Morgunblaðið - 27.02.2021, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 27.02.2021, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2021 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Á sama tíma og frjósemi kvenna lækkar í löndum Evrópu hefur meðalaldur frumbyrja, mæðra sem eignast sitt fyrsta barn, farið jafnt og þétt hækkandi á umliðnum árum og áratugum. Hér á landi var meðalaldur kvenna sem áttu sitt fyrsta barn undir 22 árum frá byrjun sjöunda áratugarins og fram yfir 1980 skv. upplýsingum Hagstofunnar. Eftir miðjan níunda áratuginn hefur meðalaldurinn farið hækkandi, var 27,8 ár árið 2017 og tveimur árum síðar voru konur á Íslandi að með- altali 28,7 ára þegar þær eignuðust sitt fyrsta barn samkvæmt nýjum samanburði Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins. Í mörgum löndum Evrópu bíða konur þó mun lengur með að eign- ast börn en hér á landi. Í löndum Evrópusambandsins var meðal- aldur frumbyrja hærri en hér á landi eða 29,4 ár á árinu 2019. Aldur frumbyrja hefur hækkað í öllum aðildarlöndum ESB á umliðn- um árum. Stærsta breytingin átti sér stað í Eistlandi þar sem barn- eignaaldurinn hækkaði um heilt ár á fjórum árum. Nokkur lönd skera sig úr. Á árinu 2019 eignuðust mæður að jafnaði sitt fyrsta barn þegar þær voru orðnar 31 árs gaml- ar á Ítalíu, Spáni og í Lúxemborg. Lægsti meðalaldur frumbyrja í samanburði Eurostat eru Aserbaíd- sjan 23,9 ár og Armenía 24,8 ár. Í aðeins tveimur löndum innan Evr- ópusambandsins sem samanburður Eurostat nær yfir var meðalaldur frumbyrja undir 27 árum á árinu 2019 en það var í Búlgaríu (26,3 ár) og Rúmeníu (26,9 ár). Á Norðurlöndunum eru mæður að meðaltali elstar í Noregi og Dan- mörku þegar þær eignast fyrsta barnið og orðnar 29,7 ára að með- altali og Svíþjóð er á svipuðum stað á listanum þar sem meðalaldur frumbyrja var 29,5 ár á árinu 2019. Meðalaldur kvenna sem eignuðust sitt fyrsta barn árið 2019 Heimild: Eurostat Hæsti meðalaldur (ár) 1. Ítalía 2. Spánn 3. Lúxemborg Norðurlönd og ESB-meðaltal (ár) 11. Noregur 13. Danmörk 14. Svíþjóð ESB-meðaltal 16. Finnland 23. Ísland Lægsti meðalaldur (ár) 39. Úkraína 40. Armenía 41. Aserbaídsjan 31,3 31,1 31,1 29,7 29,7 29,5 29,4 29,4 28,7 25,4 24,8 23,9 28,7 29,7 29,5 29,4 28,8 31,1 29,8 27,6 26,4 < 27 ára 27 til 28 ára 28 til 29 ára 29 til 30 ára 30 ára + Evrópskar konur bíða með barneignirnarFebrúarmánuður, sem senn er lið-inn, hefur verið höfuðborgarbúum hagstæður. Febrúar virðist ætla að verða á meðal þeirra 20 hlýjustu í Reykja- vík, gæti náð upp í 10. sæti af 150 mældum árum. Svipað má segja með vetrarmánuðina þrjá, hiti þeirra er nú í kringum 20. sætið, segir Trausti Jónsson veðurfræð- ingur. Alhvítu dagarnir í Reykjavík í febrúar séu orðnir þrír. Það þýðir að vetrarfjöldinn er orðinn sex, seg- ir Trausti. Fæst er vitað um 10 al- hvíta daga á vetri í Reykjavík, 1976-77. „Við eigum því enn fræði- legan möguleika á að slá eða jafna það met - en þá mega dagarnir ekki vera nema fjórir úr þessu til vors,“ bætir Trausti við. Meðalfjöldi alhvítra daga í mars til maí er 16. Verði snjóalög í með- altali í mars og apríl verða alhvítir dagar vetrarins því um 23. Á þess- ari öld hafa alhvítir dagar að vetri fæstir orðið 16, það var 2009 til 2010. Heldur meiri líkur séu á að við höldum okkur neðan þeirrar tölu. Mesti fjöldi alhvítra daga í mars til maí eru 44 (1990). Það hefur einu sinni gerst að snjó hefur ekki fest frá 1. mars til vors (1965) og þrisv- ar hefur aðeins einn alhvítur dagur komið eftir 1. mars, síðast 1974. „Það hefur farið vel með veður hér suðvestanlands í vetur,“ segir Trausti. Tíðarfarsyfirlit Veðurstofunnar fyrir febrúar er væntanlegt eftir helgina. sisi@mbl.is Hlýr febrúar að kveðja  Febrúar með 20 hlýjustu í borginni Morgunblaðið/Eggert Hlýindi Febrúarmánuður hefur verið góður í höfuðborginni og nokkur tækifæri gefist til að fá sér kaffisopa utan dyra og njóta blíðunnar. Niðurstöður tilboða í byggingu Kársnesskóla voru kynnt á fundi bæjarráðs Kópavogs í fyrradag. Lægsta tilboð átti ítalska fyrirtækið Rizzani de Eccher og var það 3,20 milljarðar, en kostnaðaráætlun var upp á tæplega 3,7 milljarða. Ístak átti næstlægsta tilboð, tæp- lega 3,24 milljarða, og þá komu Ís- lenskir aðalverktakar með tilboð upp á rúmlega 3,28 milljarða. Sjö tilboð bárust í verkið. Fram kemur í fundargerð að verið sé að yf- irfara tilboðin og að niðurstaðan verði lögð fyrir bæjarráð Kópavogs. Bygging nýs Kársnesskóla er ætl- uð fyrir leikskóla og yngri deildir grunnskóla, þ.e. börn á aldrinum eins til níu ára. Fyrirhugað er að hefja þar kennslu haustið 2023. Nýi skólinn verður 5.750 fermetrar á 1-3 hæðum á steyptum sökkli og botn- plötu. Skólinn verður reistur úr KLT-timbureiningum. Kársnesskóli við Skólagerði var rýmdur vegna rakaskemmda og myglu í febrúar 2017 og rifinn í lok árs 2018. Tölvumynd/Batteríið Kársnesskóli Tölvumynd af nýjum Kársnesskóla. Stefnt er að því að taka skólann í notkun haustið 2023, en hann verður byggður úr timbureiningum. Tilboð í Kársnes- skóla undir áætlun  Lægsta tilboðið var 3,2 milljarðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.