Morgunblaðið - 16.02.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.02.2021, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2021 SÉRBLAÐ Fermingarblaðið hefur verið eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins. Fjallað verður um allt sem tengist fermingunni. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 8. mars. Fermingarblað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 12. mars Listahátíðin List í ljósi var haldin um helgina á Seyðis- firði en með ögn breyttu sniði miðað við fyrri ár. Aur- skriðurnar sem ollu mikilli eyðileggingu í bænum og tjóni fyrir jólin settu mark sitt á listaverk hátíðarinnar og hátíðahöldin að þessu sinni og segir annar af tveim- ur stofnendum hátíðarinnar, Sesselja Hlín Jónasar- dóttir sem gegnir stöðu listræns stjórnanda, að hátíðin hafi lítið verið auglýst og minni að umfangi en fyrri ár, bæði vegna hamfaranna og Covid-19. „Allir listamenn- irnir sem tóku þátt eru Seyðfirðingar eða hafa dvalið á Seyðisfirði í styttri eða lengri tíma og það sást mjög sterkt í mörgum verkum,“ segir hún. Bók þakin leðju Sesselja nefnir sem dæmi verkið „Dirt Book“, bók með leðju úr skriðunni eftir Arndísi Ýr Hansdóttur. „Margir eru að leita að munum úr skriðunni og einn sagði mér að hann hefði verið viku að leita að bók- unum,“ bendir Sesselja á. Ljóði eftir Fríðu Ísberg og Nönnu Vibe S. Juelsbo var varpað á fjallið sem skriðan féll úr og segir Sesselja þar hafa átt sér stað samtal við fjallið. „Þetta var fallegt og einlægt ljóð,“ segir hún um verkið. Á staðnum þar sem húsið Breiðablik stóð stendur nú aðeins eftir steyptur grunnur og mátti í honum miðjum sjá upplýstan skúlptúr í líki pappírs- báts, verk eftir tvíeykið Apolline Fjöru og Hall. Var með honum vísað í orð eiganda Breiðabliks, hinnar þýsku Cordula Schrand, þess efnis að hana langaði núna mest í húsbát svo hún gæti siglt milli Þýskalands og Íslands. Sesselja átti sjálf verk á hátíðinni, sama verk og hún sýndi á Austurvelli á Vetrarhátíðinni í Reykjavík. Litl- ar ljóskúlur, bæði hvítar og litaðar, mátti sjá í breiðu í snjónum og heitir verkið „Balls of light“, þ.e. ljóskúlur. Sesselja segir árið hafa verið átakanlegt og segir verk- ið vísa í hugleiðslu sem gott sé að stunda til að róa hugann. Sesselja segir hátíðina í ár hafa verið mun persónulegri en þær fyrri fyrir þátttakendur og bæjar- búa. „Það er meiri nánd og hún er minni,“ segir hún en þess má geta að Þór Vigfússon opnaði um helgina sýn- ingu í Skaftfelli sem standa mun yfir til 11. apríl. helgisnaer@mbl.is Minni hátíð og meiri nánd  Hátíðin List í ljósi fór fram um helgina á Seyðisfirði  Aurskriðurnar og afleiðingar þeirra settu mark sitt á hátíðina  Hátíðin sú sjötta í röðinni og mun persónulegri en þær fyrri, að sögn listræns stjórnanda Róandi Ljóskúlur Sesselju vísa í hugleiðslu og minna á blómabreiðu. Stjórna Sesselja Hlín Jónasardóttir og Celia Harrison stjórna hátíðinni. Fallegt Leikskólabörn tóku þátt og skreyttu glugga leikskólans. Augu „Heiðný’s Eyes“ eftir Rafael Vázquez á hátíðinni um nýliðna helgi. Bátur Verk Apolline Fjöru og Halls í grunni hússins Breiðabliks. Ljósmyndir/Jessica Auer Fjalir Nýtt útigallerí, Glerhús, var vígt með sýningu á verki Elvars Más Kjartanssonar og Hönnu Christel Sigur- karlsdóttur, „The sun shines bright and full“. Verkið er samsett úr fjölum sem þau ætluðu að nýta í smíði drauma- hússins síns en sópuðust ásamt öðru með skriðunni. Einlægni Fallegur boðskapur og einlægni í verkum nemenda Seyðis- fjarðarskóla, einn nemandi óskar eftir því að sá sem skoðar sé glaður á meðan annar býður knús. Samtal Ljóði eftir Fríðu Ísberg og Nönnu Vibe S. Juelsbo var varpað á fjallið sem aurskriðan féll úr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.