Morgunblaðið - 16.02.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.02.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2021 ✝ Ingólfur GarðarÞórarinsson fæddist í Hrauni í Keldudal í Dýrafirði hinn 31. mars 1933. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Hrafn- istu í Hafnarfirði 7. febrúar 2021. For- eldrar hans voru hjón- in Þórarinn Ágúst Vagnsson, f. á Hall- steinsnesi í Gufudals- hreppi 1893, d. 1976, og Sigríður Guðrún Mikaelsdóttir, f. á Móum í Keldudal 1893, d. 1971. Systkini Ingólfs eru Unnur, f. 1919 d. 2003; Jóhann, f. 1920, d. 1920; Valde- mar, f. 1921, d. 2003; Pétur Krist- inn, f. 1922, d. 1999; Aðalheiður Guðmunda, f. 1923, d. 1999; Elías Mikael Vagn, f. 1926, d. 1988; Vil- borg Jórunn, f. 1928, d. 1988; tví- burar: Rafn, f. 1929, og andvana fæddur drengur og Kristján Rafn Vignir, f. 6. maí 1931, d. 2007. Ingólfur ólst upp í Hrauni í Keldudal og vann þar við hefð- bundin sveitastörf. Ingólfur var m.a. í námi í Reykholti, MR og lýðháskóla í Noregi. Hann var kennari á Drangsnesi og Hvammstanga. Hann var skóla- stjóri á Bíldudal og á heimavist- arskólanum í Örlygshöfn í Pat- reksfirði. Hann var líka kennari í Grundarfirði, síðan einn vetur skólastjóri á Bíldudal. Eftir það liggur leið hans á sjóinn sem mat- sveinn á kaupskipum og fiskiskip- um. Einnig starfaði hann við fisk- vinnslu í landi við flökun og harð- fiskverkun hjá Hjálmari Gunnars- syni á Grundarfirði. Síðustu áratugina vann hann sem deild- arstjóri hjá Ríkisskattstjóranum í Hafnarfirði við innleiðingu á staðgreiðslukerfinu. Nokkur sum- ur reri hann á báti sínum, Ugga, sem Elli bróðir hans smíðaði fyrir hann á handfæri og grásleppu. Útförin fer fram frá Víðistaða- kirkju í dag, 16. febrúar 2021, klukkan 13. Streymt verður frá útför: https://youtu.be/WUQQir-tKLg Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Árið 1964 kvæntist Ingólfur Auðbjörgu S.R. Árnadóttur frá Bræðraminni á Bíldudal. Þau bjuggu lengst af í Grundarfirði en fluttu síðan til Hafnarfjarðar. Þau slitu samvistum. Þau eignuðust þrjú börn saman: 1) Arnór, f. 1965, kona hans er Þór- unn Elísabet Ásgeirsdóttir, f. 1967, og eiga þau þrjú börn saman. 2) Matthildur, f. 1967, eiginmaður hennar er Jón Þór Jósepsson, f. 1965, þau eiga þrjár dætur saman og þrjú barnabörn. 3) Atli Már, f. 1974, hann á þrjú börn. Ingólfur átti fyrir einn son, Rögnvald, f. 1953, kona hans er Jörgína Ólafs- dóttir, f. 1955, þau eiga saman þrjár dætur, fyrir átti Jörgína einn son, þau eiga níu barnabörn. Stundum er sagt að börn séu misjafnlega heppin með foreldra, það sama er reyndar sagt um for- eldra með börnin sín. Ég var heppinn með pabba minn. Pabbi andaðist eftir nokkuð langa bar- áttu við krabbamein. Pabbi var tilbúinn til að fara og ræddi um það vikurnar fyrir andlátið að nú væri gott að einhver annar gæti farið að flytja inn í herbergið hans á Hrafnistu. Pabbi var ljóð- elskur, bókamaður, hagyrðingur sem kunni einna best við sig í stólnum sínum með góða bók. Hann elskaði líka náttúruna og var hennar barn. Alla tíð talaði hann mikið um Dýrafjörðinn sinn, en líka Grundarfjörðinn þar sem hann bjó líka lengi. Hann fór í berjaferðir á haustin og eltist við aðalbláberin, með nesti, oftast einn og elskaði kyrrðina. Mamma og pabbi fluttu í Hafnarfjörð 1988 og pabbi varð deildarstjóri hjá Skattstofu Reykjaness. Þar eignaðist pabbi marga góða vini, ekki bara starfsfélaga heldur líka fólkið sem kom til hans vegna vinnunnar. Hann vildi spjalla, vita hvaða fólk þetta væri, hvað það gerði og hvernig það lifði. Hann var umfram allt afar mann- legur hann pabbi. Tilfinninga- vera sem átti það til að yrkja mest um sársauka, trega og daprar stundir. Pabbi var vana- fastur maður. Alltaf gekk hann til vinnunnar frá Miðvangi 92 niður á Suðurgötu á skattstofuna, sömu leiðina á sama tíma og kom aldrei of seint. Hann fór í sund í Sund- höll Hafnarfjarðar og svo síðar í Suðurbæjarlaugina á ákveðnum dögum á ákveðnum tímum. Pabba mætti stundum með heitt súkkulaði og vöfflur eða pönnu- kökur og gaf starfsfólkinu. Eftir að pabbi flutti einn á Hjallabraut 3 var íbúðin þar þrifin á sunnu- dagsmorgnum. Hann hlustaði á útvarpsmessuna á meðan hann straujaði fötin, vasaklútana líka. Hafragrautur var eldaður flesta morgna. Fiskur var keyptur hjá Gústa fisksala, hvergi annars staðar. Eins og aðrir góðir Vest- firðingar þá borðaði pabbi þjóð- legan íslenskan mat. Siginn fisk, skötu, nýjan og reyktan rauð- maga, gellur, kinnar, svið, nauta- tungu og bara allt þetta sem nú- tímamaðurinn setur spurningarmerki við. Pabbi var minnsti efnishyggjumaður sem ég hef nokkurn tíma þekkt. Hann var alltaf fínn til fara, skeggið snyrt eða hann vel rakaður og fötin pressuð. En hlutir voru til lífstíðar ef pabbi eignaðist þá. Það var ekki til í hans bókum að kaupa nýja hluti eða föt, bara af því að tískan hafði breyst. Pabbi var heiðarlegur og ljúfur maður. Hann flutti mér aldrei lífsreglur í predikunarstíl. Einu sinni sagði hann þó við mig að ég ætti alltaf að vera góður við dýr og þeim sem væru ekki góðir við dýr ætti maður ekki að treysta. Hann var undir niðri stoltur maður þó aldr- ei hældi hann sjálfum sér. Hann á stóran þátt í því hver ég er og hvernig ég horfi á lífið. Hann var ekki fullkominn í sínu lífi frekar en nokkur annar. En sem pabbi var hann maður sem alltaf var hægt að leita til, hann var til stað- ar. Hann skilaði frá sér lífsvið- horfi um nægjusemi, virðingu fyrir mönnum, dýrum og náttúru og því að flest í lífinu skiptir meira máli en efnisleg verðmæti. Takk fyrir allt, pabbi. Atli Már Ingólfsson. Það var í desember 2013 sem ég hitti Ingólf í fyrsta sinn. Hann sat í rauðum hægindastól við gluggann í eldhúsinu hjá Atla og það var verið að ræða jólin. Segir hann þá brattur að þetta yrðu örugglega hans síðustu jól! Spá hans gekk ekki eftir og ég var svo heppin að fá að kynnast honum betur eftir þennan dag í desember. Ingólfur og Atli áttu einstaklega fallegt samband. Samband fullt af ást og hlýju, vináttu og virðingu. Það var dýr- mætt að fá að kynnast þessu sambandi föður og sonar. Ingólfur var rólyndismaður, hann gat verið viðkvæmur og hörundsár sem rímaði vel við ljúfan og næman mann. Hann var barngóður og þótti afskaplega vænt um öll barnabörnin sín, lítil og stór. Ekki síður átti hann fal- legt samband við dýr en mér er minnisstætt þegar hann átti það til að fara út á svalir heima hjá sér til að gefa gæsunum brauð, nágrönnum sínum til mikils ama þar sem allt grasið var útbíað í gæsaskít eftir þessar heimsóknir. Þá átti hann alveg einstaka teng- ingu við fóstra sinn og vin, hund- inn Rjóma, sem hann annaðist um tíma þegar við vorum nýbúin að fá hann inn á heimilið og dekr- aði hann svo og spillti með lifr- arpylsu og öðru góðgæti allar götur síðar. Sumarið 2016 átti ég margar góðar stundir með Ingólfi en þá var ég í fæðingarorlofi og við mæðgur fórum gjarnan til hans í göngutúr og komum við í bakarí- inu á leiðinni. Hann þreyttist ekki á að tala um gamla tíma, allt frá bernskunni, hundinn Sallý og ástina sem hann hafði fengið að kynnast á lífsleiðinni. Ég hugsa til Ingólfs með virð- ingu og þakklæti í huga. Hann skilur fallega við og hefur nú fengið hvíldina. Elsku Atli, Addó, Matta og Röggi, minningin um góðan mann lifir. Þegar húmar og hallar að degi heimur hverfur og eilífðin rís. Sjáumst aftur á sólfögrum ströndum þar sem sælan er ástvinum vís. (G.H.) Arna Pálsdóttir. Afabæn Algóði Jesús auk þú mér auðnu lífs á jörðu hér. Upprisa þín var eilíft hnoss, ó, að þú skyldir deyja á kross. Misgerðir vorar þú meðgekkst víst, máttur þinn, Drottinn, um það snýst. Blessa þú, Drottinn, börnin mín, blessuð sé ávallt höndin þín. – Fyrirgef mér öll feigðarspor, farsæl sé trú og eilíft vor. Alvaldur Guð mér auðnu veit, efl mína bæn og fyrirheit. Viska mín öll er veik og myrk veittu mér betri sálarstyrk, vakandi láttu vilja minn, vaxa í trú á kraftinn þinn. Þegar að hinstu ferð ég fer fylgja láttu þinn engil mér. (I.Þ.) Guð blessi þig afi minn. Sunneva Jónsdóttir. Ingólfur Þórarinsson ✝ Ásta HeiðurTómasdóttir fæddist á Blönduósi 12. janúar 1935. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 9. febr- úar 2021. Foreldrar hennar voru hjónin Tómas Ragnar Jónsson, skrifstofumaður á Blönduósi, f. 8. júlí 1903, d. 10. maí 1986, og kona hans Ingibjörg Vilhjálmsdóttir húsmóðir, frá Bakka i Svarfaðardal, f. 23. október 1903, d. 24. nóvember 1969. Systkini Ástu: Kristín Bergmann, f. 12. ágúst 1926, d. 1. ágúst 2015; Nanna, f. 9. ágúst 1932, d. 25. Júlí 2013; Ragnar Ingi, f. 8. september 1946, d. 18. nóvember 2009. Ásta giftist 19. febrúar 1956 júní 2016. Haraldur Sævar, f. 10. apríl 1986, sambýliskona Charlotte Kjeldmark f. 26. jan- úar 1991. 2) Tómas Kristjón, f. 26. maí 1961, d. 31. desember 2015. Börn hans eru Ásta Heið- ur, f. 6. júní 1992, sambýlis- maður Michael Dowell, f. 31. október 1990, og Daníel Arnar, f. 3. júní 1994. Móðir þeirra er Sesselja Margrét Pálsdóttir f. 12. janúar 1962. Ásta Heiður Tómasdóttir nam við Barnaskóla Blönduóss og unglingaskóla þar og síðan á Húsmæðraskólanum á Stað- arfelli í Dölum veturinn 1952- 1953. Hún vann samanlagt á Landsíma Íslands á Blönduósi í tæp fjögur ár. Ásta flutti til Reykjavíkur á tvítugsafmælis- daginn 12. janúar 1955 og varð fyrsta og eina símastúlkan á Landspítalanum í rúmt ár. Ásta Heiður starfaði frá 13. mars 1972 til nóvember 1991 á Vísi og DV við móttöku og síma- þjónustu. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju 16. febrúar 2021 klukkan 15. Róberti Arnari Kristjónssyni framreiðslu- manni, f. 20. októ- ber 1933 í Reykja- vík, d. 22. desember 1973. Foreldrar hans voru Kristjón Kristjánsson, f. 6. maí 1900, d. 17. apríl 1962, og Sól- veig Larsen Krist- jánsson, f. 28. apríl 1906, d. 30. janúar 1977. Börn Ástu og Ró- berts eru: 1) Linda Guðný, f. 14. maí 1956, eiginmaður Kjartan Heiðar Haraldsson, f. 1. júní 1954. Synir þeirra eru Róbert Arnar, f. 25. desember 1980, sambýliskona Trine Rasmussen f. 8. apríl 1984. Synir Róberts og Trine eru Theo Søren, f. 28. jan- úar 2014, og Ollie Kjartan, f. 16. Þá er lífsleið þinni lokið í þessum heimi, elsku mamma. Oft var hún erfið og þyrnum stráð en alltaf komstu á leið- arenda. Þú varst ekki heilsu- hraust og margt var þér erf- iðara en flestum en með þrautseigju, einurð, samvisku- semi og heiðarleika í veganesti frá foreldrum þínum fluttir þú á tvítugsafmælinu úr föðurhúsum. Þrisvar sinnum hefur heimur þinn hrunið og þú alltaf staðið upp aftur. „Erfiðleikar eru til að byggja upp, ekki brjóta nið- ur,“ sögðuð þið pabbi. 38 ára missir þú pabba, ástvin þinn og lífsförunaut. Þú varst hjá hon- um öllum stundum í veikindum hans. Þú laukst við hálfklárað raðhús og komst okkur Tomma á legg. Og þetta gerðir þú á símastúlkulaununum þínum. Þú varst alltaf útsjónarsöm og nægjusöm. Það var mikið áfall fyrir þig þegar ég flutti til Danmerkur. „Ég missti einkadóttur mína til Danmerkur,“ sagðir þú, þér fannst fjarlægðin svo mikil. En aftur lagaðir þú og ég okkur að aðstæðum með heimsóknum fram og til baka og mörgum og löngum símtölum. En oft sagðir þú þó: „Ó ég sakna þess svo að geta ekki farið með þér í búðir.“ Síðustu árin hrakaði heilsu þinni en með hjálp Tomma bróður gastu búið í eigin íbúð. Tommi var þér svo góður, ótaldar læknaferðir og hjálp með dagleg störf þrátt fyrir eigin heilsubrest. Ekki má held- ur gleyma daglegum símasam- tölum, alltaf klukkan 13:00, og þá var talað um daginn og veg- inn. Ekki gerði ég mér grein fyrir hve mikið hann hjálpaði þér eða hve veikur hann var, því aldrei nefndi hann það einu orði og tók örlögum sínum af auðmýkt og sömu þrautseigju og þú. Ég náði aldrei að þakka þér fyrir Tommi minn en það geri ég nú. 2015 varð Tommi bráðkvaddur heima hjá þér, þegar hann var að búa til veislumat fyrir ykkur á gaml- ársdag. Það áfall komst þú aldr- ei yfir. En þrátt fyrir sorg okk- ar héldum við áfram, þú og ég. Nú var það ég sem hringdi á hverjum degi, hvar sem ég var í heiminum. Voru þessi samtöl okkar dýrmæt. Síðustu tveir mánuðir hafa verið mér dýrmætir, þar sem ég og Kjartan gátum verið með þér og enn sýndir þú þraut- seigju allt fram á síðustu stundu. Núna er ég svo glöð, því nú veit ég að þú ert komin heim til pabba og Tomma. Mig langar til að gera orð afa míns, Tómasar R. Jónssonar, að mínum í þessum tveimur erind- um; Tíminn deyfir sviða í sárum, sól þerrar tár af kinn. Dapur við gröf þína drúpi ég höfði, hjá Drottni er andi þinn. Til himins sendi ég hljóðar þakkir, og hjartans kveðju til þín. Blessi þig Guð um eilífð alla ástkæra vina mín. Þá ég að síðustu landfestar leysi og legg upp í hinztu för. Á ströndinni nýju í stjarnanna skini þú stendur, með bros á vör. Og bendir mér leið til landsins helga í ljósvakans heiða geim. Með blik í augum þú breiðir út faðminn, og býður mig velkomin heim Linda Guðný Róberts- dóttir og Kjartan Heiðar Haraldsson. Ásta Heiður Tómasdóttir Heittelskuð eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HAFDÍS ENGILBERTSDÓTTIR, Hólmvaði 62, Reykjavík, sem lést á heimili sínu 3. febrúar, verður jarðsungin í Áskirkju föstudaginn 19. febrúar klukkan 15. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar og vinir, sem haft hefur verið samband við, í kirkjunni. Blóm og kransar afþökkuð, þeim sem vilja minnast Hafdísar geta fært Minningarsjóði Líknardeildar og HERU gjöf. Streymt verður frá útförinni á www.promynd.is/hafdis Baldvin H. Steindórsson Tinna Björk Baldvinsdóttir Þórður Birgir Bogason Ívar Baldvinsson Lísa Lind Björnsdóttir Fannar Baldvinsson Snædís Sif Benediktsdóttir og barnabörn Elskulegur sonur minn, bróðir mágur og frændi, KORMÁKUR JÓNSSON húsasmiður, Hólavegi 2, Laugum, lést á sjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 12. febrúar. Jarðsett verður frá Einarsstaðakirkju í Reykjadal sunnudaginn 28. febrúar klukkan 14 að viðstöddum ættingjum og vinum. Athöfninni verður streymt. Áslaug Kristjánsdóttir Ólöf S. Valdimarsdóttir Valtýr Sigurbjarnarson Narfi Björgvinsson Hanna Hauksdóttir Teitur Björgvinsson Theódóra Kristjánsdóttir Grímur Vilhjálmsson Hreinn Vilhjálmsson Vilhjálmur Grímsson Guðný I. Grímsdóttir og aðrir aðstandendur Ástkær eiginkona mín, móðir og amma, BIRNA GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR, Reyrengi 33, lést á heimili sínu sunnudaginn 14. febrúar. Útför auglýst síðar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigurður Rúnar og Róbert Örn Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og mágur, JÓN ÓLAFUR SKARPHÉÐINSSON prófessor, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 11. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Landvernd, Votlendissjóð eða önnur félög sem standa að uppgræðslu landsins eða endurheimt votlendis. Hólmfríður Jónsdóttir Una Björk Jónsdóttir Ása Karen Jónsdóttir Halla Oddný Jónsdóttir Friðgeir B. Skarphéðinsson Sigrún Rafnsdóttir Karl Skarphéðinsson Sara Gylfadóttir Hjálmar Skarphéðinsson Elín Ólafsdóttir Óskar B. Skarphéðinsson Dóra Bergrún Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.