Morgunblaðið - 16.02.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2021
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borg-
arstjórn leggja til að rekstrareining-
um Orkuveitu Reykjavíkur verði
skipt upp að fullu, eignarhaldsfélagið
verði lagt niður og að dótturfélög
Orkuveitunnar
verði gerð að
sjálfstæðum fé-
lögum. Þessi til-
laga sjálfstæðis-
manna um
uppskiptingu
rekstrareininga
OR verður tekin
fyrir á fundi borg-
arstjórnar í dag.
„Margt bendir
til þess að besta leiðin til að tryggja
aðskilnað og gagnsæi sé að dóttur-
félög OR verði sjálfstæð og ekki verði
eignarhaldslegt millilag eins og tíðk-
ast hefur frá árinu 2014. Nú sjö árum
síðar hefur reynslan sýnt galla á nú-
verandi fyrirkomulagi og því rétt að
endurskoða það,“ segir í greinargerð.
Gert er ráð fyrir í tillögunni að
stoðstarfsemi OR verði færð inn í við-
eigandi dótturfélag. Uppskiptingin
myndi leiða til þess að Veitur, Orka
náttúrunnar (ON) og Gagnaveitan
verði sjálfstæðar einingar með auknu
gagnsæi og skýrari ábyrgð þar sem
samkeppnis- og einokunarrekstur
verði aðskilinn.
Eykur bæði gagnsæi og ábyrgð
„Nú er búið að stofna Veitur um
veituþáttinn, Orku náttúrunnar um
framleiðslu og sölu rafmagns og
Gagnaveitan er í sérfélagi en áfram
stendur eftir stórt móðurfélag sem er
að hluta til eignarhaldsfélag. Með því
að breyta þessu þá styttast boðleiðir á
milli sveitarfélaganna og orkueining-
anna, þetta eykur gagnsæi og ábyrgð
og ætti að fylgja því talsverð hagræð-
ing þegar fækkað er um eitt stjórn-
unarstig,“ segir Eyþór Arnalds, odd-
viti Sjálfstæðisflokksins.
Gerð var krafa um aðgreiningu
samkeppnis- og sérleyfisþátta í
rekstri orkufyrirtækja með fyrir-
tækjaaðskilnaði í raforkutilskipunum
ESB á sínum tíma og setningu raf-
orkulaga. OR var í framhaldinu skipt
upp í samstæðu móðurfélags og
þriggja dótturfélaga 1. janúar 2014. Í
tillögu sjálfstæðismanna er bent á að
fjölmargir hafi gert athugasemdir við
það fyrirkomulag að halda OR áfram
sem eignarhaldsfélagi, m.a. vegna
skörunar við skipan stjórna dóttur-
félaganna. Þá ber skv. lögum að gæta
þess að samkeppnisrekstur sé ekki
niðurgreiddur af einkaleyfisstarf-
semi. „Fullur aðskilnaður næst best
með því að rekstrareiningarnar séu
sjálfstæðar. Eignarhald borgarinnar
og annarra sveitarfélaga verður þá
beint í rekstrarfélögunum og mun
það auka gagnsæi og einfalda skipu-
rit,“ segir í greinargerð.
Eyþór bendir á að nú þegar búið er
að takast á við eftirhrunsmálin hjá
OR og skipta framleiðslueiningunum
upp, þá sé rökrétt næsta skref að fella
niður þetta millilag, rétt eins og gert
hefur verið hjá Hitaveitu Suðurnesja
og í fleiri félögum. Með þessum breyt-
ingum sem sjálfstæðismenn leggja til
yrði hafið yfir allan vafa að sögn Ey-
þórs að kostnaður í móðurfélaginu
dreifist ekki með ójöfnum hætti yfir
samkeppnis- og einokunarþáttinn.
Þessari breytingu fylgi því margir
kostir, á borð við hagræðingu og
skýrari ábyrgð.
Dótturfélög
OR verði
sjálfstæð
Sjálfstæðismenn leggja til fullan að-
skilnað rekstrareininga Orkuveitunnar
Eyþór Arnalds
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Nýlega voru reistar fjórar skjól-
stöðvar á flughlaði Keflavíkur-
flugvallar sem stendur til að taka í
notkun þegar umferð um völlinn
eykst að nýju. Stöðvar þessar eru
á fjarstæði flugvéla vestan við
Flugstöð Leifs Eiríkssonar, en
langt er um liðið síðan allar flug-
vélar hafa á álagstímum getað
fengið afgreiðslu með því að
leggja þeim upp að landgöngu-
rönum sem tengdir eru flugstöðv-
arbyggingunni.
Síðustu árin hefur verið algengt
að farþegar fari frá flugstöðinni
með vögnum sem ekið er að stiga-
bíl við flugvélina. Framvegis verð-
ur vögnunum ekið beint að skjól-
stöðvunum, þar sem gengið er upp
stiga upp á aðra hæð og þar inn í
flugvélina um landgöngubrú. Hinn
gangurinn er svo sá að farið sé úr
flugvél við komuna til landsins, í
skjólstöðina og þaðan með rútu til
afgreiðslu í flugstöð. Byggingin er
á tveimur hæðum með stiga og
hjólastólalyftu.
„Þetta auðveldar ferð í og úr
flugvél, veitir farþegum skjól gegn
veðri og bætir þjónustu. Þá er ör-
yggi farþega aukið – ekki þarf
lengur að ganga á flughlaði eða í
stiga utandyra. Byggingin er á
tveimur hæðum með stiga og
hjólastólalyftu milli hæða. Svo fer
svona aðstaða betur en annað með
flugvélarnar, því hnjask getur
fylgt notkun stigabíla og eins ef
dyr á flugvélum eru opnaðar til
dæmis á móti rigningu,“ segir
Guðmundur Daði Rúnarsson,
framkvæmdastjóri viðskipta og
þróunar hjá Isavia, í samtali við
Morgunblaðið.
Samanlagður kostnaður við
byggingu þessara fjögurra stöðva
er um einn milljarður króna.
Ákvörðun um hvort fleiri stöðvar
verði reistar á hlöðum Keflavíkur-
flugvallar verður tekin á seinni
stigum og í ljósi reynslu.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Mannvirki Frá annarri hæð er landgöngubrú sem lögð er að flugvél svo farþegar ganga beint til og frá borði.
Skjólstöðvar reistar
á Keflavíkurflugvelli
Fjögur hús fyrir einn milljarð króna Bætir þjónustu
Skjólstöð Stigi upp á aðra hæð auk þess sem lyfta fyrir fatlaða er í húsinu.
Freyr Bjarnason
freyr@mbl.is
Samband íslenskra sveitarfélaga
hefur óskað eftir því að félagsmála-
ráðuneytið og samgöngu- og sveit-
arstjórnarráðuneytið kanni sem
fyrst kosti þess að flytja fasteigna-
skrá, sem hefur verið hluti af Þjóð-
skrá Íslands frá árinu 2010, yfir til
Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Karl Björnsson, framkvæmda-
stjóri Sambands íslenskra sveitarfé-
laga, bendir á að sveitarfélögin borgi
um 300 milljónir króna á ári fyrir
rekstur fasteignaskrár hjá Þjóðskrá.
„Við töldum að okkur bæri skylda til
að hvetja menn til að kanna þetta ít-
arlega og fá botn í það hvort þetta sé
hagkvæmt eða ekki,“ segir Karl og
bætir við að sérfræðingar hafi bent á
að þarna leynist miklir samlegðar-
möguleikar.
Styrkir stafræna stjórnsýslu
Fram kemur í bréfi sambandsins
til Sigurðar Inga Jóhannssonar,
samgöngu- og sveitarstjórnarráð-
herra, að það sé skýr afstaða þess að
slíkur tilflutningur skapi möguleika
á hagræðingu í þágu heildarhags-
muna. Einsýnt sé að sveitarfélögin
muni njóta hennar með lækkun til-
kostnaðar sem þau beri í núverandi
fyrirkomulagi.
„Jafnframt myndi tilflutningurinn
og sameining verkefna á einni hendi
styrkja innleiðingu á stafrænni
stjórnsýslu með því að umsjón verk-
efna væri ekki skipt á milli fleiri
ríkisstofnana eins og nú er.“
Fram kemur að í umsókn um laga-
frumvarp haustið 2019 um HMS,
sem varð til við samruna Íbúðalána-
sjóðs og Mannvirkjastofnunar, hafi
sambandið bent á að fyllsta ástæða
væri til þess að kanna frekari sam-
einingar opinberra aðila sem koma
að húsnæðismálum.
Fasteignaskrá
færist til HMS
300 milljónir geti sparast á ári
Sameinað Rekstur fasteignaskrár
er nú í höndum Þjóðskrár Íslands.