á skotskónum fyrir Chelsea þegar liðið vann 2:0- sigur gegn Newcastle í ensku úr- valsdeildinni í knattspyrnu á Stam- ford Bridge í London gær. Werner skoraði annað mark Chelsea á 39. mínútu eftir að Oli- vier Giroud hafði komið Chelsea yf- ir á 31. mínútu. Werner, sem gekk til liðs við Chelsea frá RB Leipzig síðasta sumar fyrir tæplega 48 milljónir punda, hefur ekki gengið vel að skora á tímabilinu. Fyrir leik gærdagsins hafði Wer- ner skorað fjögur mörk í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, en hann var síðast á skotskónum 4. nóvember síðastliðinn í 4:1-sigri Chelsea gegn botnliði Sheffield United. Werner hafði því ekki skor- að í þúsund mínútur þegar hann braut loksins ísinn gegn Newcastle í gær en þrátt fyrir markaleysið hefur Þjóðverjinn lagt upp fimm mörk fyrir liðsfélaga sína í úrvals- deildinni á leiktíðinni. Chelsea fór með sigrinum upp í fjórða sæti deildarinnar í 42 stig en liðið hefur unnið fjóra deildarleiki í röð og hef- ur ekki tapað leik í tæpan mánuð. Þjóðverjinn þurfti að bíða í þúsund mínútur eftir markinu langþráða AFP Léttir Timo Werner, lengst til hægri, fagnaði marki sínu vel og innilega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.