Morgunblaðið - 16.02.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.02.2021, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2021 26 Ræktum og verndum geðheilsu okkar Nýir skammtar daglega á gvitamin.is Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir Enginn einn ein- staklingur né fámennir hópar búa yfir öllum sannleikanum um hið ákjósanlegasta skipu- lag þéttbýlis. Samt hafa á öllum tímum verið til einstaklingar og hópar sem telja sig hafa höndlað þennan sann- leika. Það sem þeir eiga sameiginlegt er skeyt- ingarleysi um hagsmuni og viðhorf annarra og skortur á hógværð og sjálfsgagnrýni. Þeir hunsa jafnvel sérfræðileg álit og vísindalegar nið- urstöður. Þróun borga er samvinna og málamiðlun Allur sannleikurinn í þessum efn- um er ekki og verður aldrei til. En við getum dregið úr skipulagsslysum og alvarlegri umhverfisröskun með því viðhorfi að þróun borga hljóti á end- anum að endurspegla málamiðlun ólíkra skoðana og hagsmuna og að sí- fellt fleiri eigi að koma að slíkum ákvörðunum, ekki síst vísindaleg og sérfræðileg álit og niðurstöður. Borgaryfirvöld Reykjavíkur virðast því miður vera á öðru máli. Þau hafa ítrekað reynt að sniðganga vísinda- legar og sérfræðilegar niðurstöður ef þær raska ásetningi þeirra. Gott dæmi um þetta er fyrirhuguð íbúðabyggð í Skerjafirði en deili- skipulag hennar var samþykkt í skipulagsráði 10. febrúar sl. Í dag á svo að samþykkja í borgarstjórn breytingu við aðalskipulag fyrir þessa byggð. Það samþykki verður augljóst brot á samningi ríkis og borgar um að tryggja rekstraröryggi flugvallarins næstu fimmtán árin. Auk þess verður það samþykki gott dæmi um skeytingarleysi meirihluta borgarstjórnar við veigamiklum at- hugasemdum við þetta skipulag frá átta opinberum stofnunum. Hugum að örfáum þessara athugasemda. Isavia-skýrslu um flugöryggi stungið undir stól Vegna þessarar fyrirhuguðu byggðar fékk Isavia hollensku loft- og geimferðastofnunina til að rann- saka áhrif nýrrar byggðar á vindafar á Reykjavíkurflugvelli. Samkvæmt nið- urstöðum rannsókn- arinnar mun þessi nýja byggð draga úr flug- öryggi á vellinum. Því þyrfti að vinna sérstakt áhættumat í þessu til- viki. Þessar niðurstöður voru sendar skipulags- sviði borgarinnar á miðju síðasta sumri en þar var þeim stungið undir stól. Það var ekki fyrr en daginn eftir að skipulagsráð hafði samþykkt deili- skipulagið, að borgarfulltrúar lásu um það í Morgunblaðinu að nið- urstaðan lægi fyrir og hver hún væri. Áhættumatinu er hins vegar ekki lokið. Samgöngustofa Í umsögn Samgöngustofu áréttar hún: „Nauðsyn þess og skyldu að tryggja að flugöryggi við notkun flugvallarins skerðist ekki og vill benda sérstaklega á eftirfarandi at- riði: Flugvöllur þarf skv. alþjóðlegum skuldbindingum að uppfylla viðeig- andi lög og reglur þ.m.t: EB nr. 216/ 2008 hvar fram kemur: 9. gr.: vöktun flugvallarumhverfis. Aðildarríki skulu tryggja að samráð fari fram að því er varðar starfsemi manna og landnotkun s.s. a) hvers konar bygg- ingarstarfsemi eða breytingu á land- notkun á flugvallarsvæðinu, b) hvers konar byggingarstarfsemi, sem get- ur valdið því að hindranir valdi ókyrrð í lofti, sem getur verið hættu- leg starfrækslu loftfara. Því er ekki hægt að heimila breytingar eða að- gerðir sem rýra öryggi flugvall- arins.“ Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gert fjölmargar alvarlegar at- hugasemdir, m.a. um olíumengaðan jarðveg á svæðinu þar sem reisa á skóla. Auk þess telur stofnunin að íbúðir næst flugbraut nái ekki lág- marksskilyrðum hljóðvistar og verði því að vera án opnanlegra glugga. Þeirri tilhögun verði þá að þinglýsa á þessar íbúðir. Náttúrufræðistofnun Í umsögn Náttúrufræðistofnunar eru gerðar alvarlegar athugasemdir um fyrirhugaða landfyllingu skipu- lagsins enda standi til að friðlýsa strandlengju Skerjafjarðar í sam- ræmi við samþykkt Alþingis frá 2004. Þá segir þar enn fremur: „Náttúra Skerjafjarðar á ekki að gjalda fyrir að ástæða þyki til þess að skipuleggja byggð við fjörðinn eða á flugvall- arsvæðinu.“ Hafrannsóknastofnun, Umhverf- isstofnun og Skipulagsstofnun rík- isins gera einnig athugasemdir við landfyllingu. Hér er ekki rúm til að rekja allar þær ábendingar en í um- sögn Skipulagsstofnunar ríkisins segir m.a.: „Þótt í breytingatillögunni sé gert ráð fyrir að dregið verði úr umfangi fyrirhugaðrar landfyllingar mun hún engu að síður valda skerð- ingu á fjöru sem talin er hafa hátt verndargildi og er ein af fáum nátt- úrulegum fjörum sem eftir eru í Reykjavík.“ Þá má geta þess að Um- hverfisstofnun vinnur nú að umhverf- ismati skipulagsins sem enn er ekki lokið. Vegagerðin Vegagerðin bendir á að skoða þurfi áhrif aukinnar umferðar á nærliggj- andi stofnvegi, s.s. Suðurgötu, Hringbraut og Njarðargötu, þar sem umferðarþungi er þegar orðinn of mikill. Þá er mælst til þess að fram fari heildrænt samgöngumat en það hefur ekki farið fram og er því enn ólokið. Það eru viðsjárverð yfirvöld sem brjóta samninga, stinga skýrslu um flugöryggi undir stól, sjá ekki ástæðu til að bíða eftir niðurstöðu mik- ilvægra rannsókna og telja sig óbundin af þeim athugasemdum og gagnrýni opinberra stofnana og fag- aðila sem hér hefur verið drepið á. Eftir Mörtu Guðjónsdóttur » Það eru viðsjárverð yfirvöld sem brjóta samninga, stinga skýrslu um flugöryggi undir stól og sjá ekki ástæðu til að bíða eftir niðurstöðu mikilvægra rannsókna. Marta Guðjónsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Dramb er falli næst Upplýst er í grein Ingu Sæland, þing- konu og formanns Flokks fólksins, í blaðinu 11. febrúar sl., „Bönnum þessa starf- semi Creditinfo“, að flokkurinn hyggist leggja fram frumvarp um að banna miðlæga vinnslu á fjárhags- upplýsingum. Að baki liggur vilji til þess að hver og einn lánveitandi noti bara eigin gögn við ákvarðanir um lánveitingar. Dregin er ályktun um að með þessu verði aðgangur fólks að lánsfjármagni greiðari, sérstaklega þeirra sem hafa verið á vanskilaskrá. Greinin ber þess merki að ekki var leitað til Creditinfo um upplýsingar eða til- raun gerð til að kynna sér starfsemi fyrirtækisins. Því er tilefni til að árétta nokkrar staðreyndir um starfsemina. Um leið viljum við bjóða þeim þingmönnum sem hafa áhuga í heimsókn til Creditinfo til að kynna sér starfsemina nánar áð- ur en lengra er haldið á þessari veg- ferð. Starfsemi Creditinfo Miðlun fjárhagsupplýsinga eins og Creditinfo stundar er vel þekkt um allan heim. Slík miðlun er for- senda þess að hægt sé að stunda ábyrgar lánveitingar, þ.e. að auka aðgengi að lánsfé og koma í veg fyr- ir ofskuldsetningu. Þessum upplýs- ingum er miðlað miðlægt í öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við og miðlunin er ein af þeim grunnstoðum sem Alþjóða- bankinn hefur skilgreint að þurfi að vera til staðar á markaði til þess að hægt sé að stunda ábyrgar lánveit- ingar. Fjárhagsupplýsingar eru per- sónuupplýsingar og gilda alls staðar mjög strangar reglur um heimildir til vinnslu, miðlunar og um persónu- vernd. Samkvæmt íslenskum lögum starfar Creditinfo með starfsleyfi frá Persónuvernd og er fyrirtækið einnig með ISO-upplýsingaörygg- isvottun (27001). Það er alveg á hreinu hvaða gögnum Creditinfo miðlar og hvaða ferlar gilda um vinnslu þeirra. Til að skoða hvað myndi gerast ef miðlæg fjárhagsupplýsingamiðlun yrði afnumin er einfaldast að skoða hvernig lánaumhverfið var hér áður en slíkri miðlun var komið á fót. Hafi lánveitandi engar upplýsingar til að byggja lánaákvörðun á hefur hann um þrennt að velja; að lána með mjög háum vöxtum til að vega á móti óvissunni um áhættuna við lánveitinguna, að óska eftir trygg- ingu/veði, að segja nei. Ábyrgar lánaákvarðanir Í grein Ingu er gagnrýnt að lán- veitendur byggi lánaákvarðanir á gögnum eða líkönum frá þriðja aðila og lagt til að þeir einir framkvæmi lánshæfismat og að fyrri vanskil megi ekki hafa áhrif á matið. Það er mjög skýrt í öllum lána- lögum á Íslandi að það er lánveit- andi sem ber ábyrgð á lána- ákvörðun. Allir stórir lánveitendur framkvæma eigið innra mat og byggja á því fyrir sína viðskiptavini. Í þeim tilfellum er lánshæfismat Creditinfo aðeins viðbót við innra matið. Þeir hafa hins vegar ekki upplýsingar um aðra en sína eigin viðskiptavini og hafa þ.a.l. engar forsendur til að meta lánshæfi annarra. Skortur á miðlægum upplýs- ingum myndi því tor- velda fólki mjög að taka lán hjá nýjum lán- veitanda eða færa sín lánaviðskipti því nýr lánveitandi þarf ann- aðhvort að biðja um háa vexti eða veð ef hann getur ekki metið lánshæfi viðkomandi. Um 85% einstaklinga eru í láns- hæfisflokkum A og B sem gerir þeim kleift að sækja um og fá lán hjá öðrum banka en sínum eigin án þess að leggja fram veð eða aðrar tryggingar. Það er ljóst að aðgengi þessa hóps myndi skerðast verulega við það að afnema miðlæga miðlun fjárhagsupplýsinga. Stígum fram á veg Langbesti mælikvarðinn á hvort fólk geti staðið við skuldbindingar sínar í framtíð eru upplýsingar um hvort það hafi gert það í fortíð. Lánshæfismat er reiknilíkan og fyrri vanskilaskráning er lang- sterkasta breytan sé hún til staðar, bæði hér og erlendis. Sá sem hefur verið á vanskilaskrá einhvern tím- ann á síðustu fjórum árum er u.þ.b. 10-15 sinnum líklegri til að fara í vanskil á næstu 12 mánuðum en einhver sem hefur aldrei verið á vanskilaskrá. Fyrri vanskil hafa áhrif á lánshæfismat í allt að fjögur ár frá skráningu og minnka eftir því sem líður frá skráningu. Ein- staklingar hafa líka möguleika á að miðla með okkur viðbótarupplýs- ingum um skuldir sem viðkomandi stendur í skilum með og flettingum í kerfum Creditinfo, til að núverandi fjárhagsstaða endurspeglist sem best. Þetta gagnast sérstaklega þeim sem hafa t.d. einu sinni fengið skráningu á vanskilaskrá en staðið í skilum síðan. Það að fólk geti flutt með sér sína fjárhagssögu til að fá fyrirgreiðslu hjá nýjum lánveitendum hefur gjör- bylt íslenskum lánamarkaði. Sam- keppni hefur aukist og skilvirknin er orðin mun meiri þar sem nú er hægt að taka lánaákvörðun á sek- úndum sem áður tók mínútur. Ís- lenskum neytendum standa til boða mun fleiri lánamöguleikar en áður og á betri kjörum. Leitt er að sjá farið fram með jafn illa ígrundaðar tillögur sem myndu, næðu þær fram að ganga, skerða stórlega aðgang landsmanna að lánsfé, auka hættu á gjaldþrotum vegna ofskuldsetningar og leiða til hækkunar vaxta vegna aukinna af- skrifta. Ábyrg miðlun upplýsinga hefur stórbætt lánaumhverfi Íslend- inga á síðustu árum og enn er hægt að gera miklu betur. Betur fer á því að stigin séu skref áfram, en ekki aftur á bak. Til áréttingar um miðlun fjár- hagsupplýsinga Eftir Brynju Baldursdóttur Brynja Baldursdóttir » Skortur á miðlægum upplýsingum myndi torvelda fólki mjög að taka lán hjá nýjum lánveitanda eða færa lánaviðskipti sín. Höfundur er framkvæmdastjóri Creditinfo. brynja@creditinfo.is Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.