Morgunblaðið - 27.02.2021, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2021
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Góðan skilning á landi, söguog staðháttum máttigreina þegar þátttak-endur á landvarða-
námskeiði Umhverfisstofnunar
fluttu verkefni sín og erindi á dög-
unum. Þetta segir Kristín Ósk Jón-
asdóttir umsjónarmaður námskeiðs-
ins, sem alls 36 manns taka þátt í.
Að undanförnu
hafa nemendur
fengið góðan bók-
legan undirbún-
ing um ýmsa
þætti er lúta að
starfinu, svo sem
um jarðfræði,
gróður og fugla
og svo reglu-
vernd nátt-
úruverndar. Allt
þetta nám hefur
verið fjarkennt á netinu en um síð-
ustu helgi fóru nemendur svo út á
mörkina, hvar þeir sögðu frá stað-
háttum á völdum svæðum rétt eins
og verður starf þeirra í fyllingu tím-
ans.
Fjarnám og náttúrutúlkun
„Við höfum alltaf fengið mjög
efnilega og áhugasama nemendur á
námskeiðin og svo er einnig nú,“
segir Kristín Ósk. „Eftir tveggja
vikna lotu í fjarnámi hittust þátttak-
endur svo loks og fluttu verkefni í
náttúrutúlkun sem þeir höfðu unnið
áður. Fólk af Norðurlandi mætti í
Mývatnssveit, Vestfirðingar að
Dynjanda, þátttakendur af Vestur-
landi á Malarrif á Snæfellsnesi og af
höfuðborgarsvæðinu fór fólk á Þing-
velli. Verkefnin voru skemmtilega
fram sett og fróðleg. Þátttakendur
eru efnilegir landverðir.“
Opnað var fyrir umsóknir á
landvarðanámskeið kl. 10 að morgni
4. janúar síðastliðinn og er skemmst
frá því að segja að námskeiðið fyllt-
ist á fjórum mínútum. „Við höfum
aldrei fengið svona sterk viðbrögð.
Þarna held ég að komi bæði til mik-
ill áhugi á náttúruvernd og umhverf-
ismálum en einnig atvinnuástandið.
Landvarsla er fjölbreytt starf sem
býður upp á marga möguleika,“ seg-
ir Kristín Ósk. Kennslu á námskeið-
unum sinnir fólk sem hefur langa
reynslu af landvörslustörfum, sér-
fræðingar Umhverfisstofnunar og
eftir atvikum fólk sem þekkir vel til
ákveðinna efna. Má þar nefna að
Sævar Helgi Bragason stjarnfræð-
ingur ræddi á dögunum við þátttak-
endur um loftslagsbreytingar þeirra
og Jónas Guðmundsson frá Slysa-
varnafélaginu Landsbjörg fjallar
um ýmsa öryggisþætti.
Þekking og hæfni
í fjölbreytt verkefni
„Rauði þráðurinn í kennslunni
er annars að fólk hafi þekkingu og
hæfni til þess að sinna fjölbreyttum
verkefnum við vernd lands og nátt-
úru. Einnig að geta leyst úr alls
konar flækjum sem upp geta kom-
ið,“ segir Kristín.
Á ári hverju eru tugir fólks
ráðnir til starfa við landvörslu í
þjóðgörðum og á friðlýstum svæð-
um. Sjálf er Kristín Ósk með starfs-
stöð á Ísafirði þar sem nýlega var á
vegum Umhverfisstofnunar sett upp
gestastofa um friðlandið á Horn-
ströndum, og þar er að finna ýmsan
fróðleik. Sjálf er Kristín svo meðal
landvarða sem sinna umsjón,
fræðslu og eftirliti í friðlandi Horn-
stranda, víðfeðmu og hrikalegu
landi sem svo mjög heillar göngu-
garpa. Aðsetur landvarða á svæðinu
eru á Hesteyri og í Hornvík. Fyrsta
fólk fer til starfa á svæðinu í júní-
byrjun og vaktin er staðin fram í
ágúst.
Efnilegir landverðir á námskeiði
Læra á landið! Færri komust að en vildu á land-
varðanámskeið Umhverfisstofnunar. Náttúruvernd,
gróður og dýralíf eru námsefni fólks, sem margt hvert
fer svo til starfa í friðlöndum og þjóðgörðum.
Ljósmynd/Aðsend
Framtíðin Þátttakendur á landvarðanámskeiði Umhverfisstofnunar í vettvangsferð á Þingvöllum um sl. helgi.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Friðland Horft frá Hornbjargsvita við Látravík að Fjölunum svonefndu
undir Hornbjargi. Hér sést upp í Almenningsskarð og fjærst Kálfatindar.
Meirihluti nemenda framhaldsskóla
er ánægður með viðbrögð stjórn-
enda þeirra við kórónuveirunni,
enda þótt meirihlutinn telji að fé-
lagslíf skólanna gjaldi mjög fyrir.
Þetta kemur fram í niðurstöðum
könnunar á líðan, námi og að-
stæðum framhaldsskólanema sem
birt var nú í vikunni. Um 4% nema
eiga nú í verulegum erfiðleikum
vegna þunglyndis. Unnið er að því
að efla stuðning við nemendur,
m.a. með því að bæta aðgengi að
geðheilbrigðisþjónustu.
Liðlega helmingur, eða 52%
nemenda, svöruðu að þeir eða ein-
hver nákominn þeim væri í áhættu-
hópi vegna Covid-19. Viðlíka stór
hópur nemenda sagði að þeim
vegnaði betur í stað- en fjarnámi.
Tæpur fjórðungur sagði fjarnám
henta sér betur en annað. Alls 37%
nemenda tilgreindu að fjarnám
hefði ekki áhrif á þeirra líðan. Al-
gengara er að stúlkum líði vel í
fjarnámi. Um 77% svarenda sögðu
að tækjabúnaður sem notaður er til
fjarkennslu virki vel. Um 87% nem-
enda tilgreindu
að þeir hefðu
viljað að náms-
mat á haustönn
væri alfarið með
símati
Rösklega 42%
nemenda kváð-
ust hafa upplifað
fjárhagserfiðleika
í faraldrinum,
sérstaklega þeir
sem búa í leiguhúsnæði eða taka
þátt í heimilisrekstri.
„Markmið þessarar könnunar var
að afla upplýsinga sem nýst geta
til að bæta stöðu nemenda í erf-
iðum aðstæðum og bæta skóla-
starf. Þetta er í fyrsta sinn sem við
vinnum könnun sem þessa í sam-
starfi við hagsmunasamtök fram-
haldsskólanema og það er sérlega
gagnlegt að fá sjónarmið nemenda
fram með svo skýrum hætti nú
þegar við vinnum að því að efla
stoðþjónustu í skólanum,“ segir
Lilja Alfreðsdóttir menntamála-
ráðherra.
Framhaldsskólarnir í lagi á tímum kórónuveiru
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Mennt Skólarnir þykja hafa staðist áraun. Fjölbrautaskóli Suðurnesja hér.
Lilja
Alfreðsdóttir
Stúlkunum líður vel í fjarnámi
„Ég hef mik-
inn áhuga á
náttúru og
útivist og að
fara á land-
varða-
námskeiðið
núna hefur
gefið mér al-
veg nýja sýn
á margt í því
sambandi,“ segir Kristinn Jón-
asson, bæjarstjóri í Snæ-
fellsbæ. „Sem strákur sá ég
sjónvarpsþætti um landverðina
sem gættu fílahjarða í þjóð-
görðum Afríku. Eitthvað í starfi
þeirra og frásögnum af því
höfðaði mjög sterkt til mín og
hefur fylgt æ síðan. Því sló ég
til þegar þetta námskeið var
auglýst og fyrir landsbyggð-
armann er kærkomið að þetta
megi taka í fjarkennslu yfir net-
ið. Einnig að vettvangsfræðsla
sé í heimabyggð. Í gegnum störf
mín þekki ég síðan vel hvað
þjóðgarður getur skapað sam-
félögum mörg tækifæri, sbr.
starfsemi Þjóðgarðsins Snæ-
fellsjökuls hér í bæ.“
Þjóðgarðar
eru tækifæri
BÆJARSTJÓRI Í NÁMI
Kristinn Jónasson
Kristín Ósk
Jónasdóttir
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Komdu í BÍLÓ!
Árgerð 2016, eknir 126-131 Þ.km, dísel (178hö), sjálfskiptur (6 gíra). Snarpir og skemmtilegir
jepplingar sem koma verulega á óvart. Aukabúnaður m.a: Hraðastillir, hæðarstillanlegt bíls-
stjórasæti, bluetooth. Allir á góðum vetrardekkjum.
Verð aðeins 1.990.0
Skipti á ódýrari skoðuð!
Vantar þig einn, tvo
eða þrjá eins?
SSANGYONGKORANDO
DLX 2,2 Turbo diesel 4x4
Raðnúmer 252158 áwww.BILO.is