Morgunblaðið - 16.02.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2021
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Fjörutíu ár eru í dag liðin frá því
Engihjallaveðrið svonefnda, einn
mesti stormhvellur sem sögur fara
af, gekk yfir landið. Djúp og kraft-
mikil lægð barst að landinu síðdegis
16. febrúar 1981 svo vindstyrkur fór
í áður óþekktar stærðir.
Illviðrið olli fáheyrðu tjóni á þétt-
býlum svæðum suðvestanlands, þök
fuku af húsum í heilu lagi, rúður
brotnuðu og hundruð ökutækja
skemmdust. Víða urðu rafmagns-
truflanir, sums staðar langvarandi,
og nær öll uppskera garðyrkju-
bænda í Biskupstungum eyðilagðist.
Þá létust tveir ungir skipverjar á
Heimaey VE 1 þegar þá tók út er
bátinn hrakti stjórnlaust undan ofsa-
veðrinu upp í fjöru, skammt vestan
við Hólsárós á Þykkvabæjarfjöru.
„Fárviðri gekk yfir landið í gær-
kvöldi og nótt og olli miklum
skemmdum á mannvirkjum og far-
artækjum [...] Mbl hafði samband við
fréttaritara og lögreglu um allt land
og víðast hvar fengust fréttir af því
að járnplötur og jafnvel heilu þökin
sviptust af húsum og feyktust um í
veðurofsanum og mörg dæmi voru
þess að járnplötur fykju inn um
glugga og yllu meiðslum á fólki og
miklu tjóni,“ segir í forsíðufrétt
Morgunblaðsins daginn eftir.
Nánar er fjallað um veðurofsann í
vefútgáfu Morgunblaðsins á mbl.is
og þar meðal annars rætt við Einar
Sveinbjörnsson veðurfræðing sem
segist enn muna eftir veðrinu, nú
fjórum áratugum síðar.
Fáheyrt tjón í miklu ofsaveðri
Mannvirki og farartæki skemmdust illa Tveir skipverjar á Heimaey VE 1 týndu lífi þegar þá tók út
Morgunblaðið/RAX
Strand Netaflækja í skrúfu Heimaeyjar varð þess valdandi að báturinn hraktist stjórnlaus upp í fjöru. Myndin birtist á forsíðu Morgunblaðsins 18. febrúar.
Umfjöllun Mjög var fjallað um Engihjallaveðrið í Morgunblaðinu dagana á eftir, afleiðingar þess og viðbrögð. Margir sátu eftir með óbætt tjón og miklar umræður sköpuðust um tryggingamál.