Morgunblaðið - 27.02.2021, Side 11

Morgunblaðið - 27.02.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2021 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skipulags- og samgönguráð Reykja- víkur samþykkti á fundi sínum á miðvikudaginn að auglýsa breytt deiliskipulag vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi í austur- hluta Laugardals, nálægt Suður- landsbraut. Málið fer nú til endan- legrar afgreiðslu í borgarráði. Eins og fram hefur komið í frétt- um leitast velferðarsvið Reykjavík- urborgar eftir að koma fyrir smá- hýsum á völdum stöðum í borginni sem búsetuúrræði fyrir skjólstæð- inga sína. Hafa áformin mætt and- spyrnu frá þeim sem koma til með að búa í nágrenni smáhýsanna. Til stendur að koma fyrir fimm smáhýsum í Laugardal. Þegar deili- skpulag var auglýst í fyrra bárust 69 athugasemdir og í langflestum þeirra var áformunum mótmælt. Sem dæmi má nefna athugasemd Íþróttabandalags Reykjavíkur. Seg- ir þar að það sé skoðun stjórnar ÍBR að Laugardalurinn skuli notaður til íþróttastarfs og annarrar starsemi sem þar er fyrir. Fyrirhuguð breyt- ing á deiluskipulagi sé að mati stjórnarinnar ekki til þess fallin að bæta ímynd Laugardalsins sem úti- vistarsvæði fyrir íbúa borgarinnar. Hætt sé við að mörgum af yngri kyn- slóðinni muni finnst óþægilegt ná- vígið við tilvonandi íbúa þessa svæðis og muni jafnvel veigra sér við að vera ein á ferð um dalinn. Íþróttafélögin mótfallin Í sama streng taka fulltrúar Þrótt- ar, Ármanns, Skautafélags Reykja- víkur, TBR og borðtennisdeildar Víkings, sem eru með starfsemi í Laugardal. Innan þeirra vébanda eru þúsundir iðkenda, bæði börn og fullorðnir. Að auki bárust tugir at- hugasemda frá almennum borgurum sem búa í nágrenninu. Verkefnisstjóri skipulagsfulltrúa svarar athugasemdunum. Bendir hann m.a. á að aðeins einn íbúi verði í hverju húsi. Forstöðumaður verði yfir smáhýsunum, tryggi íbúunum stuðning og tryggi góða umgengni. Fulltrúar meirihlutans í ráðinu, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata, lögðu fram bókun við afgreiðslu málsins. Segja þeir að umrædd smá- hýsi séu hluti af hugmyndafræðinni „Húsnæði fyrst“ á vegum velferðar- sviðs og hugsuð til að hjálpa fólki sem hefur verið í heimilisleysi og hefur miklar þjónustuþarfir. Hafa beri í huga að þótt þessi hús séu tímabundin í staðsetningu sinni þá séu þau heimili fólks, ekki dvalar- heimili eða lokuð stofnun, og þurfa að vera nálægt þeirri þjónustu og samfélagsinnviðum sem borgarbúar þurfa að nýta. Ekki sé auðvelt að ná sátt um staðsetningu þeirra í íbúða- byggð eða blandaðri byggð og því þurfi að leita á staði sem eru í ná- munda við sömu innviði á öðrum skipulagssvæðum. „Fulltrúar meirihlutans telja að nálægð við útivistarsvæði, almenn- ingssamgöngur og samfélagsinnviði muni hafa jákvæð áhrif á þau sem þar munu koma til með að búa og vona að hverfið taki vel á móti þeim,“ segir enn fremur í bókuninni. Fimm smáhýsi verða sett upp í Laugardal  Alls bárust 69 athugasemdir  Langflestar neikvæðar Morgunblaðið/Árni Sæberg Smáhýsin Fyrstu húsin fyrir heimilislausa voru tekin í notkun í Gufunesi haustið 2020. Fleiri hús verða sett upp. Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú tóku sl. fimmtudag á móti nýjum sendi- herra Kanada hér á landi, Jeann- ette Menzies, með athöfn á Bessa- stöðum. Menzies kom með trúnaðarbréf sitt og afhenti Guðna. Á vef forseta Íslands segir að við þetta tilefni hafi verið rætt um gott samstarf ríkjanna, sameig- inlega hagsmuni og sjónarmið, ekki síst á sviði mannréttinda, kynjajafnréttis og loftslagsmála. Þá var rætt um málefni norður- slóða og stöðu þeirra í heimi al- þjóðastjórnmála. Loks var rætt um Vestur-Íslendinga, arfleifð þeirra og þennan þráð sem tengir Ísland og Kanada svo traustum böndum, eins og segir á vef forseta. Menzies sendiherra er fædd og uppalin í Winnipeg og þekkir vel til sögu Íslendinga í Vesturheimi. Hún tekur við af Anne-Tamara Lorre, sem hafði verið sendiherra á Íslandi frá haustmánuðum 2016. Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon Nýr sendiherra Kanada á Íslandi Dómsmálaráðherra hefur skipað Símon Sigvaldason dómstjóra í embætti dómara við Landsrétt frá 1. mars. Hann var af dómnefnd metinn hæfastur þriggja umsækj- enda um stöðuna. Símon lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1989 og hefur jafnframt lagt stund á nám við lagadeild Kaupmannahafn- arháskóla og Penn State-háskóla í Bandaríkjunum. Símon var um tíma skrif- stofustjóri Hæstaréttar en frá 2004 verið dómari við Hér- aðsdóm Reykja- víkur, þar af dómstjóri frá árinu 2017. Símon skipaður dómari í Landsrétti Símon Sigvaldason Skipholti 29b • S. 551 4422 Skoðið laxdal.is TRAUST Í 80 ÁR VATNSVARÐAR FLÍKUR Í MIKLU ÚRVALI Skoðið // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is NÝ SENDING

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.