Morgunblaðið - 16.02.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2021
HÁDEGISMATUR alla daga ársins
Bakkamatur
fyrir fyrirtæki og mötuneyti
Við bjóðum annarsvegar upp á sjö valrétti á virkum dögum,
sem skiptist í, tveir aðalréttir, þrír aukaréttir, einn heilsurétt,
einn Veganrétt og hinsvegar er hægt að fá matinn í kantínum
fyrir stærri staði sem er skammtað á staðnum.
Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is
SKÚTAN
Matseðill og nánari upplýsingar á
veislulist.is
Borgarfyrirtækið Orka náttúr-unnar, dótturfyrirtæki Orku-
veitu Reykjavíkur, fer nú mikinn
í að setja upp hleðslustaura fyrir
rafbíla í borginni og víðar. Taka
á 182 hleðslu-
stæði í notkun í
þessum mánuði,
þar með talið á
32 stöðum í
Reykjavík.
Mikill áhugihefur ver-
ið á rafbílum að undanförnu,
hvort sem er hreinum rafbílum
eða blendingum, enda hafa þeir
verið hagstæðir vegna skattaaf-
sláttar. Ekki þarf að koma á
óvart að samhliða því spretti víða
upp hleðslustöðvar, bæði við
heimili og við almenn bílastæði,
fyrirtæki og opinberar stofnanir
eða opinber rými af ýmsu tagi.
En það skiptir máli hvernigþetta er gert og hingað til
hefur borginni tekist einstaklega
illa að koma hleðslustaurunum
fyrir með viðunandi hætti. Morg-
unblaðið birti fyrir nokkru mynd
af hleðslustaurum á Hrannarstíg
í Vesturbænum þar sem staur-
arnir hafa verið settir á miðja
gangstéttina svo nánast ómögu-
legt er að nota hana hafi fólk til
dæmis kerru eða barnavagn.
Í gær birti blaðið fleiri myndiraf ámóta slysum, sem sýna að
staurarnir á Hrannarstíg voru
ekkert einsdæmi. Hvernig má það
vera að borgaryfirvöld láti borg-
arfyrirtæki setja niður rafmagns-
staura á miðjar gangstéttir víða
um borgina?
Þó að borgaryfirvöld viljistuðla að aukinni notkun raf-
bíla getur varla verið að það eigi
að vera á kostnað gangandi veg-
farenda.
Á fólk að víkja fyrir
rafmagnsstaurum?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Félag háskólakvenna hefur valið Háskólakonu
ársins 2020. Fyrir valinu varð Hildur Guðna-
dóttir tónskáld. Þetta er í fjórða sinn sem félag-
ið, sem stofnað var 1928, stendur fyrir valinu.
Við valið er horft til þess að framlag Há-
skólakonu ársins til samfélagsins þyki skara
fram úr, að hún sé brautryðjandi á sínu fagsviði
og að hún sé góð fyrirmynd fyrir aðrar há-
skólakonur. Fjölmargar háskólakonur voru á
forvalslista og er það samdóma álit stjórnar fé-
lagsins að Hildur Guðnadóttir uppfylli öll þau
skilyrði sem sett eru fyrir valinu. Þykir hún hafa
sýnt í verki hverju það getur skilað að hafa góða
menntun í farteskinu.
Hildur er með BA-gráðu frá Listaháskóla Ís-
lands og framhaldsnám frá Universität der
Künste í Berlín. Hún hefur náð frábærum ár-
angri á sínu sviði og hlotið fjölmargar við-
urkenningar og verðlaun fyrir tónverk sín. Má
þar nefna Óskarsverðlaunin, Golden Globe-
verðlaun, Grammy-verðlaun, Emmy-verðlaun
og BAFTA-verðlaun. Þá hlaut hún tilnefningar
til tvennra Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í
kvikmyndinni Jóker.
Háskólakona ársins
Félag háskólakvenna verðlaunar Hildi Guðnadóttur
AFP
Verðlaun Hildur Guðnadóttir hefur verið sig-
ursæl og er hér með Golden Globe-verðlaunin.
Skotveiðifélag Íslands (Skotvís) ger-
ir fjölmargar athugasemdir í um-
sögn sinni um frumvarp um vernd,
velferð og veiðar á villtum fuglum og
villtum spendýrum. Félagið telur að
frumvarpið sé alls ekki tilbúið.
Skotvís átti fulltrúa í nefnd sem
var skipuð 2010 til að gera úttekt á
málaflokknum og skilaði 350 síðna
skýrslu sem var fyrsti áfanginn að
gerð frumvarps. Einnig átti félagið
fulltrúa í starfshópi um endurskoðun
laganna. Skotvís var ekki ánægt með
vinnubrögðin og telur að frumvarpið
„eigi enn langt í land með að vera
tilbúið og nauðsynlegt sé að ljúka
vinnu við gerð frumvarpsins í þeim
samráðshópi sem skipaður var til
þess“.
Skotvís vill m.a. að skýr verka-
skipting verði á milli stofnana sem
fjalla um villt dýr og veiðar. Þannig
sinni Náttúrufræðistofnun Íslands
(NÍ) rannsóknum en stjórnsýsla
varðandi veiðar sé hjá Umhverfis-
stofnun. Þá sinni Matvælastofnun
málum sem varða velferð villtra
fugla og villtra spendýra sem eru í
haldi. Einnig leggur félagið til að
verkefni um válista verði fellt inn í
lög um NÍ og tekið úr þessari lög-
gjöf, svo nokkuð sé nefnt.
Bogveiðifélag Íslands vill að veið-
ar með veiðibogum og viðeigandi
veiðioddum verði leyfðar hér, líkt og
gert er í mörgum löndum umhverfis
okkur. Þetta kemur fram í umsögn
félagsins. Félag leiðsögumanna með
hreindýraveiðum (FLH) leggur m.a.
til í sinni umsögn að „bogveiði verði
bætt inn sem viðurkenndri aðferð til
veiða þar sem það á við. FLH styður
Bogveiðifélag Íslands í því að bog-
veiðar verði heimilar við veiðar á öll-
um dýrum á Íslandi.“ gudni@mbl.is
Skotvís telur frum-
varpið ekki tilbúið
Lagt til að bog-
veiðar verði leyfðar
líkt og víða er gert
Morgunblaðið/Frikki
Hreindýr Frumvarp um vernd, vel-
ferð og veiðar villtra dýr og fugla.