Morgunblaðið - 27.02.2021, Síða 1

Morgunblaðið - 27.02.2021, Síða 1
Covid í 365 daga Skrekkur í 30 ár Í dag er ár síðan fyrsta tilfelli kórónuveirunnar greindist á Íslandi. Morgunblaðið leit yfir farinn veg og ræddi við lækni um veiruna, bóluefni og eftir- köst og tvær konur sem fengu veiruna og glíma enn við veikindi. Einnig var skyggnst bak við tjöldin hjá hjúkrunarfræðingi rakningarteymisins og ljós-myndara Landspítalans. 12 28. FEBRÚAR 2021SUNNUDAGUR Lífið er skemmtilegt Netapótek Lyfjavers–Apótekið heim Skrekkur hefur afar jákvæð áhrif á ungmenni, en keppnin fer fram nú í mars. 18 Gefur áfram kost á sér Kári Árnason myndi aldrei segja nei við landsliðið og hefur áhuga á að koma að stefnumótun hjá KSÍ. 8 Sigrún Ágústsdóttir ræktar sál og líkama og leggur áherslu á samveru og góðar stundir. 22 L A U G A R D A G U R 2 7. F E B R Ú A R 2 0 2 1 Stofnað 1913  49. tölublað  109. árgangur  Á AÐ GETA GERT EITTHVAÐ ÓÚT- REIKNANLEGT ÁBYRGÐ Á FUGL- UM HEIMSINS SAMEIGINLEG ÍSLENSKU FUGLARNIR OG ÞJÓÐTRÚIN 42MARTIN Á SPÁNI 40-41 Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Á morgun, 28. febrúar, er eitt ár síðan fyrsti Íslendingurinn greindist með kórónuveiruna sem þá hafði skotið upp kollinum víða um heim. Á þessum tímamótum er fróðlegt að horfa til baka og skoða áhrif veirunnar og hvaða lærdóm má draga af árinu. Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins er rætt við fimm manns sem veiran hafði meiri áhrif á en okkur flest. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segir árið hafa verið lærdómsríkt. „Sumt fólk sem smitast getur farið mjög illa út úr veikindunum, eins og gögnin sýna. Fimmti hver sem smit- aðist af kórónuveirunni varð illa veik- ur og af þeim var fjórðungur fárveik- ur eða lést,“ segir Már og segir bóluefnið hafa komið mun fyrr en hann hafði átt von á. Setti líf fólks á hvolf Hjúkrunarfræðingurinn Helga Sverrisdóttir hefur verið hluti af rakningarteyminu frá upphafi og eru þau ófá símtölin sem Helga hefur átt. Sum símtölin tóku á. „Ég skal alveg viðurkenna til dæm- is að þegar ég þurfti að setja hár- greiðslukonu í sóttkví alla vikuna fyr- ir jól þá var ég alveg að fara að gráta. Ég var að setja líf fólks gjörsamlega á hvolf og það var ekkert auðvelt. En ekkert af þessu hefur verið auðvelt.“ Með beinverki í tæpt ár Inga María Leifsdóttir er ein þeirra sem fengu Covid og er enn að jafna sig, nú ári síðar. „Ég var daglega með beinverki í að minnsta kosti tíu mánuði, sérstaklega í útlimum, sem var auðvitað mjög lýj- andi. Ég hélt alltaf að þeir hlytu að vera að fara að hverfa, en það leið og beið,“ segir Inga María. Heilt ár með veirunni  Íslendingar hafa lifað með kórónuveirunni í eitt ár  Bóluefni kom fyrr en yfirlæknir smitsjúkdómadeildar átti von á  Margir upplifa slæm eftirköst Ár frá fyrsta smiti » Staðfest smit frá upphafi eru 6.049 talsins. » 45.916 hafa lokið sóttkví. » 277.150 sýni hafa verið tekin innanlands. » 327 manns voru lagðir inn á spítala. » 53 lentu á gjörgæslu. » 29 hafa látist á Íslandi af völdum Covid-19. MSunnudagsblaðið »12-15  Íslandsstofa undirbýr markaðs- sókn í Bretlandi á næstunni vegna bættra horfa í ferðaþjónustu. Nánar tiltekið er horft til áforma bresku ríkisstjórnarinnar um að slaka á hömlum vegna kórónu- veirufaraldursins en Bretar eru komnir lengra á veg í bólusetningu en flestar aðrar þjóðir. Ferðamálastofa og Íslandsbanki spá allt að einni milljón erlendra ferðamanna á þessu ári. »22 Morgunblaðið/Árni Sæberg Þota Icelandair Vonir hafa glæðst. Íslandsstofa sækir fram í Bretlandi Fjöldi kröftugra skjálfta reið yfir suðvesturhorn landsins í gær. Sá öflugasti þeirra varð á ellefta tím- anum í gærkvöldi og mældist um 4,9 að styrkleika. Líklegast þykir nú að gos komi upp við Trölladyngju, verði af því á annað borð. Náttúruvárvöktun Veðurstofu Ís- lands hefur verið efld til muna frá því að jarðskjálftahrina á Reykja- nesskaganum hófst á miðvikudags- morgun. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir íbúa bæjarins til- tölulega rólega miðað við aðstæður. Tveir fjarfundir voru haldnir með vísindamönnum í gær og aftur verð- ur fundað í hádeginu í dag. „Við þurfum að vera við öllu bú- in,“ segir Salóme Jórunn Bern- harðsdóttir jarðeðlisfræðingur. Fylgst sé grannt með skjálftum, en einnig kvikuútstreymi og landrisi með tilliti til hættu á eldgosi sem lík- ast til verði í nánustu framtíð. Mæla- kerfi skilar upplýsingum um jarð- skjálftana til Veðurstofunnar fljótt og vel, en það er svo vísindamanna draga ályktanir. »2 og 4 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mörg þús- und jarð- skjálftar  Reykjanesskaginn nötrar  Vaktin efld Vísindi Bryndís Ýr Gísladóttir náttúruvársérfræðingur við störf í gær þar sem hún fór yfir niðurstöður jarðskjálftamælinga. Upplýsingarnar berast nánast á rauntíma til Veðurstofunnar, en stærsti skjálftinn sem reið yfir í gær var um 4,9 að stærð og ekki er hægt að útiloka að eldgos verði á þessum slóðum. T-Cross Brúar bilið á milli jeppa og fólksbíls Verð frá 3.950.000 kr. HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · www.hekla.is/volkswagensalur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.