Morgunblaðið - 16.02.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2021
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
Kæli- & frystiklefar
í öllum stærðum
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Þetta eru náttúrlega mikil gleði-
tíðindi fyrir okkur í Hafnarfirði. Að
auki er þetta mikilvægt fyrir þjóð-
félagið allt að þessir samningar ná-
ist. Þeir tryggja og efla starfsemi
þessa góða fyrirtækis,“ segir Rósa
Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í
Hafnarfirði, um raforkusamninginn
sem Landsvirkjun og Rio Tinto á
Íslandi gerðu í gær vegna álversins
í Straumsvík.
Rósa segir mikilvægt að náðst
hafi að eyða óvissu um framtíð ál-
versins í bili. „Það eru miklir fjár-
hagslegir hagsmunir þarna enda
eru um 500 bein og óbein störf
tengd álverinu. Þessi fjárhagslegu
áhrif skipta bæinn því miklu máli,“
sagði Rósa ennfremur.
Að því er fram kom í sameigin-
legri tilkynningu frá fyrirtækj-
unum er um mikil gleðitíðindi að
ræða sem styrki rekstrargrundvöll
álversins til framtíðar. Að auki
tryggi samkomulagið fyrirsjáan-
leika í tekjustreymi Landsvirkj-
unar og aukinn sveigjanleika í við-
skiptum fyrir báða aðila.
Kvörtun dregin til baka
Eins og áður hefur komið fram
hafa Landvirkjun og álframleið-
andinn elt grátt silfur um nokkurt
skeið. Rio Tinto kærði Lands-
virkjun til Samkeppniseftirlitsins
en félagið hafði hótað að segja upp
orkusamningi sínum og virkja
áætlun um lokun. Þá var Lands-
virkjun sökuð um „skaðlega hátt-
semi“ í garð Rio Tinto. Kvörtunin
snerist að mestu um ásakanir Rio
Tinto á hendur Landsvirkjun þar
sem síðarnefnda fyrirtækið var
sakað um að hafa misnotað mark-
aðsráðandi stöðu sína á raforku-
markaði. Með samkomulaginu hef-
ur Rio Tinto nú ákveðið að draga
til baka kvörtun sína til Samkeppn-
iseftirlitsins.
Til hagsbóta fyrir báða aðila
Algjör trúnaður ríkir um inni-
hald samningsins en í tilkynningu
segir að hann verði ekki upplýstur
að svo stöddu. „Breyting samn-
ingsins er til hagsbóta fyrir báða
aðila. Grunnur raforkuverðsins hef-
ur tekið breytingum, en er áfram
bundinn bandaríkjadal og tengdur
bandarískri vísitölu neysluverðs
(CPI). Að litlum hluta er samning-
urinn einnig tengdur álverði, sem
þýðir aðlögun verðs að alþjóðlegum
mörkuðum að einhverju leyti. Sam-
hliða samkomulaginu hefur Rio
Tinto ákveðið að draga til baka
kvörtun sína til Samkeppniseft-
irlitsins frá því í júlí 2020 varðandi
orkusölu til álversins í Straums-
vík,“ segir í tilkynningunni.
Vilja styðja viðskiptavini
Að sögn Harðar Arnarsonar, for-
stjóra Landsvirkjunar, er mjög
ánægjulegt að samningar hafi
náðst. „Við fögnum því að náðst
hafi samkomulag um breytingar á
orkusölusamningnum, eftir beiðni
Rio Tinto þar um. Niðurstaðan er
báðum aðilum í hag og um leið
eykur hún skilvirkni raforkukerf-
isins á Íslandi. Markmið Lands-
virkjunar er, líkt og áður, að
tryggja fyrirsjáanlegar tekjur um
leið og við tökum tillit til breytinga
á alþjóðlegum mörkuðum og á
þörfum viðskiptavina okkar,“ segir
Hörður og bætir við að með þessu
sé verið að styðja við starfsemi Rio
Tinto. Það gagnist báðum aðilum.
„Við hjá Landsvirkjun höfum lagt
áherslu á að styðja viðskiptavini
okkar á þessum krefjandi tímum.
Við erum staðráðin í að halda
áfram að bjóða samkeppnishæft
orkuverð um leið og við sinnum því
hlutverki okkar að hámarka verð-
mæti þeirra endurnýjanlegu orku-
auðlinda sem okkur hefur verið
treyst fyrir, til hagsbóta fyrir þjóð-
ina alla.“
Eyðir óvissu um starfsemina
Rannveig Rist, forstjóri Rio
Tinto á Íslandi, kveðst stolt af
þeim árangri sem félagið hefur náð
á undanförnum árum. Samning-
urinn sé enn fremur mikilvægur
áfangi í vegferð félagsins. „Þetta
eru ánægjuleg tíðindi sem eyða
óvissu um starfsemina í Straums-
vík, um leið og samkeppnishæfni
okkar batnar. Við í Straumsvík
getum öll verið ákaflega stolt af
þeim árangri sem starfsfólk ISAL
hefur náð undanfarin ár. Þrátt fyr-
ir margra ára óvissu hefur öll
starfsemin einkennst af fag-
mennsku og æðruleysi og missti
starfsfólk ekki sjónar á því sem
mestu máli skiptir. Öryggis- og
umhverfismálin hafa verið í mjög
góðum farvegi, framleiðslan gengið
vel og gæði hennar verið mjög
stöðug og mikil. Þótt þessum
áfanga sé náð erum við ekki komin
fyrir vind. Áfram eru krefjandi að-
stæður í áliðnaði og verður ISAL
áfram undir pressu að ná árangri.
Með þessu samkomulagi um raf-
orkumál getum við hins vegar ein-
beitt okkur að því að framleiða há-
gæða ál með þarfir viðskiptavina
okkar í huga.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Álver Rekstur álversins í Straumsvík hefur verið tryggður með samkomulagi Landsvirkjunar og Rio Tinto.
„Mikilvægt fyrir Hafn-
arfjörð og þjóðfélagið“
Landsvirkjun og Rio Tinto á Íslandi náðu samkomulagi
Ljósmynd/Landsvirkjun
Orkusölusamningurinn Af hálfu Landsvirkjunar ritaði Hörður Arnarson
forstjóri undir, en Rannveig Rist forstjóri fyrir hönd Rio Tinto á Íslandi. Að
baki þeim standa Sigurður Þór Ásgeirsson og Tinna Traustadóttir.
Morgunblaðið/Eggert
Hafnarfjörður Rósa Guðbjartsdóttir
bæjarstjóri fagnar tíðindunum.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Tæpur tugur loðnuskipa var að veið-
um undan Skeiðarársandi í gær; ís-
lensk, færeysk og grænlensk skip.
Venus NS var búinn að kasta einu
sinni og fá um 200 tonn þegar rætt
var við Berg Einarsson skipstjóra
um hádegisbilið. „Þetta er stór og
falleg loðna og lyktin góð,“ sagði
Bergur.
Hann sagði að þarna væri loðna á
stóru svæði, en nokkuð tætingsleg.
Enn var talsverð kvika og sagðist
Bergur gera sér vonir um að loðnan
myndi þétta sig þegar veður gengi
niður eftir brælu helgarinnar.
Samstarf tveggja áhafna
Meðal skipa á miðunum á Meðal-
landsbug í gær voru Síldarvinnslu-
skipin Beitir og Börkur. Haft var eft-
ir Tómasi Kárasyni, skipstjóra á
Beiti, að víða væri eitthvað að sjá.
„Hér er heldur leiðinleg sunnanátt
en það er vel hægt að kasta, þannig
að veðrið háir okkur ekki,“ var haft
eftir Tómasi á heimasíðunni í gær-
morgun.
Þar kemur fram að samkomulag
hefur verið gert við áhafnir Beitis og
Barkar um samstarf skipanna við
loðnuveiðarnar. Samstarfið felst í því
að skipin skipuleggi veiðarnar þann-
ig að þau skiptist á að koma með sem
ferskastan afla að landi hverju sinni
til að tryggja sem mest gæði fram-
leiðslunnar. Þess vegna er gert ráð
fyrir að afla verði dælt á milli skip-
anna á miðunum ef á þarf að halda.
Áhafnirnar munu síðan skipta
aflaverðmætunum á milli sín. Sam-
starf sem þetta hefur ekki verið
reynt við loðnuveiðar áður en það
gafst vel hjá Síldarvinnsluskipunum
á makrílvertíðinni sl. sumar, segir á
svn.is.
Norðmenn langt komnir
Mörg norsk loðnuskip hafa landað
undanfarið á Fáskrúðsfirði, Eskifirði
og Norðfirði. Stutt hefur verið að
fara til þessara hafna af loðnumið-
unum undan Austfjörðum, en norsku
skipin mega ekki veiða fyrir sunnan
línu, sem er dregin beint í austur frá
punkti sunnan Álftafjarðar. Norsk
loðnuskip áttu í gærmorgun aðeins
eftir að veiða um 4.300 tonn af kvóta
sínum, sem er tæplega 42 þúsund
tonn.
Á heimasíðu Norges sildesalgslag
er fjallað um loðnuveiðar norskra
skipa í liðinni viku og segir þar að afli
hafi verið góður, mikil gæði og veður
hafi ekki hamlað veiðum fyrr en um
helgina. Verðhækkanir hafi verið
miklar frá því síðast var leyft að
veiða loðnu veturinn 2018.
„Falleg loðna
og lyktin góð“
Íslensku skipin á Meðallandsbug
Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Á loðnu Venus NS í leiðindaveðri á Breiðafirði í lok vertíðar 2016.