Morgunblaðið - 16.02.2021, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.02.2021, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2021 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Herforingjastjórnin í Búrma, sem einnig er kallað Mjanmar, sendi liðs- auka og brynvagna á götur helstu borga landsins í gær í þeirri von að með því tækist að kæfa frekari mót- mælaaðgerðir gegn valdaráni hers- ins. Tilkynnti herforingjastjórnin í gær að hún hefði breytt lögum, þannig að allt að 20 ára fangelsi getið legið við því að mótmæla aðgerðum hersins. Þá var lokað fyrir aðgang al- mennings að netinu tímabundið um morguninn, en mótmælendur hafa einkum nýtt sér samfélagsmiðla til þess að samræma aðgerðir sínar. Lögmaður Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarflokksins NLD, sem nú er í haldi hersins, sagði í gær að hann gerði ráð fyrir að hún og Win Myint, forseti landsins, yrðu „dreg- in“ fyrir dómstóla í dag og á morgun, en gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir þeim fari fram með rafrænum hætti. Lögmaðurinn, Khin Maung Zaw, sagði jafnframt að hann hefði ekki fengið að ræða við Suu Kyi eða Win Myint eftir að þau voru hand- tekin í upphafi valdaránsins. Suu Kyi var dæmd í gæsluvarð- hald stuttu eftir valdaránið fyrir að hafa haft í fórum sínum óskráðar labb-rabb-talstöðvar handa lífvörð- um sínum, og á því að ljúka á morg- un, miðvikudag. Fastlega er gert ráð fyrir að varðhaldið verði framlengt. Áætlað er að um 400 manns hafi verið handteknir í kjölfar valdaráns- ins, og tengjast flestir þeirra NLD- flokki Suu Kyi einhverjum böndum. Síðustu daga hefur þó einnig fjölgað í hópi óbreyttra borgara sem hafa verið handteknir fyrir þátt sinn í mótmælum gegn valdaráninu. Mótmælt við sendiráðin Á götum Jangon, stærstu borgar landsins, mátti sjá brynvarða bíla á vegum hersins fylgjast með mót- mælaaðgerðunum, en þær fóru með- al annars fram við seðlabanka lands- ins. Áætlað var að færri hefðu tekið þátt í mótmælunum nú en í síðustu viku, og voru einungis um þúsund manns við seðlabankann. Heldur fleiri tóku þátt í aðgerðum fyrir framan sendiráð Kínverja og Bandaríkjamanna í borginni, og hélt fólkið þar á skiltum þar sem stjórn- völd stórveldanna voru beðin um að skerast í leikinn til þess að steypa herforingjunum aftur af stóli. Síðdegis var svo efnt til fjöl- mennra mótmæla fyrir framan höf- uðstöðvar NLD-flokksins í Jangon, en lögreglan leitaði þar tveggja þing- manna flokksins í um hálfa klukku- stund, en án árangurs. Í höfuðborginni Naypyidaw voru mótmæli framhaldsskólanema gegn valdaráninu leyst upp með harðri hendi, og sögðu sjónarvottar við AFP-fréttastofuna að öryggissveit- irnar hefðu látið til skarar skríða eft- ir að mótmælendur höfðu ákveðið að hörfa frá lögreglunni. „Við vorum friðsöm og báðumst jafnvel afsökunar […] en þá skutu þeir af vatnsfallbyssunni,“ sagði einn neminn við AFP, en hann vildi ekki láta nafns síns getið vegna ótta við hefndaraðgerðir stjórnvalda. Aðgerðir hersins í gær komu í beinu framhaldi af viðleitni hans á sunnudaginn til þess að brjóta mót- mælin á bak aftur, en lögreglumenn í borginni Myitkyina beittu táragasi til að leysa þau upp og skutu á mót- mælendur. Ekki var víst hvort lög- reglan hefði beitt gúmmíkúlum eða venjulegum skotfærum. Þá voru að minnsta kosti fimm blaðamenn handteknir í aðgerðum sunnudags- ins, en þeim var svo sleppt aftur í gærmorgun. „Stríðsyfirlýsing“ á almenning Sendiherrar Bandaríkjanna, Bret- lands og Evrópusambandsins sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í fyrrinótt vegna aðgerða sunnudags- ins, þar sem öryggissveitir landsins voru hvattar til þess að skerða ekki hár á höfði mótmælenda. Antonio Guterres, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, tók und- ir það ákall, en talsmaður hans hvatti herforingjastjórnina sérstaklega til þess að hleypa fulltrúa sínum frá Sviss, Christine Schraner Burgener, til landsins svo hún gæti metið að- stæður með eigin augum. Tom Andrews, sérstakur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Búrma, sagði svo á Twitter-síðu sinni, að tilraunir herforingjastjórnarinnar til þess að kveða niður mótmælin með valdi væru tákn um „örvæntingu“ og ígildi „stríðsyfirlýsingar“ gegn þjóð sinni. Varaði hann herforingjana við að þeir yrðu á endanum dregnir til ábyrgðar fyrir gjörðir sínar. AFP Mótmæli Fjölmenn mótmæli voru haldin í Búrma um helgina. Herinn vill herða á aðgerðum til að kveða þau niður. Herinn beitir meiri hörku  Herforingjastjórnin lokaði tímabundið fyrir netið  Aung San Suu Kyi verður leidd fyrir dómara í vikunni  Fulltrúi SÞ varar herforingjana við ofbeldisverkum Allir farþegar til Bretlands sem koma frá einhverju af 33 „há-áhættu- löndum“ þurfa nú að dveljast á far- sóttarhóteli í tíu daga við komuna til landsins vegna hættunnar á frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Er fólk- inu jafnframt gert að sýna fram á ný- legt neikvætt próf áður en það hélt til Bretlands, auk þess sem það þarf að fara í tvær skimanir á tímabilinu. Á listanum eru m.a. öll ríki Suður- Ameríku, Suður-Afríka og Portúgal. Skyldan nær raunar bara til breskra þegna eða fólks sem hefur varanlegt landvistarleyfi í Bretlandi, en öllum öðrum farþegum sem hafa haft við- komu í einhverju af ríkjunum 33 er einfaldlega óheimilt að ferðast til Bretlands. Hin nýja stefna hefur verið gagn- rýnd í Bretlandi fyrir að vera óþarf- lega hörð, þar sem allt að tíu ára fangelsisrefsing getur legið við því, gefi fólk rangar upplýsingar um dvöl sína í einhverju af ríkjunum 33. Matt Hancock, heilbrigðisráð- herra Bretlands, sagði í gær að hinar nýju reglur bættu við aukalegum vörnum gegn því að ný afbrigði veir- unnar berist inn fyrir landamærin. Þá myndu hinar hörðu reglur einnig verja þann árangur sem hefði náðst í bólusetningarherferð stjórnvalda, en nú hafa um 15 milljónir Breta í áhættuhópum fengið bóluefnið. Auckland sett í sóttkví Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, skipaði í fyrrinótt að setja borgina Auckland í þriggja daga sóttkví, en tvær milljónir manna búa í borginni. Var ákvörðunin tekin eftir að þrjú tilfelli hins svonefnda breska af- brigðis greindust í einni og sömu fjölskyldunni í borginni, en stjórn- völd rannsaka nú hvernig fjölskyld- an komst í kynni við afbrigðið. Nýja- Sjáland hefur að mestu verið laust við faraldurinn og hafa færri en 2.000 tilfelli verið skráð þar til þessa. Hertar aðgerðir á landamærum  Farþegar skyldaðir á farsóttarhótel AFP Bretland Hertar aðgerðir stjórn- valda hafa mælst misvel fyrir. Jens Stoltenberg, framkvæmda- stjóri Atlants- hafsbandalags- ins, lýsti því yfir í gær að banda- lagsríkin myndu ekki fjarlægja hersveitir sínar frá landinu „áður en tíminn er rétt- ur“. Varnarmála- ráðherrar bandalagsríkjanna munu funda um ástandið í Afganistan á morgun, miðvikudag og á fimmtu- daginn. Þetta verður fyrsti stóri ráð- herrafundurinn á vegum bandalags- ins eftir stjórnarskiptin í Bandaríkjunum. 9.600 hermenn eru nú á vegum bandalagsins í Afganistan, en þeir eiga að yfirgefa landið í maí næst- komandi samkvæmt samkomulagi sem Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, gerði við talibana á síðasta ári. Ríkisstjórn Joes Bi- dens hefur lýst því yfir að hún sé að fara yfir samkomulagið, en Banda- ríkjaher hefur sakað talibana um að standa ekki við sinn hluta þess um að draga úr árásum á afgönsk stjórnvöld. Sagði Stoltenberg að þó að ekkert bandalagsríkjanna vildi að herliðið væri lengur í Afganistan en nauðsyn krefði, væri einnig rangt að yfirgefa landið ef tíminn væri ekki réttur. „Talibanar verða að draga úr of- beldi sínu, semja í góðri trú og standa við skuldbindingar sínar um að hætta samvinnu við hryðjuverka- hópa í landinu,“ sagði Stoltenberg. „Sameiginlegt markmið okkar er skýrt. Afganistan ætti aldrei aftur að vera örugg höfn þaðan sem hryðjuverkamenn geta ráðist á heimalönd okkar.“ Í rannsókn sem Bandaríkjaþing lét vinna var kallað eftir því að sam- komulaginu yrði frestað, þar sem brottför hersins myndi einungis færa talibönum sigur á silfurfati. Herliðið fari ekki of snemma Jens Stoltenberg  Segir talibana verða að standa við sitt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.